Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 36
| SMÁAUGLÝSINGAR | tilkynningar atvinna AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna færslu Hvammsvegar. Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem felur í sér færslu Hvammsvegar á um 500 m kafla á svæði milli Högnastaða og Hvamms. 2. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, á spildu úr landi Einiholts. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæði. Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felur í sér að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á spildu úr landi Einiholts á svæði milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan við bæjartorfu Einiholts. Fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 3. Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Borgarbraut 20 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 3. júní 2015 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nær til lóðarinnar Borgarbraut 20 á Borg. Í breytingunni felst að lóðin breytist úr svæði fyrir opinbera þjónustu í íbúðarsvæði þar sem starfsemi leikskóla er hætt og fyrirhugað að breyta núverandi húsi í íbúðarhús. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. 4. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Íbúðar- og landbúnaðarsvæði á jörðinni Hraunhólum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 6. maí 2015 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nær til hluta jarðarinnar Hraunhólar. Í breytingunni felst að svæði fyrir blandaða landnotkun íbúðar- og landbúnaðarsvæðis sunnan við Árnes stækkar til austurs um 10 ha yfir land Hraunhóla. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestin gar en deiliskipulag fyrir svæðið er auglýst hér samhliða. Deiliskipulagsmál Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 5. Deiliskipulag fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags sem nær til núverandi Búrfellsvirkjunar og fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Skipulagssvæðið er um 1.500 ha og nær yfir núverandi stöðvarhús, starfsmanna- og þjónustuhús, hesthús, golfvöll, tengivirki og Bjarnalón, sem er miðlunarlón virkjunarinnar. Skilgreindar eru námur og haugsvæði, núverandi og nýir vegir, byggingareitir fyrir vinnubúðir,veitu og stöðvarmannvirki. Einnig er gert ráð fyrir lóð fyrir léttan iðnað, t.d. verkstæði, smiðju eða gagnaver en sú framkvæmd er ekki háð stækkun virkjunar. Gert er ráð fyrir að vatn verði tekið úr inntakslóni Búrfellsvirkjunar og leitt um aðrennslisskurð fram á brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Þaðan verða göng að neðanjarðarstöðvarhúsi og frárennslisgöng og frárennslisskurður frá stöðvarhúsi út í Fossá. 6. Deiliskipulag fyrir 22,7 ha spildu sem kallast Hrútur 2 úr landi Hrútshaga í Ásahreppi. Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags fyrir 22,7 ha spildu úr landi Hrútshaga og liggur upp að Bugavegi. Ný spilda kallast Hrútur 2 og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, gestahús og útihús. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 7. Deiliskipulag fyrir Loftsstaði-Eystri (lnr. 165472) í Flóahreppi. Íbúðarhúsa- og frístundahúsalóðir. Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 10 ha svæðis úr jörðinni Loftsstaðir-Eystri í Flóahreppi, Sunnan Villingaholtsve gar. Í tillögunni eru afmarkaðar sex 1,27 ha lóðir og er á þremur þeirra gert ráð fyrir íbúðarhúsum auk minniháttar atvinnustarfsemi (hugsanlega lögbýli) og á þremur verður heimilt að reisa frístundahús og fjölnotahús. Ennfremur er gert ráð fyrir 2 ha sameiginlegu svæði. 8. Breyting á deiliskipulagi Reykholts í Bláskógabyggð sem nær til lóðarinnar Sólbraut 8 (Fljótsholt). Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts sem felur í sér að á lóðinni Sólbraut 8 (Fljótsholt) verði heimilt að reisa tólf íbúðarhús á bilinu 50-70 fm á einni hæð og fjögur íbúðarhús sem geta verið 70-90 fm á einni hæð. Hámarksmænishæða húsa frá núverandi hæð jarðvegar er 7 m. 9. Deiliskipulag frístundabyggðar á jörðinni Hnaus II í Flóahreppi. Auglýst er tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á jörðinni Hnaus II sem nær til 38 ha svæðis suðvestan til á jörðinni. Gert er ráð fyrir skógrækt á stærstum hluta skipulagssvæðisins en einnig 6 frístundahúsalóðum á bilinu 0,46 – 0,87 ha að stærð fyrir allt að 120 fm aðalhús og 30 fm gestahús. 10. Deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Hraunhólar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Hraunhólar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem felur í sér að afmarkaðar eru þrjár nýjar íbúðarhúsalóðir austaun við núverandi íbúðarhús auk þriggja frístundahúsalóða þar sunnan við. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem sveitarstjórn samþykkti á fundi 6. maí 2015. 11. Breyting á deiliskipulagi Götu lnr. 166750 í Hrunamannahreppi. Auglýsting tillaga að breytingu á deiliskipulagi Götu sem felst í að byggingarreitur fyrir gróðurhús (B-1) stækkar auk þess sem gert er ráð fyrir allt að 3.000 fm viðbyggingu við þær byggingar sem fyrir eru og fer heildarbyggingarmagn þá upp í 6.700 fm. Byggingar- eitur fyrir starfsmannahús (B-2) fellur út. Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórna varðandi eftirfarandi deili- skipulagsáætlanir: 12. Breyting á deiliskipulagi Kiðjabergs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölgun frístundahúsalóða og ýmsar lagfæringar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 6. maí 2015 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Kiðjaberg í Grímsnes- og Grafningshreppi sem felur í sér fjölgun lóða auk breytinga á skilmálum, afmörkun lóða og byggingarreita á ákveðnum svæðum, legu vega auk annarra minni breytinga. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 21. ágúst 2014 með athugasemdafresti til 3. október og bárust tvö athugasemdabréf auk umsagna. Tillagan var samþykkt með min niháttar breytingum varðandi neysluvatn og fráveitu auk breytingar á byggingarreit á lóð nr. 78. Deilskipulagsbreytingin hefur nú verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. 13. Deiliskipulag frístundabyggðar við Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargötu í landi Skálabrekku við Þingvallavatn í Bláskóga- byggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 7. maí 2015 tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 36 ha svæði úr landi Skálabrekku við Þingvallavatn. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 8. janúar 2015 með athugas emdafresti til 20. febrúar og bárust tvö athugasemdabréf auk umsagna. Deiliskipulagið var samþykkt með minniháttar breytingum til að koma til móts við athugasemdir og umsagnir og hefur það nú verið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is. Skipulagstillögur 1-2 og 5-11 eru í kynningu frá 25. júní til 7. ágúst 2015. Ábendingar og athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 7. ágúst og skulu þær vera skriflegar. Skipulagstillögur nr. 3-4 og 12-13 hafa verið sendar Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi petur@sudurland.is Við erum í snjallsímum á m.as.is og á facebook.com/asfasteignasala Stofnað 1988 Kári Halldórsson lögg. fasteignasali. Fjarðargötu 17, Hafnarfirði Opið virka daga kl. 9-17 Sími: 520 2600 Netfang: as@as.is Heimasíða: www.as.is OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 17:00 – 17:30 FURUHLÍÐ 7 DALPRÝÐI 6 Sérlega fallegt og vandað 176,2 fm endaraðhús með innbyggðum bílskúr á góðum og rólegum stað í Hlíðunum í Setberginu, Hafnar- firði. Húsið er teiknað af Vífli Magnússyni. Íbúðin er 152,4 fm og bílskúrinn 23,8 fm, samtals 176,2 fm. Verð 51,9 millj. kr,- Nýlegt og fallegt parhús á einni hæð á góðum stað í hrauninu í Prýðishverfinu, Garðabæ. Íbúðin er 138,6 fm og bílskúr og geymsla 50,1 fm, samtals 188,7 fm. Verð 66,9 millj. kr,- fasteignir REYKJAVIK LIGHTS HOTEL YFIRÞERNA ÓSKAST Yfirþerna hefur yfirumsjón með þrifum hótelsins. Einstaklingur þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa ríka þjónustulund og stjórnunarhæfileika. Eingöngu reyklausir aðilar koma til greina. Umsóknarfrestur er til 07/07 Umsóknir sendist á netfangið: manager@reykjaviklights.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 25. júní 2015 FIMMTUDAGUR14 2 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 3 -2 F C C 1 7 D 3 -2 E 9 0 1 7 D 3 -2 D 5 4 1 7 D 3 -2 C 1 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.