Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 2
mánudagur 29. september 20082 Fréttir Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra funduðu alla helgina með banka- stjórum Seðlabankans og samkvæmt heimildum DV leituðust fundar- menn við að ná sátt um hvernig hægt sé að bjarga gjald- eyrisforðanum í landinu. Vonir stóðu til um að það næðist sátt um víðtækar að- gerðir, sem líklega verða kynntar í dag eða seinna í vikunni. Ljóst er að gríðarleg þörf er á að ríkisstjórn- in komi að því að bjarga þessu máli en Geir sagðist í sam- tali við fjöl- miðla í gær ekki geta svarað því hvort það þurfi sérstakar aðgerðir eða inn- grip til að styrkja krónuna. Bandaríska leiðin myndi kosta 210 þúsund á mann Björgunaraðgerðir eru ráðgerðar víða um heim nú um stundir. Fyr- irhugaðar björgunarað- gerðir bandarískra stjórnvalda að andvirði 700 milljarða bandaríkjadollara vegna ástandsins í efnahagslífinu, samsvara því að ís- lenska ríkið myndi leggja fram um það bil 63 milljarða króna til þess að styrkja efnahagslífið. Þessi upp- hæð nemur því að hver Íslendingur myndi leggja fram um 210 þúsund krónur til björgunaraðgerða í efna- hagslífinu. Slík upphæð væri vissu- lega gríðarlega há fyrir Íslendinga, en til samanburðar má nefna að við sölu Símans komu rúmlega 66 millj- arðar króna í ríkiskassann. Markaðsbrestur vegna gjaldeyrisþurrðar Bjarni Benediktsson, al- þingismaður Sjálfstæð- isflokksins og stjórnar- formaður N1, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að brest- ur væri á markaðn- um því mikill gjald- eyrisskortur væri í landinu. Stutt væri í að bankarnir gætu ekki sinnt þörfum atvinnulífsins með þann gjaldeyri sem atvinnulíf- ið þarf á að halda. Samkvæmt heim- ildum DV mun það raunar vera altal- að í stórfyrirtækjum hversu alvarlegt ástandið í gjaldeyrismálum sé orðið. Það kunni að ógna fyrirtækjum sem stunda viðskipti við útlönd verði ekki gripið til aðgerða. Þannig geti íslensk fyrirtæki þurft að draga verulega úr innflutningi fáist ekki til þess gjald- eyrir á hag- stæðum kjör- um. „Þetta er orðið miklu verra umhverfi og ef þetta verður svona til lengri tíma veit maður ekki hvað gerist.“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Davíð Oddsson davíð átti fund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra um stöðu mála um helgina Geir H. Haarde búist er við því að björgunaraðgerðir verði kynntar í vikunni. Árni Mathiesen Fundaði með davíð og geir. Geir Haarde og Árni Mathiesen áttu fundi með bankastjórum Seðlabankans um helgina. Seint í gærkvöld voru svo formenn allra flokka boðaðir á skyndifund í Seðlabankanum. Gjaldeyrisþurrð hefur alvarleg áhrif á stórfyrirtæki sem stunda mikil viðskipti við útlönd. Bjarni Benediktsson alþingismaður sagði að brestur væri kominn í markaðinn vegna gjaldeyrisþurrðar og hefur ástandið versnað mikið að mati fjármálastjóra N1. BJÖRGUNARAÐGERÐIRNAR SKIPULAGÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.