Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Side 4
þriðjudagur 23. september 20084 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Wathne
fyrir dóm
Réttarhöld í máli Gunnars Stef-
áns Wathne munu halda áfram í
Kaliforníu á fimmtudaginn. Áætl-
að er að verjendur Gunnars Stef-
áns muni flytja mál sitt í dómsal
á fimmtudaginn. Gunnar Stefán
á yfir höfði sér langa fangelsisvist
verði hann fundinn sekur um pen-
ingaþvætti upp á hundruð millj-
óna króna, sem hann er ákærður
fyrir. Gunnar Stefán neitar allri sök
í málinu. Samkvæmt heimild-
um DV mun málsvörn verjenda
Gunnars Stefáns að nokkru leyti
snúast um að fyrrverandi skólafé-
lagi hans í Harvard hafi komið á
hann sök í málinu.
Leiðrétting
Vegna mistaka birtist röng
mynd á Fókussíðu DV í gær
þar sem átti að vera mynd úr
dönsku kvikmyndinni Hræði-
leg hamingja. Hlutaðeig-
andi eru beðnir velvirðingar
á þessu myndabrengli. Rétt
mynd er hér að ofan.
Leiðrétting
Í nærmynd af Björgólfi
Guðmundssyni í helgar-
blaði DV sagði á einum stað
að hann hefði litið við í KR-
heimilinu eftir að hann hafði
afplánað fangavist sína. Hið
rétta er að þetta gerðist þegar
hann var laus úr margra mán-
aða gæsluvarðhaldi sem hann
var hnepptur í á meðan á
rannsókn málsins stóð. Hann
þurfti ekki að afplána fang-
elsisdóm eftir að endanlegur
dómur var kveðinn upp.
Skólastjóri MÍ kom í veg fyrir óvissuferð og bannaði áratugagamlar hefðir:
Yfirvofandi uppreisn í MÍ?
Mikil óánægja hefur ríkt með störf
skólastjóra Menntaskólans á Ísafirði á
meðal nemenda Menntaskólans und-
anfarið. Busavígslan árið 2007 fór eitt-
hvað fyrir brjóstið á Jóni Reyni Sigur-
vinssyni skólastjóra og ákvað hann því
að taka fyrir áralangar hefðir og banna
busun í því formi sem hún hefur ver-
ið í undanfarna áratugi. Það sem fyllti
mælinn var svo þegar Jón Reynir bann-
aði óvissuferð einungis tveimur dög-
um fyrir brottför en hann hafði vitað
af undirbúningi ferðarinnar í meira en
viku.
Nokkrir nemendur tóku sig saman
í kjölfarið og stofnuðu Facebook-síðu
þar sem því er lýst yfir að Jón Reynir
skólastjóri eigi að segja af sér. Sumir
nemendanna hafa einnig talað um að
fara í verkfall og hætta að mæta í skól-
ann þar til Jón Reynir sýni meiri vilja til
samvinnu við nemendur.
DV ræddi við frammámann í nem-
endafélagi skólans sem sagði marga
nemendur vera mjög óánægða. Hann
tekur fram að óánægjan snúist einna
helst um vinnubrögð Jóns Reynis sem
hafi tekið fyrir óvissuferðina með allt
of stuttum fyrirvara. Brynjólfur Óli
Árnason, formaður nemendafélags
Menntaskólans á Ísafirði, segir lausn í
sjónmáli og að verið sé að skipuleggja
aðra ferð með breyttu sniði, sem farið
verður í síðar. Hann segir margt gott
vera að gerast í Menntaskólanum og
segir ólíklegt að þessi mál muni leiða
til verkfalls nemenda.
„Busavígslunni var breytt í haust úr
því að vera ofbeldisfullar innvígsluat-
hafnir eins og hafði tíðkast í áratugi og
fór versnandi með ári hverju og í það að
vera hófstillt athöfn þar sem nýnemar
eru boðnir velkomnir í skólann með já-
kvæðum hætti,“ segir Jón Reynir við DV.
Hann segist ekki skilja fólk sem verð-
ur reitt fái það ekki að beita aðra and-
lega eða líkamlegu ofbeldi, en þannig
hafi busavígslurnar verið orðnar. Varð-
andi gagnrýni þess efnis að hann hafi
látið vita of seint að ekki gæti orðið af
óvissuferðinni segir hann: „Eftir á að
hyggja hefði ég átt að tilkynna fyrir ári
að óvissuferðir nemenda í nafni skól-
ans yrðu ekki farnar aftur.“
Óánægja margir nemendur í menntaskólanum á
Ísafirði eru ekki sáttir við störf skólastjórans og
hafa nemendur stofnað Facebook-síðu til að lýsa
óánægju sinni.
10-11 löggan
neitar sök
Lögreglumaðurinn sem
ákærður er fyrir að hafa tekið
ungan dreng kverkataki í verslun
10-11 í Grímsbæ í maí, neitar sök
í málinu. Ákæra gegn lögreglu-
manninum var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Atvikið
sem lögreglumaðurinn er ákærð-
ur fyrir náðist á myndband og var
hlaðið inn á YouTube-vefsvæð-
ið. Hann var leystur frá störf-
um tímabundið en kom aftur til
starfa hjá lögreglunni í sumar.
Líkfundur
í Fossvogi
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu rannsakar nú andlát
manns sem fannst í fjörunni í
Fossvogi í fyrradag. Gangandi
vegfarendur fundu líkið um
klukkan tíu um morguninn.
