Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 4
Bílvelta við Ól- afsfjarðarveg Bíll fór út af veginum við Ól- afsfjarðarveg á Norðurlandi um ellefuleytið á sunnudagsmorg- un. Einn maður var í bílnum og þurfti að beita klippum við að ná honum út. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum. Hann er ekki alvarlega slasaður. Að sögn lögreglunnar á Dalvík er mað- urinn grunaður um ölvun við akstur. mánudagur 29. september 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kona féll niður í gil Kona á þrítugsaldri slasað- ist töluvert eftir að hún féll ofan í gil og fékk fjórhjól ofan á sig. Slysið varð með þeim hætti að hún var ásamt annarri konu að aka á fjórhjóli eftir slóða á Heng- ilssvæðinu þegar þær komu að gilbrún. Þegar konan hemlaði snögglega datt hún af hjólinu og rann niður í gilið. Fjórhjólið lenti svo ofan á konunni. Hún slasaðist á brjóstholi og var flutt með aðstoð björgunarsveitar- innar Ársæls á sjúkrahús. Leiðrétting Í helgarblaði DV var viðtal við ungan fiðlusnilling en rangt var farið með nafn stúlkunn- ar. Hún heitir réttu nafni Chrissie Thelma Guðmunds- dóttir en í greininni var hún kölluð Krissý Thelma Guð- mundsdóttir. Leiðréttist hér með nafnamisskilningurinn og beðist er velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting Rangt var farið með verð í verðkönnun á neytendasíðu blaðsins mánudaginn 22. september. Það stóð að árs- kort í sundlaugar Kópavogs kostaði 27.990 krónur. Það er hins vegar verð á árskorti í líkamsrækt ásamt sundi. Rétt verð fyrir sundkort er 17. 500 krónur. „Ég var bara að gera við girðingu þegar hann kom og danglaði í mig með naglbítnum,“ segir Jón Bald- vinsson á Furuvöllum um við- skipti sín við Hauk Þórarinsson hjá Hestaleigunni Laxnesi. Lög- regla var kölluð til og benti Jóni á að verða sér úti um áverkavottorð sem og hann gerði hjá heilsugæsl- unni í Mosfellsbæ. Jón segir að eft- ir ryskingarnar hafi Haukur fjarlægt girðingu úr túninu og hann hyggst því kæra Hauk í vikunni bæði fyrir líkamsárás og stuld á „einum kíló- metra af griðingu“. Jón segist hafa verið að dytta að girðingu þegar Haukur hafi komið á staðinn. „Hann byrjaði svo bara að klippa girðinguna fyrir fram- an nefið á okkur og nú er hún bara horfin,“ segir Jón og bætir því við að þegar hann hafi haft afskipti af Hauki hafi hann „danglað“ í hann með naglbítnum. Áralangar deilur Jón segist hafa staðið í áralöng- um deilum við Þórarin Jónsson og Hauk son hans um nýtingu lands- ins í Laxnesi. „Þetta er voðalega einfalt mál. Þeir reka hestaleigu á 5.400 fermetra lóð og ég er aðili að landinu sem liggur við bæinn hjá honum. Þar hafa þeir verið að færa til girðingar og hlaupa með þær til og frá í óþökk okkar. Líklega vantar þá beit en allir dalbúar eru rasandi út af þessari hrikalegu ofbeit á Lax- nesi 1,“ segir Jón. Haukur hefur aðra sögu að segja og telur ásakanir Jóns um ofbeldi storm í vatnsglasi. „Þetta er smá- mál. Þarna voru um það bil hundr- að metrar af ónýtri girðingu í beit- arlandi og ég ætlaði að fjarlægja hana þar til niðurstaða fæst í mál- ið,“ segir Haukur um leið og hann staðfestir að vissulega hafi deilur um nýtingu landsins staðið lengi. Haukur segir Jón hafa veist að sér þar sem hann var að eiga við umrædda girðingu. „Hann réðst á mig sparkandi og kýlandi og svo óheppilega vill til að ég er örvhent- ur og þegar ég lyfti upp hendinni í varnarstöðu hljóp hann utan í mig og rak efri vörina í naglbítinn,“ seg- ir Haukur og bætir við að atvikið hafi verið eins klaufalegt og hugs- ast getur. Heiftin kom á óvart Haukur segist sjálfur hafa kall- að til lögreglu og líklega sé hluti ryskinganna til á upptökum á sím- tali hans við lögregluna. Hann seg- ir jafnframt að honum hafi verið nokkuð brugðið yfir viðbrögðum Jóns. „Þetta er eldri maður, rúm- lega sextugur, og ég er búinn að þekkja til hans lengi. Hann er ekki ofbeldismaður þannig að heiftin kom mér á óvart.