Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2008, Side 16
þriðjudagur 23. september 200816 Ættfræði 40 ára í dag 30 ára n Yaman Brikhan Boðagranda 7,Reykjavík n Muhammed A Jallow Trönuhjalla 15,Kópavogur n Kristín Linda H Hjartardóttir Nóatúni 28, Reykjavík n Ragnheiður Eiríksdóttir Lækjarhvammi, Hveragerði n Friðrik Auðunn Jónsson Hjallavegi 42,Reykjavík n Stefan Markus Engberg Völlum,Selfoss n Maciej Tomasz Stankiewicz Sjávargötu 29, Njarðvík n Ricardo J Sampaio de Oliveira Kirkjustræti 2, Reykjavík n Anna Soffía Jóhannsdóttir Akurhúsum, Garður 40 ára n Mihajlo Biberdzic Kárastíg 11, Reykjavík n Vernharður Bergsson Elliðavöllum 16, Reykjanesbær n Hrafn Óttarsson Gljúfraseli 5,Reykjavík n Haukur Gíslason Grundarstíg 9,Reykjavík 50 ára n Ulrike Sillus Aðalstræti 8, Akureyri n Gréta María Birgisdóttir Bollagörðum 119, Seltjarnarnes n Steinar Einarsson Víkingabraut 745, Reykjanesbær n Axel B Björnsson Yrsufelli 11, Reykjavík n Sólveig Jónsdóttir Djúpavogi 18,Reykjanesbær n Bjarni Óskar Halldórsson Reynibergi 9, Hafnarfjörður n Bylgja Bragadóttir Brautarási 2,Reykjavík n Brynjólfur Óskarsson Efstalundi 2,Garðabær n Soffía Húnfjörð Njörvasundi 24,Reykjavík n Gilbert Hrappur Elísson Borgarbraut 1,Búðardalur n Unnsteinn Pétursson Kjalarsíðu 10a,Akureyri n Danfríður Kr Brynjólfsdóttir Lautasmára 45, Kópavogur 60 ára n Gunnlaugur Steingrímsson Kirkjugötu 5,Hofsós n Magnús Pétursson Breiðvangi 2,Hafnarfjörður n Viðar Vésteinsson Frostafold 14,Reykjavík n Helgi Helgason Helgamagrastræti 46,Akureyri n Guðrún Ása Grímsdóttir Ásvegi 17,Reykjavík n Einar Ö Karelsson Álftárósi,Borgarnes n Svandís Kristinsdóttir Borgargarði 3,Djúpivogur n Anna Þórey Sigurðardóttir Drekavöllum 26, Hafnarfjörður n Guðbjörg Skúladóttir Ásabraut 17,Akranes n Katrín Magnúsdóttir Eskihlíð 24,Reykjavík n Katrín Björgvinsdóttir Erluási 42,Hafnarfjörður n Jón S Hermannsson Rjúpufelli 10,Reykjavík n Þórður Örn Guðmundsson Lautasmára 39, Kópavogur n Jón Karl Kristjánsson Fjarðarseli 6,Reykjavík 70 ára n Guðmundur Guðjónsson Sunnubraut 6,Akranes 75 ára n Magnús Thorberg Guðmundsson Frumskógum 16, Hveragerði n Guðrún Pálsdóttir Frostafold 2,Reykjavík n Kristbjörg Þormóðsdóttir Keilugranda 6, Reykjavík 80 ára n Ingibjörg Jónsdóttir Skúlagötu 20,Reykjavík n Sigvaldi Hjartarson Efstalandi 16,Reykjavík n Jóhanna Sæmundsdóttir Vallargötu 25, Reykjanesbær n Gíslína E Einarsdóttir Flétturima 6,Reykjavík n Björg Jónsdóttir Vesturgötu 111,Akranes n Margrét Þorvaldsdóttir Kópavogsbraut 1b, Kópavogur n Baldur Jónsson Hríseyjargötu 1,Akureyri n Steingerður Jónsdóttir Álfaskeiði 86, Hafnarfjörður n Haukur V Bjarnason Lækjasmára 6,Kópavogur 85 ára n Inga M Hannesson Depluhólum 2,Reykjavík 90 ára n Helga Jónsdóttir Ljósheimum 2,Reykjavík n Þorgils V Stefánsson Háholti 7,Akranes Hilmar Guðmundsson forseti bæjarstjórnar dalvíkurbyggðar og sölu- og markaðsstjóri hjá promens Hilmar fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Dalvík- ur, stundaði nám við VMA og lauk stúdentsprófi þaðan 1990, stundaði nám við