Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Qupperneq 14
Merkilegt er hvað friðþæg-ingarstefna Morgun-blaðsins í garð Halldórs Laxness gengur langt. Nú var það svo í eina tíð að Morg- unblaðsmenn og aðrir borgaralega þenkjandi menn voru ekkert sér- lega hrifnir af boðskap mannsins sem utan þess að skrifa bókmenntir boðaði fagnaðarboðskap alþýðurík- is sósíalismans. Einhvern tíma í tíð Matthíasar Johannesen gerðist það svo að sættir tókust með blaðinu og bókaritaranum. Og við þetta er að sjálfsögðu ekkert að athuga. Halldór Laxness var prýðisgóður rithöfundur og auðvitað sæmdi blaðinu ekki annað en að hafa hann stundum innanborðs. En í seinni tíð finnst Svarthöfða sem þessi stefna gangi of langt. Auðvitað var það dálítið pínlegt þegar Morg- unblaðið greindi frá því á forsíðu sinni síðasta sunnudag að fundist hefði fyrsti kveðskapur Nóbelskálds- ins, vísur sem hann hefði skrifað að- eins tólf ára að aldri. Og auðvitað var það rétt hjá Morgunblaðinu að hinn ungi Halldór frá Laxnesi hafði skrif- að þessar vísur. Vandamálið var bara að allavega aðra vísuna hafði hann skrifað upp eftir minni og var það ekki hans kveðskapur heldur annars löngu liðins manns. (En kannski má þá telja að Þorleifur Jónsson frá Hjallalandi hafi búið yfir allavega vísi að þeim hæfileikum sem þarf til að verða Nóbelskáld.) En þarna gekk allavega friðþægingarstefna Morgunblaðsins við Nóbelskáldið of langt. Skáldinu var eignaður heiður sem það átti ekki skilið. Og þá er að líta til þess að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Morgunblaðið slær því upp að fundist hafi fyrsti kveðskapur Halldórs Laxness, mannsins sem áratugum saman gnæfði yfir önnur skáld. Þannig mátti lesa mikla frétt í Morgun- blaðinu fyrir fáeinum árum um að hinn ungi rithöfund- ur hefði skrifað efni sem birtist undir heitinu Snær Svinni þegar hann var að- eins fjórtán ára. Þetta þótti Morgunblaðsmönnum mikil frétt og blésu hana út sem mikið skúbb. Og vissulega teljast það mikil tíðindi að finnist fyrstu skrif svo merks rithöfund- ar. Vandamálið með skúbb Morgunblaðsins þá var bara sá að skúbbið var ekkert skúbb. Frá þessu hafði ver- ið sagt áður. Og það meira segja rúmum tveimur ára- tugum áður. Í einni smásögu Hrafns Gunnlaugssonar, rithöf- undar, kvikmyndagerðarmanns og eins umdeildasta manns Ís- lands hina síðari áratugi, var nefnilega sagt frá kveðskap hins unga rithöfundar sem hefði birst undir heitinu Snær Svinni. Þá vildi nefnilega svo til að skáldskapur- inn, sem kannski var lygilegri en sannleikurinn, reyndist alveg réttur. Þó Hrafn hafi þá lítið viljað tjá sig um málið töldu þeir sem til ferils hans þekkja að sennilega hefði Nób- elskáldið sjálft sagt honum frá þess- um fyrstu skrifum sínum. Hrafn leik- stýrði nefnilega kvikmynd eftir sögu Halldórs Laxness og áttu þeir þá víst hin ágætustu samskipti. þriðjudagur 23. september 200814 Umræða FriðþægingarsteFna Morgunblaðsins svarthöfði reynir traustason ritstjóri skriFar: Stjórnmálamenn sáu um að kynda elda haturs og óbeitar. Kolkrabbinn og Hafskip Leiðari Hafskipsmálið er lýsandi dæmi um svartan blett í sögu stjórnmála, viðskipta og fjölmiðla. Eins og oft gerist tóku nær allir á rás og dæmdu stjórnendur fyrirtækisins fyrirfram án þess að hafa annað fyrir sér en orðr- óminn og lítt ígrundaðar flugufregnir. Stjórnmálamenn sáu um að kynda elda haturs og óbeitar í garð fyrirtækisins sem fór á hliðina án þess að rekstrarleg rök væru fyrir gjaldþroti. Ný bók, Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, fer ágæt- lega í gegnum málið þótt höfundurinn hafi verið á launum hjá helstu þolend- um Hafskipsmálsins. Auðvitað er ákveðin brotalöm í bókinni. Svo er að sjá sem helsta niðurstaðan sé sú að stjórnmálamenn- irnir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafi stokkið á vagninn, keypt sér ódýrar vinsældir og hossað sér á málinu með lítt ígrunduðum hætti. Og fjölmiðillinn Helgarpóst- urinn setti málið allt af stað. Það sem helst vantar á er að teikna upp hlut stjórnenda Eimskips í málinu. Getur verið að stjórn- endur þess hafi með svívirðilegum hætti nýtt sér völd sín í ís- lensku samfélagi til þess að veita samkeppnisaðilanum bana- högg? Hver var þáttur forstjóra Eimskips í öllum spunanum? Hvers vegna boðaði hann fjölmiðlamann á sinn fund og lagði þar fram sína útleggingu á því hversu slæmt fyrirtæki Hafskip væri? Hvaða er- indi átti seðlabankastjóri inn á fund þar sem fjallað var um Hafskip í kröggum? Var Kolkrabbinn að þjóna lund sinni? Var raunverulega um víðtækt samsæri að ræða til þess að knésetja aðstand- endur Hafskips? Allar þessar spurning- ar standa eftir. Vitað er að málið hefur brunnið mjög á sexmenningunum sem stjórnuðu félaginu en voru fangelsað- ir eftir meinta aðför. Þeir hafa leitað allra leiða til að taka mál- ið upp og kryfja það til mergjar en kerfið hefur brugðist. Nauð- synlegt hlýtur að teljast að gera málið allt upp. Samfélagið sjálft þyrfti að fara í það uppgjör. Afdrif Hafskips í boði hins opinbera varpar ljósi á ákveðna þætti málsins en eftir standa ótal spurn- ingar. Getur verið að samsæri hafi átt sér stað til að knésetja sak- lausa menn en tilefni hafi aldrei verið til að setja félagið í þrot? Íslenska þjóðin þarf að fá þau svör hvort samsæri hafi átt sér stað og verið drifkrafturinn í málinu. spurningin „Ég held að maður þyrfti að vera ansi aumur til að öfunda Georg Bjarnfreðarson af einhverju,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bandalags háskólamanna. Í nýjum pistli sínum um kjarabaráttu ljósmæðra vísar hún í orð georgs í dagvaktinni þar sem hann stærir sig af fimm háskólagráðum. guðlaug er með eina gráðu. ertu öFundsjúk? sandkorn n Orðið á götunni á eina frumleg- ustu kenninguna um ráðherraskipti sem vart stenst skoðun. Þar er fullyrt að Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sé á meðal um- sækjenda um forstjórastöðu Landsvirkj- unar. Fái hann stöðuna verði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir fjármálaráðherra í stað Árna! Þá er fullyrt að Björn Bjarnason hætti og sem dómsmálaráðherra í hans stað komi Bjarni Benedikts- son sem er trúlegt. Víst er að Árna Mathiesen hugnast ekki umræðan um að hann fari. Í athugasemda- kerfi Orðsins á götunni dúkkaði upp Sigmundur nokkur Sigurgeirs- son, en það heitir aðstoðarmaður Árna. „Er DV farið að skrifa þessar vangaveltur á þessari götu?“ spurði Sigmundur. n Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sætir vaxandi gagn- rýni frá háttsettum aðilum innan lögreglunnar. Haraldur hefur með fulltingi vinar síns, Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra, þanið embætti sitt út og þá einkum sérsveitina sem er mikið áhugamál þeirra félaga. Nýverið mót- mælti Jóhann R. Benedikts- son, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum, hugmyndum Haraldar um að fjárveitingar til lög- reglumála færu í gegnum embættið og taldi það fela í sér hættulega mið- stýringu. Þetta þola vinirnir Björn og Haraldur illa. n Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, kom fram með harða gagnrýni í viðtali við sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins um helgina. Þar segir Stefán að hægt væri að fjölga lögreglumönnum á götum borgarinnar með endur- skipulagningu. Hann leggur til að sérsveit- in verði færð undir embætti hans. Á RÚV á sunnudag er haft eftir Har- aldi Johann- essen að hann telji þetta fráleita hugmynd hjá Stefáni. Það hugnist honum engan veginn að færa sérsveitina undir „staðarlögreglustjóra“ til að fylla í skörð vegna mannahallæris. n Óskar Sigurpálsson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, bættist svo í gagnrýnendahóp ríkislög- reglustjóra í fréttum Sjónvarpsins á sunnudagskvöld, en haft er eftir honum að embætti ríkislögreglu- stjóra sé tilraun sem hafi misheppn- ast. Á sama tíma og verið væri að spara í rekstri innan lögreglunnar væri verið að auka við mannafla og útgjöld til sérsveitarinnar án sýni- legrar ástæðu. Þetta eru stór orð frá formanni Lögreglufélags Reykja- víkur og endurspegla verulega óánægju með störf Haraldar Jo- hannessen í embætti ríkislögreglu- stjóra innan raða lögreglunnar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég á sama rétt og aðrir í þjóðfélaginu.“ n Benjamín Þór Þorgrímsson, kenndur við Ólafsvík, um Kompásþáttinn sem sýndur var í gærkvöldi. Benjamín, sem er sakaður um að vera handrukkari, er ósáttur við myndbirtingar Kompáss. - DV „Mér finnst þetta vera einstakt fyrirbæri í Íslandssögunni.“ n Jón Gnarr, um fyrirbærið Tvíhöfða sem hann skóp ásamt Sigurjóni Kjartanssyni. - Fréttablaðið „Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina kom skurðlækn- irinn til mín og sagði mér að ég hefði verið þremur til fjórum tímum frá því að deyja.“ n Ásdís Rán Gunnarsdóttir, um veikindi sín en hún hefur legið á sjúkrahúsi í Búlgaríu undanfarið. - DV „Er þetta fram- lag ríkisstjórn- arinnar til þjóðarsáttar?“ n Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, um afturvirka launahækkun æðstu ráðamanna þjóðarinnar. - DV „Það er vitað að þessir menn láta sér ekki segjast.“ n Jón F. Bjartmarz, um nauðsyn átaks lögreglunnar gegn handrukkurum sem hófst árið 2005. Flestir þeirra sem lögreglan hafði afskipti af gerðust ítrekað brotlegir. - Fréttablaðið bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.