Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 15
mánudagur 29. september 2008 15Ættfræði 40 ÁRA Í DAG 30 ára n Radoslaw Roszkowski Víkurási 8, Reykjavík n Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir Hamratúni 34, Akureyri n Vignir Örn Arnarson Kirkjuvöllum 3, Hafnarfjörður n Tinna Kristjánsdóttir Framnesvegi 24, Reykjavík n Eva Hrönn Jónsdóttir Klapparhlíð 22, Mosfellsbær n Linda Hrönn Sigfúsdóttir Þórunnarstræti 87, Akureyri n Héðinn Jónsson Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík n Ingvi Þór Guðmundsson Lynghaga 7, Reykjavík n Steingrímur Randver Eyjólfsson Skútagili 3, Akureyri n Brynjar Emil Friðriksson Tjarnabakka 14, Njarðvík n Margrét Friðriksdóttir Holtagötu 15a, Selfoss n Sveindís Ýr Sveinsdóttir Njálsgötu 12, Reykjavík n Dóra Birna Ævarsdóttir Þórðarsveig 2, Reykjavík n Kristinn Karl Jónsson Sólbraut 2, Seltjarnarnes 40 ára n Boguslawa Barbara Wisniewska Fjarðarbraut 57, Stöðvarfjörður n Azam Khan Hábergi 7, Reykjavík n Friðrik Már Gunnarsson Byggðarholti 31, Mosfellsbær n Ívar Jón Arnarson Reynihvammi 14, Kópavogur n Steinunn Þorsteinsdóttir Álfaskeiði 94, Hafnarfjörður n Dóróthea H Grétarsdóttir Lómasölum 3, Kópavogur n Ásta Finnbogadóttir Dalhúsum 93, Reykjavík n Hrefna Valdís Guðmundsdóttir Faxastíg 14, Vestmannaeyjar n Sigþór Einarsson Tjarnarstíg 22, Seltjarnarnes n Bryndís Lúðvíksdóttir Vallargötu 23, Reykjanes- bær 50 ára n Júnía Vald Jia Gnípuheiði 17, Kópavogur n Guðlaugur Ágústsson Hólmgarði 42, Reykjavík n Hjálmar Kristjánsson Reyrengi 31, Reykjavík n Björg Jóhannesdóttir Bústaðavegi 77, Reykjavík n Hilmar Ægir Þórarinsson Tinnubergi 6, Hafnar- fjörður n Þorgeir Ver Halldórsson Elliðavöllum 14, Reykjanesbær n Óskar Björgvinsson Drafnarstíg 7, Reykjavík n Guðrún Ásta Björgvinsdóttir Steinahlíð 8, Hafnarfjörður n Íris Ólöf Sigurjónsdóttir Laugasteini, Dalvík n Guðjón Guðmundsson Hlíð, Reykholt 60 ára n Ronald David Giles Breiðbraut 669, Reykjanesbær n Margrét Friðbergsdóttir Lækjarhvammi 7, Hafnarfjörður n Erla Þorsteinsdóttir Blómvallagötu 2, Reykjavík n Sóley Vilhjálmsdóttir Arnórshúsi, Króksfjarðarnes n Jón E Árnason Hjallabraut 2, Hafnarfjörður n Guðbjörg Hulda Árnadóttir Glósölum 7, Kópavogur n Halldór Kristinsson Sóltúni 8, Reykjavík 70 ára n Svavar J Árnason Brautarholti 3, Selfoss n Sveinn Þórarinsson Krossdal, Kópasker n Frúgit S Thoroddsen Fífumóa 5a, Njarðvík n Arndís Pálsdóttir Áshamri 3a, Vestmannaeyjar 75 ára n Geir Helgason Borgarstíg 2, Fáskrúðsfjörður n Þorsteinn J Þórhallsson Skipasundi 85, Reykjavík n Jósep Þóroddsson Hólavegi 29, Sauðárkrókur 80 ára n Guðni Sigfússon Arahólum 4, Reykjavík n Halldór Viðar Pétursson Hraunvangi 7, Hafnarfjörður n Einar Magnússon Skúlagötu 40, Reykjavík 85 ára n Guðríður Matthíasdóttir Sóltúni 28, Reykjavík n Regína Kjerulf Hjallaseli 55, Reykjavík n Guðný Gísladóttir Háholti 16, Hafnarfjörður 90 ára n Skúli Magnússon Hveratúni, Selfoss n Geirþrúður Brynjólfsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri 95 ára n Jóna Ásta Sigurðardóttir Bergþórugötu 43b, Reykjavík n Ingileif Guðmundsdóttir Holtsgötu 18, Hafnarfjörður Birgir Þórarinsson tÓnLIstarmaÐur Í gus gus Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Álfheimunum og Breið- holtinu. Hann var í Fellaskóla og Hólabrekkuskóla, stundaði nám við MS og lauk þaðan stúdentsprófi 1988, stundaði nám í tölvunarfræði við HÍ og lauk þaðan prófum 1994. Birgir vann við malbikun á Kefla- víkurflugvelli, var járnamaður í vél- smiðju og starfaði við landmælingar á Keflavíkurflugvelli á unglings- og skólaárum. Birgir starfaði við Reikni- stofu bankanna 1992-94 og starf- aði síðan hjá Os í eitt ár. Hann er nú tölvunarfræðingur hjá Glitni. Birgir hóf að búa til elektróníska tónlist 1986 og er enn að því. Hann var meðlimur í hljómsveitinni T- World 1991-95 og hefur verið með- limur í hljómsveitinni Gus Gus frá 1995. Fjölskylda Eiginkona Birgis er Sigrún Daní- elsdóttir, f. 24.5. 