Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Síða 6
„Við erum að byggja hús hérna og ég
er bara praktískur og setti upp hjól-
hýsið,“ segir Kjartan Jón Bjarnason,
íbúi í Mosfellsbæ. Kjartan hefur búið
ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og
þremur börnum, í hjólhýsinu síðustu
þrjá mánuði en þau eru þó með lög-
heimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann
vinnur nú hörðum höndum að því
að klára nýtt heimili fjölskyldunn-
ar í Mosfellsbæ sem verður tilbúið á
næsta ári. Þegar blaðamann bar að
garði voru húsráðendur með gesti í
heimsókn að drekka kaffi.
Fullkomið heimili
„Ég kem heim úr vinnunni og
fer þá beint í húsið, ég vinn í því
til svona tólf og fer þá út í hjólhýsi
að sofa. Þetta er miklu hagstæðara
en að vera að keyra frá miðbænum
og hingað í sífellu,“ segir Kjartan.
Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Mos-
fellsbæ og kýs faðirinn frekar að
þau stundi nám í sama skóla í stað
þess að þau hefðu skipt um skóla
um áramót. Hann segir hjólhýsið
nánast fullkomið til heimilishalds.
„Ég er með allar græjur; sjónvarp,
kalt og heitt vatn, klósett og mið-
stöð,“ segir Kjartan og er sáttur við
aðbúnaðinn í hjólhýsinu.
Næsta verkefni fjölskyldunnar
er að klára neðri hæðina sem fyrst
og setja gler í gluggana. Þau gætu ef
til vill byrjað á að búa á neðri hæð-
inni. Kjartan kvíðir vetrinum ekkert.
„Ef það fer að verða leiðinlegra veð-
ur förum við bara aftur í miðbæinn,
annars á ég ekki von á því að vetur-
inn hafi áhrif á okkur hérna.“ Að-
spurður hvað nágrönnunum finnist
um heimilishaldið segir Kjartan: „Við
erum ekkert „trailertrash“ hérna, ég
er með Benz og Patrol hinum megin
við húsið.“
Kjartan vinnur hjá Víkurverki
sem selur hjólhýsi og er því vanur að
stússast í hjólhýsum allan daginn.
Salan gengur illa
Leirvogstunguhverfið hefur risið
hratt síðustu mánuði og eru mörg
einbýlishús til sölu í hverfinu. Garð-
ar Hólm, eigandi Remax fasteigna-
sölu, segir að sala í hverfinu gangi
örlítið betur en á öðrum svæðum
í kring. „Flest húsin eru í höndum
einkaaðila sem eru að byggja sjálf-
ir hús á lóðum á svæðinu. Landeig-
endurnir hafa lagt rosalega mikið
upp úr uppbyggingu á svæðinu og
það virkar aðlaðandi fyrir fólk,“ segir
Garðar. Hann segir söluna hins veg-
ar ekki ganga vel á þeirra fasteign-
um á svæðinu. „Salan gengur ekki
vel, það er stopp á nýbyggingum
þarna eins og annars staðar. Þetta
eru náttúrlega mjög erfiðir tímar.“
Mikill kuldi yfir vetrartímann
Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur segir að ansi kalt geti orð-
ið yfir vetrartímann í hjólhýsi í Mos-
fellsbæ. „Mosfellsbærinn er kaldari
yfir vetrartímann en Reykjavík, en
það er alveg hægt að láta sig hafa
þetta. Nú, ef hjólhýsið er bundið al-
mennilega niður ætti þetta að geta
gengið upp hjá þeim.“
Sigurður segir að ef frosthörku-
tímabil komi í vetur þurfi þau að hafa
plan b. „Það gæti orðið ansi þröngt
á þingi hjá þeim, en ég hef mestar
áhyggjur af að pissið frjósi hjá þeim,
það gæti orðið snúið að losa salerni í
hörkufrosti á Íslandi,“ segir Sigurður
að lokum en hann er staddur á Spáni
í tuttugu og níu stiga hita.
þriðjudagur 23. september 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Hinn íslenskættaði Paul Aðal-
steinsson, öðru nafni Ian Strachan,
sem dæmdur var í fimm ára fangelsi
í Bretlandi fyrir að reyna að kúga fé
út úr meðlim bresku konungsfjöl-
skyldunnar, heldur uppi vörnum á
vefsvæði sínu á myspace.com. „Þessi
vefsíða er komin upp aftur eftir að
hafa verið lokað af yfirvöldum. Ég
hef þegar áfrýjað fangelsisdómnum,
enda held ég fram sakleysi mínu,“
skrifar hann á vefsíðuna.
Paul Aðalsteinsson hefur þegar
afplánað tæplega eitt ár af fimm ára
dómnum, en búast má við að hann
muni afplána rúmlega tvö og hálft
ár í fangelsi. Paul segir frá því á vef-
síðunni að hann hafi í sumar ver-
ið færður í lágmarksöryggisfangelsi,
þar sem hann bíður eftir því að áfrýj-
un hans verði tekin fyrir í Bretlandi.
