Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 6
mánudagur 29. september 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Leigusalar íbúðarhúsnæðis eru í auknum mæli farnir að lækka húsaleigu sína eða krefjast minni trygginga en áður. Þetta gera þeir til að eiga betra með að koma íbúð- um sínum í útleigu. Lán til verktaka hafa ekki leitt til jafnmikils framboðs nýrra íbúða og gert var ráð fyrir segir leigumiðlari. LÆGRI HÚSALEIGA OG MINNI TRYGGINGAR Leigusalar eru farnir að lækka leigu- verð og krefjast minni trygginga í von um að leigja út íbúðir sínar. Þetta hefur verið sérstaklega áber- andi síðla sumars og núna í sept- ember. DV þekkir dæmi þess að leigusali lækkaði leiguverð íbúðar um 20 þús- und krónur, úr 100 þúsund krónum í 80 þúsund krónur, eftir að hann kom henni ekki út. Annar leigusali setti sig í samband við þá sem höfðu skoðað íbúð hans og sagðist nú ekki krefjast fyrirframgreiðslu. Áður hafði sami leigusali krafist bæði fyr- irframgreiðslu og tryggingar af verð- andi leigjanda. Slíkt er þó reyndar ólöglegt þar sem velja þarf á milli tryggingarforma. Þriðji leigusal- inn sem DV hefur spurnir af lækk- aði leiguna um 10 þúsund krónur frá því sem hann hafði sett upp og náði þannig samningum við leigj- anda sinn. leigan lækkar Leigusali, leigjandi og starfs- maður á leigumarkaði, sem DV hef- ur rætt við, segja að leiguverð hafi farið lækkandi undanfarið auk þess sem fleiri íbúðir standi til boða nú en áður. Þetta sé mikil breyting frá því sem var fyrir nokkrum mánuðum. Leiguverð hækkaði mjög mik- ið fyrir ári. Þegar erfiðara varð að kaupa íbúðir, færri fengu lán og verð- bólgan fór á fleygiferð sóttu fleiri í að leigja sér íbúð. Það leiddi til þess að leiguverð hækkaði snöggt. Sú hækk- un hefur þó að einhverju leyti geng- ið til baka því eftir því sem leiguverð hækkaði vildu fleiri leigja út íbúðir sínar. Það varð til þess að bylta stöð- unni á leigumarkaði. Í stað þess að fjöldi fólks berðist um hverja íbúð eiga leigjendur nú mun auðveldara en áður með að velja úr íbúðum. Til marks um hversu mikið fram- boð af leiguhúsnæði hefur aukist má nefna að íbúðir sem hafa verið aug- lýstar hjá Leigulistanum eru rúmlega þrefalt fleiri núna en þær voru í byrj- un sumars. ræðst af greiðslugetunni Svanur Guðmundsson, löggiltur leigumiðlari hjá Húsaleigu leigumiðl- un, segir mestu breytinguna undan- farið þá að það sé að myndast leigu- markaður í stað fasteignamarkaðar. Þá séu komin faglegri vinnubrögð í þetta með tilkomu leigumiðlara sem verðleggja hús og hafa milligöngu um útleigu þeirra. Svanur tekur ekki undir með öðr- um viðmælendum DV um að mark- aðurinn hafi breyst að miklum mun hvað varðar verð og framboð. Hann segir þó að leiguverð ráðist af greiðslu- getu fólks. „Að því leyti getum við sagt að leiguverðið sé að lækka.“ Hann segir aftur á móti að það vanti meira af leiguhúsnæði á lista. Þannig geti verið erfitt að finna minni íbúðir fyrir ungt fólk sem er að koma inn á mark- aðinn. Hann bendir meðal annars á að lánveitingar Íbúðalánasjóðs til verktaka svo þeir gætu leigt út íbúðir sem seljast ekki hafi ekki leitt til auk- ins frambðs á leigumarkaði að neinu ráði. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar að lánin dugi ekki til að verktakar sjái sér hag í þessu og hins vegar það að ef þeir leigja út íbúðina geta þeir ekki selt hana sem nýja síðar. Tvöfaldar tryggingar Eitt af því sem leigusalar hafa stundum gert, og brotið gegn rétti leigjandans, er að krefjast of mik- illa trygginga. Leigusala er heim- ilt að krefjast fyrirframgreiðslu eða tryggingarfjár en ekki hvors tveggja. Krefjast má allt að þriggja mánaða fyrirframgreiðslu en þá er uppsagn- arfrestur líka þreföld lengd fyrir- framgreiðslunnar – eða níu mánuðir. Vilji leigusali fá tryggingarfé í staðinn er það heimilt en þá má ekki krefjast fyrirframgreiðslu húsaleigu. „Í stað þess að fjöldi fólks berðist um hverja íbúð eiga leigjendur nú mun auðveldara en áður með að velja úr íbúðum.“ leiguverð á niðurleið Leigusalar og leigjendur sem dV ræddi við finna mikinn mun á leigumarkaði. Þeir segja af það sem áður var þegar hægt var að krefjast hvaða upphæðar sem er fyrir hvaða íbúð sem er. mynd sTefán Annir hjá lögreglunni Aðfaranótt sunnudagsins var afar erilsöm hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán manns voru fluttir í fangageymslur vegna ýmissa brota. Má þar nefna vegna slagsmála, óláta og ölvunar. Nóttina þar á undan gistu tíu manns geymslur. Ekki var um nein stórmál að ræða. Einnig var mikið að gera í umferðinni en lögreglan stöðvaði sjö ökumenn sem grunaðir voru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Fjögur innbrot voru framin í borginni og var í öllum til- vikum um innbrot í fyrirtæki að ræða. Ökumannslaus árekstur Aftanákeyrsla varð á Akra- nesvegi laust eftir miðnætti á laugardag með þeim afleiðing- um að bíllinn sem ekið var á fór út af veginum og valt. Lögreglan á Akranesi yfirheyrði fjóra menn af erlendum uppruna sem voru í bílnum sem olli árekstrinum. Sú undarlega staða kom upp að all- ir neituðu þeir að hafa ekið bíln- um. Yfirheyrslur stóðu í nokkurn tíma og að lokum játaði einn á sig brotið. Var þeim þá sleppt úr haldi. Grunur leikur á að um ölvun við akstur hafi verið að ræða. Engin slys urðu á fólki. Alvarlegt um- ferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut aðfaranótt sunnudags. Fimm manns voru í bílnum og voru allir fluttir á slysadeild. Þar á meðal var einn mjög alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndun- arvél. Hinir eru minna slasaðir. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að bíllinn fór í gegnum stálgirð- ingu og yfir á öfugan vegarhelm- ing. Samkvæmt lögreglu eru til- drög slyssins ókunn. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra kynnti þingflokki Sjálfstæð- isflokksins í síðustu viku tillögu ríkisstjórnarinnar til fjárlaga. Ráð- herrann gerir ráð fyrir tugmilljarða halla, eða allt að 50 milljörðum króna, samkvæmt heimildum DV. Tillaga hans fór illa í marga inn- an þingflokksins og þá sérstaklega áframhaldandi þensla á rekstri rík- isins þar sem ekki er gert ráð fyr- ir að ríkið dragi saman seglin í takt við samdrátt á hinum almenna markaði. Engar hugmyndir eru um að fækka ríkisstarfsmönnum eða skera niður rekstur ríkisins til að mæta þeim fyrirsjáanlega sam- drætti sem verður á næstu árum í tekjum ríkisins. Þykja fjárlagahugmyndir ráð- herrans vera að þessu leyti veru- leikafirrtar. Eftir því sem DV kemst næst er enginn samdráttur áform- aður í samgöngumálum og ætlun- in að halda þar fullri ferð. Fjármálaráðherra mun kynna Alþingi tillögu sína í vikunni. Heimildir DV herma að hörð átök innan fjárlaganefndar liggi í loftinu og fjármálaráðherra megi ekki síst eiga von á mótstöðu úr röðum eig- in flokksmanna. árni mathiesen Fjármálaráðherra hyggst stefna ríkissjóði í tugmilljarða halla. Sjálfstæðismenn óánægðir með fyrirhugaðan og háan fjárlagahalla: Átök liggja í loftinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.