Fréttablaðið - 25.06.2015, Qupperneq 48
25. júní 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 36
Nú er ég með fulla
einbeitingu á sjálfa mig
og það er það sem ég vil
frekar gera nú.
Hrafnhildur Lúthersdóttir
SPORT
SUND Hrafnhildur Lúthersdótt-
ir átti frábæra Smáþjóðaleika í
upphafi mánaðarins þar sem hún
bætti Íslands- og mótsmetið í
öllum þeim fjórum greinum sem
hún keppti í auk þess að ná lág-
marki í 200 m fjórsundi og 200 m
bringusundi. Eftir leikana sneri
hún aftur til Bandaríkjanna og um
helgina keppti hún á móti í Kali-
forníu þar sem hún var nálægt
sínum bestu tímum.
Hrafnhildur, sem er 24 ára, er
nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkj-
unum yfir sumartímann en hún
útskrifast frá háskóla sínum ytra
um áramótin.
„Ég er að æfa með svokölluðum
„post-grad“ hópi. Við erum 10-12
saman sem erum öll að stefna að
því að keppa á Ólympíuleikunum
á næsta ári,“ sagði hún við Frétta-
blaðið áður en hún hélt utan.
„Við æfum því í metrum en ekki
jördum,“ bætti hún við, en keppt
er í jördum í háskólasundinu vest-
anhafs en metrum á alþjóðavísu.
Verður áfram úti eftir útskrift
Hún segist kunna vel við að leggja
nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og
fremst fyrir sig sjálfa þar sem að
keppendur í háskólasundinu hugsa
meira um að ná árangri fyrir lið
sitt.
„Ég kann betur við þetta. Nú er
ég með fulla einbeitingu á sjálfa
mig og það er það sem ég vil frek-
ar gera nú,“ segir Hrafnhildur
sem mun einbeita sér algjörlega
að sundinu eftir að hún útskrifast
um áramótin.
„Ég verð samt áfram úti og
áfram hluti af þessum hópi. Það
getur vel verið að það verði við-
brigði fyrir mig að gera ekkert
nema synda en ég á ekki von á
öðru en að það verði af hinu góða.“
Hrafnhildur er fyrst og fremst
bringusundskona og reiknar ekki
með öðru en að ná lágmarkinu
fyrir Ríó í 100 m bringusundi,
rétt eins og hún gerði í 200 m
sem hefur verið hennar sterkasta
grein.
„Þetta eru mínar aðalgreinar
og ég geri ekki mikið annað en að
æfa bringusund. Ég tek æfingar í
fjórsundinu öðru hverju en ekkert
meira en það,“ sagði Hrafnhildur.
Ætlar sér langt í Rússlandi
Meðal þeirra sem hún æfir með
úti eru sundkappar sem hafa náð
í fremstu röð – hafa slegið heims-
met og komist á verðlaunapall á
heimsmeistaramótum og Ólymp-
íuleikum. „Þetta er mjög góður
hópur. Elizabeth Beisel [tvöfald-
ur verðlaunahafi á ÓL í London]
og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur
verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í
hópnum og það er frábært að fá að
æfa með fólki eins og þessu. Það
gerir mér mjög gott,“ segir hún.
Heimsmeistaramótið fer fram í
Kazan í Rússlandi í ágúst og verð-
ur Hrafnhildur þar á meðal þátt-
takenda. Þar á hún góðan mögu-
leika á að komast að minnsta kosti
í undanúrslit í 200 m bringusundi
en hún á nú 20. besta tíma ársins í
greininni samkvæmt lista Alþjóða-
sundsambandsins, FINA.
„Ég ætla mér allavega að kom-
ast í undanúrslit og við verðum
bar að sjá til hvort ég kemst enn
lengra. Markmiðið er allavega að
komast langt.“ eirikur@frettabladid.is
Æfi r með fólki í fremstu röð
Hrafnhildur Lúthersdóttir er enn að bæta sig og sér ekki fyrir endann á því. Hún undirbýr sig nú af kappi
fyrir HM í Kazan í ágúst og mun svo einbeita sér að því að undirbúa sig undir Ólympíuleikana í Ríó 2016.
