Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 36

Fréttablaðið - 20.05.2015, Side 36
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201514 Iveco hefur lengi verið rótgró-ið merki á meginlandi Evr-ópu, ekki síst í sunnanverðri álfunni. Bílarnir eru í grunn- inn ítalskir og hafa góða mark- aðshlutdeild í Evrópu, eru til að mynda næststærstir í Dan- mörku með tæplega þrjátíu pró- sent markaðshlutdeild. Viktor Karl Ævarsson, sölu- og mark- aðsstjóri hjá Kraftvélum, segir að árið byrji mjög vel og strax eftir fjóra mánuði var markaðs- hlutdeild Iveco á Íslandi tæplega tuttugu prósent. „Miðað við veg- lega pöntunarbók þá er fátt því til fyrirstöðu að viðhalda sambæri- legri markaðshlutdeild út árið.“ Gengið vonum framar í sölu vörubíla „Þetta hefur verið eins og lyga- saga fram að þessu. Við f lutt- um inn þrjá bíla árið 2013 og níu bíla á öllu árinu 2014. Það sem af er ári til dagsins í dag höfum við hins vegar f lutt inn og selt yfir tuttugu bíla og mun fleiri eru á leiðinni. Fyrr í mán- uðinum afhentum við Reykjavík- urborg fimm Iveco Daily-flokka- bíla með rými fyrir sex farþega, sturtupalli og krana. Kópavogs- bær er með tvo bíla í pöntun og Hafnarfjarðarbær fékk nýjan Iveco Daily í lok síðasta árs. Mosfellsbæ seldum við Toyota Hilux sem var liður í samstarfi fyrirtækjanna og var það fyrsti Toyota-bíllinn sem Kraftvélar selja,“ segir Viktor. Fjölbreytt úrval bíla Iveco Daily var kosinn sendi- ferðabíll ársins 2015 og er fáan- legur frá 3,5 tonni upp í sjö tonn í heildarþyngd með burðargetu allt upp í 4.300 kíló. Hann er fá- anlegur með níu mismunandi gerðum véla, í þremur hæðum á þaki, þremur mismunandi lengdum á hjólhafi og fjórum lengdum. Hann er fáanlegur sem lokaður sendibíll eða grindarbíll með einföldu eða tvöföldu öku- mannshúsi. Iveco Eurocargo er hinn hefð- bundni vöruf lutningabíll sem notaður er víða í vörudreifingu. Heildarþyngd hans er allt að tuttugu tonn og burðargetan allt upp í tíu tonn. Iveco Stralis var kjörinn vöru- bíll ársins 2013 í Evrópu þegar hann kom nýuppfærður á mark- að. Hann fæst í fjölmörgum út- færslum. Fjórða gerðin heitir Trakker, sem er „off-road“-útgáfa Stralis. Nýlega afhentu Kraftvélar Hjálparsveit skáta í Kópavogi bíl af þeirri gerð með 6x6 drifi. Hann þreytti frumraun sína í leit að er- lendri konu sem fannst síðan í skála í Hvanngili seint í febrúar. Árs ábyrgð fylgir Kraftvélar hafa haft umboð fyrir Iveco-atvinnubifreiðar undan- farin fimm ár og á þeim tíma hefur verið unnið hörðum hönd- um að því að mennta viðgerðar- menn á þjónustuverkstæði og í varahlutaverslun auk þess að fjárfesta í sérbúnaði til að sinna bilanagreiningu og almennri þjónustu við þessa bíla. „Eins árs ábyrgð fylgir bíl- unum frá Kraftvélum en við- skiptavinum stendur til boða allt að fimm ára ábyrgð. Ölgerð- in og Olíudreifing keyptu ný- lega Iveco-bíla af Kraftvélum og tóku þá með fimm ára ábyrgð. Um er að ræða þjónustuábyrgð og greitt er fyrir hana í sam- ræmi v ið hvern ek inn k í ló- metra. Greitt er mánaðargjald og rekstraröryggið er tryggt,“ segir Viktor. Heildarlausn í atvinnutækjum Kraft vélar hafa einnig haft umboð fyrir Komatsu-vinnu- vélar frá árinu 1992 og eru það vélar sem allir verktakar lands- ins ættu að vera vel kunnugir. Sala á vinnuvélum hefur verið hæg undanfarin ár en tók örlít- inn kipp í fyrra og stefnir í ennþá stærri markað í ár. „Samhliða stækkandi mark- aðshlutdeild í vinnuvélum aug- lýstum við nýlega eftir sölufull- trúa fyrir vinnuvélar og réðum til okkar nýjan sölumann sem hefur störf hjá okkur 1. júní næstkom- andi, verktakar mega því eiga von á því að fá heimsókn frá Kraftvélum í sumar til þess að kynna öf lugt úrval atvinnu- tækja, bæði vörubíla og vinnu- véla“ segir Viktor. Iveco tekur flugið frá Kraftvélum Kraftvélar hafa verið umboðsaðili fyrir Iveco-atvinnubifreiðar undanfarin fimm ár. Það sem af er ári hefur sala á Iveco-vörubifreiðum gengið framar vonum og hafa á þriðja tug bíla verið fluttir inn og afhentir á árinu. Jón Ingi Hinriksson ehf. fékk nýlega afhenta nýja Komatsu PW160-8-hjólagröfu með Engcon-rotortilti. Fyrir á Jón Ingi Komatsu-vélar og lætur mjög vel af þeim. Jón Ingi flutti líka Abbey-tank til Kraftvéla á Akureyri í sömu ferð. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur fengið afhenta fimm nýja Iveco- flokkabíla til reksturs og umhirðu borgarlandsins. Nýju bílarnir leysa af hólmi gömlu appelsínugulu Benz-flokkabílana sem hefur verið ekið um götur borgarinnar í mörg ár. Nýju bílarnir eru öflugri og tæknilega betur búnir en fyrirrennarar þeirra. Allir eru þeir með krana og pall sem hægt er að sturta af á þrjá vegu. Sæti eru fyrir sjö manna öflugan vinnuflokk í hverjum bíl. Í lok mars héldu Kraftvélar og Toyota í Kauptúni sameiginlega atvinnubílasýningu þar sem kynntar voru Iveco- og Toyota-atvinnubifreiðar. Sýningin heppnaðist einstaklega vel og gerðu hátt í tvö þúsund gestir sér ferð í Kauptúnið til þess að skoða bílana sem voru á sýningunni. Kraftvélar afhentu í nóvember Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni þrjá nýja Iveco-flutninga- bíla. Að sögn Gunnlaugs Briem, framkvæmdastjóra vörustjórnunarsviðs Ölgerðarinnar, var Iveco valinn vegna margra sameiginlegra þátta sem tekið var tillit til í endanlegu vali á tegund bíls. Þegar saman fer hagstæður þjónustusamningur til fimm ára, endur- söluverð, búnaður bílanna og innkaupsverð þá var Iveco hagstæðasti kosturinn að sögn Gunnlaugs. Viktor Karl Ævarsson, sölu- og markaðsstjóri, og Óskar Sigurmundason, sölustjóri atvinnubifreiða, eru ánægðir með nýju Iveco-bílana. Við fluttum inn þrjá bíla árið 2013 og níu bíla á öllu árinu 2014. Það sem af er ári til dagsins í dag höfum við hins vegar flutt inn og selt yfir tuttugu bíla. 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 D 9 -2 A 6 C 1 7 D 9 -2 9 3 0 1 7 D 9 -2 7 F 4 1 7 D 9 -2 6 B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.