Talið er að maðurinn hafi látist
um nóttina eða fyrr um morg-
uninn. Friðrik Smári Björg-
vinsson, yfirmaður rannsókn-
ardeildar lögreglunnar, segir
að ekki leiki grunur á að neitt
saknæmt hafi átt sér stað í
tengslum við lát mannsins. Því
er talið líklegt að hann hafi lát-
ist af slysförum en það fæst þó
ekki staðfest fyrr en niðurstöð-
ur krufningar liggja fyrir.
„Þetta er svo mikil hörmung og
hryllingssaga að það hefur eng-
inn gott af því að lesa hana,“ seg-
ir viðmælandi DV sem þekkir vel
til mannsins sem grunaður er um
að hafa beitt þrjú börn sín hrotta-
legu ofbeldi. Mikill uggur er með-
al barna í hverfi mannsins og segja
nágrannar börn sín lengi hafa tal-
ið hann ógnvekjandi án þess þó
að hann hafi nokkurn tímann gert
þeim neitt. Fregnir af þeirri lög-
reglurannsókn sem nú stendur yfir
hafa hins vegar gefið óttanum byr
undir báða vængi.
Þegar viðmælandi blaðsins er
spurður hvort hann telji manninn
hafa gert börnum sínum það sem
hann er sakaður um, er svarið: „Ég
trúi öllu upp á hann.“
Heillaður af heimsstyrjöldinni
Maðurinn hefur lengi haldið
úti bloggsíðu þar sem hann segir
frá áhugamálum sínum. Sagnfræði
ber þar hæst og einna helst allt sem
tengist seinni heimsstyrjöldinni.
Adolf Hitler er að hans mati ekki sá
sem ber höfuðábyrgð á þeirri styrj-
öld heldur var hún óhjákvæmileg
afleiðing hatrammra deilna á milli
Frakka og Þjóðverja. Prescott Bush,
afi núverandi Bandaríkjaforseta,
bar þarna öllu meiri ábyrgð enda
hafi hann komið Hitler til valda
með gífurlegum fjármunum sín-
um.
Morðið á John F. Kennedy er
manninum einnig hugleikið og er
hann sannfærður um að frammá-
menn í bandarískum fjármála-
heimi á þeim tíma hafi staðið á bak
við ódæðið. Ástæðuna megi rekja
til þess að Kennedy ætlaði að af-
nema einkaleyfi seðlabankans á
prentun dollaraseðla.
Síðan er hann sannfærður um
að múslimar hafi ekki staðið á bak
við árásina á Tvíburaturnana þann
11. september 2001 heldur sjálfur
forsetinn, George W. Bush.
Algjör fjarstæða
Börn mannsins hafa undanfarin
ár búið hjá honum einum eftir að
slitnaði upp úr sambandi hans við
móður þeirra sem er langt leiddur
fíkniefnaneytandi. Frá því að lög-
reglan hóf að rannsaka meint of-
beldi á hendur börnunum hafa þau
dvalist hjá ömmu sinni og afa.
Í samtali við DV í fyrradag sagði
maðurinn ásakanir um ofbeldi á
heimilinu vera komnar frá móður-
fjölskyldunni. Samkvæmt traustum
heimildum blaðsins er það hins
vegar fjarstæða og leið mannsins til
að draga athyglina frá sér sjálfum.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst var eitt barnanna vissulega
með áverka eftir eggvopn og leik-
ur grunur á að maðurinn hafi veitt
barninu þá. Sárin eru nú að mestu
gróin. Lögreglan hefur hins vegar
ekki viljað staðfesta þetta.
Við vinnslu fréttarinnar náðist
ekki tal af þeim grunaða.
ErlA HlynsdÓttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Mikill uggur er meðal barna í hverfi mannsins sem grunaður er um að hafa beitt þrjú
börn sín hrottalegu ofbeldi. Sárin sem eitt barnanna fékk eru að gróa. Maðurinn er
áhugamaður um seinni heimsstyrjöldina og telur að George W. Bush standi á bak
við árásirnar á Tvíburaturnana.
„Ég trúi öllu
upp á hann“
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ár
sins
Ásdís RÁn vaR þRemuR
tímum fRÁ dauðanum
mánudagur 22. september 2008 dagb
laðið vísir 174. tbl. – 98. árg. – verð kr
. 295
sakaður um að nota barnið sitt sem skotskífu:
„fjölskyldan mín er vön að fá fregnir af mé
r í lífsháska“
Kennir ættingjum barnsmóður
sinnar um ásakanir um ofbeldi
Bókstafstrúarmaður sem
vitnar gjarnan í Biblíuna
vildi láta fangelsa barnsmóðurina
fRéttiR „eg er
tekinn
af lifi“
séRa GunnaR laGði út af helGi
hjónaBandsins
„hann gerði þetta ljómandi
vel,“ segir brúðguminn
fRéttiR
aftuRviRK
hæKKun
BaRa fyRiR útvalda
fRéttiR
gagn-
rýnir
samning
við ljós-
mæður
maKasKipti
haGstæðust
BENjamíN þór vill Bætur út af kompásþ
ætti:
seGist hafa
veRið GinntuR
út í ofBeldi
spoRt
neytenduR
fhÁ
ennþÁ
séns
fRéttiR
„Þetta er svo mikil hörmung og
hryllingssaga að það hefur eng-
inn gott af því að lesa hana.“
Áhugamaður um sagnfræði
maðurinn sem grunaður er um
alvarlegt ofbeldi gegn þremur
börnum sínum hefur sérstakan
áhuga á seinni heimsstyrjöldinni.
22. septemb r 2008