Samvinnuháskólann á Bif- röst og lauk þaðan prófi sem rekstr- arfræðingur 1993. Hilmar var í sveit í Koti og í Hrafnsstaðarkoti í Svarfaðardal á unglingsárunum, vann á skrif- stofu Bílaverkstæðis Dalvíkur í eitt ár og stundaði verslunarstörf við Olísstöðina á Dalvík á skólaár- unum. Hann hóf störf hjá Prom- ens (Sæplasti) á Dalvík 1993, var þar sölumaður til 2000, var sölu- og markaðsstjóri Promens í Nor- egi 2000-2002 og hefur síðan verið sölu- og markaðsstjóri Promens á Dalvík. Hilmar er bæjarfulltrúi fyr- ir Framsóknarflokkinn í Dalvíkur- byggð, er forseti bæjarstjórnar og situr í atvinnumálanefnd sveitarfé- lagssins. Fjölskylda Eiginkona Hilmars er Kristín Björk Þórsdóttir, f. 12.4. 1969, versl- unarmaður hjá Samkaupum Úrval á Dalvík. Foreldrar hennar eru Þór Hjaltason og Hanna Jóhannesdótt- ir. Börn Hilmars og Kristínar Bjark- ar eru Hanna Rún Hilmarsdóttir, f. 14.3. 1997; Auður Ósk Hilmarsdótt- ir, f. 10.8. 1999; Daði Jón Hilmars- son, f. 22.10. 2004. Systkini Hilmars eru Magnús Guðmundsson, f. 18.4. 1961, verk- taki, búsettur í Hafnarfirði; Sigríður Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1964, starf- rækir glergallerýið Stjörnuna á Dal- vík; Þórir Óskar Guðmundsson, f. 16.5. 1970, verktaki á Egilsstöðum. Foreldrar Hilmars eru Guð- mundur Jónsson, f. 3.3. 1940, og María Jónsdóttir, f. 27.8. 1943, en þau eru búsett á Hauganesi í Dal- víkurbyggð og vinna hjá Plastiðj- unni Bjargi – Iðjulundi. Til hamingju með afmælið! Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Seljahverfinu. Hann var í Breiðagerðisskóla, Álftamýr- arskóla, bjó með fjölskyldu sinni í Svíþjóð í eitt ár, var síðan í Öldu- selsskóla og Seljaskóla, stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík, stundaði síðar nám í kerfisfræði við Rafiðnaðarskólann og lauk þaðan prófum 2000. Guðni vann við handlang hjá múrurum á sumrin með skóla, vann við rafvirkjun með Iðnskóla- náminu en hefur starfað hjá Stöð 2 frá 1987. Hann hóf þar störf við efnisvinnslu en hefur lengst af starfað við útsendingu á Stöð 2 og er nú útsendingarstjóri þar. Þá hefur hann unnið mikið við myndblöndun á ýmsum þátt- um, m.a. við flesta kosningaþætti stöðvarinnar. Guðni æfði og keppti á skíðum fyrir skíðadeild Víkings á ungl- ingsárunum með góðum árangri. Hann hefur stundaði motocross frá 1999, tekið þátt í fjölda móta og unnið nokkur mót en um síðustu helgi varð hann í 3. sæti í plús 35 flokki. Hann er nú formaður Mot- oMos, mótorhjólafélags Mosfells- bæjar. Fjölskylda Eiginkona Guðna er Bryndís Guðjónsdóttir, f. 20.5. 1968, hús- móðir. Synir Guðna og Bryndísar eru Kristófer Daníel Guðnason, f. 16.4. 1989; Friðgeir Óli Guðnason, f. 19.9. 1994. Systir Guðna er Guðbjörg Krist- ín Friðgeirsdóttir, f. 25.9. 1974, kennari í Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ. Foreldrar Guðna eru Frið- geir Ó.S. Guðnason, f. 3.6. 1950, rafveituvirki og deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Kristín Ó. Ragnarsdóttir, f. 24.7. 