Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Page 16
mánudagur 29. september 200816 Sport Sport Hull lagði arsenal Óvæntustu úrslit helgarinnar og auðveldlega ársins það sem af er litu dagsins ljós á emirates-leikvanginum á laug-ardaginn. nýliðar Hull gerðu sér þá lítið fyrir og lögðu arsenal, 2–1, eftir að hafa lent marki undir. arsenal stjórnaði leiknum frá a-Ö og komst yfir með sjálfsmarki pauls mcshane. en geovanni jafnaði metin með mögnuðu marki og franski framherjinn daniel Cousain skoraði sigurmarkið stuttu síðar með skalla eftir hornspyrnu. „Við getum ekki verið sáttir því við vorum komnir yfir en eftir það urðum við kærulausir og fyrir það var okkur refsað,“ sagði arsene Wenger, stjóri arsenal, eftir leikinn. ÚRSLIT landsbankadeildin Keflavík - Fram 1–2 1-0 Símun Samuelsen (55.), 1-1 Almarr Ormars- son (67.), 1-2 Hjálmar Þórarinsson (80.). Fylkir - FH 2–0 0-1 Matthías Vilhjálmsson (53.), 0-2 Guðmundur Sævarsson (80.). Valur - KR 0–1 0-1 Óskar Örn Hauksson (40.). HK - Breiðablik 2–1 1-0 Hörður Már Magnússon (5.), 2-0 Aaron Palomares (15.), 2-1 Marel Baldvinsson (85.). ÍA - Fjölnir 0–3 0-1 Kristján Hauksson (2.), 0-2 Ólafur Páll Snor- rason (51.), 0-3 Ólafur Páll Snorrason (90.). Þróttur R. - Grindavík 0–1 0-1 Scott Ramsay (87.). lOKastaðan lið l u J t M st 1. FH 22 15 2 5 50:25 47 2. Keflavík 22 14 4 4 54:31 46 3. Fram 22 13 1 8 31:21 40 4. Kr 22 12 3 7 38:23 39 5. Valur 22 11 2 9 34:28 35 6. Fjölnir 22 10 1 11 39:33 31 7. grindavík 22 9 4 9 29:36 31 8. breiðabl. 22 8 6 8 41:36 30 9. Fylkir 22 6 4 12 24:40 22 10. Þróttur 22 5 7 10 28:46 22 11. HK 22 5 3 14 26:47 18 12. Ía 22 2 7 13 18:46 13 *spá dV gekk up Markahæstir Leikmaður mörk(Víti) 1. Guðmundur Steinarsson, Keflavík 16(3) 2. Björgólfur Takefusa, KR 14(4) 3. Tryggvi Guðmundsson 12(4) 4. Atli Viðar Björnsson, 11 5. Helgi Sigurðsson, Val 10(3) enska úrvalsdeildin Everton - Liverpool 0–2 0-1 Fernando Torres (59.), 0-2 Fernando Torres (62.). Aston Villa - Sunderland 2–1 0-1 D. Cissé (10.), 1-1 A. Young (18.), 2-1 J. Carew (33.). Fulham - West Ham 1–2 0-1 C. Cole (43.), 0-2 M. Etherington (44.), 1-2 D. Murphy (58, víti.). Man. United - Bolton 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (60, víti.), 2-0 W. Rooney (77.). Middlesbrough - WBA 0–1 0-1 J. Olsson (53.). Newcastle - Blackburn 1–2 0-1 C. Samba (31.), 0-2 J. Santa Cruz (42.), 1-2 M. Owen (51, víti.). Stoke City - Chelsea 0–2 0-1 J. Bosingwa (36.), 0-2 N. Anelka (76.). Arsenal - Hull 1–2 1-0 Paul McShane (51.), 1-1 Geovanni (62.), 1-2 Daniel Cousin (66.). Portsmouth -Tottenham 2–0 1-0 J. Defoe (34, víti.), 2-0 P. Crouch (68.). Wigan - Man. City 2–1 1-0 Luis Valencia (16.), 1-1 V. Kompany (22.), 2-1 A. Zaki (34, víti.). staðan lið l u J t M st 1. Chelsea 6 4 2 0 12:3 14 2. Liverpool 6 4 2 0 7:2 14 3. aston V. 6 4 1 1 12:8 13 4. arsenal 6 4 0 2 12:4 12 5. West H. 6 4 0 2 13:10 12 6. Hull 6 3 2 1 9:11 11 7. blackb. 6 3 1 2 8:12 10 8. man. C. 6 3 0 3 16:9 9 9. portsmt. 