Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 17
„Niðurbrot fyrir strákana“ „Þetta var allt of stórt tap,“ sagði Róbert Sighvatsson, þjálfari Víkings, við DV eftir fjórtán marka tap gegn Haukum, 37-23, að Ásvöllum í gærkvöldi. „Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik hættum við að spila handbolta og fórum að skjóta of snemma á markið. Við tókum leikhlé til að reyna hrista upp í þessu en svo héldum við áfram því sama og Gísli var auðvitað erfiður í markinu,“ sagði Róbert en Gísli Guðmundsson varði 25 skot í Haukamarkinu. „Við gerðum mikið af tæknifeilum og þar vil ég bera við reynsluleysi. Í þessum leik erum við með 23 tæknifeila, ekki skotfeila og allir sem vita eitthvað um handbolta vita hvað slík mistök kosta.“ Víkingur hefur ekki enn unnið leik í N1-deildinni og er án stiga eftir sex leiki. Töpin hafa þó öll litið mun betur út en gegn Haukum í gær. „Þetta er alstærsta tapið og því niðurbrot fyrir strákana. Það er það leiðinlega í þessu. Auðvitað þyngir þetta á svona unga stráka en við vissum að þetta yrði erfitt fyrir tímabilið. Við erum samt í þessu til að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leyfum því mörgum að spila og einblínum ekki alltaf algjörlega á úrslitin. Takmarkið er að búa til atvinnumenn og jafnvel landsliðsmenn í Víkinni. Við sjáum bara bjarta framtíð,“ sagði Róbert sem fer ekkert í felur með að hann nýti hvaða hjálp sem bjóðist í leikmannamálum. „Við skoðum allt og erum tilbúnir að taka á móti öllu sem vill hreyfa sig á handboltamarkaðinum,“ sagði Róbert ákveðinn. tomas@dv.is Veigar með þrennu Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu fyrir Stabæk sem innsiglaði Noregsmeistaratitilinn með 6–2 sigri á Vålerenga í gær. Veigar var tekinn af velli fyrir Pálma Rafn Pálmason sem skoraði einnig. Hann hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð. Ólafur Örn Bjarnason bjargaði jafntefli fyrir Brann með marki á 80. mínútu gegn Tromsö. Það er því ljóst að Íslendingalið eru í efstu tveimur sætunum. Veigar og Pálmi eru Noregsmeistarar með Stabæk og silfrið tekur Fredrikstad með Garðar Jóhannsson í framlínunni. Lilleström, lið Viktors Bjarka Arnarssonar og Björns Bergmann Sigurðarsonar, bjargaði sér endanlega frá falli með 4–2 sigri á Rosenborg í gærkvöldi. mÁNuDAGuR 27. okTÓBER 2008 17Sport Emil Ekki mEð í sigri Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina þegar liðið vann sinn fyrsta leik í Seria A á þessu tímabili. Reggina skoraði tvö mörk gegn engu gestanna í Lecce. Þrátt fyrir sigurinn er Reggina enn á botni deildarinnar með fimm stig eftir átta umferðir. Emil virðist eiga erfitt uppdráttar þessa dagana hjá ítalska félaginu. Hann hefur þrisvar byrjað inn á og tvisvar komið inn á í fyrstu fimm leikjunum en eftir það ekkert komið við sögu í leikjum liðsins. Hjá maN.Utd til frambúðar Cristiano Ronaldo hefur gefið það út að hann hafi tekið rétta ákvörðun með því að hafna Real madrid í sumar. Hann segist búast við því að verða áfram í herbúðum united eftir næsta tímabil. Í síðustu viku sagði forseti Real, Ramon Calderon, að áhugi þeirra á Ronaldo væri úti. „Ég er með manchester united af lífi og sál. Ég vil sýna félaginu, meðspilurum og aðdáendum liðsins mína virðingu með því að ræða ekki um önnur lið,“ sagði Potrúgalinn knái. „Heilt yfir held ég að þetta séu nokk- uð sanngjörn úrslit,“ sagði Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálf- ari kvenna, við DV um 1-1 jafntefli Íslands gegn Írlandi í umspilsleik um sæti á EM í knattspyrnu í gær. „Þetta var mjög jafn leikur og mikið um bar- áttu. Við sköpuðum okkur þó nokk- ur góð marktækifæri sem við nýttum ekki. Það er þó jákvætt að skora á úti- velli og vonandi dugar það til,“ sagði Sigurður Ragnar. Rakel Hönnudóttir komst tvisv- ar sinnum ein inn fyrir vörn Íra en brenndi af í bæði skiptin, í annað skiptið í stöðunni 1-0. Mark Íslands skoraði Hólmfríður Magnúsdóttir strax á fyrstu mínútu og fékk Ísland því draumabyrjun gegn Írlandi sem Sigurður segir hafa bætt sig mikið frá því Ísland rúllaði því upp á Algarve- mótinu fyrr á árinu, 4-1.„Þær gerðu svo sem allt sem var reiknað með. Það kom þó svolítið á óvart hversu mikið írsku stelpurnar hafa bætt sig frá því í Algarve.