Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 12
fimmtudagur 28. ágúst 200812 Fréttir
Enga afsökun vegna offitu
Breskir íhaldsmenn segja að fólki
eigi ekki að bjóðast afsökun vegna
eigin offitu. Þeir telja að fólk eigi
að axla meiri ábyrgð á lífsstíl sín-
um, matarvenjum og hreyfingu.
Íhaldsmenn ætla ekki að styðja að
matvæli yrðu sérstaklega merkt
sem fitandi eða sykurrík heldur
einbeita sér að ráðleggingum um
heilbrigðara fæði í stað þess að ala
á ótta við ruslfæði.
Andrew Lansley í Skuggaráðu-
neytinu sagði að heilbrigðar mat-
arvenjur þyrftu ekki að fela í sér
útilokun til frambúðar á frönsk-
um kartöflum, eða rjómaís, en
það mætti aldrei teljast eðlilegt að
verða of feitur.
Rússar halda áfram að ögra Vestur-
löndum og með þeirri ákvörðun að
viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðar-
héraðanna Suður-Ossetíu og Abkas-
íu, þvert gegn ráðleggingum, hafa
Rússar undirstrikað viðhorf sín.
Rússar segjast ekki óttast neitt, þar
með talið nýtt kalt stríð við þá sem
standa gegn þeim í málinu.
Rússar hundsa
alþjóðasamfélagið
Forseti Rússlands, Dmitry Med-
vedev, samþykkti kosningu rúss-
neska þingsins sem í byrjun vikunn-
ar ákvað einróma að viðurkenna
héruðin tvö sem sjálfstæð ríki. Með
aðgerðunum hundsa Rússar ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og
ganga þvert á vilja vestrænna ríkja
um að landamæri Georgíu yrðu virt.
Á þriðjudagskvöldið sakaði Medved-
ev svo ríkisstjórn Bandaríkjanna um
að dulbúa vopna- og hergagnasend-
ingar sínar til Georgíu sem neyðar-
aðstoð. Rússar eru sagðir hafa með
þessu manað Evrópu og Bandarík-
in til að bregðast við ákvörðun sinni.
Rússar telja þó að skiptar skoðan-
ir séu á gjörðum sínum meðal Evr-
ópuríkja, og því verði aðgerðir gegn
þeim af skornum skammti af hálfu
Evrópuríkja.
Óttumst ekki kalt stríð
Yfirvöld í Washington fordæmdu
ákvörðun Rússa. Bretar kalla eftir því
að Evrópuríki sameinist gegn ágangi
Rússa. Svíar segja að Rússar hafi
kallað yfir sig árekstur við Vestur-
lönd, á meðan alþjóðlegar stofnan-
ir segja yfirlýsingu Medvedev ólög-
mæta og óásættanlega. „Við óttumst
ekki neitt, ekki heldur nýtt kalt stríð
ef til þess kemur,“ sagði Medvedev á
þriðjudaginn. „Rússland er ríki sem
mun tryggja sína hagsmuni hvívetna
við landamæri sín. Um það skal eng-
inn efast,“ sagði Rússlandsforseti
afar ógnandi. Georgíumenn saka
Rússa um að halda hinni mikilvægu
Svartahafshöfn Poti í hverkví, en því
neita Rússar. Medvedev gekk skref-
inu lengra og sakaði Bandaríkja-
menn um að nota Poti til að flytja
hergögn inn í Georgíu. „Það er engin
herkví til staðar. Öll skip geta lagst að
bryggjunni í Poti. Bandarísk skip og
önnur nota hana til að flytja mann-
úðaraðstoð til Georgíu. Og það sem
Bandaríkjamenn kalla mannúðarað-
stoð í þessu tilfelli, kalla aðrir vopn,“
er haft eftir Medvedev á BBC frétta-
stofunni.
Bitlaus Vesturlönd
Utanríkisráðherra Rússlands,
Sergei Lavrov, var fullur sjálfstrausts
þegar hann lýsti því yfir að allar að-
gerðir vestrænna ríkja gegn Rússum
væru í mesta lagi orðin tóm og dipl-
ómatískar refsiaðgerðir sem væru
þolanlegar. „Ég hef ekki trú á því að
einangrun Rússa í alþjóðasamfélag-
inu sé yfirvofandi. Þetta verður eng-
inn dómsdagur,“ sagði Lavrov.