SIGURSÆL Í REYKJAVÍK Hrafnhildur vann allar fjórar greinarnar sínar á Smáþjóðaleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Jóhannes Þór Harðarson verður fjarverandi í
ótiltekinn tíma vegna veikinda í fjölskyldu hans. Þetta
tilkynnti knattspyrnudeild ÍBV í gær.
Jóhannes er á sínu fyrsta ári sem þjálfari ÍBV en undir
hans stjórn hefur liðið náð í fimm stig og er í næst-
neðsta sæti deildarinnar. Í fjarveru hans munu aðstoðar-
þjálfarinn Tryggvi Guðmundsson og Ingi Sigurðsson
stýra liði ÍBV, að minnsta kosti í leik liðsins gegn
Breiðabliki á sunnudag.
„Þetta er auðvitað leiðinleg staða sem upp er komin
en með þessari lausn erum við búnir að taka á því sem
snýr að liðinu,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið í gær.
„Það er ekki nokkur spurning að þetta mun þétta okkur
saman sem hóp. Ég á ekki vona á öðru,“ segir Tryggvi
sem segir engra breytinga þörf vegna brotthvarfs Jó-
hannesar nú. - esá
Jóhannes stýrir ekki ÍBV á næstunni
FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn
Hannes Þór Halldórsson segir allar
líkur á því að hann muni yfirgefa
norska B-deildarfélagið Sandnes Ulf
í sumar.
Eins og fram kom í norskum
miðlum í vikunni hefur tyrkneskt
félag lagt fram tilboð í Hannes Þór
en þar að auki hafa önnur lið sýnt
honum áhuga.
„Ég er að meta stöðuna sem upp er
komin og ætla að skoða aðra mögu-
leika einnig. Það er eitt og annað í
umræðunni og ég þarf að meta plúsa
og mínusa í öllum aðstæðum,“ sagði
hann í samtali við Fréttablaðið í gær.
Hann segir þó að flest bendi til
þess að hann sé á leið annað í sumar.
„Það eru þó enn ljón í veginum en
ég veit af áhuga liða og þessi mál eru
komin lengra en nokkru sinni fyrr,“
segir Hannes sem var orðaður við
önnur félög eftir að Sandnes Ulf féll
úr norsku úrvalsdeildinni í haust.
Hann vill þó lítið segja um hvort
honum hugnist að spila í Tyrklandi né
heldur nafngreina félagið sem gerði
honum tilboð. „Það eru kostir og
gallar við allt saman sem ég þarf að
vega og meta út frá því hvaða aðrir
kostir eru í stöðunni. Þetta er eitt-
hvað sem ég þarf að melta.“ - esá
Á von á því að skipta um lið í sumar
Á FARALDSFÆTI Hannes Þór Halldórs-
son hefur vakið áhugga nokkurra félaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Úrslitakeppni EM U-17
ára landsliða, sem er haldin hér
á landi, heldur áfram í dag með
fjórum leikjum.
Íslenska liðið mætir því enska
á Norðurálsvellinum á Akra-
nesi en leikurinn hefst klukkan
19.00. Ísland fékk skell í fyrsta
leik gegn sterku liði Þýskalands
og íslensku stelpurnar þurfa því
á jákvæðum úrslitum að halda í
dag. Í hinum leik riðilsins mætast
Þýskaland og Spánn en sá leikur
hefst klukkan 13.00 og fer einnig
fram á Akranesi.
Í fyrri leik B-riðils mætast
Írland og Sviss og í þeim seinni
eigast Frakkland og Noregur við.
Leikirnir hefjast klukkan 13 og
19 og fara fram á Laugardalsvell-
inum. Riðlakeppninni lýkur svo á
sunnudaginn. - iþs
EM U-17 ára
heldur áfram
EFNILEG Kim Olafsson Gunnlaugsson
lék sinn fyrsta landsleik gegn Þýska-
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRJÁLSAR Hlaupadrottningin
Aníta Hinriksdóttir er klár í
slaginn fyrir Junioren Gala-mót-
ið í Mannheim um helgina, en
meiðslin sem komu í veg fyrir
að hún gæti hlaupið 1.500 metr-
ana á Evrópumóti landsliða um
síðustu helgi eru ekki alvarleg.
„Hún fékk í lærið fyrir mótið í
Búlgaríu þannig það var ekki tekin
áhætta á að láta hana hlaupa bæði
laugardag og sunnudag,“ segir
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari
Anítu, við Fréttablaðið.