6 3 0 3 7:12 9 10. Wigan 6 2 2 2 9:5 8 11. man. u. 5 2 2 1 6:4 8 12. Wba 6 2 1 3 6:7 7 13. sunderl. 6 2 1 3 6:8 7 14. everton 6 2 1 3 9:13 7 15. Fulham 5 2 0 3 5:6 6 16. m.boro. 6 2 0 4 6:9 6 17. bolton 6 1 1 4 5:9 4 18. stoke 6 1 1 4 7:12 4 19. newcas. 6 1 1 4 5:11 4 20. tottenh. 6 0 2 4 4:9 2 Eftir ótrúlega lokaumferð í Lands- bankadeild karla er FH Íslands- meistari í fjórða skiptið á fimm árum. Keflavík, sem var með pálm- ann í höndunum, tapaði gegn Fram á heimavelli og sá á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í 35 ár til FH- inga. Á endanum skipti markatal- an engu þó FH hefði gert það sem það þurfti að gera til að vinna hana upp. FH er Íslandsmeistari með stigi meira en Keflavík eftir frábært Ís- landsmót. toppsætinu deilt FH og Keflavík hafa óneitanlega verið bestu lið ársins. Þau hafa skipt toppsætinu bróðurlega á milli sín í ár en Keflavík leiddi mótið lengst af undir lokin. Hvorugu liðinu tókst að stinga hitt af. Alltaf þegar einhver möguleiki var á því að annað hvort liðið næði fimm til átta stiga forystu missteig það sig. Til allrar lukku fyr- ir áhugamenn um Íslandsmótið og hélst því spenna allt til loka. engin blaðra Í 10. umferð mættust topplið- in tvö og vann þá Keflavík sigur, 1- 0. Þremur dögum áður hafði Kefla- vík unnið FH í bikarnum, 3-1, og varð trúin á Keflavík meiri með þeim sigrum. Keflvíkingum líkar illa klis- jan um Keflavíkurblöðruna og tíma- spursmál hvenær hún springur. Hún hefur þó alltaf átt rétt á sér en með þessum sigrum á FH virtist blaðran fyllri af lofti en nokkurn tíma fyrr. Keflavík var löngum stundum í ár einstaklega sannfærandi. Hvort sem það var á heimavelli eða útivelli var liðið alltaf tilbúið, andlega og líkam- lega, og uppskar eftir því. Keflvík- ingar geta svo sannarlega nagað sig í handarbökin fyrir að klúðra titlin- um en mega vera stoltir af sínum ár- angri í ár. Magnaður lokasprettur Eftir 4-1 tapið gegn Fram virtust allar vonir FH um titil í ár hafa fokið út í buskann. Liðið átti eftir að leika þrjá leiki á sex dögum, einn þeirra gegn Keflavík, og þurfti að vinna alla og treysta á að Fram sem rúllaði því upp myndi gera Keflavík óleik í lokaum- ferðinni. Leikjatörnin hófst á heima- velli gegn Keflavík þar sem það gat hampað titilinum á heimavelli FH- inga. Tveimur mörkum yfir misstu FH- ingar stöðuna í 2-2 og fagnaði Kefla- vík eins og það hefði unnið Íslands- meistaratitilinn. Reynslumikið lið FH tryggði sér hins vegar sigur á lokamín- útunni. FH fór svo auðveldlega með Breiðablik, 3-0, og Fylki í lokaumferð- inni eins og alþjóð veit. Tryggði sér þannig sinn fjórða titil á fimm árum. sigurvegarinn Heimir Heimir Guðjónsson var ekki lengi að vinna til stórra verðlauna með FH- liðið sem hann tók við fyrir tímabil- ið. Hann byrjaði ekki með slakt lið í höndunum og mun betra en margir ungir þjálfarar fá fyrst þegar þeir eru að sanna sig. En hann sannaði sig svo um munaði. Ólafur Jóhannesson stýrði FH alltaf