Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 14
mánudagur 27. október 200814 Umræða ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR Fríblaðamódelið var aldrei annað en blekking. Skemmdarverk Leiðari Auðmaðurinn Björgólfur Guð-mundsson, einn aðaleigenda Morgunblaðsins, lýsir því í við- tali við eigið blað að rekstur þess sé nánast vonlaus við núverandi aðstæð- ur. Hann segir að skuldir útgáfufélags- ins séu nær óyfirstíganlegar og rekstur- inn standist ekki að óbreyttu. Þarna er ástæða til að staldra við og líta um öxl. Hvað var það sem setti rekstur stærsta áskriftarblaðs landsins svo rækilega út af sporinu? Svarið liggur að hluta til í augum uppi. Við upphaf íslensku út- rásarinnar var gerð sú uppgötvun að hægt væri að gefa út dagblöð og færa fólki þau frítt inn um lúg- una. Hið íslenska viðskiptamódel gerði ráð fyrir að auglýsingar einar gætu staðið undir útgáfu blaðs í 100 þúsund eintökum. Al- menningur tók gjöfinni fegins hendi og unnvörpum sagði fólk upp áskriftarblöðum sem verið höfðu sum við lýði í hartnær 100 ár. Fríblað var það sem koma skyldi. Útlendingar botnuðu ekk- ert í þessu viðskiptaundri. Þar var reynslan fyrir landsdreifingu á fríblöðum ekki til staðar. Helstu þekktu fríblöðin voru þau sem dreift var á járnbrautarstöðvum og þar sem massi var af fólki. Íslenska viðskiptaundrið var flutt út til Danmerkur og Bandaríkjanna þar sem það endaði með hreinni skelfingu og blöðin lognuðust út af. Nokkru eft- ir að fyrsta íslenska fríblaðið, Frétta- blaðið, var stofnað komst annað slíkt, Blaðið, á koppinn. Aðstandendur frí- blaðanna báru saman lestur þeirra við áskriftarblöð og grobbuðu sig af því að fólk nennti að beygja sig eftir blöðum þeirra. Þeir gáfu vöruna og hreyktu sér af því að frívaran gengi hraðar út en sú selda. Nú hefur annað fríblaðið lagt upp laupana og hitt er í erfiðleikum. Morgunblaðið þarf að súpa af þessu seyðið, sligað af skuldum. Sama er með önnur seld blöð. Fríblaðamódelið var aldrei annað en blekking. Látið var í veðri vaka að rekstur slíkra blaða gengi upp þótt nú liggi fyrir að svo var aðeins í bullandi góðæri sem að langmestu leyti byggðist á röngum forsendum. Skemmdar- verk var unnið á dagblaðamarkaði þar sem augljóst er að tekjur þurfa að koma af fleiru en auglýsingum. Í uppbyggingu hins nýja Íslands verður eitt verkefnanna að reisa við dagblöðin sem nú gjalda fyrir ruglið. Sandkorn n Forsíðuviðtal sunnudagsút- gáfu Morgunblaðsins við einn aðaleiganda sinn, Björgólf Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Landsbank- ans, var með þeim endemum að Mogginn hefur víðast fengið bágt fyrir. Björg- ólfur lýsir miklum sár- indum sín- um vegna þess hvernig komið er þar sem íslenska þjóðin er í ábyrgð fyrir þúsundum milljarða í inn- eign sem Bretar eiga í þrota- búinu. Björgólfur er með það á hreinu að allt þetta sé öðrum að kenna en honum sjálfum. Og Mogginn spyr eigandann auðvitað einskis í aðra veru. n Helstu tíðindin í Moggavið- talinu við Björgólf Guðmunds- son eru þau að blaðið og útgáfa þess, Árvakur, eru í slíkum rekstrarvandræðum að eigand- inn sér enga leið færa. Hann lýsir því hvernig allar tilraunir til að laga reksturinn hafi mis- tekist og skuldirnar hafi hrúgast upp: „Þannig að reksturinn get- ur aldrei staðið undir þessu,“ hefur Mogginn eftir Björgólfi. Líklegt er að Einari Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Árvak- urs, hafi svelgst á við lesturinn. n Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendi- herra, birtist í splunkunýju hlutverki á Austurvelli á laug- ardag þar sem hópur fólks mætti til að mót- mæla ríkis- stjórninni og Seðla- bankanum. Ráðherrann fyrrverandi holdgerðist í kallinn á kassan- um og hélt þrumandi bylting- arræðu gegn valdhöfunum. Greinilegt er að Jón Baldvin þráir nú allra heitast að snúa aftur í íslenska pólitík til að starfa að endurreisninni. Þá er víst að Jón Baldvin langar allra mest að jafna um sinn fyrrver- andi samherja, Davíð Oddsson seðlabankastjóra. n Tryggð Geirs H. Haarde for- sætisráðherra við Davíð Odds- son seðlabankastjóra virð- ist vera algjör og innmúruð. Margir velta fyrir sér hvað liggi þar að baki en vitað er að Davíð hefur leynt og ljóst gert grín að Geir og stjórntökum hans. Sú skýring sem er helst uppi nú er sú að ef Geir reki Davíð úr embætti seðlabanka- stjóra og rústi þannig goðsögninni muni gamli formaður- inn kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Óljóst er hvaða þingmenn myndu fylgja Davíð en líklegt er að Sigurður Kári Kristjánsson myndi elta sinn gamla leiðtoga. