Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Page 8
„Jóhanni er fórnað af pólitískum ástæðum, hann hefur gengið fram og sýnt mikið baráttuþrek en kallað yfir sig reiði dómsmálaráðhera og ríkislögreglustjóra, það er illt að eiga yfir sér reiði þessara tveggja manna,“ segir Guðni Ágústsson, formað- ur Framsóknarflokksins, um brott- hvarf Jóhanns R. Benediktssonar úr starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum. „Þarna er góðum manni fórnað og þetta er svakaleg meðferð sem hann fær,“ segir Guðni jafnframt. ,,Ég skil aðstöðu minna góðu félaga og sendi mínar allra bestu kveðjur,“ segir Jóhann um þá álykt- un Lögreglustjórafélags Íslands sem lýsti um helgina yfir eindregnum stuðningi við dómsmálaráðherra og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og harmar þær illskeyttu og persónu- legu árásir sem ráðherra hafi þurft að sæta. Með yfirlýsing- unni var Lög- reglu- stjórafé- lagið að bregð- ast við umræð- um sem spunn- ist hafa í tengslum við Jóhann R. Bene- dikts- son, lög- reglustjóra á Suðurnesjum, sem læt- ur af störfum nú um mánaðamótin. Hann hefur deilt hart á dómsmála- ráðherra og ríkislögreglustjóra. Haraldur skýtur á Jóhann Haraldur Johann- essen ríkislögreglu- stjóri greinir frá starfslokum Jóhanns á vefsíðu lögreglunn- ar. Haraldur skýtur föstum skotum að Jó- hanni í fréttinni á vef- síðunni og segir með- al annars: „Óvenjulegt er að lögregluforingi kveðji sam- starfsmenn sína til margra ára með stóryrðum og hrakspám eða líki lög- reglustarfi við sandkassaleik.“ Þá rit- ar Haraldur jafnframt að skipulags- breytingar innan lögreglunnar hafi reynt á hæfni og getu yfirmanna og hafa þeir sýnt festu og áræðni til að ná settum markmiðum, um það hafi verið samstaða meðal allra lögreglu- stjóra. Einn úr hópnum kýs nú að fara aðra leið. Það er hans val. Haraldur endar yfirlýsinguna á mjög eindreg- inn hátt. „Ég óska Jóhanni R. Bene- diktssyni velfarnaðar á nýjum vett- vangi, þótt kveðja hans til okkar, sem viljum metnað lögreglu sem mestan, sé ekki lögreglustjóra samboðin.“ Fylgdi ekki flokknum DV greindi frá því í síð- asta helgarblaði að Jóhann R. Benediktsson hafi neit- að að skrifa undir yfirlýs- ingu þess efnis að aldrei hafi staðið til að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi forstjóra Baugs, við komu hans til Íslands í Leifsstöð árið 2002. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, sem sætt hefur mik- illi gagnrýni vegna brott- hvarfs Jóhanns úr starfi, var ósáttur við umfjöllunina og bar ósannindi á DV á bloggsíðu sinni, björn.is. Björn hélt því fram að DV hefði fullyrt að hann hefði verið dómsmálaráðherra á þeim tíma sem meint handtaka átti að eiga sér stað. Það kom hins veg- ar hvergi fram í umfjöllun DV. Björn var í kjölfarið krafinn um afsökunar- beiðni sem hann hafnaði. Guðni Ágústsson segir Jóhann ekki hafa viljað fylgja sjálfstæðis- mönnum í blindri trú og þess vegna hafi farið sem fór. „Þarna er góð- ur drengur fjötraður í heljarböndin, maður sem sýnt hefur í störfum sín- um að hann ver æsku landsins, hef- ur staðið vörð um landamæri Íslands gegn fíkniefnadjöflinum.“ mánudagur 29. september 20088 Fréttir LJÚFFENG HOLLUSTA! Á GRÆNNI GREIN - SUÐURLANDSBRAUT 52 (BLÁU HÚSUNUM VIÐ FAXAFEN) SÍMI: 553-8810 OPIÐ Virka daga: 11:00 - 19:15 Laugardaga: lokað Sunnudaga: lokað Að lokum má ekki gleyma okkar gómsætu kökum. Syndsamlega góðum en samt hægt að njóta án samviskubits. Á Grænni Grein er ferskur staður þar sem hollustan er í fyrirrúmi. ATHUGIÐ, NÚ ER EINNIG HÆGT AÐ FÁ FISKRÉTTI. LJÚFFENG HÁDEGISTILBOÐ Góður afsláttur til fyrirtækishópa. Frábært að taka með sér hollan skyndibita í og eftir vinnu. LJÚFFENG TILBOÐ ALLAN DAGINN ILLT AÐ EIGA REIÐI BJÖRNS „Ég óska Jóhanni R. Benediktssyni velfarn- aðar á nýjum vett- vangi, þótt kveðja hans til okkar, sem viljum metnað lögreglu sem mestan, sé ekki lög- reglustjóra samboðin.“ Björn Bjarnason Hélt því fram að dV hefði fullyrt að hann hefði verið dómsmálaráðherra árið 2002 þegar handtaka átti Jón ásgeir Jóhannesson. Haraldur Johannessen „Ég óska Jóhanni r. benediktssyni velfarn- aðar á nýjum vettvangi, þótt kveðja hans til okkar, sem viljum metnað lögreglu sem mestan, sé ekki lögreglustjóra samboðin.“ Guðni Ágústsson „Þarna er góðum manni fórnað og þetta er svakaleg meðferð sem hann fær.“ Jóhann R. Benediktsson ,,Ég skil aðstöðu minna góðu félaga og sendi mínar allra bestu kveðjur.“ valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is Eftirskjálftar vegna brotthvarfs Jóhanns Benediktssonar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.