Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 21

Fréttablaðið - 08.01.2016, Síða 21
|Fólkmatur Eftir veisludagana undanfarið langar flesta í eitthvað létt og gott. Grilluð lárpera, avókadó, er afar ljúffeng. Hún er fyllt með mangói og chili-pipar, jafnvel rauðlauk og papriku vilji einhver hafa meira á henni. Lárperan er góð ein og sér. Hún hentar líka frábær- lega með fiski eða kjúklingi. Uppskriftin miðast við fjóra. 4 lárperur 1 mangóávöxtur 1 rauður chili-pipar Safi úr einni límónu 1 msk. ólífuolía 3 msk. smátt skorið ferskt kóríander Skiptið lárperu í tvennt og takið steininn úr. Best er að hafa þrosk- aða lárperu en þó ekki of mjúka. Setjið lárperuna undir heitt grill í nokkrar mínútur og búið til salsa úr öðrum innihaldsefnum. Takið lárperuna úr ofninum, fyllið með salsa og setjið aftur inn í ofninn í smástund. Berið fram með laxi eða bleikju. Grilluð lárpera með manGói oG chili Margir eiga erfitt með að skipta út rjómalöguðum eftir- réttinum með súkkulaðisós- unni þegar hátíðahöldum jóla og áramóta lýkur. En nýju ári fylgja nýir siðir og gjarnan hollari lifnaðarhættir. Til dæmis væri hægt að trappa sig niður úr dísætum ís með lítilli skál af kota- sælu eftir matinn og strá yfir hana ferskum berjum. Jafn- vel mætti stelast til að hella einni matskeið af sírópi eða hunangi út á. Kotasælan er að jafnaði með mjög lágt fitu- og kol- vetnisinnihald, en hátt hlut- fall prótíns. Á Wikipedia.org segir um næringargildi í 100 grömmum af hreinni kotasælu: Orka 452 kJ / 107 kcal. Prótein 13,5 g. Kolvetni 3 g. Fita 4,5 g. Kotasæla í stað íss allrecipies.com er síða með ógrynni uppskrifta. Þær eru flokkaðar í forrétti, aðalrétti, eftirrétti, salöt, morgunmat o.s.frv. Lesendur gefa um- mæli og stjörnur og er hægt að leita að vinsælustu upp- skriftunum, þeim nýjustu eða uppskriftaheitum. Á síðunni eru líka fróðlegar greinar og ráð og hægt er að kaupa aðgang að rafrænum kokkaskóla þar sem kenndar eru hinar ýmsu kokkaaðferðir. heimasíðan HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15 Þvottahús Úrvalið er hjá okkurFataskápar Sérsmíði Baðherbergi Góðar hirslur Innbyggðar uppþvottavélar Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRéTTINGaR GLÆSILEGaR DaNSKaR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS VIð HÖNNuM OG TEIKNuM fyRIR þIG Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. þITT ER VaLIð Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. fjÖLBREyTT úRVaL af HuRðuM, fRaMHLIðuM, KLÆðNINGuM OG EININGuM, GEfa þéR ENDaLauSa MÖGuLEIKa Á að SETja SaMaN þITT EIGIð RýMI. 0 7 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 1 8 -1 F A 8 1 8 1 8 -1 E 6 C 1 8 1 8 -1 D 3 0 1 8 1 8 -1 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.