Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 16
„Við vissum að þetta met myndi einhvern tímann falla og ég er mjög ánægður að það vorum við sem stöðv- uðum þá,“ sagði Jamie Carragher, varn- armaður Liverpool, sigurreifur eftir leik liðsins gegn Chelsea. Carragher átti frábæran leik og stjórnaði varnar- vinnu gestanna af kostgæfni. Hann var að launum kosinn maður leiksins af SKY SPORT. Spennustigið hátt Leikurinn fór nokkuð rólega af stað. Greina mátti á liðunum að spennu- stigið var hátt enda mikilvægi leiksins gríðarlegt. Stjórar liðanna voru fyrir leikinn yfirvegunin uppmáluð, hrós- uðu hvor öðrum en minntu samt á hve mikil áhrif úrslitin úr þessum leik gætu haft á framhaldið. Ætla mætti að Benitez og Scolari væru bestu vinir þegar þeir hittust á vellinum fyrir leik- inn. Sannarlega af sem áður var í þeim málum. Mark a la Lampard Leikmenn liðanna voru enn með stresshrollinn í sér þegar Xabi Alonso fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða á markið. Með viðkomu í Bosingwa fór boltinn framhjá varnarlausum Peter Cech í markinu. Liverpool var óvænt komið yfir á Brúnni og útlit fyrir fjör- ugan leik í framhaldinu. Heimamenn vöknuðu við markið, voru meira með boltann en náðu ekki að ógna marki Liverpool að neinu marki. Gestirnir vörðust sem einn maður þar sem fyr- irliðinn Steven Gerrard fór fyrir sínum mönnum og átti sinn besta leik í deild- inni á þessari leiktíð. Stöngin bjargar Leikmenn Chelsea áttu erfitt með að finna taktinn gegn baráttuglöð- um gestunum og í seinni hálfleik gáfu þeir eftir og hleyptu Liverpool betur inn í leikinn. Leikurinn opnaðist til muna og reyndu bæði liðin að sækja og skora. Næst því komst Xabi Alonso þegar skot hans úr aukaspyrnu small í stönginni. Besta færi heimamanna átti svo Ashley Cole þegar hann hitti bolt- ann illa í upplögðu færi. Drápseðlið skildi að Í undanförnum leikjum liðanna hefur það verið liðsheildin og hungr- ið sem skipt hafa sköpum og í þess- um leik var það engin undantekning. Leikmenn Liverpool komu einfaldlega betur stemmdir í þennan leik gegn gríðarsterku liði Chelsea sem að þessu sinni skildi drápseðlið eftir í búnings- klefanum. Því fór sem fór og Liverpool vann glæstan sigur og situr eitt á toppi úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forskot á Chelsea og Hull. Ennþá gott lið „Við spiluðum næstum fullkominn leik. Bæði liðin voru taplaus og mik- ilvægi leiksins mjög mikið. Við sýnd- um gæði, mikinn karakter og stuðn- ingsmenn okkar voru frábærir,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Felipe Scolari, stjóri Chelsea, var yfirvegunin uppmáluð. „Við spiluðum okkar vana- lega leik í dag en höfðum ekki heppn- ina með okkur. Við erum ennþá gott lið þrátt fyrir þetta tap. Okkar leikmenn gerðu sitt besta en Liverpool spilaði vel og vann vegna þess að það var betra en við í dag.“ mánudagur 27. október 200816 Sport Sport Sigur hjá FCK Landsliðsmaðurinn arnór atlason varð næstmarka-hæstur danmerkurmeistara FCk í 29–27 sigri liðsins á árhúsum. Sig-urinn var mikilvægur fyrir FCk sem hefur farið brösulega af stað á tímabilinu. FCk er eftir sigurinn með tíu stig eftir átta leiki. gog er í því sjötta með níu stig en það lagði ajax auðveldlega, 37–23, á heimavelli. ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir gog en Snorri Steinn guðjónsson var ekki með vegna meiðsla. ÚRSLIT n1 deild karla Haukar - Víkingur 37–23 Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8/3, Einar Örn Jónsson 6/3, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 5, Pétur Pálsson 4, Gunnar Berg Viktorsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Arnar Jón Agnarsson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Heimir Óli Heimisson 1. Varin Skot: Gísli Guðmundsson 25/1. Mörk Víkings: Davíð Ágústsson 5, Hreiðar Haraldsson 3, Óttar Filip Pétursson 3, Davíð Georgsson 3/2, Sigurður Örn Karlsson 2, Sverrir Hermannsson 2, Þröstur Þráinsson 2, Sveinn Þorgeirsson 2, Björn Viðar Björnsson 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18, Árni Gíslason 4/1. Staðan Lið L u j t M St 1. FH 6 3 2 1 179:171 8 2. akureyri 6 4 0 2 158:153 8 3. Valur 6 3 2 1 171:148 8 4. Fram 5 