1975, sálfræðingur. Börn Birgis og Sigrúnar eru Silja Sóley Birgisdóttir, f. 13.5. 2000; Rökkvi Birgisson, f. 3.9. 2004. Systkini Birgis, sammæðra, eru Bryndís Einarsdóttir, f. 21.3. 1975, og Bjarki Einarsson, f. 27.2. 1982. Systkini Birgis, samfeðra, eru Ingunn Edda, f. 15.3. 1969; Hall- dóra Kristín, f. 23.12. 1968; Tyrfing- ur, f. 25.2. 1970; Björn Logi, f. 16.2. 1972; Hildur, f. 29.4. 1977 Þórhildur, f. 23.11. 1989. Foreldrar Birgis eru Þórarinn Tyrfingsson, f. 20.5. 1947, yfirlækn- ir á Vogi, og Erla M. Indriðadótt- ir, f. 30.8. 1949, skrifstofumaður og stuðningsfulltrúi. Fósturfaðir Birgis sem hefur gengið honum í föðurstað frá barn- æsku er Einar Benjamínsson, f. 29.8. 1948, framkvæmdastjóri, son- ur Benjamíns H.J. Eiríkssonar, hag- fræðings og bankastjóra, og Krist- bjargar Einarsdóttur húsmóður. Ætt Þórarinn er bróðir Péturs, sál- fræðings og gítarleikara. Þórarinn er sonur Tyrfings, húsasmíðameistara í Reykjavík Þórarinssonar, trésmiðs og múrara í Borgarnesi Ólafssonar, b. á Einifelli Ólafssonar. Móðir Þór- arins smiðs var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Mófellsstöðum í Skorradal Sig- urðssonar, pr. í Vatnsfirði Þorbjarn- arsonar, bróður Ólafs, afa Ragnhild- ar, ömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Tómasar Helga- sonar yfirlæknis. Ólafur var einn- ig langafi Jóns, föður Þorsteins frá Hamri. Móðir Tyrfings var Jónína Kristín, dóttir Jónasar, sjómanns í Skáholti í Reykjavík Ólafssonar, og Kristínar, systur Magnúsar „rokka- drejara“, langafa Megasar. Kristín var dóttir Ásbjarnar, húsmanns á Grím- arsstöðum Magnússonar. Móðir Þórarins læknis er Lára, dóttir Þórðar, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð Jónssonar, skálds á Há- reksstöðum, bróður Jóhanns, alþm. í Sveinatungu. Jón var sonur Eyjólfs, skálds í Hvammi Jóhannessonar, og Helgu Guðmundsdóttur, b. á Sáms- stöðum, bróður Sigurðar, afa Jóns Helgasonar prófessors. Guðmund- ur var sonur Guðmundar, ættföður Háafellsættar Hjálmarssonar. Móð- ir Láru var Gunnvör Magnúsdótt- ir, sjómanns á Akranesi Helgason- ar, og Guðrúnar Jónsdóttur eldra, b. í Síðumúla Sveinssonar, bróður Jóns yngra, afa Guðmundar Böðv- arssonar, skálds á Kirkjubóli. Móðir Guðrúnar var Þórdís Jónsdóttir, b. á Tóftarhring í Hvítársíðu Jónsson- ar, og Guðrúnar, systur Jóns, langafa Halldórs H. Jónssonar stjórnarfor- manns, föður Garðars arkitekts. Erla er dóttir Indriða, málara- meistara í Reykjavík, bróður Jóns Skagan, pr. á Bergþórshvoli. Ind- riði var sonur Jóns, b. á Þangskála á Skaga Sveinssonar. Móðir Indriða var María Jóhanna, systir Guðrúnar, móður Bents Scheving Thorsteins- son, fyrrv. fjármálastjóra Rafmagns- veitna ríkisins. María Jóhanna var dóttir Sveins, útvegsb. á Hrauni á Skaga Jónatanssonar, b. á Þangskála Jóntanssonar, bróður Valgerðar, langömmu Öldu, móður Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins. Móðir Sveins var María Magnúsdóttir, b. á Fjalli á Skagaströnd Jónssonar, pr. í Vest- urhópshólum Mikaelssonar. Móðir Magnúsar var Jóhanna Sæmunds- dótir, pr. á Tjörn á Vatsnesi Odds- sonar, b. á Atlastöðum í Svarfaðardal Sæmundssonar, prófasts í Mikla- bæ Magnússonar, b. í Bræðratungu Sigurðssonar. Móðir Sæmundar í Miklabæ var Þórdís (Snæfríður Ís- landssól) Jónsdóttir, biskups á Hól- um Vigfússonar. Móðir