Hinn glaðbeitti Gunnar var ein-
mitt staddur í Heiðmörk á æfingu
með Anítu þegar blaðamaður náði
í hann móðan og másandi. „Ég er
ekki alveg í jafn góðu formi og
hún,“ segir hann hlæjandi.
Aðspurður hvað þau séu að gera
í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við
notum mikið malarstígana hérna
og það hef ég gert lengi. Það eru
brekkur í Heiðmörk sem gefa
styrk og svo er gott að vera ekki
alltaf á harðri hlaupabrautinni.“
Gunnar Páll segir Anítu vera í
góðu formi en meiðslin hafi komið
í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“
í aðdraganda Evrópumóts lands-
liða og það hjálpaði augljóslega
ekki til við undirbúninginn.
Aníta á góðar minningar frá
mótinu í Mannheim en þar setti
hún Íslandsmet sitt í 800 metra
hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir
þremur árum. Hún vann mótið
síðast í fyrra.
„Ég myndi segja að möguleik-
arnir væru 50-50,“ segir Gunnar
Páll aðspurður hvort Aníta geti
gert atlögu að Íslandsmetinu á
sunnudaginn í Mannheim.
„Hún var í metformi en svo
gerðist þetta fyrir Evrópumótið
og þá missti hún úr lykilæfingar.
Ég útiloka ekki að allt geti geng-
ið upp. Það hefur eflaust góð áhrif
á Anítu að hlaupa þarna þar sem
hún á góðar minningar frá þess-
um stað. Ef skrokkurinn er tilbú-
inn ætti það að gefa henni eitthvað
auka,“ segir Gunnar Páll.
Kuldakastið fyrir og í kringum
Smáþjóðaleikana gerði æfingar
Anítu ekkert betri.
„Kuldakaflinn fór illa í okkar
öll. Þegar maður verður að taka
þessar gæðaæfingar í kulda og
roki er maður bara að bjóða hætt-
unni heim,“ segir Gunnar Páll.
Eftir Mannheim taka við rúmar
tvær vikur af stífum æfingum
fyrir Evrópumót unglinga 19 ára
og yngri sem fram fer í Svíþjóð.
Aníta vann það mót nokkuð óvænt
fyrir tveimur árum.
„Hún er sigurstranglegust þar
að þessu sinni og allir vilja vinna
hana sem er eitthvað sem þarf að
tækla. Ég sé ekki betur en að hún
verði í súperformi í Svíþjóð en það
er smá óvissa með Mannheim,“
segir Gunnar Páll. - tom
Útilokar ekki Íslandsmetstilraun í Mannheim
Aníta Hinriksdóttir ekki alvarlega meidd og æfi r stíft fyrir mótið þar sem hún setti Íslandsmetið árið 2012.
Á METASLÓÐUM Aníta setti Íslandsmet
í 800 m hlaupi á Junioren Gala-mótinu í
Mannheim árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Pablo Punyed, leikmað-
ur Íslandsmeistara Stjörnunnar
í Pepsi-deild karla í fótbolta, var
valinn í landsliðshóp El Salva-
dor fyrir Gullbikarinn eins og
búist var við, en hann hefur verið
fastamaður í hópnum undanfarið.
Hann kemur því til móts við lið
El Salvador á næstu dögum, en
fyrsti leikur liðsins í Gullbikarn-
um er gegn Kanada 8. júlí. Kom-
ist El Salvador ekki upp úr sínum
riðli spilar liðið síðasta leikinn
gegn Jamaíku 14. júlí.
Vegna þessa missir Punyed af
leik Stjörnunnar gegn Val í Pepsi-
deild karla og fyrri leiknum gegn
Celtic í forkeppni Meistaradeild-
arinnar. Hann hefði einnig misst
af bikarleik í átta liða úrslitunum
hefði liðið komist þangað.
Punyed er nú þegar búinn að
missa af tveimur leikjum Stjörn-
unnar í deild og bikar vegna
landsliðsverkefna. - tom
Pablo missir af
fl eiri leikjum
LYKILMAÐUR Punyed er fastamaður í
liði meistaranna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
3
-1
7
1
C
1
7
D
3
-1
5
E
0
1
7
D
3
-1
4
A
4
1
7
D
3
-1
3
6
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K