Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 27. október 200812 Fréttir Nú eru níu dagar til forsetakosninga í Bandaríkjunum og kosningabar- áttan ber þess æ skýrari merki að senn líður að ögurstund. Frambjóð- andi demókrata, Barack Obama, sakar andstæðing sinn, repúblikan- ann John McCain, um að beita fyrir sig neikvæðum áróðri á endasprett- inum. Í Nevada-fylki sagði Obama að „ljót símtöl, afvegaleiðandi póstur og sjónvarpsauglýsingar, ógætilegar, svívirðilegar athugasemdir“ kæmu í veg fyrir „breytingar“. John McCain sakaði Obama um að dansa sigurdans áður en sigur væri í höfn. