Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 12
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ÞINGSJÁ | 12
Helgi Hrafn
Gunnarsson
um störf þingsins.
Þegar maður heyrir
eitthvað sem fær
blóðið til að sjóða af
reiði getur verið bót
í máli að það komi
frá einhverjum sem
maður þó ber mikla
virðingu fyrir. Von-
andi hefur maður þá
rænu á því að róa sig
áður en maður tekur
til máls. Hér hafa
einstakir þingmenn
meirihlutans ýjað
að því að forsætis-
ráðherra landsins og
forseti þingsins séu
lagðir í einelti. Einelti
verður ekki rætt
ítarlega af þolendum
þess af hreinskilni án
þess að fyrr eða síðar
falli tár. Sem þolandi
eineltis í æsku vekur
það tilfinningar sem
ég kann ekki við að
lýsa of hreinskilnislega
hér þegar fólk gjald-
fellir hugtakið einelti
með þeim hætti sem
hér hefur verið gert.
Þórunn
Egilsdóttir
um störf þingsins.
Hér erum við öll sam-
an komin, alþingis-
menn. Öll vorum við
kosin til starfa í apríl
2013. Á bak við hvern
þingmann er fólk sem
hefur trú á honum
og því sem hann
hefur fram að færa.
Það er staðreynd
sem við þurfum að
bera virðingu fyrir. Ég
reikna fastlega með
því að hvert og eitt
okkar sé hér með það
að leiðarljósi að vinna
landi og þjóð gagn.
En það er ekki alltaf
augljóst þeim sem
fylgjast með störfum
okkar og landsmenn
hafa ýmsar skoðanir á
því. Það hef ég líka en
er þess þó fullmeð-
vituð að ég hef ekki
umboð til að ala aðra
upp eða segja þeim
til um framkomu og
samskipti.
Pólitísk samstaða myndaðist á milli
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
á þingi á þriðjudag þegar Össur
Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, og Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins,
gerðu kaup bankanna þriggja
á sparisjóðum að umtalsefni.
Össur og Ragnheiður voru
sammála um að eftirliti með
kaupunum væri ábótavant
og Össur kallaði eftir
því að efnahags- og
viðskiptanefnd og
jafnvel stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefnd þingsins fjölluðu um málið.
Um síðustu helgi var tilkynnt um
að Sparisjóður Norðurlands
gengi inn í Landsbankann,
sömu leið og Sparisjóður
Vestmannaeyja gerði í maí.
Í júní eignaðist Arion banki
Afl sparisjóð, en hann varð
til við samruna Sparisjóðs
Siglufjarðar og Sparisjóðs
Skagafjarðar.
„Það sem ein-
kennir þessa
atburðarás
er að um leið
og það koma
fjárfestar
ýmist með innlenda eða erlenda
peninga og sjá viðskiptatækifæri í
sparisjóðunum þá koma stóru bank-
arnir og gleypa þá. Og ég spyr:
Hvar er Fjármálaeftirlitið?
Hvar er Samkeppniseftir-
litið?“ spurði Össur á þingi
og bætti við að með þessu
væru bankarnir að ryðja
burt mögulegum keppinaut-
um í framtíðinni.
Ragnheiður tók undir
með Össuri og sagði að
svo virtist sem hvorki Sam-
keppnis- né Fjármálaeft-
irlit sinntu meginhlut-
verki sínu í þessum
gjörningum. Hún tiltók líka sam-
runa MP-banka og Straums og var-
aði við því að til væri að verða álíka
einsleitt bankakerfi og fyrir
hrun.
„Það hljóta að klingja bjöll-
ur í þessum sal, í það minnsta
hjá okkur sem hér sátum
árið 2008 þegar bankakerf-
ið hrundi; það virðist sem við
stefnum í jafn einsleitt
bankakerfi og áður
var. Virðulegi for-
seti. Með fullri
virðingu, það
setur að mér
hroll.“
Kallað eftir því að þingnefndir fjalli um kaup stóru bankanna á sparisjóðum undanfarið:
Ekki nægt eftirlit sagt með kaupum bankanna
Það hefur verið athyglisvert, svo ekki
sé meira sagt, að fylgjast með störfum
þingsins þetta vorið – já og sumarið.
Nú virðist loksins hilla undir lok þings
eftir að samkomulag náðist um
makrílinn. Sannast sagna hefur staðan
þó verið þannig að því verður ekki
trúað fyrr en á því er tekið að þingið
ljúki störfum sínum og þingmenn fari
í sumarfrí.
En hvað dvelur orminn langa? Hvað
er það sem hefur tafið þingstörfin svo
sem raun ber vitni? Samkvæmt starfs-
áætlun átti að fresta þingi 29. maí.
Ágreiningur hefur verið um mörg
mál, en til einföldunar er hægt að
segja að síðustu daga og vikur hafi
deilurnar snúist um tvö mál; makríl
og rammaáætlun. Í báðum tilfellum
hefur stjórnarmeirihlutinn reynt að
keyra í gegn mál í mikilli andstöðu, en
nú þurft að bakka með bæði málin.
Og í báðum málum hafa verið tveir
aðalleikendur: Sigurður Ingi Jóhanns-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, og Jón Gunnarsson, formaður
atvinnuveganefndar.
Sigurður Ingi var sitjandi umhverfis-
ráðherra þegar hann lagði fyrir jól
fram tillögu um að Hvammsvirkjun
yrði flutt úr biðflokki í nýtingarflokk.