“ Sigurður segist þó nokkuð sáttur með úrslitin en betur má ef duga skal hér heima í seinni leiknum og óskar hann eftir stuðningi áhorfenda. „Það er langur vegur frá því að við séum eitthvað mikið mun betri. Írland var álíka mikið með boltann og við, jafn- vel meira. Ég held að við þurfum alltaf að skora á heimavelli ætlum við áfram. Best væri þó bara að halda hreinu því þá duga þessi úrslit. Það er samt von- andi að fólk fjölmenni á völlinn því þetta eru tvö mjög áþekk lið og þar gæti stuðningur áhorfenda skipt sköp- um,“ sagði Sigurður Ragnar. Seinni leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli 30. október en sigurvegarinn samanlagt mun leika á Evrópumótinu sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. tomas@dv.is Ísland er í góðri stöðu um sæti á EM eftir 1–1 jafntefli gegn Írum í gær: 1–1 í hálfleik Íslandsmeistarar Hauka rönkuðu við sér í gærkvöldi eftir þrjá tapleiki í N1-deildinni í röð og rótburstuðu nýliða Víkings með fjórtan mörkum, 37–23. Víkingar héldu í við Hauka í fyrri hálfleik en í þeim seinni urðu ótal tæknimistök þeim dýrkeypt og einnig áttu þeir fá svör við stórleik gísla guðmundssonar í Haukamarkinu. HAUKAR VAKNAÐIR Haukar höfðu fyrir leikinn gegn Vík- ingi í N1-deildinni í handbolta í gær tapað þremur leikjum í röð og sátu í 6. sæti deildarinnar. Þeir vöknuðu þó af værum blundi og fóru létt með nýliða Víkings, 37-23, að Ásvöllum í gærkvöldi. Aron Kristjánsson gaf ungum hornamanni, Stefáni Rafni Sigurmannssyni, tækifærið og nýtti piltur það vel en hann skoraði fimm mörk. Lykilmenn Hauka gátu hvílt sig í seinni hálfleik þar sem Íslands- meistararnir rúlluðu yfir nýliðana sem hjálpuðu sér lítið sjálfir með ótal tæknifeilum. strax að elta Þrátt fyrir stigaleysið komu Vík- ingar ákveðnir inn í leikinn og öskr- uðu sig áfram í vörninni. Þeir náðu tveggja marka forskoti, 5-3, en þá varð kappið meira en forsjáin og misstu þeir tvo menn af velli á stutt- um tíma. Það nýttu Haukarnir sér til fullnustu, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystu sem þeir gerðu ekkert nema auka við það sem eft- ir lifði leiks. Víkingar misstu Hauka of snemma of langt fram úr sér og aðeins í góðum kafla undir lok fyrri hálfleiksins, þar sem Haukarnir slökuðu heldur betur á klónni, tókst þeim að minnka muninn í 18-14 og þannig stóð í hálfleik. gísla saga guðmundssonar Í seinni hálfleik fóru Víkingarn- ir að verða fallbyssufóður fyrir Haukana sem nýttu leikinn í að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og Stefáni Rafni Sigurmannssyni, 18 ára vinstri hornamanni sem kom sterkur inn og skoraði fimm mörk. Þá varð seinni hálfleikurinn fínasta skotæfing fyrir Sigurberg Sveinsson sem fann netmöskvana hvað eft- ir annað með glæsilegum skotum. Fyrrverandi samherji hans í Vík- ingsmarkinu, Björn Viðar Björns- son, varð þriðja leikinn í röð lang- besti maður Víkinga en það dugði skammt. Þegar tæknifeilarnir fóru ekki með Víkingana, alls 23 talsins, varð Gísli Guðmundsson Víkingum of- viða en þeir komu boltanum vart framhjá markverðinum knáa sem varði 25 skot í leiknum, þar af eitt víti. Nutum þess að spila Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn eftir þriggja leikja taphrinu. „Það var ánægjulegt að fá hér tvö stig og gera það á svona sannfærandi hátt. Gísli varði vel og fín hreyfing var á 6:0-vörninni. Í seinni hálfleik fund- um við svo leikgleðina og menn nutu þess að spila,“ sagði Aron við DV eftir leik en var ekki jafnánægður með lokakafla fyrri hálfleiks þar sem gestirnir náðu að minnka forskotið hvað mest. „Menn voru farnir þar að kíkja svolítið á hver annan frekar en sig sjálfa og hættir að spila sem lið. Það var eins og ætti að klára leikinn á eins auðveldan hátt og hægt væri.“ Aron var ánægður með innkomu hins átján ára Stefáns Rafns í horn- ið. „Meðan aðrir spiluðu ekki jafn- vel var um að gera að gefa honum tækifæri sem hann nýtti vel. Nú er hann kominn inn og farinn að spila á fullu. Með svona frammistöðu gæti mínútum hans farið að fjölga í leikj- unum,“ sagði Aron Kristjánsson. tÓmas ÞÓr ÞÓrðarsON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is góð innkoma Stefán Rafn Sigurmannsson nýtt sitt tækifæri og skoraði fimm mörk mYNd: rÓbErt Einn leikur enn Ísland er einum góðum úrslitum frá stórmóti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.