Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 10
mánudagur 27. október 200810 Neytendur Lof&Last n Lofið fær starfsmaður í Heilsuhúsinu í Lágmúla fyrir góða þjónustu. kona hefur komið tvisvar að undanförnu og lent á þessri sömu góðu afgreiðslu- konu sem vill allt fyrir mann gera. andrúmsloftið er þar að auki þægilegt og er þetta staður sem maður vill eyða smátíma á og skoða hvað er í boði. n Lastið fær 10-11 fyrir að vera með lélega haldapoka. Viðskiptavinur reyndi hvað eftir annað að setja vörunar sínar í slíkan poka en hann rifnaði alltaf. Það var mjólkurpott- ur, 2 bananar, greip, pera og kíví. Svekkjandi þegar maður borgar mikið fyrir vörur á annað borð að geta ekki fengið almennilega poka undir þær. Framleiðslustimplar á öllu kaffi frá Kaffitári: Kaffi er fersKvara „Kaffi er ferskvara og er best þegar það er nýbrennt og malað. Þess vegna teljum við eðlilegt að viðskiptavinir okkar geti fylgst með því hvenær kaffið sem þeir kaupa var framleitt,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári en allt kaffi frá Kaffitári er í dag merkt með framleiðsludegi en ekki eingöngu síðasta söludegi eins og annað kaffi sem selt er á Íslandi. Með þessu er neytendum gert kleift að fylgjast með því að kaff- ið sem þeir kaupa sé ferskt en hafi ekki staðið í hillum verslana mán- uðum saman. Aðalheiður seg- ir að vegna þeirrar miklu áherslu sem fyrirtækið leggi á ferskleika sé framleitt lítið magn í einu af hverri tegund, sem nægir markaðinum frá degi til dags. Með reglulegum heimsóknum fylgjast starfsmenn Kaffitárs síðan með því að kaffið í hillum verslananna sé ávallt ferskt og kaffipakkar sem farnir eru að eldast eru umsvifalaust fjarlægðir. „Kaffið frá Kaffitári er íslensk fram- leiðsla og við byggjum tilveru okk- ar og atvinnuöryggi starfsmanna á því að loforð okkar um ferskleika sé aldrei dregið í efa,“ segir Aðalheið- ur í Kaffitári. Gullinbrú 158,90 178,60 Bensín dísel Skeifunni 178,60 176,90 Bensín dísel Skógarhlíð 158,90 178,60 Bensín dísel Spöng 155,10 174,80 Bensín dísel Starengi 155,20 174,90 Bensín dísel Fellsmúla 157,20 177,00 Bensín dísel Skógarseli 157,20 157,20 Bensín díselel d sn ey t i Það er miklu ódýrara að baka pitsuna heima en að panta reglulega frá vinsælum pitsustað. Hægt er að spara allt að 135 þúsund krónum á ári með því að kaupa hráefni í lágvöruverðsverslun og leika sér með hugmyndaflugið. Ódýrara að baka pitsunaVið mælum með ...að fólk búi til sinn eigin ost Við mælum með að fólk búi til sinn eigin ost í stað þess að kaupa hann. Hægt er að búa til einn góðan úr einum lítra af súrmjólk og kryddi. Það sem þarf að gera er að hita súrmjólkina upp í 50 gráður. Hún er síðan síuð í kaffifilter yfir nótt. Sú blanda er síðan krydduð með salti og pipar og því sem hver og einn vill. Það má til dæmis vera hvítlaukur, graslaukur eða aðrar kryddjurtir. Svo má setja hnetur utan á. gott er að borða hann síðan ofan á kex og brauð. ódýr og holl lausn. Hægt er að spara um 135 þúsund krónur á ári ef fjölskylda ákveð- ur að baka pitsu sjálf í stað þess að panta reglulega. Fjögurra manna fjölskylda sem fær sér pitsu einu sinni í viku getur sparað nákvæm- lega 11.788 krónur á mánuði ef hún ákveður að baka pitsuna heima og kaupa