Paul virðist þó sjá húmor í þeim
glæp sem hann situr inni fyrir, því í
bakgrunni á vefsíðu hans er mynd af
konunglegu bresku krúnunni.
Eins og fram kom í fjölmiðlum
á síðasta ári reyndi Paul, í félagi við
annan mann, að kúga fé út úr með-
lim bresku konungsfjölskyldunnar.
Hann fór fram á 50 þúsund pund,
sem jafngildir 8,2 milljónum króna
á núgildandi gengi. Paul kvaðst hafa
undir höndum upptöku af starfs-
manni konungsfjölskyldunnar þar
sem hann viðurkenndi að hafa haft
samfarir við hinn konungborna fjöl-
skyldumeðlim og neytt eiturlyfja
með honum. Paul reyndi upphaf-
lega að selja upptökuna til bresku
götublaðanna, en hafði ekki erindi
sem erfiði.
valgeir@dv.is
Paul Aðalsteinsson notar Myspace-síðu til að vekja athygli á máli sínu:
Krúnukúgarinn hvergi banginn
Paul Aðalsteinsson
bíður eftir að mál hans
verði tekið fyrir.
Fimm manna fjölskylda í Mosfellsbæ fer athyglisverða leið til að spara peninga. Þau
hafa búið í hjólhýsi síðustu þrjá mánuði og verða áfram þar í vetur. Faðirinn kvíðir
ekki komandi vetri enda sé hjólhýsið útbúið öllum græjum sem heimili þarf.
„Við erum ekkert „trailertrash“ hérna, ég er með
Benz og Patrol hinum megin við húsið.“Boði logASon
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Búa í hjólhýsi
til að spara
Kjartan Jón Bjarnason
Hefur búið í hjólhýsi síðustu
fjóra mánuði þar sem
bensínið er orðið svo dýrt.
Íris Anna og Sigurbjörn Ágúst
skemmta sér vel í hjólhýsinu og
lita sér til afþreyingar.
stolin borvél
á Barnalandi
Lögreglan á Selfossi þurfti að
glíma við óvenjulegt mál í síðustu
viku. Karlmaður hafði samband
við lögreglu og greindi frá því
að borvél hefði verið stolið frá
honum og hann síðan séð hana
auglýsta á barna-
land.is.
Lögregla fór
til þess sem
hafði auglýst
vélina og við-
urkenndi hann
að hafa farið inn í
fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið
vélina. Hann kvað ástæðuna vera
þá að fyrirtækið þar sem borvélin
var skuldaði honum peninga.
Maðurinn greindi síðan frá því að
í ljós hefði komið að vélin hent-
aði ekki í verkefni hans og hann
síðan áttað sig á því að hann
hefði farið húsavillt. Aðilinn sem
á að hafa skuldað manninum var
í næsta húsi við hliðina.
Rændu
Skólahreysti
Talið er að óprúttnir aðilar
hafi stolið tveimur kerrum sem
notaðar voru í Skólahreysti
2009. Andrés Guðmundsson
kraftajötunn lýsir eftir kerrun-
um og heitir fundarlaunum.
Þeim var stolið í Mosfellsbæ
13. september. Stærri kerran
er sex metra löng og tveggja
metra breið með númerinu
ND 415. Sú smærri er 4,4 metra
löng og 2,2 metra breið, núm-
erslaus. Skólahreysti er krafta-
og úthaldskeppni grunnskóla-
nema. Undirbúningur fyrir
Skólahreysti 2009 stendur nú
yfir og er óhætt að segja að
ránið á kerrunum setji strik í
reikninginn.
Andrés Guðmundsson heit-
ir fundarlaunum ef hringt er í
hann í síma 663 1111 og ljóstr-
að upp um felustað kerranna.
Á kókaíni
með sveðju
Lögreglan á Akranesi hafði
afskipti af ökumanni bifreiðar
á miðvikudaginn í síðustu viku.
Reyndist hann vera undir áhrifum
kókaíns, kannabisefna og amfet-
amíns en auk þess reyndi farþeg-
inn að losa sig við nokkur grömm
af amfetamíni fyrir framan nefið á
lögreglumönnunum.
Þegar betur var að gáð reynd-
ust vera kókaín, e-töflur og kanna-
bisefni í bifreiðinni auk mikils
magns af sterkum ávanabindandi
lyfjum sem hvorugur maðurinn
gat gert grein fyrir. Að síðustu
fannst í bifreiðinni stór sveðja.
Dóppartí leyst
upp á Akureyri
Fjögur fíkniefnamál komu
til kasta lögreglunnar á Akur-
eyri um helgina. Þrjú mál
komu upp á föstudagskvöld-
ið og eitt á laugardagskvöld-
ið. Framkvæmdar voru þrjár
húsleitir og hald lagt á nokkra
neysluskammta af kannabis-
efnum, amfetamíni og kókaíni
auk tækja og tóla til fíkniefna-
neyslu. Þá voru tveir karlmenn
handteknir í vikunni grunað-
ir um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Á laugardagskvöld
stöðvaði lögreglan fíkniefna-
partí. Þar var lagt hald á nokkra
neysluskammta af fíkniefnum
og tæki og tól til neyslu þeirra.