Umdeilt mál, enda verið að fara með
einn kost fram hjá hefðbundnu ferli,
en varð hálfu umdeildara þegar meiri-
hluti atvinnuveganefndar, undir forystu
Jóns, bætti fjórum kostum við.
Makrílfrumvarp Sigurðar Inga hefur
mætt svo mikilli andstöðu að ríflega
50 þúsund manns skrifuðu undir
áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta um að vísa því, eða nokkru
öðru sem bindur fiskveiðiheimildir
til lengri tíma en eins árs, í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Það hefur verið fast í
atvinnuveganefndinni, hverri Jón veitir
forstöðu, um langa hríð.
Sátt hefur nú náðst í báðum málum,
fallið er frá ýtrustu kröfum og við-
bótum og þingi fer að ljúka. Átaka-
stjórnunarstíllinn, sem átti að keyra
málin í gegn á, hefur beðið skipbrot.
Átakastjórnunarstíllinn bíður skipbrot
Óhætt er að segja að frumvarp Sig-
urðar Inga Jóhannssonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, um
kvótasetningu á makríl hafi verið
umdeilt. Kannski kemur það einhverj-
um á óvart að makríll sé jafn umdeilt
efni og raun ber vitni, en þegar á það
er litið að virði makrílkvótans getur
verið á bilinu 150 til 170 milljarðar
á það kannski ekki að koma á óvart.
Samkvæmt frumvarpi ráðherra
skyldi makríllinn kvótasettur og
heimildum úthlutað til sex ára. Með
því hugðist ráðherra koma til móts
við útgerðina sem kallar eftir því að
aflaheimildum sé úthlutað til lengri
tíma þannig að hægt sé að skipu-
leggja rekstur fyrirtækja betur, en
einnig til móts við þá sem eru and-
vígir því að makrílkvóta sé úthlutað
til frambúðar, hann verði framseljan-
leg eign.
Skemmst er frá því að segja að
ráðherra tókst að gera báða hópana
ósátta og málið hefur verið í atvinnu-
veganefnd um langt skeið.
Makrílfrumvarpið er eitt af þeim
málum sem hafa skapað þann hnút
sem þingstörfin hafa verið í. Stjórn-
arandstaðan lagði á það ríka áherslu
að óbreytt færi frumvarpið ekki í
gegn. Og eftir því sem nær dró áætl-
aðri þingfrestun og æ fleiri mál voru
að brenna inni styrktist staða stjórn-
arandstöðunnar til að stöðva málin.
Eins og áður segir leit allt út fyrir
að samningar væru að nást í síð-
ustu viku, en þá var tilkynnt á fundi
atvinnuveganefndar að ráðherra
hygðist gera breytingar á reglugerð-
inni sem lytu að því að aflaheimild-
um yrði úthlutað til sex ára í stað
þriggja.
Það fór þversum í stjórnarandstöð-
una sem stóð í þeirri meiningu að
bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd
í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins
herma að innan stjórnarandstöðunn-
ar sé litið svo á að það fyrirkomu-
lag sem verði ofan á núna verði um
ókomna framtíð. Að ráðherra hafi
heykst á því að gera stórar breyting-
ar á makrílnum.
Í byrjun þessarar viku tilkynnti
ráðherra hins vegar um enn eina
breytinguna, að nú yrði úthlutað til
eins árs, og málið síðan endurskoð-
að. Slíkar breytingar hugnast stjórn-
arandstöðunni betur, enda tíma-
bundnar, en samrýmast þó ekki vilja
margra sem standa gegn kvótakerf-
inu.
Málið er enn í atvinnuveganefnd
og hefur verið sent fjölmörgum til
umsagnar eftir breytingarnar.
Fiskurinn sem fjötraði þingið
Allt útlit var fyrir að samkomulag væri að nást um þinglok í upphafi síðustu viku. Þá kom nýtt útspil í makrílmálinu
sem setti allt upp í loft. Enn ríkir nokkur óvissa um málið en svo virðist sem sátt sé að nást og þar með um þinglok.
DEILUEFNIÐ Allt útlit er fyrir að samkomulag sé í fæðingu um fyrirkomulag makrílveiða. Náist það er líklegt að samkomulag náist um þingfrestun.
MYND/JÓN JÓNSSON
Óbreytt fyrirkomulag í andstöðu við lög
Eitt af því sem hefur rekið stjórnvöld áfram í málinu er álit umboðsmanns
Alþingis frá 2014 þess efnis að fyrirkomulag það sem haft hefur verið við út-
hlutun makrílkvóta stangist á við lög. „Af framangreindu leiðir að sú ákvörðun
stjórnvalda að hlutdeildarsetja ekki makrílstofninn frá þeim tíma var ekki í
samræmi við lög,“ eins og segir í álitinu. Það er því ljóst að einhver breyting
verður að vera á fyrirkomulaginu.
➜ Úr þingsal
Oft og tíðum hefur loft verið
lævi blandið í þingsal á yfir-
standandi þingi.
ÞINGSJÁ
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
GJALLAR-
HORNIÐ
AF ÞIN
GPÖ
LLU
N
U
M
K
O
LB
EIN
N
Ó
T
TA
R
SSO
N
P
R
O
P
P
É
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
D
2
-6
5
5
C
1
7
D
2
-6
4
2
0
1
7
D
2
-6
2
E
4
1
7
D
2
-6
1
A
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K