Erlu er Bryndís, fyrrv. verkstjóri í Reykjavík Jónsdóttir, b. á Brjánsstöðum í Grímsnesi Þorkels- sonar, b. þar Þorleifssonar. Móð- ir Jóns var Halldóra, systir Þuríðar, ömmu Þorgeirs Pálssonar flugmála- stjóra. Halldóra var dóttir Péturs, b. á Brúsastöðum í Þingvallasveit Jóns- sonar. Móðir Bryndísar var Guðrún, systir Kollbeins, afa Steinunnar Jó- hannesdóttur rithöfundar. Ann- ar bróðir Guðrúnar var Einar, faðir Guðmundar Einarssonar, verkfræð- ings og formanns Sálarrannsókn- arfélagsins. Guðrún var dóttir Jó- hannesar, b. í Eyvík Einarssonar, b. þar Einarssonar, og Guðrúnar eldri, systur Guðrúnar yngri, langömmu Eyrúnar, ömmu Magnúsar Kjartans- sonar tónlistarmanns. Guðrún var dóttir Sigurðar, ættföður Galtaættar Einarssonar. Til hAminGju með Afmælið! Þórður Júlíusson, forstjóri og verk- fræðingur, fæddist á Leirá í Borgarfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Júlíus Bjarnason, hreppstjóri á Leirá, og Hallfríður Helgadóttir, kennari og húsfreyja. Þórður lauk stúdentsprófi frá MR 1950, lauk B.S. prófi í búvélaverkfræði frá Oregon State College í Bandaríkj- unum 1953 og var við verklega þjálfun hjá International Harvester Co. í Wis- consin í Bandaríkjunum 1953-1954. Þórður var yfirmaður þjónustu- deildar SÍS 1954-1957, fulltrúi forstjóra Orklu hf. 1957-1962, framkvæmda- stjóri þar 1962-1966, einn af stofnend- um Fíat-umboðsins, Davíð Sigurðsson hf. og sat í stjórn þess og var aðstoð- arframkvæmdastjóri 1966-1980, var stofnandi, eigandi og forstjóri heild- verslunarinnar Tanna um árabil, keypti byggingavöruverslunina Burstafell og stofnaði hlutafélagið Burstafell hf. og var forstjóri þess 1988. Þá stofnaði hann Sútun hf. á Akranesi og var fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis 1968- 1972. Auk þess gegndi Þórður ýmsum trúnaðarstörfum í Lions- og Rotaryfé- lögum. Þórður var kvæntur Karen Lövdahl, f. 28.9. 1930, húsmóður, og eignuðust þau þrjú börn. Þórður Júlíusson f. 29. september 1928, d. 9. febrúar 1997 „Konan er að spá í að bjóða mér út að borða á Hereford. Mér líst mjög vel á það því við höfum farið einu sinni áður þangað og þá fengum við mjög góðan mat,“ segir Vignir Örn Arnarson sem er þrítugur í dag. Af- mælisveisla er svo líka á döfinni, nánar tiltekið helgina 17. til 19. okt- óber í sumarbústað í Brekkuskógi sem Vignir fær leigðan í gegnum stéttarfélag sitt, Félag iðn- og tækni- greina. „Ég býð svona í kringum tuttugu manns. Ég sé fyrir mér að hafa þetta rólegt á föstudeginum en setja svo allt í botn á laugardagskvöldinu. Þá grillum við kannski lambalæri fyr- ir allan hópinn og tjúttum svo langt fram á nótt. Menn verða væntanlega skelþunnir á sunnudeginum.“ Vignir kveðst yfirleitt halda upp á afmælið sitt. Þegar um „minnihátt- ar“ afmæli er að ræða býður hann bara fjölskyldunni, „...en þegar það eru einhver merkisafmæli reyni ég að hafa þetta aðeins stærra“. Vigni líst annars bara afar vel á að kom- ast á fertugsaldurinn og upplifir það ekki eins og hann sé allt í einu orð- inn „gamall“, hvað sem það svo þýð- ir. „Nei, nei, ég er ekki orðinn það gamall ennþá.“ Aðspurður hvort hann búist við að fá einhverja fallega gjöf frá kon- unni segist Vignir nú gera ráð fyrir því. „En ég veit ekkert hvað það verð- ur. Það getur samt verið að hún gefi mér peninga upp í gönguskó. Ég fer öðru hverju upp á fjall og svo hef ég einstaka sinnum farið í rjúpu. Þá er gott að eiga góða og vatnshelda skó.“ Vignir Örn Arnarson er þrítugur í dag. Peningar uPP í gönguskó Vignir Örn fer líklega út að borða með konunni á Hereford í kvöld. meRkiR ÍslenDinGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.