“ Haukur segist hafa látið bóka „þessa árás“ á sig en hann muni ekki aðhafast frek- ar nema Jón vilji fara með málið lengra. „Ég mun ekki kæra hann fyr- ir þessa árás nema hann fari lengra með þetta og hann græðir ekkert á því,“ segir Haukur. „Landið sem um ræðir er eign Nýsis og hann kemur ekkert að þessu máli og við erum að lögsækja hann fyrir brot á hluta- félagalögum. Þetta snýst um ein- hverja 4 til 5 metra til eða frá og við erum bara að bíða eftir að fá stað- festingu á því hvar mörkin liggja.“ Jón er hins vegar harður á því að kæra og segist hafa verið alblóðug- ur þegar lögreglan kom á vettvang og gefur ekki mikið fyrir þær skýr- ingar Hauks að hann hafi „gengið á naglbítinn“. Þá bætir Jón því við að hann vilji ekki hafa þær hótanir eft- ir sem Haukur lét dynja á honum þegar þeim lenti saman um dag- inn. „Það er ekki prenthæft.“ Jón segir að áður hafi slegið í brýnu og fyrir nokkrum árum hafi Haukur mætt með „það sem maður myndi kalla handrukkara með sér og hótaði að kála mér ef ég hætti ekki að skipta mér af. Lögreglan er með þessar upplýsingar líka. All- ir dalbúar eru brjálaðir út af þessu framferði hérna en líklega er ég sá eini sem þorir að standa uppi í hár- inu á honum. Ég væri sáttur bara ef hann léti mínar girðingar og landið mitt í friði,“ segir Jón. Lögregla var kölluð til fyrir helgi þegar upp úr sauð í langvarandi nágrannadeilu um aðgengi að beitarlandi í Laxnesi í Mosfellsbæ. Jón Baldvinsson á Furuvöllum segir Hauk Þórarinsson hjá Hestaleigunni Laxnesi hafa slegið til sín með naglbít þannig að undan blæddi. Haukur segir um smámál að ræða og að Jón hafi rekist í naglbítinn þegar Haukur bar hönd fyrir höfuð sér undan áhlaupi Jóns. Þórarinn Þórarinsson fréttastjóri skrifar toti@dv.is NaglBít Beitt í NágraNNaerjum „allir dalbúar eru brjálaðir út af þessu framferði hérna en lík- lega er ég sá eini sem þorir að standa uppi í hárinu á honum.“ Hestaleigan á Laxnesi eigendur leigunnar hafa staðið í langvarandi illdeilum við Jón baldvinsson og nú síðast sauð upp úr með slíkum látum að Jón stóð eftir blóðgaður með naglbít. Líðan Össurar Péturs Össurar- sonar, sem fannst með lífshættu- lega áverka á mótum Laugavegs, Skúlagötu og Höfðatúns 6. sept- ember síðastliðinn, fer batnandi. Fyrir helgi opnaði hann augun og sýndi nokkur viðbrögð. Honum er þó enn haldið í öndunarvél. Össur Pétur fannst 6. septem- ber og hefur því legið meðvitund- arlaus á gjörgæsludeild í rúmar þrjár vikur. Hann hlaut mar á heila auk þess sem hann tvíhöfuðkúpu- brotnaði. Ekki hefur komið í ljós með hvaða hætti hann hlaut þessa lífshættulegu áverka. Fjölmargir hafa sýnt Össuri, aðstandendum hans og vinum samhug. Meðal annars fór fram bænastund í Ísafjarðarkirkju 9. september. Þar að auki hefur ver- ið stofnuð styrktarsíða fyrir hann á Facebook og eru það eru ættingj- ar og vinir sem standa á bak við hana. Þar getur fólk skrifað kveðju í gestabók og skoðað myndir af honum. Í síðustu færslu í gestabókinni segir: „Yndislegt að heyra að þú ert búinn að opna augun og ert að sýna viðbrögð. Bið ætíð fyrir þér. Milla.“ Meðlimir síðunnar eru nú 1.472. samfélag vina Vinir og aðstandendur koma saman á síðu Össurar, senda heillaóskir og greina stöðu mála. Líðan Össurar Péturs fer batnandi: Sýnir viðbrögð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.