Fréttablaðið - 25.06.2015, Page 42
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30
FIMMTUDAGUR
Hljómsveitin Halleluwah held-
ur upp á útgáfu plötu sinnar á
Húrra í kvöld.
Platan sem er samnefnd hljóm-
sveitinni og heitir því Hallelu-
wah kom út í vor en söngkona
hljómsveitarinnar, Rakel Mjöll
Leifsdóttir, var búsett erlendis
við nám og því hafði ekki gefist
tími til þess að efna til útgáfu-
tónleika.
„Núna var ég að koma heim og
er búin með námið og við getum
loksins haldið útgáfutónleika,“
segir Rakel Mjöll glöð
í bragði og segir þau
stefna á að spila plöt-
una í heild. Auk Rak-
elar Mjallar er Sölvi
Blöndal í hljómsveit-
inni sem hefur verið
starfandi í rúm tvö ár.
Hljómsveitin East of
my Youth sér um að
hita upp áður
en Hallelu-
wah stígur á
svið og segir
Rakel þær spila skemmtilegt
elekrópop. Eftir tónleikana
tekur Futurgrapher við og
heldur stemningunni gang-
andi.
Tónleikarnir hefjast klukk-
an 21.00 í kvöld og er aðgangs-
eyrir 1.000 krónur. - gló
Halleluwah heldur útgáfutónleika
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út í vor og verður útgáfunni fagnað í kvöld.
FUTUREGRAPHER
Heldur uppi stuðinu
eftir að tónleikunum
lýkur.
M
YN
D
/SIG
G
AELLA
FAGNA ÚTGÁFU
Hljómsveitin Halleluwah
hefur ekki haft tíma til að
halda útgáfutónleika en
fagnar rækilega í kvöld.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
Íþróttastuðningshlífar
Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum.
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Veit á vandaða lausn
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
25. JÚNÍ 2015
Tónleikar
19.30 Blö jazz tríó spilar á veitinga-
staðnum Tacobarnum við Hverfisgötu
20. Spiluð verða gömul þekkt jazzlög
ásamt því að hljómsveitin spili nokkur
af sínum eigin lögum. Um að gera að fá
sér taco og kokteil og njóta ljúfu jazz-
tónanna.
20.00 Halleluwah halda útgáfutónleika
sína á Húrra. Húsið er opnað kl. 20.00
en tónleikarnir sjálfir byrja klukkutíma
seinna. Aðgangseyrir er 1.000 kr. East
of my youth hitar upp.
21.00 Gaukurinn við Tryggvagötu ætlar
að bjóða öllum sem vilja að stíga upp
á svið og leika sér með hljóðfærin sín
og skapa tónlist saman. Það þarf ekki
að skrá sig fyrirfram heldur verður bara
stokkið upp á svið þegar tækifæri gefst.
Einhver hljóðfæri verða á staðnum en
mælt er með því að mæta með sín eigin.
Það verður einnig Happy Hour á barnum.
Það verður frítt inn og frítt að taka þátt.
21.00 Hljómsveitin Arctic Swing Trio
leikur á sumardagskrá Jazzklúbbsins
Múlans á Björtuloftum, Hörpunni.
Sveitin er skipuð þeim Hauki Gröndal
saxófónleikara, Ásgeiri Ásgeirssyni
gítarleikara og Þorgrími Jónssyni bassa-
leikara. Efnisskráin er samsett af ljúfum
söngvum millistríðsáranna og verða
leikin í léttum útsetningum félaganna
sem allir eru íslenskum tónlistarunn-
endum að góðu kunnir. Aðgangseyrir er
2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir nemendur og
eldri borgara.
21.00 Skemmtistaðurinn Dolly á
Hafnarstræti 4 stendur fyrir svokölluðu
afrobeats kvöldi. DJ Yamaho, Skeng og
King Lucky munu þeyta skífum til fram
á nótt.
21.00 Í Mengi á Óðinsgötu verða
haldnir tónleikar með nýrri íslenskri
jazzhljómsveit sem heitir Aurora og
samanstendur af Helga Rúnari, Tómasi
Jónssyni, Sigmari Þór og Óskari Kjart-
anssyni.
21.00 Á Boston við Laugavegi 28B mun
DJ Herr Gott þeyta skífum langt fram
á kvöld. Lofað verður góðu stuði og
miklum dansi.
21.00 DJ Hrönn og Ragga munu sjá um
tónlistina á Frederiksen Ale House í
Hafnarstræti. Einnig verður leynigestur
sem mun sjá um að spila fyrir gesti
fram á kvöld.
21.00 DJ Óli Dóri spilar á Bravó á
Laugavegi 22. Margir gæti kannast við
Óla Dóra en hann er með útvarpsþátt á
X-inu á mánudagskvöldum kl. 23.00 sem
heitir Straumur. Hann spilar reglulega á
nokkrum af bestu stöðum Reykjavíkur.
