Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 19
Sviðsljós Banana- Pitt Brad Pitt líktist helst gang- andi banana við tökur á jap- anskri símaauglýsingu í Frakk- landi á dögunum. Hinn fjörutíu og fjögurra ára gamli leikari var klæddur í gulan fatnað frá toppi til táar, bókstaflega, á meðan hann gekk um tökustaðinn. Það voru ýmsir skondnir karakterar í aukahlutverkum í auglýsingunni en símafyrirtækið sem Brad er að auglýsa fyrir tekur sig greinilega ekki of alvarlega. Eftir að hafa klárað tökur á auglýsingunni í Frakklandi fluttist öll Pitt-Jolie-fjölskyldan til Berlínar í Þýskalandi þar sem Pitt er að fara að leika í nýjustu kvikmynd Quentins Tarantino, Inglorius Bastards. Fjölskyldan flutti inn í þrjátíu þúsund fermetra glæsivillu með fjórtán lífverði og einkakokka þar sem þau koma til með að búa næstu níutíu dag- ana á meðan Brad er við tökur. Brad Pitt var við tökur á japanskri auglýsingu á dögunum og líktist einna helst banana. Klæddur í gult frá toppi til táar. Gulur og glaður Brad tók sjálfan sig ekkert of alvarlega við tökur á auglýsingunni. Gamla, hressa í bakgrunni Það var mikið af hressandi aukaleikur- um í auglýsingunni með Pitt. Eins og banani Brad var gulur upp úr og niður úr. Britney Spears og Kevin Federline vinna úr sínum málum: Hættu aldrei að elska Hvort annað Mikið er um að vera hjá Britney Spears þessa dagana. Fyrir utan að vera í ótrúlega góðu formi er hún einnig í hjónabandsráðgjöf ásamt Kevin Federline. Parið, sem skildi fyrir tveimur árum, er að reyna að vinna úr vandamálum sínum svo að þau geti unnið betur sem fjöl- skylda og alið upp börn sín betur. „Kevin þarf, sem hluti af þerap- íunni, að bjóða Britney á stefnu- mót og er Britney himinlifandi yfir þessu,“ segir heimildarmað- ur sem þekkir vel til Britney og K- Fed. „Hún er svona ánægð því hún hætti aldrei að elska Kevin. Það sama má segja um Kevin. Hann hætti aldrei að elska Britney og ef þerapían gengur vel er ætlunin að byrja að búa aftur saman,“ segir heimildarmaður. Faðir Britney var sá sem kom þessari þerapíu á laggirnar, en það tók hann dágóðan tíma að sannfæra Kevin þar sem Britney og K-Fed stóðu í heiftarlegri for- ræðisdeilu. „Kevin hefur samt sem áður alltaf trúað því að það besta fyrir drengina sé að tvö for- eldri komi að uppeldinu.“ Flott par Britney Spears og Kevin Federline eru að vinna úr sínum málum. Í þerapíu Britney og K-Fed hættu aldrei að elska hvort annað. Plastmódel í miklu úrvali Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.