Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 20
mánudagur 29. september 200820 Fókus Það stendur óvenjulega á í ís- lensku leikhúsi nú í haust. Í þrem- ur af helstu leikhúsum þjóðarinn- ar eru nýir leikhússtjórar teknir við stjórnartaumunum. Menn rýna í verkefnaskrána, reyna að átta sig á áherslum þeirra, hvort einhverra nýrra veðra sé von. Því er ekki að neita að sitthvað sem maður sér – eða sér ekki – vekur undrun, spurn- ingar, efasemdir. En auðvitað er of snemmt að draga ályktanir, fella dóma. „The proof of the pudding is the eating.“ Við skulum sjá hvernig þetta smakkast. Í Íslensku óperunni ætlar Stefán Baldursson sýnilega að feta troðnar slóðir – nema hvað von er á rokk- óperu strax um næstu helgi. Hins vegar eru engar nýmóðins fram- úrstefnuóperur á dagskránni að þessu sinni. Sjálfsagt anda sumir léttar. Forveri Stefáns var skamm- aður fyrir að sýna of mikið af óper- um sem „fólkið“ vildi hvorki sjá né heyra. Ómaklega, að mínum dómi. Þær sýningar tókust misjafnlega, en við getum bara ekki alltaf verið með Mozart eða Puccini eða Ver- di – þann síðastnefnda sagði Krist- ján Jóhannsson í viðtali að Íslenska óperan réði ekki við að sýna. Sem eru að vísu ekki nýjar fréttir. Þjóð- leikhúsið er eina þokkalega óperu- húsið sem við eigum og þar eru ekki sýndar óperur. Stefán Baldursson hafði engan áhuga á því í sinni tíð og eftirmaður hans hefur heldur engan áhuga. Tapið er leikhússins alls, þar á meðal Íslensku óperunn- ar sem veitir sannarlega ekki af svo- lítilli samkeppni. En þó að óperudagskrá Stefáns komi ekki mjög á óvart, er fyrsta frumsýning haustsins engu að síð- ur rós í hnappagatið einu leyti: við höfum loksins fengið að heyra og sjá Kristján Jóhannsson syngja á sviði Óperunnar. Og til þess var sannarlega tími kominn. Að ein- hverju leyti geri ég ráð fyrir að óp- erurnar tvær séu valdar með sér- stöku tilliti til hans. Kristján hefur margsinnis sungið aðalkarlhlut- verkin í hinni klassísku óperu- samloku, Cavalleria Rusticana og Pagliacci. Hér skiptast þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Kristján á um að syngja þessi hlutverk: Turr- idu í Cav., Canio í Pag., svo notuð sé hefðbundin stytting nafnanna. Nú á laugardagskvöldið, þegar ég sá sýninguna, söng Kristján Can- io, Jóhann Friðgeir Turridu. Um næstu helgi syngur Kristján Turr- idu, á sunnudagskvöldin raunar bæði hlutverkin, sé ég í sýninga- dagatali Óperunnar. Það er eins gott að hann taki á honum stóra sínum þá. Það er ekki að raunar- lausu að þessar tvær óperur hafa fylgst að, þó að þetta sé í fyrsta skipti sem Íslenska óperan sýnir þær saman. Í Þjóðleikhúsinu voru þær báðar sýndar árið 1954, svo að segja má að tími hafi verið til kominn. Þær fjalla báðar um eld- heitar ástir, afbrýði, svik og dauða, en Pagliacci hefur léttara og leik- rænna yfirbragð, enda gerist hún í leikhúsi; aðalpersónurnar eru leik- endur í ítalska spuna- og farand- leikhúsinu commedia dell´arte og setja á svið gamanleik um kokk- álaðan trúð. Sá gamanleikur á sér beina samsvörun í lífi leikendanna sjálfra og hlýst af því mikill harm- ur áður en yfir lýkur. Óperurnar eru samdar í anda raunsæisstefnunnar, verismans svonefnda, persónurnar óbreytt alþýðufólk, en ekki kóng- ar, aðalsmenn eða betri borgarar, eins og áður tíðkaðist, þó að stöku tónskáld, eins og Bizet, hefðu áður hætt sér út fyrir rammann. Sönglega séð er þetta mjög jöfn sýning. Allir skila sínu vel, þarna er enginn áberandi veikur hlekk- ur. Á laugardagskvöldið fór Auður Gunnarsdóttir með hlutverk Sant- uzzu í Cavalleria, (Elín Ósk