á sinn hátt og var það Heimis að halda aganum sem hefur verið á liðinu. Hann var ekki hrædd- ur við stórar ákvarðanir og misstu allir leikmenn liðsins sæti sitt á einhverj- um tímapunkti. Heimir stýrði FH aftur á toppinn. Félagið fékk gríðarlegar tekjur fyrir að komast í leikinn gegn Aston Villa í Evrópukeppninni í ár og þess bíða meiri fjármunir eftir að hafa komist aftur í meistaradeildina. Heimir stóð með liðinu sínu eftir sigurinn og öskr- aði: „Risinn er vaknaður“ og það er hann svo sannarlega eftir blundinn í fyrra. tÓMas ÞÓr ÞÓrðarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is FH TÓK FRAM ÚR HRAÐLESTINNI FH varð um helgina Íslandsmeistari í fjórða sinn á fimm árum eftir ótrúlegan lokadag í Landsbankadeildinni. FH gerði það sem það þurfti og vann Fylki með tveimur mörkum, 2–0, á meðan Fram gerði því greiða í Bítlabænum. Þar náði Fram þriðja sæti deildarinnar með sigri á Keflavík og sendi titilinn um leið með Keflavík- urhraðlestinni beinustu leið upp í Árbæ þar sem FH-ingar biðu. Íslandsmeistari FH er Íslands- meistari í fjórða skiptið á fimm árum. Mynd FÓtbOlti.net Tottenham er enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni eftir gærdaginn þeg- ar það tapaði fyrir Portsmouth á úti- velli, 2-0. Tottenham hefur nú aðeins tvö stig eftir sex leiki, strax komnir tíu stigum á eftir 4. til 5. sætinu sem gefa þátttökurétt í hvorri Evrópukepninni sem er. Manchester City náði held- ur ekki að rífa sig upp eftir tapið gegn Brighton í deildarbikarnum. Það lá fyrir Wigan á JJB-vellinum, 2-1. Tottenham var einstaklega ósann- færandi í leiknum fram á við. Rúss- inn Roman Pavluchenko lék einn frammi í 4-5-1 kerfi Juande Ramosar með brasilíska bakvörðinn Gilberto á vinstri kantinum. Sá átti skelfi- legan dag. Portsmouth komst yfir með marki fyrrverandi Tottenham- mannsins, Jermaines Defoe, úr víta- spyrnu þegar boltinn fór í hönd Jerm- aine Jenasar inni í teig. Mjög svipað atvik átti sér stað í seinni hálfleik þar sem Tottenham gerði réttilega tilkall til vítaspyrnu er boltinn fór í hönd varnarmanns Portsmouth en þá var dómarinn ekki á því að flauta. „Þegar það er talað um fjarlægðir frá þeim stað sem boltan- um er spyrnt í höndina er kjaftæði. Þegar verið er að gefa inn í teig átt þú að setja hendurnar aftur fyrir lík- amann. Þarna var maðurinn að verja boltann og það er víti,“ sagði Gus Poy- et, aðstoðarstjóri Tottenham, reiður eftir leikinn. Wigan náði góðum sigri gegn Manchester City á heimavelli sínum. Vítaspyrnudómarnir voru líka í stóru hlutverki þar en Egyptinn Amir Zaki skoraði sigurmarkið úr seinni slíkri sem var mjög vafasöm. Wigan er í góðum málum eftir sex leiki, með átta stig, sæti á eftir City sem þarf að fara að girða sig í brók. tomas@dv.is Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær: Tottenham án sigurs og tap hjá City ramos áhyggjufullur sex leikir, enginn sigur, tvö stig. Mynd getty iMages

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.