Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1973, Side 7
Inngangur.
Introduction.
1. Almennar athugasemdir.
General statement.
Skýrslur þær, sem hér birtast, eru hinar fjórðu í röðinni af skýrslum Hagstofu
um dómsmál. Fyrri skýrslur Hagstofu voru fyrir árin 1913—1918, 1919—1925 og
1946—1952. Engar skýrslur hafa komið út fyrir árin 1926—1945 né heldur fyrir
1953—1965. Stafaði það aðallega af erfiðleikum á iimheimtu gagna frá skýrslu-
gefendum, þótt fleira hafi komið til. Er þess ekki að vænta, að skýrslur fyrir þessi
ár komi út héðan af. Þess skal þó getið, að í Tölfræðihandbók Hagstofu, sem út
kom árið 1967, eru töflur um dómsmál, gerðar sérstaklega fyrir það rit. Var þar um
að ræða 2 töflur um afgreidd opinber mál hjá sakadómaraembættinu í Reykjavík
1932—1964 eftur kæruefni og úrslitum mála, enn fremur töflu um gjaldþrot á öllu
landinu 1926—1964, svo og töflu um mál, sem stefnt var fyrir Hæstarétt 1920—1964.
Skýrslur áranna 1966—68, sem hér birtast, eru allmikið frábrugðnar þeim
dómsmálaskýrslum, sem seinast komu út, svo og eldri skýrslum. Breytingar á niður-
skipan efnis stafa að þessu sinni fyrst og fremst af breyttu fyrirkomulagi á eyðu-
blöðum og gagnaöfluninni að öðru leyti. Frá og með árinu 1966 var ákveðið að
taka í notkun ný eyðublöð til skýrslugerðar héraðsdómara um einkamál og hin
ýmislegu dómsmálastörf þeirra önnur en varðandi opinber mál. Var lögð mikil
vinna í að byggja gagnaöflunina upp að nýju, en regluleg söfnun upplýsinga til
dómsmálaskýrslna hafði lengi verið ófullkomin og raunar legið niðri á sumum svið-
um. Jafnframt var innheimtu á skýrslum héraðsdómara um opinber mál hætt, en
þess í stað var fenginn aðgangur að heimildargögnum hjá sakaskrá, sem er í umsjá
saksóknara ríkisins.
Heimildir að upplýsingum um opinber mál í skýrslum þessum eru annars
vegar afrit af kærubók sakadómaraembættisins í Reykjavík, hins vegar seðlar til
sakaskrár frá héraðsdómurum utan Reykjavíkur, þar sem tilkynnt er um afdrif
opinberra mála. Að hvoru tveggja fékkst aðgangur hjá saksóknara ríkisins. í sam-
ræmi við þennan tvenns konar efnivið eru töflur um opinber mál í tvennu lagi:
Annars vegar sakadómsmál í Reykjavík (töflur 1—7), liins vegar opinber mál fyrir
héraðsdómi utan Reykjavíkur (töflur 8—11). Þá koma töflur 12—19 um einkamál
í Reykjavík og utan, og um önnur dómsmálastörf héraðsdómara, svo og um sátta-
mál.
Um starf8emi Siglingadóms er fjallað sérstaklega í 5. kafla þessa inngangs. í
6. kafla hans er yfirlit um málskot til Hæstaréttar og um afdrif mála þar. Ætlunin
var að birta einnig yfirlit um afgrciðslu mála hjá embætti saksóknara ríkisins, en
af því gat ekki orðið að sinni.
Allar upplýsingar í þessu hefti, aðrar en þær, er varða Hæstarétt (sjá 6. kafla
þessa inngangs), eru miðaðar við það almanaksár, er dómsmál eru til lykta leidd á