Fréttablaðið - 25.06.2015, Side 6
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
SAMGÖNGUR „Við erum alltaf í
stríði við þessa aðila og fáum enga
hjálp neins staðar frá. Hvorki frá
ráðuneytinu, Samgöngustofu eða
lögreglu, því miður,“ segir Ástgeir
Þorsteinsson, formaður bifreiða-
stjórafélagsins Frama.
Mikið hefur verið rætt um aukinn
fjölda ferðamanna hérlendis und-
anfarin misseri en leigubílstjórar
sem Fréttablaðið hefur rætt við eru
sammála um að það skili sér ekki í
auknum viðskiptum hjá þeim. Flest
hótel og gistiheimili bjóða upp á
rútuferðir frá flugvelli og á hótelið.
„Okkur hefur alltaf fundist við fá
heldur minna hlutfall úr þessu en
við teljum að við ættum að fá. Það
eru margir sem eru að troða sér
inn á okkar markað. Margir jafnvel
ólöglegir og við erum alltaf að berj-
ast í að það verði lagað og hreinsað
til. Það gengur illa að fá yfirvöld til
þess,“ segir Ástgeir.
Það ber því ekki mikið á því að
ferðamenn séu að taka leigubíl
á hótelin en þess í stað hafa hóp-
ferðabílar verið mjög áberandi í
miðbænum undanfarið ýmsum til
ama. „Stundum hefur maður það á
tilfinningunni, ef við tökum skipin
sem dæmi, að fólki sé sagt að það sé
betra að taka rútur.
Ástgeir nefnir sem dæmi ferðir
út á land þar sem er borgað fyrir
hvern og einn en oft geti reynst
ódýrara fyrir fólk að fá tilboð í
þannig ferð með leigubíl séu marg-
ir saman. „Fólk er að borga morð
fjár fyrir þessar ferðir út á land, en
það er ódýrara í reynd ef fjórir fara
saman í svona ferð á leigubíl.“ - vh
Aukinn ferðamannastraumur til landsins skilar sér ekki í auknum viðskiptum hjá leigubílstjórum:
Leigubílstjórar út undan í ferðamannastraumnum
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes
Útsvar 1.393.920 1.390.080 1.393.920 1.315.200 1.393.920 1.315.200
Fasteignaskattur 90.000 119.250 126.000 108.000 119.250 90.000
Lóðarleiga 13.500 13.441 27.000 27.000 22.950 27.000
Sorphiðra 25.155 24.500 28.298 21.400 24.000 21.800
Holræsagjald 84.896 76.050 87.750 54.000 63.000 63.000
Leikskólagjald 275.220 315.876 358.413 400.180 366.857 346.247
Skólamáltíð 61.200 75.600 76.860 77.040 60.840 75.600
Frístund 55.575 99.187 104.234 85.320 81.000 83.700
Sund (30 skipti) 2.850 3.600 2.610 3.300 3.750 2.700
Kostnaður eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu
afsláttur af Nicorette QuickMist til 12. júlí.15%PIPAR\TB
W
A
•
SÍ
A
www.apotekarinn.is
Fáðu þér alvöru
ferskt loft!
Apótekarinn er með lausnir fyrir þig
ef þú þarft hjálp við að hætta að reykja.
R
EY
K
JA
V
ÍK
G
A
R
Ð
A
B
Æ
R
K
Ó
PA
V
O
G
U
R
M
O
SF
EL
LS
B
Æ
R
H
A
FN
A
R
FJ
Ö
R
Ð
U
R
2.002.316
2.117.584
2.205.085
2.091.440 2.135.567 2.025.247
KOSTNAÐUR Á ÁRI
MEÐALTEKJUR
800.000 kr.
EINBÝLISHÚS
200 fm2
Á LEIKSKÓLA
eitt barn
Í GRUNNSKÓLA
eitt barn
KR
➜ Forsendur
útreikninga
G
A
R
Ð
A
B
Æ
R
SE
LT
JA
R
N
A
R
N
ES
BYGGÐAMÁL: Það er ódýrast að
búa í Reykjavík en dýrast að búa
í Hafnarfirði ef öll gjöld sveit-
arfélaga eru tekin saman. Fyrir
dæmigerða fjögurra manna fjöl-
skyldu munar um 200 þúsund
krónum á kostnaði í skatta og
gjöld á milli ódýrasta sveitar-
félagsins og þess dýrasta.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri segir þessar niðurstöður
ekki koma á óvart. „Borgarstjórn
hefur undanfarin ár forgangs-
raðað í þágu barnafjölskyldna og
þeirra sem eiga erfiðast með að
láta enda ná saman,“ segir Dagur.
