Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Síða 10
þriðjudagur 23. september 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær
bensínstöðin N1 í
mosfellsbæ.
Viðskiptavinur
stoppar oft á þeirri
stöð á morgnana
vegna þess hve æðislegt er að koma
þangað.
stöðin er
ávallt
snyrtileg,
starfsfólk er vel til haft og tekur á móti
hverjum sem er með brosi á vör.
n Lastið fær starfs-
maður Olís í garða-
bæ. Kona bað um að
fá skipt um peru.
starfsmaðurinn tjáði henni
strax að hún þyrfti að fara á
verkstæði þar sem hann
gæti ekki gert
það. Konan reyndi
að útskýra að hún
hefði farið á bensín-
stöð áður með bílinn en starfsmaður-
inn bókstaflega rak hana í burtu. Hún
var ekki ánægð með þjónustuna.
Ýmislegt má gera fyrir íbúðina áður en hún er seld:
Góð ráð fyrir seljendur
Þegar kemur að því að selja íbúð-
ina getur góð aðkoma skipt höfuð-
máli fyrir skoðendur. Fáum finnst
aðlaðandi að koma í íbúð sem er
ekki snyrtileg, þegar fólk er á síðstu
stundu með tiltekt eða gestir og dýr
eru í íbúðinni. Það getur fælt fólk frá
frekar en að laða það að. Það þarf
ekki að taka langan tíma að hressa
aðeins upp á útlitið og draga fram
það besta sem íbúðin eða húsið
hefur upp á að bjóða. Góð aðkoma
skiptir máli og því ætti að vera snyrti-
legt í kringum útidyrahurðina. Fólk
skoðar yfirleitt öll smáatriði svo það
er gott að vera búinn að lagfæra og
mála ef þarf. Miklu skiptir að íbúð-
in sé líka snyrtileg og nánast glansi
af hreinlæti. Að hafa hreint baðher-
bergi segir fólki mikið.
Framkoma íbúðareigenda er
veigamikil og getur aukið líkur á
sölu. Best er að hafa rólegt umhverfi
og helst að vera búinn að hella upp
á kaffi. Utanaðkomandi gestir og
gæludýr eru líklega ekki æskilegir
á meðan á heimsókninni stendur
svo gott er að koma dýrum fyrir og
afþakka heimsóknir. Kurteisi kost-
ar heldur ekkert sem og heiðarleiki.
Fólk sem kemur hreint fram og seg-
ir frá göllum sem vitað er um er lík-
legra til að selja íbúðina eða hús-
ið sitt þar sem fólk veit hverju það
gengur að.
Gullinbrú 164,70 179,60
Bensín dísel
Skeifunni 163,10 177,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 164,20 178,00
Bensín dísel
Eiðistorgi 163,00 177,80
Bensín dísel
Melabraut 161,10 175,90
Bensín dísel
Vatnagörðum 163,10 177,90
Bensín dísel
Stórahjalla 164,20 180,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Tími naumhyggjunnar er runninn upp. Þegar minna er af peningum til ráðstöfunar
þarf að skipuleggja betur og ákveða útgjöldin. Hægt er að spara sér mikinn pening í
vetur með því að nota frystikistuna. Víða er verið að auglýsa kjöt af nýslátruðu sem
allir ættu að nýta sér. Það margborgar sig.
Fylltu Frysti-
kistunaPektólín hóstamixtúraÁ haustin fá margir kvef og flensu og þurfa eflaust á hóstamixtúru að halda. pektólín er vinsæl mixtúra sem fæst í flestum apótekum. Ódýrust í verðkönnun blaðsins var
hún í garðs apóteki á 368 krónur.
Mörgum finnst eflaust erfitt að
hugsa til vetrarins með það fyrir
augum að endar nái saman. Mat-
vara hefur hækkað mikið í verði
að undanförnu og erfiðara er fyr-
ir fólk að kaupa sér það sem það
langar í. Ekki þarf að örvænta því
nú er mikið um tilboð á íslensku
kjöti af nýslátruðu sem vel er hægt
að frysta og nýta í haust.
