Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 14
mánudagur 29. september 200814 Umræða ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR: Fá þekkt dæmi eru um að Haraldur búi yfir kostum Jóhanns. Lygimál dómsmálaráðherra Leiðari Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er trausti rúinn eftir einelti sitt og aðför að Jóhanni R. Benediktssyni lögreglu-stjóra. Dómsmálaráðherrann er kominn út í horn, líkt og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem staðið hefur í skjóli ráðherrans. Örlög Jóhanns lögreglustjóra eru þau að hafa ekki viljað taka þátt í bolabrögðum ríkislögreglu- stjóra sem rekið hefur embætti sitt af fáheyrðri ósvífni og talið sjálfan sig standa lögum ofar. Jó- hann er embættismaður sem fylgir reglum og not- ar ekki vald sitt til að berja á borgurum landsins í óþarfa. Engin dæmi eru um annað en lögreglu- stjórinn hafi í hvívetna haft réttsýni og heiðarleika að leiðarljósi. Ríkislögreglustjórinn hefur þver- öfuga ímynd. Fá þekkt dæmi eru um að Harald- ur búi yfir kostum Jóhanns. DV hefur sagt frá því að ríkislögreglustjóri hafi mætt andstöðu Jóhanns og hans manna þegar hann ætlaði að setja upp leikrit með því að handtaka Jón Ásgeir Jóhann- esson, einn aðaleiganda Baugs, í Leifsstöð þegar hann var viljugur að mæta til yfirheyrslu við upp- haf Baugsmálsins. Embættismönnum á Keflavík- urflugvelli blöskraði framgangan og þeir neituðu að standa að aðgerðinni. Síðasta vor sagði DV frá þessari atburðarás og byggði á heimildum innan lögreglu sem ekki verða vefengdar. Í framhaldinu sendi ríkislögreglustjóri út yfirlýsingu um að þetta ætti sér enga stoð. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra blandaði sér opinberlega í málið á föstudagskvöld þegar hann sagði á bloggsíðu sinni að DV færi með „ósannindi“. Það sætir furðu að svo sterk taug skuli tengja hann og ríkislögreglustjóra að ráðherrann, sem nú rambar á barmi afsagnar, skuli treysta sér til að gefa Haraldi sannleiksvottorð. DV hefur gef- ið dómsmálaráðherra kost á að leiðrétta lygimál sitt en hann þverskallast við í nauðvörn sinni. Þegar Richard Nixon, fyrrverandi bandaríkjafor- seti, var kominn út í horn, fastur í lygavef sínum, opnuðust augu þjóðar hans fyrir því hvað hann hafði aðhafst. Björn er sumpart í sömu stöðu nú. Hann segir ósatt og neitar að horfast í augu við þann veruleika að spilltur ríkislögreglustjóri hef- ur fengið hann til þeirrar óhæfu að leggja góðan embættismann í einelti og flæma hann úr starfi. Á næstu vikum munu heimildir DV um áform ríkis- lögreglustjórans í ágúst árið 2002 verða staðfest- ar rækilega. Þá verður hugsanlega orðið of seint fyrir ráðherrann að biðjast afsökunar. Sandkorn n Óeining um stefnu í gjald- eyrismálum skekur stoðir Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir en evruandúð Dav- íðs Oddssonar, seðlabanka- stjóra og fyrrverandi formanns flokksins, heldur vit- rænni um- ræðu um gjaldeyris- mál innan flokksins í bónda- beygju. Vilhjámur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er gamalgróinn sjálfstæðismað- ur sem hefur talað hátt fyrir upptöku evru hér á landi. Sú saga gengur nú fjöllum hærra að Davíð Oddsson hafi not- að tækifærið þegar hann hitti Vilhjálm í brúðkaupi Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingis- manns á dögunum til þess að setja ofan í við Vilhjálm. Nokk- ur fjöldi gesta mun hafa orðið vitni að orðaskiptum Davíðs og Vilhjálms og bókstaflega sopið hveljur yfir fúkyrðaflaumnum sem seðlabankastjórinn lét dynja á Vilhjálmi. n Krísa, hvaða krísa? mátti lesa út úr orðum Geirs H. Haarde forsætisráðherra þegar fjöl- miðlamenn spurðu hann spurninga eftir langan fund með seðlabankastjórum á laugardag. Fundartíminn vakti mikla athygli fjölmiðla og þarf kannski ekki að koma á óvart í lok vikunnar þar sem krónan setti met í verðleysi. Eitthvað fóru fréttirnar þó fyrir brjóstið á Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, sem furðaði sig mjög á því í Silfri Egils í gær að það þætti fréttnæmt að allir seðlabankastjórarnir væru kall- aðir á fund forsætisráðherra við þessar kringumstæður. n Fundahöldin gætu þó orðið til að hleypa enn upp vanga- veltum sem heyrðust síðla sumars um að svo kynni að fara að stjórn og stefna Seðlabank- ans yrðu teknar til endur- skoðunar. Nokkuð var rætt um slíkt eftir að Tryggvi Þór Herbertsson var ráðinn efnahagsráðgjafi forsæt- isráðherra og töldu þeir sem spáðu ríkulegast fyrir að svo gæti jafnvel farið að áður en yfir lyki yrði orðinn aðeins einn seðlabankastjóri við völd – og jafnvel enginn þeirra sem nú sitja í Svörtuloftum. n Stefán Pálsson og félagar hans í Samtökum hernaðar- andstæðinga keppast þessa dagana við að selja hlutabréf. Ekki er það þó vegna verðfalls á mörkuðum heimsins. Ástæðan er sú að í vikunni ætla þeir að greiða upp síðustu eftirstöðv- arnar af láni sem þeir tóku til að kaupa sér og gera upp Frið- arhús, félagsheimili íslenskra friðarsinna. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þetta var brenni- vínssull, kanna- bis- og kókaín- notkun. Ég var bara að missa tökin.“ n Herbert Guðmundsson tónlistarmaður, sem sneri við blaðinu fyrir 15 mánuðum, um eiturlyfjaneyslu sína. – 24 stundir. „En þetta er bara töff heimur og þegar menn velja svona eru þeir ekki að því til að vera vondir við einhvern eða hefna sín á einhverjum.“ n Elín Hirst um það þegar henni var sagt upp sem fréttastjóri Sjónvarpsins á dögunum. – DV „Það lenda heilu vélarnar af ungum fyrir- sætum í París og Mílanó á vorin vegna lyga og gylliboða.“ n María Guðmundsdóttir, fyrrverandi fyrirsæta og ljósmyndari, um harðan heim fyrirsætubrans- ans. – DV. „Þá reyndi ég að rifja upp að hann lék Ólaf Kárason Ljósvíking, kynlausasta mann bókmenntanna.“ n Sólveig Arnarsdóttir, leikkona í Svörtum englum, um hvað hún taki til ráðs þegar kynþokki Helgja Björns, meðleikara hennar, sé alveg að fipa hana. – DV. bókStafLega Daglega falla bombur móðuharð- inda og þokan þéttist. Enginn veit sína krónu og enn síður hún. Stuð- menn syngja betri tíð og ráðamenn taka undir. Bollaleggingar um gjald- miðla og vísitölur æra sparifjáreig- endur meðan skuldarinn vex með haugi sínum. Eitt er ljóst: Hunangið er hætt að drjúpa, að minnsta kosti af hverju strái. Íslendingar eru þó ekki öllu rún- ir. Mannauðurinn virðist að vísu hafa verið ofmetinn en ríkissjóður ku vera í plús og auðlindir höfum við nógar. Fiskurinn í kringum land- ið hefur löngum verið drjúg matar- kista og skapað þjóðinni ótalin verðmæti. Í hallæri væri kannski lag að veiða aðeins meira. Önnur auð- lind er fallvötnin. Þau gætu hugsan- lega haldið einhverju á floti meðan óáranin gengur yfir. Fagra Ísland heldur áfram að vera fagurt þó stjórn- málaflokkur þurfi að kyngja einu slagorði. Jarð- varminn er svo þriðja stoð- in og vænleg á komandi árum. Hið opin- bera þarf vita- skuld að gæta hófs en gæti lagt fé í afmörkuð verk- efni, til dæmis á sviðum viðhalds og samgangna en hætta strax við enda- leysur eins og hátæknisjúkrahús. Slík framkvæmd er firra í góðæri, geggjun í slæmu og yfirleitt óþörf. Samhliða þessu ætti að grisja stjórn- sýsluflóka þann sem vaxið hefur óhuggulega umliðin kjörtímabil og líkja má við mávagerið á tjörninni, innanhúss og utan. Kjarasamningar eru á næsta leiti og hafa ljósmæður þegar samið. Að eigin áliti hafa þær dregist aftur úr sambærilega menntuðum stéttum. Læknar eru greinilega ósammála og albúnir að saxa á ný- fengið forskot ljósmæðra. Kjararúll- ettan bersýnilega byrjuð og endar að vanda á seðlabankastjóra. En þó langskólagengnir vilji gjarna miða laun við námslengd er engan veg- inn víst að það endurspegli arðsem- ina. Auk þess telja margir þessi nám allt of löng og líku gagni megi ná á skemmri tíma. Prósentuhækkanir á laun eru ennfremur varasamar og auka einungis launamisréttið. Framganga peningamálaráð- herra er þó skondnust sem biður al- menning að vera hófsaman í launa- kröfum sínum svo verðbólgubálið fari nú ekki úr böndunum. Reyndar er rétt hjá ráðherranum að sá draug- ur leiki verst þá sem minnst hafa en hófsemiskrafan hlýtur að teljast háðung í ljósi ennlifandi eftirlauna- laga ráðamanna. Stjórnendur sem sýna fólki slíka vandlætingu skortir tilfinnanlega þá væntumþykju sem til þarf. Gangi forsvars- menn þjóðar- innar ekki á undan með góðu fordæmi er engin von um þjóðar- sátt og vilji þeir sem nóg hafa ekki leggja neitt í púkk- ið er vart við neinu að bú- ast. Þjóðarsátt án ráðamanna Stafar heimili þínu ógn af innbrotSþjófum? „nei, alls ekki, ég er í góðum höndum.“ Karen Guðnadóttir, 16 ára nemi „Ég er ekki með kerfi og spái annars voðalega lítið í það.“ Jóhannes LonG, 58 ára sendibílstjóri „nei, ég er í góðum höndum, ég er með öryggiskerfi.“ tryGGvi aGnarsson, 50 ára sjálfstæður atvinnurekandi dómStóLL götunnar „nei, það finnst mér ekki, ég er í fínum málum.“ haLLfríður eLín Pétursdóttir, 11 ára nemi kjaLLari LÝður Árnason heilbrigðisstarfsmaður skrifar Mannauðurinn virðist að vísu hafa verið ofmetinn en ríkissjóður ku vera í plús og auðlindir höfum við nógar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.