Ef borin eru saman skattar og
gjöld íbúa eftir sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu sést að
búseta er dýrust í Hafnarfirði.
Einnig eru útsvarstekjur Hafn-
firðinga þær minnstu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Munurinn á kostnaði fjöl-
skyldna eftir búsetu er meiri
ef um er að ræða einstætt for-
eldri með um 500 þúsund krónur
á mánuði og þrjú börn, búandi í
blokkaríbúð í meðalstærð. Er þá
kostnaðurinn 400 þúsund krón-
um hærri á ári í Hafnarfirði en
í Reykjavík eða næstum því heil
mánaðarlaun.
Ef skoðuð eru útgjöld og skatt-
ar fjölskyldu með tvö börn í 200
fermetra einbýlishúsi þar sem
annað barnið er í leikskóla og hitt
í grunnskóla sést að fasteigna-
skattar eru hæstir í Hafnarfirði
af sveitarfélögunum á höfuðborg-
arsvæðinu en lægstir í Reykjavík
og á Seltjarnarnesi.
Leikskólagjöld eru hæst í
Garðabæ en lægst í Reykjavík
og munar þar um 125 þúsund
krónum á ársgrundvelli fyrir
eitt barn.
Hins vegar breytast hlutirn-
ir gífurlega þegar einstæðing-
ur er með tvö börn á leikskóla-
aldri á höfuðborgarsvæðinu. Þá
er kostnaður í Reykjavík lægstur
eða 274.120 krónur. Kostnaðurinn
í Hafnarfirði er 230% hærri eða
635 þúsund krónur. Þar kemur
til að sum sveitarfélög veita
ákveðnum hópum meiri afslætti
en önnur.
Í skýrslu Haraldar L. Haralds-
sonar, bæjarstjóra Hafnarfjarð-
ar, um fjármál Hafnarfjarðar-
kaupstaðar sem kynnt var gær
kemur einnig fram að útsvars-
tekjur á hvern íbúa í Hafnarfirði
eru þær lægstu af sveitarfélög-
unum á höfuð borgarsvæðinu.
Meðalút svarstekjur eru 413 þús-
und krónur þar sem þær eru
lægstar en 491 þúsund krónur á
Seltjarnarnesi þar sem þær eru
hæstar.
Dagur segir systkinaafslætti
jafna kjör og það skipti miklu
máli þegar allt er tekið saman.
„Þyngst vega í þessu sjálfsagt
lágir fasteignaskattar á íbúða-
húsnæði, ódýrar skólamáltíðir
og lækkun leikskólagjalda sem
að auki taka mikið mið af barna-
fjölda með systkinaafsláttum og
félagslegri stöðu,“ segir Dagur
en hann hefur samt sem áður
áhyggjur af vaxandi ójöfnuði.
„Þetta breytir þó ekki því að ég
hef áhyggjur af ójöfnuði, bæði
almennt og ekki síst þegar kemur
að aðgangi barna að frístundum,
íþróttum og tónlistar námi. Þar er
sannarlega ennþá verk að vinna.“
sveinn@frettabladid.is
Ódýrast að búa í
Reykjavíkurborg
Þegar öll gjöld og skattar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru tekin saman
kemur í ljós að það eru ódýrast að búa í Reykjavík en dýrast er að búa í Hafnar-
firði. Getur munað hundruðum þúsunda króna á hverju ári á milli sveitarfélaga.
➜ Leikskólagjöld eru hæst
í Garðabæ en lægst í Reykja-
vík og munar þar um 125
þúsund krónum á ársgrund-
velli fyrir eitt barn.
MIKIL SAMKEPPNI Ástgeir segir marga
vera að troða sér inn á markað leigubíl-
stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1. Hver er eini núlifandi Íslendingur-
inn sem dæmdur hefur verið fyrir
guðlast?
2. Hvað fá margir bátar makrílkvóta
undir 10 kílóum?
3. Hvaða lón tengir nýja gönguleiðin
Jöklastígur?
SVÖR:
1. Úlfar Þormóðsson. 2. 23. 3. Jökulsárlón,
Breiðárlón og Fjallsárlón.
VEISTU SVARIÐ?
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
2
-8
7
E
C
1
7
D
2
-8
6
B
0
1
7
D
2
-8
5
7
4
1
7
D
2
-8
4
3
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K