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hvað finnst þér um að lánveitingu alþjóðagjaldeyrissjóðsins? „stjórnmálamennirnir eru búnir að keyra allt í kalda kol. núna er þetta allt brunarúst og því ekki að taka við alþjóðagjaldeyrissjóðnum?“ Viðar Jónsson, 50 ára húsasmíðameistari „Það er bara fínt, ég held það.“ halldór ingi sævarsson, Halldór ingi sæVarsson 19 ára verkamaður „ef við þurfum á því að halda er sjálfsagt að sækja um það.“ Bergur Þór BJörnsson, 41 árs smiður „bara hið besta mál, ég held að það sé eina vitið.“ georg sigurðsson, 46 ára garðyrkjumaður dómStóLL götunnar „Mig langar að læra kynlífsráð- gjöf.“ n Siggu Lund, útvarpskonu á FM, langar að söðla um. Hún er þegar nokkuð sjálflærð eftir tíðar kynlífsumræður í morgunþættinum Zúúber. – DV. „Mun því verksmiðjan Ultramax verða keyrð allan sólarhringin til að geta mætt þeirri pöntun.“ n Ágúst Smári, umboðsmaður fyrir typpastækkarann Bathmate, um 25.000 stykkja pöntun sem var samþykkt á hjálpartækjasýningu í Berlín. – DV. „...hringdi í mig háttsettur maður frá seðlabankan- um og sagði mér að ég gæti verið skotin fyrir að birta þá grein.“ n Rússneska blaðakonan Natalia Morar sem var gerð útlæg frá Rússlandi eftir að hafa birt grein um spillingarmál í þarlendum viðskiptum. – DV. „Ég er stimpluð af Djúpu lauginni.“ n Kolbrún Björnsdóttir, fjölmiðlakona á Bylgjunni, um að hún líði ennþá fyrir að hafa stjórnað stefnumótaþættinum sáluga á Skjá einum. – DV. „Þeir eru jú aðalmarkaðs- torgið.“ n Hemmi Gunn um að það þrengi leitina að hinni einu sönnu að hann stundi ekki bari og skemmtistaði. – DV bókStafLega Á að setja hryðjuverkalög á útrás- arfurstana og gera þá brottræka af landinu? Ég skrifa fyrir hönd margra hér landi. Hvernig væri að alþingis- menn hysjuðu upp um sig buxurn- ar og gerðu kröfu um að þessi fjár- glæframál verði rannsökuð ofan í kjölinn. Á Alþingi Íslendinga að setja lög, hryðjuverkalög sem ná til þeirra er settu Ísland á hausinn og frysta eigur þeirra strax hvar sem þær er að finna? Þarf ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefnd með okkar bestu og heiðarlegustu aðil- um á þessu sviði en ekki úr röðum alþingismanna. Að mati margra eru útrásarfurstarnir ekkert annað en föðurlandssvikarar. Eftir þá blasir við sviðin jörð á Íslandi og þúsund- ir fjölskyldna eiga um sárt að binda og munu þúsundir manna enda í gjaldþrotum. Það er ekkert líf eftir gjaldþrot segja þeir sem í því hafa lent því viðkomandi er eltur í ára- tugi af skuldareigendum. Getur það verið að vegna seinagangs rík- isvaldsins sé það jafnvel orðið of seint að ná því til baka sem útrás- arfurstarnir hafa skotið undan? Það væri svo sem í takt við annað hér á landi. Íslendingum ofbýður fram- ferði útrásarfurstanna og enn berast fréttir af gjörðum þeirra. Nú byggja þessir aðilar risavaxnar hallir hér á landi sem kosta hundruð milljóna en hver segir að þjóðin vilji að þess- ir menn búi hér á landi í framtíð- inni? Þeir ferðast enn um í einka- þotum og sigla um heimsins höf á snekkjum sem eru það glæsilegar að vitnað er um í virtum bátatíma- ritum heimsins. Þvílíkur er flottræf- ilshátturinn. Ég veit að ég skrifa fyr- ir hönd mikils fjölda manna hér á landi sem telur furstana föðurlands- svikara og hvernig meðhöndlum við slíka menn? Jú, við gerum þetta fólk brottrækt af Íslandi. Hryðjuverkalög á útrásarfurstana? kjaLLari Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum Eftir þá blasir við sviðin jörð á Íslandi og þúsund- ir fjölskyldna eiga um sárt að binda og munu þúsundir manna enda í gjaldþrotum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.