1949, við- skiptafræðingur og launafulltrúi hjá Marel. Pétur fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík, lengst af í Hlíðunum og Vogunum. Hann var fyrst í Ísaksskóla, síðan í Æf- ingadeild Kennaraskólans, var í Hlíðaskóla og stundaði síðan nám við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Pétur var í sveit á æsku- og unglingsárunum, í Landeyj- unum og í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Hann fór til sjós á unglingsárunum og var á neta- bátum, á togurum og sigldi á fraktskipum, lengst af á leigu- skipi sem sigldi um öll heims- ins höf. Pétur var umboðsmaður fyrir hljómsveitir og vann við upptökur á hljómplötum og að ýmsum markaðsmálum fyrir hljómsveitir á árunum 1985-95, starfrækti sumarhótel í Bjarkarl- undi í Reykhólasveit í eitt sum- ar en hóf síðan ferðaþjónustu- búskap í Hvammsvík í Hvalfirði og hefur stundað hann síðan. Pétur er varamaður í sveit- arstjórn Kjósarhrepps, situr í bygginganefnd hreppsins, sat í stjórn Kayakklúbbsins í Reykja- vík og er formaður Hesta- mannafélagsins Adams í Kjós. Fjölskylda Börn Péturs eru Sölvi Péturs- son, f. 8.3. 1983, golfvallafræð- ingur og nemi við HÍ; Dagbjört Pétursdóttir, f. 19.10. 2001. Systur Péturs eru Guðrún Snæfríður Gísladóttir, f. 12.12. 1954, leikkona í Reykjavík; Elín Sigríður Gísladóttir, f. 18.5. 1965, leikgerðasmiður í Reykjavík. Foreldrar Péturs: Gísli Guð- mundsson, f. 9.10. 1930, d. 29.8. 1977, sýningarstjóri hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur, og Dagbjört Sól- ey Snæbjörnsdóttir, f. 11.2. 1932, garðyrkjufræðingur í Reykjavík. Pétur heldur upp á afmælið með fjölskyldunni. Guðni Friðgeirsson útsendingarstjóri stöðvar 2 Pétur Blöndal Gíslason ferðaþjónustubóndi í hvammsvík í hvalfirði „Ég er búin að halda upp á af- mælið,“ kemur Soffía Húnfjörð, af- mælisbarn dagsins, loksins upp úr sér eftir að hafa hlegið ásamt blaðamanni stanslaust í um fimm mínútur. Soffía hélt að verið væri að gera at í sér þegar blaðamaður hafði samband við hana. Smitandi hlátur hinnar lífsglöðu Soffíu gerði það að verkum að blaðamanni var ómögulegt að útskýra mál sitt sök- um hláturs. „Ég hélt upp á það í fyrradag,“ heldur Soffía áfram þegar hlátrin- um linnir. Aðspurð hvort hún hafi bakað handa fjölskyldunni segist hún sleppa alveg við það. „Maður- inn minn er bakari og hann sér um þá hlið.“ Eiginmaður Soffíu heitir Arn- björn Arnarson. Þau hafa verið saman í ein 24 ár og þar af gift í ein 15. „Maðurinn minn verður líka fimmtugur 1. desember og þá ætl- um við að halda heljarinnar veislu. Við leigjum sal og gerum eitthvað rosalegt,“ segir Soffía hress. Soffía er vön að fara með fjöl- skyldunni til sólarlanda á stóraf- mælum en ætlar að breyta til að núna. Hún segist ekkert sérstakt vilja í afmælisgjöf að þessu sinni. „Ég á allt. Ég á fullt af börnum og barnabörnum og gæti ekki verið hamingjusamari,“ segir Soffía að lokum og DV óskar henni innilega til hamingju með afmælið. asgeir@dv.is 40 ára í dag 50 ára í dag soffía Húnfjörð er fimmtug í dag: Hlæjandi afmælisbarn soffía Húnfjörð ætlar að halda þrusupartí í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.