Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Síða 9
fimmtudagur 28. ágúst 2008 9Fréttir
Taka sveig
framhjá
húsinu
Íbúar við Laufrima eru margir hverjir ósáttir við
að Ágústi Magnússyni skuli leyft dvelja í hverfi
þeirra. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið
2004 fyrir að níðast kynferðislega á sex drengjum.
Foreldrar eru uggandi og börn breyta leið sinni til
og frá skóla.
Íbúar í Laufrima og nágrenni eru
margir hverjir mjög ósáttir við
að Ágúst Magnússon, dæmdur
barnaníðingur, haldi til í hverf-
inu og þar með í nágrenni við þrjá
leikskóla og einn grunnskóla. Þeir
furða sig á því að Fangelsismála-
stofnun samþykki að Ágúst sé í
svo barnmörgu hverfi. Kvartanir
íbúanna við Fangelsismálastofn-
un og lögreglu hafa engan árang-
ur borið.
Stofnunin má ekki tjá sig um
einstaka mál en samkvæmt regl-
um getur hún sett ákveðin skil-
yrði fyrir reynslulausn fanga. Ekki
fékkst uppgefið hvaða skilyrðum
Ágúst er bundinn. Skilyrðin geta
verið margskonar. Allt frá vinnu-
stað, dvalarstað, umgengni við
annað fólk og jafnvel iðkun tóm-
stundastarfa. Hvert mál er einstakt
og lýtur sjálfstæðu mati með tilliti
til skilyrða. Séu þau brotin er hægt
að afturkalla reynslulausnina.
Foreldrar áhyggjufullir
DV greindi frá því í síðustu viku
að Ágúst býr í foreldrahúsum í
Rimahverfi í Grafarvogi. Hann er
með útsýni yfir leikskóla sem er í
aðeins nokkurra skrefa fjarlægð
frá íbúð föður hans. Íbúar í blokk-
inni sem Ágúst býr í eru uggandi
yfir veru hans þar og afar áhyggju-
fullir yfir velferð sinna barna.
Sagði einn íbúinn í samtali við
DV að það væri ekki til pabbi
í blokkinni sem væri ekki
til í að ganga í skrokk á
honum. Hann bætti
þó við að það myndi
engum tilgangi
þjóna. Íbúarnir
væru búnir að
láta lögregluna
vita af veru hans
en ekkert væri
aðhafst. Úrræð-
in sem lögregl-
an hefur eru fá
þegar hann hef-
ur ekkert brotið
af sér.
Hefur ekki brotið af sér
Brjóti fangi á reynslulausn af
sér er hann umsvifalaust settur aft-
ur í fangelsi. Ágúst hefur ekki brot-
ið þessi skilyrði hingað til. Hann
stundar sína vinnu og mætir á sína
fundi með sálfræðing. Skilyrðin
sem hann hefur fengið frá Fang-
elsismálastofnun virðast sam-
kvæmt því vera þau að hann búi í
Laufrima í foreldrahúsum.
Ágúst fær póstinn sinn sendan í
Laufrimann. Hann reyndi að selja
manni tölvu ekki alls fyrir löngu
en íbúi í húsinu varð vitni að því
að væntanlegum kaupanda virtist
allt í einu bregða og flýtti sér í kjöl-
farið út.
Börnin taka sveig framhjá
húsinu
Hverfið sem Ágústi var komið
fyrir í er rólegt fjölskylduhverfi
með fjölda barna. Nú þeg-
ar allir skólar landsins eru
teknir til starfa eru börn-
in í Rimahverfi eðli-
lega skelkuð. Þau
vilja ekki labba
framhjá húsinu
þar sem Ágúst býr
vegna hræðslu við
hann. Sum taka stór-
an sveig á leiðinni
heim úr skólanum
sem nú er ný-
hafinn. „Ég skil ekki af hverju hann
er ekki settur bara meðal eldri
borgara. Þeim stafar enginn ógn
af honum. Að planta honum hér í
rótgrónu barnahverfi er algjörlega
út í hött,“ sagði einn íbúinn sem
DV ræddi við.
Barnagirnd á háu stigi
Ágúst hefur lokið tveimur þriðju
hluta afplánunar sinnar og er á
reynslulausn. Samkvæmt sálfræði-
mati hefur Ágúst barnagirnd á háu
stigi en dómurinn sem hann fékk
árið 2004 er einn sá þyngsti sem
fallið hefur hér á landi. Meðan á
réttarhöldum í málinu stóð reyndi
Ágúst að tæla til sín barn í gegnum
netið. Hann gekk í gildru Kompáss
sem lagði gildru á netinu
með tálbeitu.
Benedikt Bóas HinRiksson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Rólegt fjölskylduhverfi Hverfið þar sem
ágúst dvelur hefur haft orð á sér fyrir að vera
rólegt og þægilegt fjölskylduhverfi.
MYnd RakeL
Barnaníðingur ágúst var dæmdur
í fimm ára fangelsi árið 2004 fyrir gróf
kynferðisbrot gegn sex drengjum.
Litla-Hraun ágúst á hættu á að verða
sendur aftur á Litla-Hraun ef fangelsismála-
stofnun telur hann brjóta skilyrði sem honum
voru sett þegar hann fékk reynslulausn.
Skilyrðin geta verið
margs konar. Allt frá
vinnustað, dvalar-
stað, umgengni við
annað fólk og jafn-
vel iðkun tómstunda-
starfa.
Lögregluembætti landsins búa við krappan kost:
Neyddir í niðurskurð vegna fjársveltis
REYKJAVÍK
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
Ið
n
ó
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
Fr
ík
Ir
k
ja
n
O
r
g
a
n
H
á
s
k
ó
la
b
íó
n
a
s
a
g
la
u
m
b
a
r
n
O
r
r
æ
n
a
H
ú
s
Ið
V
O
n
a
r
s
a
lu
r
I
n
g
ó
lF
s
n
a
u
s
t
Iðnó FríkIrkjan Háskólabíó Iðnó FríkIrkjan Organ
nasa glaumbar Háskólabíó Iðnó
PO
RT
h
ön
nu
n
w
w
w.
m
idi
.is
JAZZHÁTÍÐ 2008
Fimmtudagur 28. ágúst •
• KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor
Philip Catherine, Kazumi Watanabe,
Maggi Eiríks, Þórður Árnason
RAUÐI JAZZPASSINN GILDIR Kr3000/2000
Gítarhátið Bjössa Thor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur.
Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst
þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með
gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir
vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru
Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007
PhilipCatherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður Árnason
verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins Jóhanns
Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara.
Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar frá Tónastöðinni.