Suður-Ossetía þungamiðjan
Baráttan um Suður-Ossetíu var
kveikjan að átökum fyrir nokkrum
vikum síðan milli Rússa og Georgíu-
manna. Í héraðinu búa um 70 þúsund
manns sem telja sig Rússa frekar en
Georgíumenn. Hið fátæka og glæpum
hrjáða fjallahérað er talið eiga lítinn
raunhæfan möguleika á að verða sjálf-
stætt ríki, og er talið að yfirlýsing Rússa
sé fyrirboði um innlimun héraðsins í
Rússland að sögn Mikheil Saakashvili,
forseta Georgíu. Upphaf átakanna
má rekja til misheppnaðrar tilraunar
Georgíumanna og Saakashvili til að
ná aftur yfirráðum yfir Suður-Ossetíu.
Rússar svöruðu með hernaðaraðgerð-
um þar sem þeir töldu árás Georgíu-
manna ógna lífi og limum rússneskra
hjálparstarfsmanna og ríkisborgara í
héraðinu. Síðan þá hafa ásakanir um
þjóðernishreinsanir gengið á víxl.
Stuðningsmenn Baracks Obama
hafa lengi beðið þess að Hillary Clin-
ton lýsi yfir skilyrðislausum stuðningi
við hann. Lengi vel virðist sem það
hafi vafist fyrir henni og djúpt hefur
verið á endanlegri uppgjöf.
Á landsþingi demókrata sem fram
fer í Denver virðist sem henni hafi
fundist tími til að lýsa yfir stuðn-
ingi við Barack Obama, enda hefur
hann farið frekar halloka en hitt sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Ekki hef-
ur verið til bóta fyrir Barack Obama
að stór hluti þeirra sem studdu fram-
boð Hillary Clinton hafa lýst því yfir
að þeir muni ekki greiða Obama at-
kvæði sitt.
„Það er mér heiður að vera hér í
kvöld. Stolt móðir. Stoltur demókrati.
Stoltur Bandaríkjamaður. Og stoltur
stuðningsmaður Baracks Obama,“
sagði Hillary í opnunarræðu sinni
í gærkvöldi. Hillary lagði áherslu á
mikilvægi einingar innan flokksins og
með tár í augunum sagði hún: „Nú er
tíminn til að sameinast eins og einn
flokkur með eitt markmið.“
Samkvæmt fréttum er Bill Clin-
ton, eiginmaður Hillary og fyrrver-
andi forseti, eitthvað tregari til að
horfa fram veginn. Vinir hans segja
að hann eigi erfitt með að segja skil-
ið við biturleikann sem setti mark sitt
á forkosningarnar. Bill er ósáttur við
gagnrýni Obamas á þann tíma sem
Bill var í Hvíta húsinu og þá ásökun
að Bill hefði notað „kynþáttakortið“ í
ákneðnum forkosningum.
Kannanir á landsvísu sýna að tut-
tugu prósent þeirra sem hefðu kos-
ið Hillary Clinton munu kjósa John
McCain, frambjóðenda repúblikana,
þegar á hólminn kemur, eða jafnvel
sleppa því að kjósa.
„Barack Obama er minn fram-
bjóðandi. Og hann verður að verða
forseti okkar,“ sagði Hillary Clinton í
ræðu sinni á landsþinginu. Skilaboð
hennar gætu ekki verið skýlausari, en
hvort þau komi til með að hafa áhrif
á hörðustu stuðningsmenn hennar
verður tíminn að leiða í ljós.
Hillary Clinton hefur loks gert það sem beðið hefur verið eftir:
„Obama er minn frambjóðandi“
Obama fylgist með ræðu Hillary Clinton Hillary hefur borið klæði á vopnin í slag
sínum og Baracks. mynd/afP
SiguRðuR Mikael jÓnSSOn
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
„Við óttumst ekki neitt, ekki heldur nýtt kalt stríð
ef til þess kemur.“ – Dmitry Medvedev
RússaR
óttast EkkERt
Ákvörðun Rússa að viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og
Abkasíu er ögrun við Vesturlönd. Rússar óttast ekki refsi-
aðgerðir og því síður að þeir hafi lagt línurnar að nýju köldu
stríði. Forseti Rússlands sakar Bandaríkin um að dulbúa
vopnasendingar til Georgíu sem neyðaraðstoð.
Sjálfstæði fagnað Íbúar suður-Ossetíu
fagna sjálfstæðisyfirlýsingu rússa með
fánaburði og skotvopnum. mynd/afP