Ósk- arsdóttir syngur það önnur kvöld), Sólrún Bragadóttur söng Neddu í Pagliacci; að því situr Sólrún raun- ar ein, sem er vel. Tómas Tómas- son fer með stór hlutverk í báðum óperunum; það er sannarlega gam- an að fá að heyra aftur í Tómasi svo skömmu eftir að hann sló í gegn í La traviata í fyrravetur. Hann hefur sterka sviðsnærveru sem hér naut sín að vísu mun betur í fyrri óper- unni en þeirri síðari; þar hefði þurft meiri gervisbreytingu, því að Tóm- as er einfaldlega svo flottur á svið- inu að maður bara trúir því varla að nokkur kona geti staðist hann. Þau Jóhann Friðgeir og Auður Gunnars- dóttir gerðu Santuzzu og Turrido ljómandi góð skil, þó að sviðsfram- koma Jóhanns sé enn sem fyrr held- ur stirðleg. Hann syngur afskaplega vel, það vantar ekki, en svipbrigði eru of einhæf og hreyfingar þving- aðar. Í minni hlutverkum eru Sess- elía Kristjánsdóttir (Lola), Alina Dubik (Lucia), Eyjólfur Eyjólfsson (Peppe) og Alex Ashworth (Silvio) og skila sínu prýðilega; Eyjólfur hefur það fram yfir marga að hann er lipur leikari og fær hér ágæt tæki- færi til að sýna það. Sveinn Einarsson fer nokkuð óvænta leið í þessari uppsetningu. Hann kýs að nota heimsókn leik- flokksins í Pag. sem umgerð um alla sýninguna, þannig að uppfærslan á Cav., sem fer á undan, verður einn- ig eins konar leikhús í leikhúsinu. Neonljós, glimmertjald, stílfærð- ir búningar, einfölduð sviðsmynd, með prójeksjónum í Cav., blikkandi ljósa-showi í Pag. Þessi leið hentar Pag. eðlilega miklu betur, en fyrir Cav. gerir hún lítið. Hér er farið inn í verkið sem leikhúsæfingu, þar sem kórinn, klæddur í hlutlausa, svarta búninga, fær textann í hendur og syngur hann fyrst af blaði und- ir stjórn leikara; síðan tína þeir á sig einhverjar pjötlur sem eiga víst að minna á sveitaþorpið. Búningar söngvaranna eru ekki heldur í per- íódu; sem slíkir voru þeir sumir fal- legir, einkum búningar Santuzzu og Lolu, en í kvenbúningum kórsins í síðari hlutanum nær sundurgerð- in yfirhöndinni. Og öll verður þessi umgerð of ágeng, tranar sér fram á kostnað hins mannlega drama, heildaryfirbragðið ekki nógu stíl- hreint. Verisminn er kannski ekki heilagur, en það verður þá að setja eitthvað í staðinn sem virkar. Í Cav. gegnir kórinn stóru hlutverki, en of oft stóð hann eins og veggur á bak- sviðinu; hann hefði þurft á miklu meiri leikstjórn að halda; sviðið er slæmt, það vitum við, en leik- stjórum hefur þó stundum tekist að leysa þann vanda. Óperukór- inn syngur ágætlega, hefur jafnvel sjaldan sungið betur, bestu kaflarn- ir í Cav. voru unun á að hlýða. En sem leikarar eru félagar hans harla misjafnir, einkum karlarnir; kon- urnar rata margar mun betur um lendur leiksviðsins og ætti að nýta samkvæmt því. Ég komst ekki á frumsýning- una og sá á dómum sumra kollega minna að Kristján Jóhannsson fékk ekki alveg óblandið lof eftir hana. En ég get fullvissað ykkur um að hann var í toppformi nú um helg- ina. Hann lagði áhorfendur að fót- um sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama, sem að lokum verður um megn að halda blekkingu listarinnar frá óreiðunni í sínu eigin tilfinningalífi; meðferð hans á tveimur aðalnúmerunum hitti beint í hjartastað, enda upp- skar hann langt og innilegt lófatak, einkum eftir fyrri aríuna. Og ekk- ert vantaði upp á mótleikinn frá Sólrúnu Bragdóttur sem var glæsi- leg í hlutverki Neddu hinnar ótrúu. Frammistaða þeirra tveggja var list- rænn hátindur kvöldsins, eitt hið besta sem heyrst hefur á sviði óper- unnar í háa Herrans tíð. Verst bara hvað sýningarnar eru fáar, því að þetta er óperulist