Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2008, Síða 16
fimmtudagur 28. ágúst 200816 Ættfræði
60 ára í dag
30 ára
n Tomasz Kedzierski Sandgerðisvegi 7, Garður
n Catalin Alexandru Sipoteanu Laugarvegi 5,
Siglufjörður
n Oddný Svana Friðriksdóttir Strandgötu 91,
Eskifjörður
n Rebekka Rut Rúnarsdóttir Dalbraut 10,
Hnífsdalur
n Jónas Þór Gunnarsson Háteigsvegi 40, Reykjavík
n Ólafur Ragnar Ingvarsson Selvaði 7, Reykjavík
n Ingi Þór Thorarensen Drekavogi 4, Reykjavík
n Linda Kristín Adolfsdóttir Langholtsvegi 85,
Reykjavík
n Þóra Ósk Guðjónsdóttir Kirkjuhvoli, Eyrarbakki
n Guðbjörn Dan Gunnarsson Blómvallagötu 13,
Reykjavík
n Edda Fanney Jónsdóttir Aðalstræti 129,
Patreksfjörður
40 ára
n Rimas Minderis Þórustíg 10, Njarðvík
n Aldís Kristjánsdóttir Furugrund 16, Kópavogur
n Jóhann Haukur Sigurðsson Smárarima 116,
Reykjavík
n Frosti Friðriksson Grettisgötu 20b, Reykjavík
n Steinunn Arnars Ólafsdóttir Hjallahlíð 25,
Mosfellsbær
n Albert Hilmarsson Urðarmóa 12, Selfoss
n Halldór Þráinsson Fagrahjalla 3, Kópavogur
n Kristjana Hafliðadóttir Hraunbæ 120, Reykjavík
n Bragi Rúnar Jónsson Trönuhjalla 7, Kópavogur
n Guðmundur Jónsson Suðurvör 7, Grindavík
n Unnsteinn B Árnason Hafnargötu 15, Bakkafjörður
n Hrafn Ómar Gylfason Kristnibraut 87, Reykjavík
50 ára
n Valdimar Stefánsson Höfðabrekku 21, Húsavík
n Atli Elfar Atlason Bugðulæk 13, Reykjavík
n Ingólfur Freysson Sólvöllum 6, Húsavík
n Jóhann S Kristbergsson Greniteigi 21, Reykjanes-
bær
n Kristín Ágústsdóttir Grafhólum 8, Selfoss
n Iðunn Gestsdóttir Seljabraut 36, Reykjavík
n Jóhann Sigurólason Hofteigi 16, Reykjavík
n Hallgrímur Bergsson Hlíðarvegi 24, Kópavogur
60 ára
n Erna Jóna Arnþórsdóttir Álfhólsvegi 46b,
Kópavogur
n Erla Guðrún Hafsteinsdóttir Arnarsandi 1, Hella
n Kolbrún Gunnarsdóttir Háahvammi 3, Hafnar-
fjörður
n Eðvarð Ingvason Bankastræti 14, Skagaströnd
n Erna Hlöðversdóttir Hávallagötu 37, Reykjavík
n Guðlaugur Loftsson Hamraborg 26, Kópavogur
n Michael E Fitzgerald Norðurbrún 10, Reykjavík
70 ára
n Margrét Þóra Vilbergsdóttir Hólmatúni 54,
Álftanes
n Sonja Valdemarsdóttir Sóleyjarima 7, Reykjavík
n Dagbjört Kristín Torfadóttir Vesturvangi 4,
Hafnarfjörður
n Friðrik M Árnason Þorláksgeisla 6, Reykjavík
n María Andrea Hreinsdóttir Brúnalandi 24,
Reykjavík
n Aðalgeir Gísli Finnsson Fjallalind 10, Kópavogur
75 ára
n Steinunn Sveinsdóttir Hvassaleiti 25, Reykjavík
n Laufey Aðalheiður Lúðvíksdóttir Þverholti 13,
Mosfellsbær
n Sólveig Guðr Eysteinsdóttir Sólheimum 23,
Reykjavík
80 ára
n Aðalheiður Lárusdóttir Mýrargötu 18, Neskaup-
staður
n Ásmundur Jónsson Seljalandi 5, Reykjavík
n Sigvaldi Ármannsson Borgartúni 2, Hella
n Magnea Magnúsdóttir Lambeyrarbraut 3,
Eskifjörður
n Sigríður G Guðjohnsen Meistaravöllum 7,
Reykjavík
n Trausti Magnússon Árstíg 7, Seyðisfjörður
n Sigurjón Einarsson Hvassaleiti 20, Reykjavík
n Klara Kristjánsdóttir Garðaflöt 1a, Stykkishólmur
85 ára
n Ásdís Stefánsdóttir Sólvangi, Akureyri
n Guðni E Guðnason Sóltúni 5, Reykjavík
n Björn Jónsson Hólavegi 32, Sauðárkrókur
90 ára
n Jóhann K Briem Árnason Fossheiði 56, Selfoss
n Ásta B Ágústsdóttir Furugerði 1, Reykjavík
n Ragnhildur Einarsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri
Magnús Þór sigMundsson
tónlistarmaður og tónskáld
Magnús fæddist í Njarðvíkum
og ólst þar upp. Hann var í Barna-
skóla Njarðvíkur og Gagnfræðaskóla
Keflavíkur.
