Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 20.05.2015, Síða 48
KYNNING − AUGLÝSINGVörubílar og vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 201526 Við erum afar ánægð með að opna sérstakan sýningarsal fyrir atvinnubíla Mercedes- Benz og við hlökkum til að taka til starfa hér á Fosshálsinum. Allir at vinnumenn þek kja Mercedes-Benz atvinnubílanna og vita hvað þeir standa fyrir hvað varðar gæði, þægindi, endingu og hagkvæman rekstur. Sprinter, Vito og Citan eru flottir og spennandi sendibílar í stækkandi atvinnu- bílaflota Mercedes-Benz,“ segir Agnar Daníelsson, sölustjóri Mercedes-Benz-atvinnubíla hjá Öskju. Vito er með mikla burðargetu, alls 1.369 kíló, og öflugan aksturs- öryggisbúnað. Vito er bæði fram- leiddur sem sendibíll og fólksflutn- ingabíll. Citan er boðinn í ýmsum útgáfum, m.a. sem fjölnotabíll og hann kemur í mismunandi lengd- um og býður upp á fjölmarga notk- unarmöguleika. Sprinter hefur verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi sem og annars staðar og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Allir bílarnir hafa fengið góða dóma fyrir aksturs- eigin leika, gæði og hagkvæmni. Einnig verða seldir V-Class, og hin breiða vörubílalína Mercedes- Benz auk hópferðabíla Mercedes- Benz og Evobus. Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Á Íslandi hafa bíl- arnir verið feikivinsælir og mest seldir í mörgum af sínum flokkum. Öll þjónusta við Mercedes-Benz- atvinnubíla verður áfram í höfuð- stöðvum Öskju á Krókhálsi 11. Atvinnubíladeild Öskju flytur á Fossháls Söludeild atvinnubíla Öskju hefur flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Fosshálsi 1. Salurinn er alls 350 fm að stærð og þar verða til sýnis hinir vinsælu atvinnubílar Sprinter, Vito og Citan frá Mercedes-Benz. Starfsmenn atvinnubílasölu Öskju, Þorsteinn Ólafsson, Agnar Daníelsson og Páll Halldór Halldórsson. Í Noregi er til afar sérstakur traktor sem merktur er lögregl- unni í bak og fyrir. Honum er þó ekki ætlað að elta uppi óþekka bændur eða stjórna umferð. Hlutverk hans er aðeins sérhæfð- ara því hann sér um að koma lögregluþyrlu á loft eins hratt og hægt er. Frá þessu er greint á vefsíðu rb.no. Nánar tiltekið dregur traktorinn kerru sem hin þriggja tonna þunga þyrla stendur á út úr f lugvélaskýlinu og út á þyrlupall- inn. Traktorinn vinnur starf sitt á Gardermoen-flugvellinum í Ósló og tilheyrir þyrluþjónustu norsku lögreglunnar. „Ástæðan fyrir útliti traktorsins er sú að f lugvöllurinn gerir kröfu um að öll farartæki sem þurfa að ferðast um innan f lugvallarins þurfi að vera merkt fyrirtækjalógói. Þar sem okkar fyrirtæki er lög- reglan fannst okkur ekki annað hægt en að merkja okkur trakt- orinn í bak og fyrir í litum lögreglunnar,“ segir f lugstjóri þyrl- unnar, Ødegaard, í viðtali við vefsíðuna. En hvað með bláu ljósin? „Þau eru meira upp á punt, en þau virka,“ segir f lugstjórinn. Að öðru leyti er um afar venjulegan traktor að ræða af gerðinni Case. „Flestir hlæja þegar þeir sjá fararskjótann og spyrja hvort hann komist hratt. Það gerir hann ekki,“ útskýr- ir Ødegaard. Eini löggutraktor Noregs Lögreglutraktorinn er vígalegur. VINNUÞJARKAR SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á! 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D A -1 7 6 C 1 7 D A -1 6 3 0 1 7 D A -1 4 F 4 1 7 D A -1 3 B 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.