Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Qupperneq 12
mánudagur 29. september 200812 Fréttir Hryðjuverkaógn skekur Þýskaland Þýskir sérsveitarmenn réðust til inngöngu í þotu hollenska flugfé- lagsins KLM fyrir helgi og hand- tóku tvo menn eftir að sjálfsmorðs- bréf fundust heima hjá þeim sem innihéldu meðal annars hryðju- verkahótanir. Vélin, sem var á leið til Amster- dam frá Köln í Þýskalandi, hafði fengið leyfi til flugtaks en á ell- eftu stundu fékk lögreglan því leyfi hnekkt og kyrrsetti vélina. Sér- sveitarmenn þýsku lögreglunnar handtóku mennina tvo sem eiga ættir að rekja til Sómalíu. Þeir eru 23 og 24 ára. Vélin rýmd Öllum farþegum vélarinnar var gert að yfirgefa vélina til að bera kennsl á farangur sinn, en lagt var hald á farangur Sómalanna tveggja. Mennirnir voru meðal 40 farþega vélarinnar á leið sinni til Amsterdam. Talsmaður lögregl- unnar vildi ekki tjá sig um hvort mennirnir hefðu veitt mótþróa við handtökuna. Rúmlega klukku- tíma töf varð á fluginu vegna at- viksins sem skaut farþegum skelk í bringu. Talsmaður flugvallarins í Köln, Walter Roemer, vildi sem minnst gera úr atvikinu og sagði handtökurnar hafa verið án allra tilþrifa og að mennirnir hefðu ekki sýnt mótþróa. Raunveruleg ógn Í yfirlýsingu þýsku lögreglunn- ar segir að mennirnir tveir hafi ver- ið grunaðir um að standa í heilögu stríðsbrölti og ætluðu sér að taka þátt í „jihad“ með hryðjuverkaár- ásum. Bréf sem þeir skildu eftir sig, sem lögreglan taldi sjálfsmorðsbréf, þóttu sýna með óyggjandi hætti að slíkur væri ásetningur mannanna. Í tilkynningunni kom fram að ann- ar mannanna sé fæddur í Sómalíu og hinn sé þýskur ríkisborgari sem fæddist í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu. Lögreglan vildi ekki gefa upp hvernig hún komst yfir bréfin sem mennirnir skildu eftir sig, né heldur hversu lengi hún hefði verið með þá undir eftirliti. Sajjan Gohel, sem er sérfræð- ingur í málefnum hryðjuverka, lét hafa eftir sér við fréttastofu CNN að handtökurnar í Þýskalandi sýndu, svo ekki verði um villst, að þjóðinni stafi gríðarleg ógn af hryðjuverkum öfgamanna. Flugvellirnir skotmark Handtökurnar nú koma um einu ári eftir að þrír meintir hryðjuverka- menn, tveir Þjóðverjar sem tek- ið höfðu upp íslamska trú og einn Tyrki, voru handteknir í Þýskalandi vegna gruns um að ætla sér að gera sprengjuárás á flugvöllinn í Frank- furt og á herstöð Bandaríkjamanna í Ramstein. Þjóðverjar á nálum Þjóðverjar eru á tánum þessa dagana vegna öfgamanna, en ríkis- lögreglan í Þýskalandi leitaði í síð- ustu viku til almennings í von um að finna tvo grunaða hryðjuverka- menn. Hinn þýska Eric Breininger og Líbanann Houssain al-Malla, sem lögregluna grunar að séu að undir- búa hryðjuverkaárás í landinu. Hinn 21 árs Breininger tók ísl- amstrú og hlaut þjálfun í hryðju- verkabúðum á landamærum Afgan- istan og Pakistan. Fjöldi myndbanda af Breininger hefur birst á netinu það sem af er ári þar sem hann sést bæði hóta sjálfsmorðsárásum og í slagtogi með þekktum hryðjuverka- mönnum. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Þýskalandi enga hugmynd um hvar fyrirhugaðar árásir muni eiga sér stað og hafa því allan var- ann á. SiguRðuR Mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fyrir helgi ruddust þýskir sérsveitarmenn til atlögu í þotu hollenska flugfélagsins KLM í Þýskalandi til að handsama tvo sómalska karlmenn sem grunur leikur á að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk. Hryðjuverkaógn- in virðist vera Þjóðverjum ofarlega í huga þessa dagana og grunur leikur á um að eitthvað stórt sé í bígerð. Sajjan Gohel, sem er sérfræðingur í málefnum hryðjuverka, lét hafa eftir sér við fréttastofu CNN að handtökurnar í Þýskalandi sýndu, svo ekki verði um villst, að þjóðinni stafi gríðarleg ógn af hryðjuverkum öfgamanna. klM í köln Hollenska flugfélagið KLm gæti hafa átt að verða skotmark öfgamanna. eftirlýstur eric breininger er eftirlýstur á flugvöllum víðs vegar um Þýskaland af ríkislögreglunni vegna hótana um hryðjuverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.