Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2008, Blaðsíða 13
mánudagur 29. september 2008 13Fréttir Miza til bjargar afríku Þegar veiðiþjófar vopnaðir byssum réðust inn á verndarsvæðið Virunga National Park í Kongó í fyrra og slátruðu þar tíu fjallagórillum í út- rýmingarhættu, gerðu starfsmenn svæðisins sér litlar vonir um að finna þar nokkra eftirlifendur. Miza var ein af ungum górillanna sem taldir voru af. Hún hafði hangið á baki móður sinnar þegar vopnuðu veiðiþjófarnir slátruðu öllu kviku, þar á meðal móður hennar. Nokkrir dagar liðu þangað til faðir Mizu, gömul silfurbaksgórilla sem ber nafnið Kabirizi, fann hana ráfa aleina í skóginum og færði hana heim þar sem hún er nú alin upp ásamt eldri systur sinni. Innblástur barnabókar Þessi átakanlega saga af ör- lögum Mizu, sem sat á baki móð- ur sinnar þegar veiðiþjófar drápu hana, fangaði athygli bandaríska barnabókahöfundarins Craig Hat- koff. Sá tók sig til ásamt dætrum sínum, níu og þrettán ára, og skrif- aði bók um Mizu litlu. Nú vonar Hatkoff að nýja bókin, „Looking for Miza...“ muni hjálpa til við að beina kastljósinu að ástandi þeirra 380 fjallagórilla sem lifa í Kongó og fólksins sem hættir lífi sínu við að verja þær. Bókin miðlar ástandinu Kongó er eitt af stærstu löndum Afríku en hefur í rúman áratug liðið fyrir stríð og mikla neyð. Bók Hatk- offs er engu síður fyrir börn, og hann stígur því létt til jarðar þegar kemur að því að lýsa óreiðunni í Kongó og morðinu á móður Mizu. Hún er til að mynda ekki drepin í bókinni heldur hverfur hún bara. Og Hatkoff full- yrðir að með því að búa til tengingu í gegnum górillurnar eins og Mizu geti hann beint athygli að þeim vanda- málum sem herja á Kongó. „Þetta snýst ekki bara um að bjarga górillunum,“ segir Hatkoff. „Við verðum að bjarga fólkinu í Kongó líka. Það þarf hreint vatn, mat, menntun og heilbrigðisþjón- ustu. Þetta eru flókin mál sem samt er hægt að leysa.“ Bók Hatkoffs og dætra hans um Mizu litlu verður miðpunkturinn í nýrri herferð sem fór af stað um helgina í New York og miðast að því að auka meðvitund fólks um neyðarástand vissra héraða í Afr- íku. SIgurður MIkael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Górilluunginn Miza, sem lifði af árás veiðiþjófa í Kongó, fær nýtt hlutverk í gegnum barnabók eftir höfundinn Craig Hatkoff. Höfundurinn á sér þá ósk heitasta að bókin um raunir Mizu beini athygli umheimsins að því neyðarástandi sem ríkir í landinu. Sameiningartákn heillar þjóðar mizu litlu er ætlað stærra hlutverk en hana grunar. 4you.is l Digranesvegi 10 l 200 Kópavogur l Sími 564 2030 690 2020 Vöruflutningar frá Kína Erum með skrifstofur og fagfólk í Kína sem aðstoða fyrirtæki,stofnanir, gistiheimili, hótel og byggingaverktaka að kaupa vörur þaðan. Fylgst er með allri framleiðslu og gæðaeftirlit áður en varan er sett í gám. Getum fundið allar vörur sem hugurinn girnist Vilt þú versla vörur frá Kína á ódýrari verði? H ild ur H lín J ón sd ót ti r / h ild ur @ d v. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.