hráefnið í lágvöruverðsversl- un. Okur á pitsustöðum Fjögurra manna fjölskylda sem pantar tvær stórar pitsur og gos frá Pizza Hut einu sinni í viku borg- ar fyrir herlegheitin 16.400 á mán- uði. Ef fjölskyldan ákveður hins vegar að baka tvær pitsur heima og kaupa hráefnið í lágvöruverðversl- un borgar hún fyrir það 4.612 krón- ur á mánuði. Við það sparast 11.788 krónur. Tilboð sem inniheldur tvær stór- ar pitsur með tveimur áleggsteg- undum og 2 lítrum af gosi hjá Pizza Hut kostar 4.100 krónur og er hægt að sækja. Ef pitsan er send heim bætist ofan á verðið sendingargjald sem gerir pitsuna ennþá dýrari. Lágvöruverðsverslanir bestar Hráefni í heimabakaða pitsu kostar mun minna og sérstaklega ef það er keypt í lágvöruverðsversl- unum. Hráefni fyrir eina stóra pitsu með skinku, sveppum, pitsusósu og osti kostar 497 krónur sé hráefnið keypt í Bónus. Til að ná sömu stærð og fjölskyldutilboðið á Pizza Hut þarf að gera tvær pitsur og kaupa 2 lítra af gosi. Samtals kostar það 1.153 krónur. Er þá miðað við að hráefni á eina pitsu kosti 497 krónur og gosið kosti 158 krónur. Enn ódýrari pitsa Heimabökuð pitsa getur orðið enn ódýrari ef notast er við hráefni úr ísskápnum. Það þarf ekki alltaf að kaupa það sama. Samkvæmt útreikningum kostar einungis 114 krónur að búa til deig í eina pitsu. 228 krónur að gera í tvær. Hægt er að nota alls kyns kjötálegg og grænmeti sem hefur orðið afgangs. Eins er hægt að nýta alls kyns osta, brauðosta sem eru að verða búnir má frysta og nota á pitsuna. Rjómaostur, piparostur og brie- ostar geta einnig verið afar góðir á pitsu. Hægt er að leika sér með hugmyndaflugið. Það margborgar sig að baka pitsu heima í stað þess að panta. Auk þess að spara fúlgur fjár eyðir fjölskyldan ómetanlegum tíma saman sem ekki er hægt að verðleggja. Enn hægt að kaupa í frystinn nú fer hver að verða síðastur að birgja sig upp fyrir veturinn. enn er til sölu í stórmörkuðunum frosið kjöt í stórum stíl svo þeir sem enn eiga laust pláss eftir í frystinum ættu að gera þessi góðu kaup og troða í kistuna eftir bestu getu. ef þröngt verður í búi fjárhagslega í vetur getur verið gott að eiga nóg til handa fjölskyldunni. neytendur@dv.is umSjón: áSdíS björg jóHanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is Neyte ur Kaffi frá Kaffitári Framleiðslu- stimplar eru á öllu kaffi frá Kaffitári og sjá starfsmenn um að fylgjast með að það sé ávallt nýtt og ferskt kaffi í sölu. ÁsDís BJÖrg JÓhannEsDÓttir blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is pizza hut-tilboð getur orðið ansi dýrt fyrir fjölskyldu að panta pitsu einu sinni í viku. heimalöguð pitsa Hægt er að spara meira en hundrað þúsund krónur á ári með þvi að baka pitsu heima. „Heimabökuð pitsa getur orðið enn ódýrari ef notast er við hráefni úr ísskápnum.“ svona bakarðu pitsu 250-300 g hveiti 15 g þurrger 40 ml vatn 40 ml olía 1 tsk. salt blandið volgu vatni og olíu saman í skál, leysið gerið upp í vökvanum og bætið síðan hveitinu út í ásamt salti. Hnoðið deigið, gott að byrja í hrærivélinni og klára síðan á borði. Fletjið deigið þunnt út og setjið á vel smurða plötu og látið áleggið á. bakið í ofni við 200° í 15-20 mínútur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.