Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Side 17
Sport Ekki langt í mörkin Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berb­atov, sem Manchester United keypti fyrir ríflega 30 millj- ónir punda, hefur litlar áhyggjur af markaþurrðinni sem þjakar hann við upphaf ferils hans hjá Englandsmeisturunum. Berb­at- ov tókst ekki að skora um helgina í 2–0 sigri Manchester Unit- ed á Bolton. „Mig langaði mikið að skora. Stigin þrjú sem liðið fékk eru samt mikilvægari og leikur okkar var góður. Við vorum b­etra liðið og áttum sigurinn skilinn. Ég fékk tækifæri til að skora í leiknum gegn Bolton og ég mun skora í næstu leikjum,“ segir Berb­atov. „Kannski ef öryggisbíllinn kemur nokkrum sinnum út á brautina og ég verð mjög heppinn á ég mögu- leika á að vinna,“ sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault og tvö- faldur heimsmeistari í Formúlu 1, um sigurmöguleika sína eftir tíma- tökuna í gær. Bíllinn brást honum þá eftir að hann náði besta tíman- um á seinni æfingunni á föstudag- inn. Í gær gekk honum allt í haginn. Öryggisbíllinn kom inn á braut- ina eftir að liðsfélagi hans, Nelson Piquet, klessti á vegg. Alonso hafði áður tekið þjónustuhlé og fann sig á meðal fremstu manna. Hann náði góðu forskoti en aftur kom öryggis- bílinn út á brautina og þétti pakk- ann aftur. Alonso sýndi hins vegar snilldar ökumennsku, reif sig strax frá Nico Rosberg og Lewis Ham- ilton sem enduðu í öðru og þriðja sæti og vann sinn fyrsta sigur í rúmt ár. Þann fyrsta með Renault eftir endurkomuna. Ferrari-farsinn Þjónustuhlé Ferrari hafa oft boðið upp á athyglisverða hluti. Skemmst er að minnast þegar einn starfsmaðurinn gleymdi dekkinu inni í skúr þótt það væri það eina sem hann átti að gera í öllu mótinu. Fyrr í ár keyrði Kimi Raikkonen af stað með bensínslönguna fasta í bílnum og sendi þjónustumann á sjúkrahús. Það átti að kallast hlutur sem myndi bara gerast einu sinni en ekki hjá Ferrari. Þeir eru engum líkir. Í gær kom það sama fyrir Fel- ipe Massa sem hafði gott forskot í keppninni en mistök hans og Ferr- ari-manna kostuðu hann keppnina. Hann endaði stigalaus í þrettánda sæti og hefur því misst Lewis Ham- ilton sjö stig fram úr sér í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Erfitt ár Fernando Alonso verður seint þekktur fyrir grín og glens en hann gat ekki leynt tilfinningum sínum eftir sigurinn í gær. „Þetta er ótrú- legt. Ég trúi varla að við höfum unnið keppni á þessu ári,“ sagði Alonso í gær en Renault hefur ver- ið um sekúndu hægari en toppliðin mestallt tímabilið. „Allt í einu þessa helgi gátum við farið að keppa við þá bestu en öryggisbíllinn hjálpaði mér auðvitað mikið,“ sagði Alonso sem gaf sterklega í skyn að hann ætli að skrifa aftur undir hjá Ren- ault. „Við höfum átt erfitt tímabil í ár en erum samt að berjast um 4. sæt- ið í bílasmiðakeppninni. Við höf- um verið sekúndu hægari en BMW undanfarið en erum núna jafnfljót- ir ef ekki fjótari. Við munum koma sterkir inn á næsta ári.“ Fernando alonso vann sinn fyrsta sigur í rúmt ár þegar hann kom fyrstur í mark í Singapúr-kappakstrinum í Formúlu 1 í gær. Þökk sé enn einum mistökum Ferrari í þjónustuhléum missti Felipe massa gott forskot sitt sem hann hafði í upphafi keppninnar. Hann náði ekki í stig en lewis Hamilton tók sjö stiga forystu í keppni ökumanna með góðu þriðja sæti. Stálheppinn Al So langt síðan síðast Alonso vann Singapúr-kappaksturinn í gær. Fyrsti sigur hans í eitt ár. mynd gEtty imagEs tÓmas ÞÓr ÞÓrÐarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is singapúr Kapparnir gáfu hressilega í í fyrsta flóðlýsta Formúla 1-kappakstrinum. Fh tÓK FRAM ÚR hRAÐleStinni Heilsu- átak dr. Gillian McKeith Mataræði sem veitir þér vellíðan allt til æviloka H eilsuátak dr. G illian M cK eith HÓLAR Bók sem hefur bætt líðan margra. Fæst í bókabúðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.