Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 24

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeiti blaðs MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, s. 512-5429, jonivar@365.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Á síðasta ári opnaði Jötunn deild í Garðabæ sem sér-hæfir sig í sölu véla og tækja fyrir verktaka, sveitarfélög og græn svæði. Baldur Þórarinsson er sölu- stjóri þessarar deildar en hann segir að Jötunn hafi ákveðið að hefja innflutning og umboðssölu vinnuvéla og vörubíla til að mæta vaxandi eftirspurn meðal við- skiptavina. Jötunn er best þekktur fyrir þjónustu við landbúnað og bænd- ur, enda býður fyrirtækið upp á mikið úrval véla og tækja frá fjölda leiðandi framleiðenda í heimin- um. Meðal þeirra eru þekkt merki á borð við Massey Ferguson- og Valtra-dráttarvélarnar sem hafa undanfarin ár verið með um 50% markaðshlutdeild hér á landi. Jöt- unn rekur verslanir á Selfossi, Akur eyri og Egilsstöðum auk deild- arinnar í Garðabæ. „Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbyggingu og árang- ur viðskiptavina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag. Við finnum vel fyrir því að verktakastarfsem- in er vöknuð á ný eftir mikla dýfu í hruninu. Það er þörf á góðum, nýlegum vörubílum og vinnuvél- um sem við viljum mæta. Nýleg- ar vinnuvélar voru seldar úr landi í hruninu og því lítið til af tækjum sem eru yngri en árgerð 2008. Við bjóðum viðskiptavinum kaup eða sölu þessara tækja í þeirra umboði. Við kaupum vinnuvélar og vöru- bíla eftir óskum viðskiptavina en einnig til að eiga á lager til að við- skiptavinir geti skoðað tækin með eigin augum í stað mynda,“ segir Baldur. „Við erum í sambandi við trausta aðila erlendis til að fá bestu og þekktustu tækin.“ Baldur segir að markmiðið sé að auka þjónustusviðið enn frekar. „Við erum að hefja hér varahluta- þjónustu fyrir vörubíla og vinnu- vélar með innflutningi á bæði nýjum og notuðum varahlutum. Það er liður í að styðja við endur- reisn verktakastarfseminnar en við höfum tekið eftir að bæði eru gamalgróin fyrirtæki að byggja sig upp á nýjan leik og ný fyrirtæki að stíga sín fyrstu skref. Þrátt fyrir að ekki sé mikið um stórfram- kvæmdir á Íslandi sem stendur þá er engu að síður talsverður vöxt- ur í byggingariðnaði og alls kyns smærri framkvæmdum fyrir bæði opinbera aðila og einstaklinga,“ segir Baldur. Vinnuskúrar aftan í jeppa „Meðal annarra nýjunga má nefna vinnuskúra á hjólum aftan í jeppa eða vörubíla,“ segir Baldur. „Kröfur um aðbúnað á vinnusvæðum eru alltaf að aukast og vinnuskúrarn- ir, sem eru framleiddir af danska fyrirtækinu Scanvogn, koma þar sterkir inn. Innflutningur þessara vagna er reyndar ekki alveg nýr af nálinni en Jötunn seldi nokkra slíka vagna hérlendis á árunum 2004- 2007 sem hafa reynst mjög vel. Vagnarnir eru framleiddir eftir óskum hvers og eins en algengast er að í þeim sé fullbúin kaffi og sal- ernisaðstaða auk verkfærarýmis. Salernin er hægt að fá þannig útbú- in að frá þeim er lögð 1“ leiðsla allt upp í 50 metra í næsta holræsi eða rotþró. „Við finnum reyndar núna fyrir auknum áhuga á vinnuskúr- um með svefnaðstöðu enda orðið mjög erfitt og dýrt að fá gistingu að sumrinu fyrir vinnuflokka sem eru á ferðinni um landið,“ sagði Bald- ur að lokum. Skoða má úrvalið og kynna sér framboðið á heimasíðunni vinnuvelar.is. Býður nýjar og nýlegar vinnuvélar og vörubíla auk úrvals varahluta Jötunn er eitt þekktasta fyrirtækið á sviði innflutnings hér á landi, stofnað í maí 2004. Starfsfólkið hefur víðtæka þekkingu á þessu sviði og finnur greinilega aukna þörf fyrir endurnýjun á vinnuvélum og tækjum. Ýmsar nýjungar eru í boði hjá fyrirtækinu. Baldur Þórarins- son sölustjóri: „Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbygg- ingu og árangur viðskiptavina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag.“ MYND/STEFÁN VÉLAR OG TÆKI Miðhrauni 2 - 210 Garðabær www.vinnuvelar.isSími 480 0444 baldur@jotunn.is Scanvogn vinnuskúrar á hjólum Scanvogn er gamalgróin framleiðandi af vinnuskúrum á hjólum sem bæði býður staðallausnir og sérsmíði í lengdum frá 2m til 9m. Vagnarnir eru smíðaðir í Danmörku og uppfylla ströngustu kröfur til búnaðar og frágangs. Í veggjum og þaki vagnanna eru samlokueiningar með góðri einangrun. Á árunum 2004-2007 voru fluttir inn á vegum Jötuns nokkrir vagnar og er reynslan af þeim mjög góð. Club Car Götuskráðir vinnubílar frá Club Car bæði rafmagns og diesel. Í MIKLU ÚRVALI Indespension kerrur Bigab krókheysisvagnar Innra skipulag vagnanna getur verið algerlega eftir óskum viðskiptavina. Algeng uppsetning er að í vögnunum sé kaffiaðstaða, þvottaaðstaða og salerni en auk þess eru oft útbúnar læstar verkfæra geymslur og svefnaðstaða í vagnanna. Bigab krókheysis vagnar fyrir dráttarvélar í stærðum frá 4 – 27 tonn. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -D 2 4 C 1 7 D 9 -D 1 1 0 1 7 D 9 -C F D 4 1 7 D 9 -C E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.