Fréttablaðið - 25.06.2015, Síða 56
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
Allt sem þú þarft ...
Höfuðborgarsvæðið, meðallestur kvenna
á tölublað, 18–49 ára. Prentmiðlakönnun
Gallup, jan.– mar. 2015
YFIRBURÐIR
Fréttablaðsins staðfestir
53,3%
18%
FB
L
M
BL
Hugmynd mín um helvíti inni-heldur tvennt: Heitan ananas
og útikamra. Í helvíti er ananas á
öllum pitsum og fólk gengur örna
sinna í sameiginlegum útikömr-
um úr plasti. Langar raðir mynd-
ast fyrir utan þá og maður neyð-
ist til að horfa í blóðhlaupin augu
þeirra sem skilja eftir sig lyktina.
HATUR mitt á útikömrum hefur
oft komið mér í vandræði. Eins
og á Hróarskeldu 2005. Á laugar-
deginum var ég nefnilega kominn
á ystu nöf. Maginn var orðinn
eins og viðkvæm vatnsblaðra
sem gæti sprungið við minnsta
viðnám. Við sátum nokkur fyrir
utan tjald að skipuleggja kvöld-
ið, sólin skein og stemningin var
góð. Skyndilega fannst mér ég
vera búinn að missa vatnið á ein-
hvern metafórískan hátt. Það sem
ég hafði ræktað innra með mér
síðustu daga var á leiðinni út með
hraði.
ÉG rauk af stað og ætlaði að
reyna að brjóta odd of oflæti
mínu og afgreiða málið inni á
kamri úr plasti. Einn laus. Ég
steig inn. Ég steig út. Enn á ný
hafði líkami minn hafnað þessari
tegund af sæluhúsi. Það var því
ekkert annað í boði en að hlaupa
út fyrir svæðið. Það gekk furðu-
lega vel og innan skamms stóð ég
með klósettrúllu í einhvers konar
grænni laut. Ekki manneskja í
augsýn. Ég leysti niður um mig
og kláraði verkefnið sem hófst
fyrir allt of löngu.
ÞRENNT kom í ljós eftir að ég
hysjaði upp um mig stuttbuxurn-
ar: Ég hafði ekki litið til vinstri.
Nokkrum metrum frá mér voru
kátir Hróarskeldufarar að rölta
á svæðið, brosandi og veifandi
gaurnum sem var að kúka í laut-
inni. Gott og vel. Ég veifaði á
móti með fölsku brosi. Og fyrir
aftan mig var hræðilegur kirkju-
garður fólks sem hafði fengið
nákvæmlega sömu hugmynd og
ég. Óþarfi að útskýra það.
OG það sem var verst: Ég stóð
í brenninetlubeði. Lappir mínar
voru þaktar útbrotum. Fólkið
var ekki að veifa – heldur að
vara mig við.
Dæmisaga
um kúk
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
2
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
D
1
-1
5
9
C
1
7
D
1
-1
4
6
0
1
7
D
1
-1
3
2
4
1
7
D
1
-1
1
E
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
5
6
s
_
2
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K