Fréttablaðið - 25.06.2015, Side 46
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 34
Gunnar Leó
Pálsson
gunnarleo@frettabladid.is
Nýjasta afurð rithöfundarins E.L.
James sem skrifaði þríleikinn
um hina Fimmtíu gráu skugga,
leit dagsins ljós í síðustu viku og
má með sanni segja að um algert
laumuspil hafi verið að ræða.
Ku þessi óvænta viðbót vera
frásögn frá sjónarhóli Christians
Gray, sem er önnur aðalpersón-
anna í sögunum.
Bókin féll gríðarvel í kramið, en
frá því að bókinni var komið fyrir í
hillum vestanhafs rauk út rúmlega
ein milljón eintaka á aðeins fjórum
dögum.
Herma sögur að nú þegar séu
uppi plön um að koma hinum
tveimur bókunum á hvíta tjaldið,
og staðfest hefur verið að leik-
stjóri fyrstu myndarinnar, E.L.
James, muni ekki koma nálægt
gerð þeirra.
Christian Gray
segir sína hlið
Gamla brýnið Rod Stewart sendi
frá sér yfirlýsingu á Twitter-síðu
sinni á dögunum þar sem hann til-
kynnti heims-
byggðinni að
hann væri að
verða faðir enn
á ný. Nema hvað,
næsta barnið er
platan sem kapp-
inn vinnur að í
augnablikinu,
en ekki níunda
barnið líkt og margir hefðu hald-
ið.
Áætlaður fæðingardagur er
ekki kominn á hreint, en október-
mánuður á þessu ári er staðfestur.
Platan mun bera nafnið Anoth-
er Country og verður eins konar
útkoma alls konar tilraunastarf-
semi Stewarts, þar sem hann
reynir meðal annars fyrir sér í
reggítónlist.
Nýtt afk væmi
á leiðinni
VINSÆLT Bækurnar um Christian og Ana-
staciu hafa svo sannarlega slegið í gegn.
NORDICPHOTOS/GETTY
ROD STEWART
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
bio. siSAM
DWAYNE JOHNSON
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
VARIETY
THE TELEGRAPH
CHICAGO SUN TIMES
MÖGNUÐ GRÍNMYND SEM
ALLIR VERÐA AÐ SJÁ.
TED 2 5, 7:30, 10
JURASSIC WORLD 2D 8, 10:35
INSIDE OUT 2D - ÍSL TAL 5
SHE’S FUNNY THAT WAY 8
HRÚTAR 4, 6
SPY 10
STÓRSKEMMTILEG
NÝ ÍSLENSK
GAMANMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
BRIDESMAIDS OG THE HEAT
-H.S., MBL
Um sextíu prósent af þeim miðum
sem selst hafa á ATP-tónlistarhátíð-
ina hafa farið í hendur útlendinga
og einungis fjörutíu prósent í hend-
ur Íslendinga. Þessar tölur voru
akkúrat öfugar í fyrra eða sextíu
prósent miða seld til Íslendinga og
fjörutíu til útlendinga. „Íslendingar
bíða yfirleitt fram á síðustu stundu
með að kaupa miða þannig að ég skil
þetta alveg. Þetta gæti alveg breyst
þegar líður að hátíðinni,“ segir
Barry Hogan, stofnandi og skipu-
leggjandi ATP-tónlistarhátíðarinn-
ar. Hátíðin fer fram dagana 2.-4. júlí
á Ásbrú í Keflavík.
Sem stendur hafa um 3.000 miðar
verið seldir á hátíðina og segist
Barry vera bjartsýnn á framhald-
ið. „Í fyrra seldust um 4.000 miðar
í heildina, þannig að ég held að það
eigi eftir að seljast fleiri miðar í ár.
Maður sér mikinn mun dag frá degi,“
segir Barry. Alls eru 5.000 miðar til
sölu á hátíðina en það er sami miða-
fjöldi og í fyrra. „Hátíðin verður af
svipaðri stærðargráðu í ár og í fyrra,
helsti munurinn er kannski að það
eru fleiri hljómsveitir í ár.“
Um síðustu helgi fór önnur stór
tónlistarhátíð fram, Secret Sol-
stice, en truflar sú hátíð ekki ATP
hátíðina? „Þetta eru ólíkar hátíðir
og fólkið sem sækir þær er
ólíkt. Það eru fleiri tón-
listarunnendur sem sækja
ATP en kannski víð-
ari hópur fólks og meiri
partí ljón sem sækja Sol-
stice-hátíðina. ATP styðst
líka meira við samfélags-
miðla og „word of mouth“
markaðsaðferð, en Secret Solstice
reynir að ná til stærri hóps fólks og
þarf því að auglýsa hana og mark-
aðssetja á aflmeiri hátt og þeir eru
mjög góðir í því,“ útskýrir Barry.
Mannabreytingar hafa verið inn-
anborðs hjá ATP en Tómas Young,
sem var einn af skipuleggjendum
hátíðarinnar, er ekki lengur í teym-
inu. „Ef það væri ekki fyrir Tómas,
þá væri ATP-hátíðin á Íslandi ekki
til og hefði ekki orðið til. Það hefur
alltaf verið mikill drifkraftur í
honum og það er leiðinlegt að segja
frá því að hann hafi þurft að fara
frá okkur til að sinna öðru. Hann er
okkur kær vinur og erum við enn
nánir,“ segir Barry, spurður út í
brotthvarf Tómasar.
Mikil eftirvænting er fyrir hátíð-
inni og segir Barry þá erlendu lista-
menn sem fram koma á hátíðinni
mjög spennta fyrir því að heim-
sækja Ísland.
Þekktustu tónlistarmennirnir
sem fram koma á ATP í ár eru Iggy
Pop, Belle and Sebastian, Public
Enemy, Run The Jewels, ásamt
fjölda þekktra íslenskra listamanna.
60% KAUPENDA
ÚTLENDINGAR
Um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem
fram fer á Ásbrú í Kefl avík 2.-4. júlí. Einungis um 40%
þeirra sem keypt hafa miða á hátíðina eru Íslend-
ingar. Gert er ráð fyrir fl eiri gestum í ár en í fyrra.
TÖFFARI
I ggy Pop er á
meðal þeirra
listamanna sem
koma fram á
hátíðinni í ár.
GÓÐ STEMNING Um
4.000 manns sóttu ATP-
tónlistarhátíðina í fyrra og
gerir Barry Hogan ráð fyrir
enn fleiri gestum í ár.
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
2
-8
7
E
C
1
7
D
2
-8
6
B
0
1
7
D
2
-8
5
7
4
1
7
D
2
-8
4
3
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K