sem allir eiga að fá tækifæri til að njóta. Jón Viðar Jónsson á m á n u d e g i Kristján á Kvöldið Hefnd nördanna Söguþráðurinn í öðrum þætti Dag- vaktarinnar minnti mig einna helst á hina klassísku grínmynd Revenge of the Nerds þar sem lítilmagnarnir ná fram hefnd gegn hinum kúgandi valdhöfum. Einhvers konar kosmískt réttlæti. Daníel er skyndilega orðinn yfirmaður Georgs Bjarnfreðarson- ar og ljóst má vera að sósíalistinn knái mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust. Það er alveg hægt að segja það um- búðalaust að Dagvaktin byrjar frá- bærlega vel. Persónurnar hafa vaxið og það er gaman að fylgjast með þremenningunum utan bensín- stöðvarinnar. Þannig er áhugavert að sjá hvernig hinn týndi Daníel er óðum að finna sjálfan sig með sígar- ettu í kjaftinum í sveitinni. Vand- ræði Ólafs Ragnars virðast engan enda ætla að taka og ljóst er að bati Georgs úr þunglyndinu verður ekki eins hraður og búast mátti við eftir fyrsta þáttinn. Hvaða áhrif það mun svo hafa að Ólafur Ragnar sé farinn að slá sér upp með guggu sem heitir einmitt Gugga, er erfitt að spá fyrir um. Alla- vega var annar þáttur Dagvaktarinn- ar nægilega fyndinn til þess að ég mun ekki gera neitt annað á þessum tíma á sunnudagskvöldum næstu mánuðina. Valgeir Örn Ragnarsson Alvöru tilþrif Útsvar er ekki sá þáttur sem ég bíð hvað spenntust eftir að vinnuviku lokinni en fínasta afþreying er hann þó. Eins og margir kannast við er oft á tíðum kveikt á sjónvarpinu þrátt fyrir að ekki sé verið að horfa á eitt- hvað sérstakt. Sú var einmitt staðan á föstudagskvöldið á mínu heimili þegar þátturinn Útsvar hófst. Hann náði athygli minni fljótlega vegna keppnisanda liðanna sem var ein- stakur. Það var Hafnarfjörður sem mætti Reykjanesbæ að þessu sinni og var augljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur. Hlauparar liðanna lögðu mikið á sig til að ná bjöllunni góðu og svo langt gekk það í eitt skipti að liðs- maður annars liðsins kastaði sér eins og góðum markmanni sæmir. Hafnfirðingar byrjuðu betur en um miðjan þátt var staðan orð- in nokkuð jöfn. Eftir harða baráttu beggja liða, stjörnuleik og mikla skemmtun var það lið Hafnarfjarðar sem sigraði með átta stigum í þess- um spennandi þætti. Hrósa vil ég kynnum þáttarins þeim Sigmari Guðmundssyni og Þóru Arnórsdóttur sem bæði búa yfir miklum sjarma og miklu öryggi. Þau komast upp með að gera mistök og mismæla sig vegna þess hve laus þau eru við tilgerð og stjörnustæla. Frá- bært sjónvarpsfólk í alla staði. Kolbrún Pálína Helgadóttir ÓPERA Íslenska óperan: Cavalleria rustiCana eftir pietro MasCagni og pagliaCCi eftir ruggero leonCavallo. Leikstjóri: sveinn einarsson Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Leikmynd: Þórunn sigríður Þorgrímsdóttir Búningar: Helga björnsson Lýsing: páll ragnarsson Kristján Jóhannsson var í toppformi nú um helgina. Hann lagði áhorfendur að fótum sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama. Mynd GísLi EGiLL Hrafnsson HvAð veistu? 1. rIFF-kvikmyndahátíðin hófst fyrir helgi. Hvenær var hún fyrst haldin? 2. greint var frá því í nýliðinni viku að ein af fegurðardrottningum Íslands væri nýflutt að heiman. Hver er það? 3. Hvaða þættir á rÚV voru færðir til að forðast árekstur annars þeirra við dagvakt stöðvar 2? 1. 2004, 2. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, 3. svörtum englum og sunnudagskvöldi með Evu Maríu sjÓnvARP Útsvar Sjónvarpið, föstudagskvöld klukkan 20.15 sjÓnvARP Dagvaktin Stöð 2, sunnudagskvöld klukkan 20.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.