Magnús lék, ásamt félaga sínum,
Jóhanni Helgasyni, í hljómsveitinni
Nesmönnum til 1970. Þeir störfuðu
síðan saman sem dúett með kassag-
ítara frá 1971 og sem laga- og texta-
höfundar. Þá léku þeir skamma hríð
með hljómsveitinni Ábót.
Magnús og Jóhann fluttu til
London 1973 og störfuðu þar með
hljómveitinni Change næstu tvö
árin en sveitin var stofnuð kringum
lög og söng þeirra félaganna. Helstu
meðlimir Change voru auk Magnús-
ar og Jóhanns, þeir Birgir Rafnsson,
Sigurður Karlsson og auk þess síðar,
þeir Björgvin Halldórsson og Tómas
Tómasson.
Er hljómsveitin Change hætti í
árslok 1975, varð Magnús um kyrrt í
London, hóf sjálfstæðan feril, eink-
um sem lagasmiður og sendi frá sér
nokkrar plötur. Magnús flutti síð-
an heim haustið 1978. Hann flutti í
Hveragerði 2001 og hefur verið þar
búsettur síðan.
Plötur Magnúsar og Jóhanns:
Magnús og Jóhann, 1972; Change
1974; Magnús og Jóhann (Hvíta
platan), 1979; Magnús og Jóhann,
1980; Ljósaskiptin, 1984; Afmælis-
upptökur, 1992; Lífsmyndir Magn-
úsar og Jóhanns, safnplata með
ýmsum söngvurum. Þá gáfu þeir út
þó nokkrar litlar plötur í London og
hér á landi, s.s. Yaketty yak, smack-
etty smack.
Sólóplötur Magnúsar: Happiness
is Just a Rideaway, 1976; Still Pho-
tograph, 1976; Börn og dagar, barna-
plata 1978; Álfar, 1979; Draumur
aldamótabarnsins, 1982; Óli prik,
barnaplata 1984; Óli prik, barna-
plata 1985; Cross Road, 1986; Ég
ætla að syngja, barnaplata, 1987; Ís-
land er land þitt, 1989; Íslandsklukk-
ur, 1994; Iceland Folkmusic, 1996;
Leggur og skel, barnaplata, 1999;
Those Little Things, með söng dótt-
ur hans, Þórunnar Antoníu; Hljóð er
nóttin, 2005; Sea Son, 2007.
Magnús hefur samið fjölda laga
og texta fyrir yngri tónlistarmenn.
Hafa mörg þeirra laga fengið góðar
viðtökur og jafnvel unnið til verð-
launa. Þá hefur hann komið að ýms-
um plötuupptökum annarra tón-
listarmanna. Í seinni tíð hefur hann
auk þess samið fjölda texta fyrir aðra
tónlistarmenn. Þekktastur slíkra
texta er Þér við hlið en þekktustu lög
hans fyrir aðra tónlistarmenn eru
lögin Ást og Dag sem dimma nátt.
Magnús og Jóhann komu síðast
saman opinberlega á menningar-
nótt í Reykjavík fyrir nokkrum dög-
um og tóku þá mörg af sínum góð-
kunnu, klassísku lögum, s.s. Mary
Jane, Yaketty yak, smacketty smack,
Ástin og lífið, Söknuður, Blue Jean
Queen, Álfar, Ást og Ísland er land
þitt.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Jenný
Borgedóttir, f. 2.1. 1965, leikskóla-
kennari og leirkerasmiður.
Börn Magnúsar frá því áður:
Linda Magnúsdóttir, f. 5.3. 1967,
snyrtifræðingur í Reykjavík; Thelma
Magnúsdóttir, f. 7.1. 1972, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík; Baldvin, f.
15.5. 1982, tónlistarmaður í hljóm-
sveitinni Forgotten Lores, í tónlist-
arnámi í New York; Þórunn Antonía
Magnúsdóttir, f. 28.7. 1983, söng-
kona í hljómsveitinni Field í Lond-
on.
Synir Magnúsar og Jennýjar eru
Sigmundur Magnússon; f. 26.4.
1989; Aðalsteinn Magnússon, f. 28.3.
1992.
Magnús á sex barnabörn.
Foreldrar Magnúsar: Sigmundur
Baldvinsson, f. 4.10. 1918, d. 25.12.