Nýslátrað á tilboði
Lambaskrokkar af nýslátruðu,
blóðmör, lifrarpylsa og svínakjöt
eru á góðu verði þessa dagana.
Og úti um allt má finna tilboð á
magnkaupum. Boðið er upp á nið-
urskorna lambaskrokka, hluta af
skrokkum, frosið slátur á tilboði
og sláturmarkað þar sem fólk get-
ur keypt allt til sláturgerðar. Á tím-
um kreppunnar ætti fólk að hugsa
sig tvisvar um áður en það fer í dýru
matvöruverslanirnar og kaupir
kjötið sitt þar því buddan á eftir að
léttast ansi hratt. Tími nýsjálenskra
nautalunda og humars er búinn og
tími hinna íslensku afurða er runn-
inn upp.
Matur í mánuð
Sá sem á frystikistu sem tek-
ur 14 kíló getur keypt ansi mik-
ið í einu. Krónan auglýsir lamba-
skrokk á 769 krónur kílóið. Sá sem
kaupir 6 kílóa skrokk sem bútaður
er niður í hluta borgar því fyrir það
rúmar 4.600 krónur. Svo kaupir
hann 6 kíló af frosnu slátri í Bón-
us og borgar fyrir það um 2.400
krónur. Að lokum kaupir hann tvo
svínabóga sem eru þrjú kíló hvor
um sig á tæpar 3 þúsund krónur.
Þá er hann kominn með máltíð-
ir sem duga fjögurra manna fjöl-
skyldu í um mánuð. Samhliða
þessu er hægt að nýta uppskeru
haustsins. Afurðir eins og kartöfl-
ur, gulrætur, rófur og blómkál má
vel nýta í haustsúpur.
Nýta plássið
Fyrir þá sem ekki eiga frystikistu,
heldur lítinn frystikáp í ísskápnum,
og eiga því erfiðara með að tileinka
sér þennan sparneytna lífsstíl skipt-
ir þó mestu að reyna að nýta það
sem hægt er að nýta. Litlir frysti-
skápar rúma nokkrar kótilettur og
frosið slátur. Hrísgrjón eru ekki dýr
og er hægt að gera marga góða rétti
úr þeim. Gamli góði grjónagrautur-
inn stendur fyrir sínu og þá er gott
að eiga slátrið í frystinum. Í staðinn
fyrir að kaupa rándýrt kjöt úr kjöt-
borðinu er hægt að sækja kótilettur
í frystiskápinn. Aðrir geta keypt sér
litla frystikistu. Hún mun borga sig
upp á stuttum tíma.
Pektólín hóstamixtúra
Garðs apótek 368 kr.
rima apótek 471 kr.
Apótekið 481 kr.
lyf og heilsa 488 kr.
lyfja 488 kr.
laugarnesapótek 570 kr.
Flokkaðu sorpið
það er góður siður að flokka ruslið sitt.
þá er ekki verið að tala eingöngu um
mjólkurfernur og matarafganga. Föt
sem ekki eru notuð lengur ætti að gefa
í rauða krossinn. rafhlöður ætti að setja
í sérstök ílát og skila í sorpu og hvert
heimili ætti að geyma plastflöskur og
skila þeim reglulega í sorpu gegn gjaldi.
neytendur@dv.is umsjÓN: Ásdís björg jÓHaNNesdÓttir, asdisbjorg@dv.is
Neyten ur
tíu ráð fyrir seljendur:
1. Góð aðkoma
2. laga smáatriði
3. fjarlægja lausar snúrur
4. Hreinar hurðir
5. snyrtileg geymsla
6. Hreint baðherbergi
7. dregið frá gluggum
8. engin gæludýr
9. engir gestir
10. enginn hávaði
„Þá er hann kominn með máltíðir
sem duga fjögurra manna fjölskyldu
í um mánuð.“
ÁsDÍs BJÖrG JÓHaNNEsDÓTTir
blaðamaður skrifar: asdis@dv.is
lambaskrokkar Hægt er að
fá nýslátrað á góðu verði um
þessar mundir.