21.00 Dj Synir Sælir munu sjá um að
þeyta skífum á Prikinu. Þeir munu sjá
til þess að gestir staðarins fái að dansa
frá sér allt vit.
21.00 Anna María Björnsdóttir heldur
síðbúna Jónsmessutónleika á Kaffi
Flóru í Grasagarðinum. Flutt verða lög
af plötunni “Hver stund með þér” sem
kom út fyrr á árinu. Anna María samdi
tónlistina á plötunni við ástarljóð sem
afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson
orti til ömmu hennar á 60 ára tímabili.
Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr og
hægt er að nálgast miða á midi.is
21.00 Hljómsveitin Himbrimi spilar
á Kex Hostel, Skúlagötu 28. Sveitin er
þekkt fyrir einstaktlega dramatíska pop
tónlist sem að mun eflaust falla vel í
kramið hjá gestum staðarins. Frítt inn.
21.00 Trúbadorarnir Eiki og Steini troða
upp á English Pub við Austurstræti 12.
Þeir munu taka klassíska smelli sem að
allir elska.
21.00 Kaffibarinn býður upp á húsdjús
þar sem Moff og Tarkin munu þeyta
skífum.
21.00 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur
mun stíga á stokk á Cafe Rósenberg við
Klapparstíg í kvöld.
22.00 Trúbadorinn Hreimur mun spila
öll helstu lögin sem allir elska að syngja
með á American Bar, Austurstræti 8.
Sýningar
21.00 GoMobile og Stúdentakjallarinn
standa fyrir uppistandi í Stúdentakjall-
aranum. Kynnir kvöldsins verður
Hugleikur Dagsson og það er frítt
inn. Fram koma Bylgja Babýlons,
Greipur Hjaltason, Þórdís Nadia
Semichat, Ragnar Hansson og
Snjólaug Lúðvíksdóttir.
Hátíðir
18.00 Verslanir í miðbæ
Hafnarfjarðar verða með opið
til kl. 21.00 og Fjörðurinn
verður opinn til kl. 22.00.
Nóg verður um skemmti-
legar uppá komur sem enginn
má missa af. Tívolí verður á
bílastæðunum fyrir framan
Fjörðinn.
19.30 Jónsmessugleði Grósku verður
haldin hátíðlega á Strandveginum í
Garðabæ. Þetta mun vera stærsta fjöl-
skylduhátíð Garðabæjar. Boðið verður
upp á úti myndlistasýningar, fjölbreytt
tónlistaratriði, leiklist og margt fleira.
Frítt er á hátíðina.
Námskeið
13.00 Hitt húsið mun standa fyrir
örnámskeiðum í allt sumar sem kallast
Pínkupons. Í þetta sinn verður haldinn
fyrirlestur um að tala fyrir framan hóp
af fólki. Fyrirlesturinn er fyrir unglinga
á aldrinum 16 til 20 ára og verður frítt
inn. Hreiðar Már Árnason og Inga Auð-
björg munu sjá um örnámskeiðið.
Félagsstarf
20.00 Í Friðarhúsinu að Njálsgötu 87
mun fara fram aðalfundur samtaka
grænmetisæta á Íslandi. Þar verður
meðal annars kosið til stjórnar og um
viðurkenningar á vegum félagsins.
Einnig verður staðfesting á fjármálum.
Allir eru velkomnir á fundinn en aðeins
skráðir félagsmenn geta kosið um mál-
efni og boðið fram krafta sína. Allir
áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í
félagið með því að senda tölvupóst á
samtok@graenmetisaetur.is en einnig
verður boðið upp á skráningu í sam-
tökin á fundinum sjálfum.
Leiðsögn
20.00 Borgarbókasafnið stendur
fyrir kvöldgöngu sem kallast Dætur
Reykjavíkur. Björn Unnar og Einar
Björn, starfsmenn Borgarbókasafnsins,
munu leiða gesti í kvöldgöngu þar sem
leiðarstefið verður dætur Reykjavíkur
og hvernig þær birtast í bókmenntum
kvenna. Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir. Lagt verður upp frá
Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 20.
Gangan tekur um það bil eina og hálfa
klukkustund og hentar öllum.
Myndlist
17.00 Myndlistasýning LITKU verður
haldin í menningarmiðstöðinni Gerðu-
berg. Á sýningu eru fjölbreytt myndverk
eftir þrjátíu og þrjá listamenn. Í tilefni
af alþjóðlegu ári ljóssins 2015 er þema
sýningarinnar ljósið. Flest verkin eru
unnin í olíu eða akrýl á striga en einnig
vatnsliti og með blandaðri tækni.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
1
-5
F
A
C
1
7
D
1
-5
E
7
0
1
7
D
1
-5
D
3
4
1
7
D
1
-5
B
F
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K