Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 22
mánudagur 29. september 200822 Fólkið Orri Harðarson, tónlistarmaður, tónlistargagnrýnandi og þýðandi með meiru, hefur skrifað opinskáa og afhjúpandi bók um þann samfé- lagskima sem blasir við íslenskum alkóhólista sem vill hætta neyslu sinni. Bókin heitir Alkasamfélagið og á að koma út á föstudaginn undir merkjum Skruddu. Í kynningartexta segir að haustið 1994 hafi Orri verið staddur í sinni fyrstu áfengismeð- ferð hjá SÁÁ, þá handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Framtíðin virtist þó ekki björt og næstu þrettán árin háði Orri langa og stranga baráttu við Bakkus þar sem ótal áfengismeðferðir og bindindistilraunir innan AA-samtak- anna virtust engan endi ætla að taka. Sjónvarpsstjarnan og fegurðar- drottningin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er komin á nýjan BMW. Kagginn er silfurgrár og er af gerð- inni BMW M3. Ragnhildur hefur verið á BMW síðustu þrjú árin og er því að uppfæra í nýrri bíl. Það er nóg um að vera hjá Ragnhildi þessa dag- ana sem er á fullu gasi í upptökum á laugardagsþættinum Gott kvöld. Þátturinn fer í loftið seinna í vetur en meðal þeirra sem hafa verið í upp- tökum hjá Ragnhildi undanfarið er Bubbi Morthens. Uppfærir Bimmann málar hús í millitíðinni „Ég hef fengið helling af tilboð- um,“ segir Sigfús Sigurðsson, silf- urhafi og ein af þjóðhetjum okkar Íslendinga, um þau atvinnutilboð sem hann hefur fengið eftir um- fjöllun DV um atvinnuleysi kapp- ans. Eftir að Sigfús sneri heim eft- ir Ólympíuleikana í Peking til þess að leika handbolta með Val reynd- ist erfitt fyrir hann að finna vinnu en hann er kominn með starf til bráða- birgða. „Núna er ég að mála ásamt félaga mínum. Hann bauð mér þetta þang- að til að eitthvað betra kemur, “ seg- ir Sigfús og er hæstánægður í máln- ingargallanum. „Það er allt í góðu standi. Ég er inni að mála í þessu klikkaða veðri.“ Sigfús flutti heim í vor eftir margra ára atvinnumennsku í handknatt- leik erlendis. Hann sagði í viðtali við DV á dögunum að erfitt væri að koma undir sig fótunum en Sigfús er enn að leita að réttu vinnunni sem hentar honum. „Mig langar í vinnu sem ég hef áhuga á og samhliða því starf sem er mannsæmandi launað,“ en Sigfús þarf að reka heimili eins og flestir Íslendingar „Ég á 13 ára strák og þarf að halda uppi húsnæði, fæði og slíku,“ sagði Sigfús í viðtali við DV fyrir ekki svo löngu. Línutröllið Sigfús er meðlimur netsamfélagsins Facebook.com eins og svo margir aðrir og hafa vinsæld- ir kappans rokið upp eftir velgengni íslenska landsliðsins á Ólympíuleik- unum í Peking. Fyrir leikana voru vinsældir Sigfúsar þó miklar en þá var hann kominn með um 1.500 „vini“ á síðu sinni. Nú um rúmum mánuði eftir leikana er Sigfús kom- inn með hvorki meira né minna en 3.585 „vini“. Það er því óhætt að segja að vinsældir línutröllsins góðlega hafi aldrei verið meiri. Innan vallar sem utan. hanna@dv.is,asgeir@dv.is Línutröllið Sigfús Sigurðsson hefur fengið vinnu sem málari á meðan hann leitar sér að öðru starfi. Vinsældir Sigfúsar eftir Ólympíuleikana eru miklar og hefur hann eignast þúsundir aðdáenda innan netsamfélagsins Facebook á mettíma. „Ég reyni að lesa upp úr henni á hverjum degi og fólk er farið að koma að úr öðrum deildum til að hlýða á lesturinn,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu. Kolbeinn hefur tekið upp á því að lesa valda kafla úr Kynlífsbiblí- unni sem nýverið kom út en það er samstarfsmaður hans, Berg- steinn Sigurðsson, sem þýddi bókina. „Það eru þarna hlutir eins stríðsvagninn og að þurrka spjót- ið sem bráðnauðsynlegt er að vita,“ segir Kolbeinn glettinn en upplestrar hans hafa vakið mikla lukku á ritstjórninni. „Það er munaður að hafa svona fjöl- breytta blaðamenn hér sem geta þýtt kynlífsbiblíur með annarri og skrifað fréttir með hinni.“ Kolbeinn segir Bergstein hafa góðan húmor og því fari þetta allt vel fram. „Bergsteinn er einhver mesti húmoristi sem ég þekki svo það er lítið mál. Hann þykist stundum vera fúll en hann er það nú ekki. Hann bendir mér meira að segja á góða kafla til að lesa.“ Kolbeinn segist jafnvel sjá fyrir sér að upplestrar hans muni einn daginn ná út fyrir ritstjórnina. „Ég sé fyrir mér að ég og Berg- steinn munum ferðast á vegum forlagsins um landið og lesa upp í saumaklúbbum og á konu- og karlakvöldum víðs vegar.“ asgeir@dv.is les KynlífsBiBlíUna RitStjÓRn FRéttabLaðSinS hLýðiR á uppLeStuR KolbeinS ProPPé: Kolbeinn Óttarsson Proppé Les úr biblíunni fyrir bergstein þýðanda og kollega sína. SigfúS SigurðSSon: Orri Opnar sig mynd Gunnar Gun narSSon Sigfús Sigurðsson Hefur fengið vinnu sem málari. Feðgarnir sigfús vill geta boðið syni sínum upp á allt það besta. mynd SiGtryGGur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.