Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 2
fimmtudagur 28. ágúst 20082 Fréttir
Ólafur Stefánsson var hetja gærdags-
ins þegar hann flutti auðmjúkur og
nærri því orðlaus ræðu fyrir hönd
landsliðsins fyrir framan tugþúsund-
ir Íslendinga. Ólafur hóf ávarp sitt
með frægasta frasa landsins síðustu
daga. „Bíp,“ var það fyrsta sem hann
sagði. „Það er ótrúleg gjöf að vera Ís-
lendingur,“ sagði Ólafur svo eftir að
hafa klórað sér um stund í höfðinu.
Fyrir framan hann stóðu gapandi
áhorfendur sem biðu þess að heyra
landsliðsfyrirliðann ávarpa fjöldann.
„Það eru aðeins þrjú hundruð
þúsund manns sem hafa fengið þá
gjöf að vera Íslendingur, frá þeim
þarna uppi, eða hverjum sem er,“
sagði hann, benti til himins og upp-
skar gríðarleg fagnaðarlæti um það
bil 50 þúsund Íslendinga við Arnar-
hól. Af þeim rúmlega þrjú hundruð
þúsundum sem fengu þá gjöf að vera
Íslendingar voru um sautján prósent
samankomin í miðborginni í gær til
þess að halda upp á árangur lands-
liðsins.
Reykjavík heyrði í þotunni
Íslenska þjóðin stóð sannarlega á
öndinni í gær þegar Icelandair Cargo
flugvél hringsólaði yfir Reykjavík um
klukkan fjögur í gær. Að þessu sinni
voru ekki stríðstæki á leið til Georg-
íu farmur vélarinnar. Þeirra í stað
voru annars konar vopn um borð.
Nefnilega íslensku fallbyssurnar og
víkingarnir sem tryggðu sér silfur-
verðlaun á Ólympíuleikunum í Pek-
ing. Eftir að silfurhetjurnar lentu á
Reykjavíkurflugvelli var þeim tekið
fagnandi af fjölskyldum, fjölmiðla-
mönnum og æstum aðdáendum.
Því næst lá leiðin á Kjarvalsstaði
þar sem Reykjavíkurborg hélt mót-
töku til heiðurs landsliðinu. Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
upplýsti á athöfninni á Kjarvalsstöð-
um að sérstakur Silfursjóður hefði
verið stofnaður fyrir reykvísk börn.
Skólar í Reykjavík munu geta sótt um
fjármagn úr sjóðnum árlega, fram að
næstu ólympíuleikum árið 2012.
Gerum okkar besta
Mannfjöldinn sem var saman-
kominn á Skólavörðustíg til að hylla
landsliðið var meiri en flestir hefðu
getað ímyndað sér. Ólafur Stefáns-
son lýsti því yfir á Arnarhóli, seinna
um daginn, að ferð landsliðsins á
opna pallbílnum hefði verið ein
ótrúlegasta stundin í lífi hans. Þús-
undir manna veifuðu og fögnuðu
hetjunum þegar þær gerðu sér leið
niður Skólavörðustíginn.
Um það bil fimmtíu þúsund
manns voru samankomin við Arn-
arhól, þegar Stuðmaðurinn Val-
geir Guðjónsson hóf að kynda upp
í mannskapnum. Hann bað gesti að
mynda orku á álver áður en þjóðin
brast í söng með vel völdum ættjarð-
arlögum. Landsliðsmennirnir, þjálf-
ararnir og starfsliðið voru svo kynnt,
hver á fætur öðrum, og ætlaði allt um
koll að keyra þegar þjóðhetjan Ólaf-
ur var kynnt upp á svið.
Á sviðinu voru samankomn-
ir valdir ráðherrar úr ríkisstjórninni
ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, for-
seta Íslands, og Hönnu Birnu. Ráð-
herrarnir tóku á móti leikmönnunum
á sviðinu, ýmist með handabandi,
kossum eða faðmlögum. Allt eftir því
hvað hverjum datt í hug.
BÍP, BREYTUM HEIMINUM
Ólafur Ragnar hélt ekki
ræðu við Arnarhól í gær
heldur féll það Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur
í skaut að halda stutta
ræðu.
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Þjóðin fagnaði íslenska handboltalandsliðinu í gær. Tugir
þúsunda voru samankomnir við Arnarhól, þar sem ráðherr-
ar úr ríkisstjórninni, forsetinn og borgarstjórinn höfðu rað-
að sér upp á svið til þess að hylla hetjurnar. Ólafur Stefánsson
stal senunni með hjartnæmu ávarpi til þjóðarinnar, þar sem
hann lýsti yfir stolti sínu af því að vera Íslendingur. Hann
sagði að Íslendingar ættu að halda áfram að vera bestir.
Stal senunni Ólafur ávarpaði
íslensku þjóðina með sínum
hætti og stal senunni.