3 1 1 139:130 7 5. Hk 6 3 0 3 156:166 6 6. Haukar 6 3 0 3 168:159 6 7. Stjarnan 5 1 1 3 120:131 3 8. Víkingur 6 0 0 6 156:189 0 enska úrvalsdeildin Everton - Man. United 1–1 0-1 Darren Fletcher (.22), 1-1 Marouane Fellaini (64.). Sunderland - Newcastle 2–1 1-0 Djibril Cissé (20.),1-1 Shola Ameobi (30.), 2-1 Kieran Richardson (75.). WBA - Hull 0–3 0-1 K. Zayatte (48.), 0-2 Geovanni (62.), 0-3 M. King (66.). Blackburn - Middlesbrough 1–1 0-1 Afonso Alves (74.), 1-1 B. McCarthy (90.). Chelsea - Liverpool 1–0 1-0 Xabi Alonso (10.). Man. City - Stoke 3–0 1-0 Robinho (14.), 2-0 Robinho (47.), 3-0 Robinho (72.). Tottenham - Bolton 2–0 1-0 R. Pavluchenko (17.), 2-0 Darren Bent (76, víti.) Wigan - Aston Villa 0–4 0-1 Gareth Barry (22, víti.), 0-2 G. Agbonlahor (57.), 0-3 John Carew (62.), 0-4 S. Sidwell (90.). West Ham - Arsenal 0–2 0-1 J. Faubert (75, sjálfsmark.), 0-2 Adebayor (90.). Portsmouth - Fulham 1–1 1-0 Peter Crouch (61.), 1-1 Clint Dempsey (87.). Staðan Lið L u j t M St 1. Liverpool 9 7 2 0 14:6 23 2. Chelsea 9 6 2 1 19:4 20 3. Hull 9 6 2 1 14:11 20 4. arsenal 9 6 1 2 18:6 19 5. aston V. 9 5 2 2 16:10 17 6. man u. 8 4 3 1 13:5 15 7. Portsmth 9 4 2 3 10:14 14 8. man C. 9 4 1 4 23:14 13 9. Sunderl. 9 3 3 3 9:10 12 14. everton 9 2 3 4 13:19 9 15. Wigan 9 2 2 5 11:13 8 16. Fulham 8 2 2 4 6:8 8 17. bolton 9 2 2 5 8:12 8 18. Stoke 9 2 1 6 10:18 7 19. newcas. 9 1 3 5 10:17 6 20. tottenh. 9 1 2 6 7:12 5 Harry Redknapp var ekki búinn að vera marga klukkutíma í starfi sem stjóri Tottenham þegar hann landaði fyrsta deildarsigri liðsins á leiktíðinni. Þessi kostulegi knatt- spyrnustjóri hefur löngum þótt gör- óttur mjög og ekki dregur mögnuð innkoma hans í Tottenham-liðið úr goðsögninni um töframanninn Harry Redknapp. Ekki var reiknað með því að Redknapp myndi stjórna liðinu strax, sama dag og hann yrði ráðinn en sú varð raunin og hvort sem það hefur haft þessi líka áhrif- in eða ekki mátti sjá talsverðar fram- farir í leik Tottenham í þessari viður- eign. Heimamenn sýndu loksins á heimavelli gegn Bolton að þeir geta spilað fótbolta af einhverju viti. Þeir unnu sanngjarnan 2-0 sigur með mörkum frá Roman Pavlyuchenko í fyrri hálfleik og Darren Bent sem skoraði úr víti í þeim seinni. Þungu fargi var létt af Tottenham og fögn- uðurinn gríðarlegur á White Heart Lane. Eftir leikinn er Tottenham sem fyrr á botninum en er núna aðeins þremur stigum frá 15. sætinu. Brasilíumaðurinn Robinho hélt áfram að vinna upp í verðmiðann sinn með því að skora þrennu í ör- uggum heimasigri Manchester City á nýliðum Stoke City. City yfirspilaði gestina á löngum köflum og hefði sigur heimamanna hæglega getað orðið tvöfalt stærri. Manchester City lyfti sér upp í 7. sætið með sigrinum. Wigan steinlá heima gegn Aston Villa. Gestirnir frá Birmingham léku á als oddi og skoruðu fjögur mörk á JJB Stadium áður en yfir lauk og voru þar að verki þeir Barry, Carew, Agbonlahor og Sidwel. Aston Villa vermir nú 5. sætið í deildinn og virk- ar í hörkuformi á þessari leiktíð. Arsenal smellti sér í fjórða sæt- ið með góðum útisigri á grönnum sínum í West Ham 0-2. Sigurinn var sanngjarn en tæpur þar sem fyrsta markið kom ekki fyrr en á 75. mínútu og var það sjálfsmark varnarmanns- ins Fauberts. Áður höfðu leikmenn Arsenal skotið tvisvar í stöng en með innkomu Adebayors á 67. mínútu gjörbreyttist leikurinn og í uppbótar- tíma kórónaði Tógó-maðurinn inn- komu sína með því að skora seinna mark Arsenal. swaage@dv.is Tottenham vann loksins sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni: Harry „Houdini“ er mættur 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is LIVERPOOL BRENNDI BRÚNA Liverpool er eitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0–1 sigur á Chelsea á Stanford Bridge. Þar með er lokið ríflega fjögurra og hálfs árs taplausri hrinu Lundúnaliðsins á heimavelli. Chelsea hafði fyrir leikinn ekki tapað í 86 leikjum á Brúnni. SvEinn waagE blaðamaður skrifar: sveinn@dv.is Xabi alonso og félagar Fagna markinu sem aðskildi liðin. vonbrigði ashley Cole brenndi af besta færi Chelsea í leiknum. Magnaður Harry redknapp á White Heart Lane.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.