Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Blaðsíða 14
fimmtudagur 28. ágúst 200814 Umræða Viska silfursins svarthöfði reynir TrausTason riTsTjóri skrifar Skýr merki eru um að vofa davíðskunnar leikur ljósum logum. Forsetanum ýtt til hliðar Leiðari Undanfarin ár hafa einkennst af óvæginni baráttu ákveðinna afla í samfélaginu gegn Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Brögðum hefur verið beitt til að ýta forsetanum til hliðar við stóratburði sem snerta alla þjóðina. Þegar þjóð- in fagnaði 100 ára heimastjórnarafmæli gætti Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þess jafn- an að vera í sviðsljósinu. Hámarki náðu deilurnar við forsetann þegar hann greip til þess drengskap- arráðs að stöðva illræmd fjölmiðlalög sem sett voru fram af blindri heift gegn einstökum fyrirtækjum. Sú aðgerð var ekki til þess að bæta andrúmsloftið gagn- vart forsetanum. Þegar Geir H. Haarde tók við völd- um sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, kviknuðu vonir um að árásum á forsetann myndi linna. Því miður er það ekki svo. Þegar sönn- um hetjum Íslands, handboltalandsliðinu, var fagnað í miðborg Reykjavíkur var forsetinn án hlutverks. Skýr merki eru um að vofa davíðskunn- ar leikur ljósum logum. Í stað þess að fara þess á leit við þjóðhöfðingjann að hann yrði í fararbroddi þjóðar við að fagna landsliðinu sigursæla var honum hald- ið til hliðar. Menntamálaráðherrann lét sem þjóðhöfðingi og ávarpaði mannfjöldann á sigurstund allrar þjóðarinnar. Þótt ákveðið hefði verið fyrir nokkru að veita landslið- inu fálkaorðuna við heimkomuna höfðu ráðamenn ekki félagslegan þroska til þess að óska eftir því að sú athöfn færi fram þar sem mannfjöldinn fagnaði hetjum sínum. Forsetanum var vikið til hliðar en mátti náðarsamlegast vera viðstadd- ur hátíðina sem statisti. Orðuveitingin fór fram á Bessastöðum, fjarri almenn- ingi, í stað þess að leyfa þjóðinni að njóta þeirrar stundar. Forsetinn er þjóðkjörinn sem sameiningartákn allra Íslendinga í gleði sem sorg. Athyglissjúkir ráðherrar mega ekki komast upp með að nið- urlægja embættið. Landslið- ið í handknattleik, silfri skreytt, á ekki að nota í óprúttnu valdatafli. spurningin „Silfrið er í tísku núna. Ég var frumkvöðull í silfurumræðunni og því mun nafnið standa,“ segir Egill Helgason léttur í bragði. Egill stýrir sem kunnugt er umræðu- þættinum silfri Egils en málmurinn silfur hefur verið áberandi á Íslandi undanfarna daga, eftir frækilegt afrek handboltaliðsins á Ólympíuleikunum. Egill mun sum sé halda sig við silfrið. Mun þáTTurinn heiTa egils gull? sandkorn n Mikið gekk á í undirbúningi hátíðar vegna komu landsliðs- mannanna í handknattleik til Íslands í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra lagði á það gríðarlega áherslu að halda sjálf sviðinu við athöfnina og að Ólaf- ur Ragnar Grímsson kæmist ekki að til að stela sen- unni. Þá var einnig óróleiki í kringum orðuveitinguna. Þrýst var á orðunefnd að fjölga þeim sem fengju slíkt djásn. Þar var mest áhersla á að Kristján Ara- son, formaður landsliðsnefndar, fengi sína orðu. En nefndin gaf sig ekki og ákvörðun forsetans stóð óhögguð. n Enn bólar ekkert á nýjum forstjóra Landsvirkjunar í stað Friðriks Sophussonar sem hyggst setjast í helgan stein í skjóli konu sinnar, sendiherrans Sigríðar Dúnu Kristmundsdótt- ur. Innan Sjálfstæðisflokksins er vaxandi vilji fyrir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra taki starfið og hæfari fjármála- ráðherra fáist þannig í ráðu- neytið. Árni mun enn ekki hafa látið undan þrýstingi en allt gæti þó gerst á næstu vikum. n Grétar Þorsteinsson mun láta af störfum sem forseti ASÍ síðar á þessu ári og verður nýr forseti kosinn á ársfundi sam- bandsins þann 23.-24. október næstkomandi. Enn sem komið er hefur enginn lýst áhuga á forsetastólnum, enda er tíðrætt innan verkalýðshreyfingarinnar að slíkt yrði meirihátt- ar tímasó- un. Víst er talið að Gylfi Arnbjörns- son, fram- kvæmda- stjóri ASÍ, muni ganga í embættið nánast sjálfkrafa og tala menn jafnvel um að það sé fyrirfram ákveðið formsatriði og fara þannig í fótspor Ásmund- ar Stefánssonar sem breyttist úr framkvæmdastjóra í forseta. Hvort það svari kalli verkalýðs- hreyfingarinnar um nýtt blóð í forystuna skal ósagt látið. n Mikil umsvif eru hjá Mosfells- bæ í kringum hátíðina Í túninu heima sem haldin verður um helgina. Það er nýi upplýsinga- stjórinn, Sigríður Dögg Auðuns- dóttir, sem stjórnar markaðs- setningunni en við hlið hennar, í ráðgjafa- hlutverki, er Valdimar Birgisson, auglýs- ingastjóri Eyjunnar og eiginmaður hennar. Það er stutt á milli hjónanna eins og sjá má á því að Mosfellsbær auglýsir með nokkrum stæl á Eyjunni. Allt í túninu heima. