Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.05.2015, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeiti blaðs MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, s. 512-5429, jonivar@365.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Á síðasta ári opnaði Jötunn deild í Garðabæ sem sér-hæfir sig í sölu véla og tækja fyrir verktaka, sveitarfélög og græn svæði. Baldur Þórarinsson er sölu- stjóri þessarar deildar en hann segir að Jötunn hafi ákveðið að hefja innflutning og umboðssölu vinnuvéla og vörubíla til að mæta vaxandi eftirspurn meðal við- skiptavina. Jötunn er best þekktur fyrir þjónustu við landbúnað og bænd- ur, enda býður fyrirtækið upp á mikið úrval véla og tækja frá fjölda leiðandi framleiðenda í heimin- um. Meðal þeirra eru þekkt merki á borð við Massey Ferguson- og Valtra-dráttarvélarnar sem hafa undanfarin ár verið með um 50% markaðshlutdeild hér á landi. Jöt- unn rekur verslanir á Selfossi, Akur eyri og Egilsstöðum auk deild- arinnar í Garðabæ. „Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbyggingu og árang- ur viðskiptavina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag. Við finnum vel fyrir því að verktakastarfsem- in er vöknuð á ný eftir mikla dýfu í hruninu. Það er þörf á góðum, nýlegum vörubílum og vinnuvél- um sem við viljum mæta. Nýleg- ar vinnuvélar voru seldar úr landi í hruninu og því lítið til af tækjum sem eru yngri en árgerð 2008. Við bjóðum viðskiptavinum kaup eða sölu þessara tækja í þeirra umboði. Við kaupum vinnuvélar og vöru- bíla eftir óskum viðskiptavina en einnig til að eiga á lager til að við- skiptavinir geti skoðað tækin með eigin augum í stað mynda,“ segir Baldur. „Við erum í sambandi við trausta aðila erlendis til að fá bestu og þekktustu tækin.“ Baldur segir að markmiðið sé að auka þjónustusviðið enn frekar. „Við erum að hefja hér varahluta- þjónustu fyrir vörubíla og vinnu- vélar með innflutningi á bæði nýjum og notuðum varahlutum. Það er liður í að styðja við endur- reisn verktakastarfseminnar en við höfum tekið eftir að bæði eru gamalgróin fyrirtæki að byggja sig upp á nýjan leik og ný fyrirtæki að stíga sín fyrstu skref. Þrátt fyrir að ekki sé mikið um stórfram- kvæmdir á Íslandi sem stendur þá er engu að síður talsverður vöxt- ur í byggingariðnaði og alls kyns smærri framkvæmdum fyrir bæði opinbera aðila og einstaklinga,“ segir Baldur. Vinnuskúrar aftan í jeppa „Meðal annarra nýjunga má nefna vinnuskúra á hjólum aftan í jeppa eða vörubíla,“ segir Baldur. „Kröfur um aðbúnað á vinnusvæðum eru alltaf að aukast og vinnuskúrarn- ir, sem eru framleiddir af danska fyrirtækinu Scanvogn, koma þar sterkir inn. Innflutningur þessara vagna er reyndar ekki alveg nýr af nálinni en Jötunn seldi nokkra slíka vagna hérlendis á árunum 2004- 2007 sem hafa reynst mjög vel. Vagnarnir eru framleiddir eftir óskum hvers og eins en algengast er að í þeim sé fullbúin kaffi og sal- ernisaðstaða auk verkfærarýmis. Salernin er hægt að fá þannig útbú- in að frá þeim er lögð 1“ leiðsla allt upp í 50 metra í næsta holræsi eða rotþró. „Við finnum reyndar núna fyrir auknum áhuga á vinnuskúr- um með svefnaðstöðu enda orðið mjög erfitt og dýrt að fá gistingu að sumrinu fyrir vinnuflokka sem eru á ferðinni um landið,“ sagði Bald- ur að lokum. Skoða má úrvalið og kynna sér framboðið á heimasíðunni vinnuvelar.is. Býður nýjar og nýlegar vinnuvélar og vörubíla auk úrvals varahluta Jötunn er eitt þekktasta fyrirtækið á sviði innflutnings hér á landi, stofnað í maí 2004. Starfsfólkið hefur víðtæka þekkingu á þessu sviði og finnur greinilega aukna þörf fyrir endurnýjun á vinnuvélum og tækjum. Ýmsar nýjungar eru í boði hjá fyrirtækinu. Baldur Þórarins- son sölustjóri: „Markmið okkar er að bjóða trausta og markvissa þjónustu sem styður uppbygg- ingu og árangur viðskiptavina okkar í krefjandi umhverfi dagsins í dag.“ MYND/STEFÁN VÉLAR OG TÆKI Miðhrauni 2 - 210 Garðabær www.vinnuvelar.isSími 480 0444 baldur@jotunn.is Scanvogn vinnuskúrar á hjólum Scanvogn er gamalgróin framleiðandi af vinnuskúrum á hjólum sem bæði býður staðallausnir og sérsmíði í lengdum frá 2m til 9m. Vagnarnir eru smíðaðir í Danmörku og uppfylla ströngustu kröfur til búnaðar og frágangs. Í veggjum og þaki vagnanna eru samlokueiningar með góðri einangrun. Á árunum 2004-2007 voru fluttir inn á vegum Jötuns nokkrir vagnar og er reynslan af þeim mjög góð. Club Car Götuskráðir vinnubílar frá Club Car bæði rafmagns og diesel. Í MIKLU ÚRVALI Indespension kerrur Bigab krókheysisvagnar Innra skipulag vagnanna getur verið algerlega eftir óskum viðskiptavina. Algeng uppsetning er að í vögnunum sé kaffiaðstaða, þvottaaðstaða og salerni en auk þess eru oft útbúnar læstar verkfæra geymslur og svefnaðstaða í vagnanna. Bigab krókheysis vagnar fyrir dráttarvélar í stærðum frá 4 – 27 tonn. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -D 2 4 C 1 7 D 9 -D 1 1 0 1 7 D 9 -C F D 4 1 7 D 9 -C E 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.