2002, sjómaður í Njarðvíkum, og
Anna Magnúsdóttir, f. 20.5. 1928,
húsmóðir í Njarðvíkum.
Afmælisdagur Magnúsar verður
rólegheita dagur en þeir sem vilja
kíkja við eru velkomnir í kaffi.
Til
hamingju
með
afmælið!
Tinni fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Vesturbænum. Hann var
í Melaskóla og Hagaskólanum, lauk
stúdentsprófi frá VÍ 1998 og stund-
aði nám við HÍ í verkfræði og bók-
menntafræði.
Tinni var leiðsögumaður í hesta-
ferðum í Landsveitinni á mennta-
skólaárunum, var blaðamaður við
DV og síðan á Fréttablaðinu, var
sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu 2002-
2004, var ritstjóri Fókuss og síðar
Sirkuss hjá DV 2004-2006 og hef-
ur verið ritstjóri Húsa og híbýla frá
2006.
Tinni var í hópi þeirra sem end-
urvöktu Stúdentaleikhúsið árið
1999 eftir nokkurn dvala, sat í stjórn
Stúdentaleikhússins og lék með því
í nokkrum verkum. Þá hefur hann
leikið nokkur hlutverk í Þjóðleik-
húsinu. Hann er áhugamaður um
kvikmyndagerð, hefur unnið með
kvikmyndafélaginu Lorti sem vann
meðal annars tvívegis Stuttmynda-
daga í Reykjavík í kringum alda-
mótin.
Fjölskylda
Eiginkona Tinna er Sigrún Edda
Eðvarðsdóttir, f. 28.9. 1974, sem
starfrækir verslunina Systur við
Laugaveg.
Börn Tinna og Sigrúnar Eddu
eru Auður Mist Halldórsdóttir, f.
23.12. 2000; Hrafnkell Goði Hall-
dórsson, f. 2.6. 2004.
Systkini Tinna eru Hrafnhildur
Eydal, f. 18.10. 1958, forstjóri í Nor-
egi; Eyjólfur Sveinsson, f. 4.1. 1964,
verkfræðingur í Reykjavík; Hléd-
ís Sveinsdóttir, f. 2.5. 1965, arkitekt
í Reykjavík; Sveinn Friðrik Eydal
Sveinsson, f. 31.10. 1974, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Tinna eru Sveinn Eyj-
ólfsson, f. 4.5. 1938, fyrrv. stjórnar-
formaður Frjálsrar fjölmiðlunar og
útgefandi DV, og k.h., Auður Eydal,
f. 31.1. 1938, kennari og fyrrv. for-
stöðumaður Kvikmyndaeftirlits rík-
isins.
Ætt
Foreldrar Sveins: Eyjólfur Sveins-
son, verslunarmaður í Reykjavík og
k.h., Kristín Bjarnadóttir húsmóðir.
Foreldrar Auðar: dr. Ástvald-
ur Eydal, doktor í hagrænni landa-
fræði og prófessor í landafræði við
ríkisháskólann í San Francisco, og
Fríða Þorgilsdóttir húsmóðir.
Halldór Tinni sveinsson
ritstjóri Húsa og Híbýla
„Ég fer bara í skólann á afmæl-
isdaginn,“ segir Rebekka. „Ég er að
klára stúdentinn í Menntaskólan-
um á Ísafirði.“
Rebekka býr í Hnífsdal þar sem
hún segir að yndislegt og friðsælt sé
að búa. Hún stefnir á að klára stúd-
entinn á næsta ári og ætlar í meira
nám að því loknu, jafnvel í sagn-
fræði.
„Ég held bara upp á afmælið
með fjölskyldunni og kannski hitti
ég vinkonurnar um helgina. Ég held
það sé bara fínt að vera orðin þrí-
tug, þetta er bara nýr kafli í lífinu.“
Aðspurð um eftirminnilegasta
afmælisdaginn segir Rebekka að
það sé tólf ára afmælisdagurinn.
„Þegar ég varð tólf ára var bekkj-
arpartí. Ég hef ekkert haldið upp á
daginn að neinu ráði síðan ég var
fimmtán ára, mér hefur ekki fund-
ist það nógu merkilegt.“
Rebekka fer að hlæja þegar hún
er spurð hvað hún vilji í afmælis-
gjöf. „Það er ekkert sérstakt sem
mig langar í í afmælisgjöf, bara
hamingju.“
Það er nóg að gera hjá Rebekku,
hún á tvö börn, tólf og fjögurra ára.
„Ég baka eina súkkulaðiköku handa
þeim, maður verður rukkaður um
það,“ segir Rebekka að lokum.
astrun@dv.is
30 ára í dag
Rebekka Rut Rúnarsdóttir fagnar þrítugsafmæli sínu í dag:
Yndislegt og friðsælt í Hnífsdal
Rebekka Rut
býr í Hnífdsdal þar sem hún segir að
yndislegt og friðsælt sé að búa.