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á nEtinu: dv.is aðalnúmEr: 512 7000, ritstjÓrn: 512 7010, áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Læknarnir hér heima vildu ekki skrifa upp á að þetta væri lífsnauðsynleg með- ferð, sem þetta er, og þeir eru búnir að vera mjög erfiðir við mig.“ n Ragna Erlendsdóttir um hversu erfitt það hefur reynst að fá Tryggingastofnun til að greiða lífsnauðsynlega læknismeðferð dóttur hennar í Bandaríkjunum. - DV „Að öðryum ólöstuðum er Einar Þorvarðarson sá maður sem hefur haldið Handknattleiks- sambandi Íslands uppi árum saman.“ n Ívar Benediktsson blaðamaður Morgunblaðs- ins um hversu fáranlegt það sé að Einar Þorvarðarsson framkvæmdarstjóri HSÍ sé ekki sæmdur með orðu eins og aðrir í kringum liðið. - Morgunblaðið „Þegar leikurinn er búinn var hann á þessu hættusvæði að fara að steita görn við dómarann, það kann ekki góðri lukku að stýra.“ n Logi Ólafsson þjálfari KR um rauða spjald Viktors Bjarka Arnarssonar. - fotbolti.net „Hann var bláedrú með kókglas í hendi.“ n Ásdís Rán um Ólaf F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóra sem hún hitti á skemmtistaðnum Rex þegar hann var ennþá í embætti. - Fréttablaðið bókstafLega Íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum djúpstæða hugarfars-byltingu undanfarna daga. Í fyrsta skiptið í áratugi hefur þjóð- in sætt sig við að vera ekki best, og hreinlega tekið því fagnandi. Þetta eru silfuráhrifin. Sálfræðilegar afleiðingar silfur- áhrifanna eru geigvænlegar. Þær felast fyrst og fremst í fyrir-bæri, sem hefur lengst af verið óþekkt hérlendis, en er þekkt sem hófsemd eða hófstilling í hinum stóra heimi. Forngrikkir nefndu þennan eiginleika sófrosýne, en hann hefur ekki náð fótfestu hér á landi nema hjá nauðugum bændum, og þá í formi örbirgðar. Annar eiginleiki hefur aftur á móti verið ráðandi. Hann kölluðu Grikkir hybris, eða ofmetnað. Íslendingar hafa á undanförnum áratugum verið uppfullir af hybr- is. Hljómsveitir stefndu jafnan á heimsyfirráð og mistókst í öllum tilfellum. Íslenskar hljómsveitir tóku sér nöfn eins og Beating Bishops og Shooting blanks, og meira að segja Bubbi reyndi að verða heimsfrægur. Einungis Sigur Rós, hefur náð teljandi árangri, enda býr hún yfir sófrosýne, sem sýndi sig í því að syngja á íslensku og neita að stytta lög fyrir Jay Leno. Upp úr aldarmótunum varð það þannig, að íslenskir við-skiptamenn gátu hugsað sér fátt ömurlegra en að reka hófstilltan rekstur innanlands. Skuldsett útrás íslenskra banka og viðskiptamanna var knúin áfram af ofmetnaði. Kreppan er nú að refsa okkur fyrir ofmetnaðinn. Fögnuðurinn yfir silfrinu hef-ur gætt þjóðina sófrosýne. Nú þurfa Íslendingar ekki endilega að vera hamingju- samastir í heimi, ríkastir í heimi og vinna mest í heimi. Menn geta jafnvel hugsað sér að eiga næstflottasta hús- ið í götunni og næstflottasta bílinn. Þannig gætu silfuráhrifin leitt til þess að þjóðin verður ekki sú skuldsettasta í heimi mikið lengur. Silfrið kom eins og hin full-komna lexía á þeim dögum sem við erum að súpa seyðið af ofmetnaði síðustu ára. Hamingjan er ekki kapphlaup, heldur hófstilling. Við verðum ekkert ham- ingjusamari við að keppast við að svara sem jákvæðast í alþjóðlegum rannsóknum á hamingju. Hófstilling og nægjusemi er lykillinn að ham- ingjuríku lífi og fyrsta skrefið er að taka silfrinu fagnandi. Mikilvægi handboltalandsliðsins kemur enn á ný í ljós. Það hefði reynst katastrófa ef Íslendingar hefðu unnið gull-ið. Við hefðum ekkert lært af því og ofmetnaðurinn hefði einungis færst í aukana, jafnvel farið að trúa því raunverulega að Ísland væri „stórasta land í heimi“. Verst að við skyld-um vera meira en tvö þúsund árum á eftir öðrum að öðlast hófs- emd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.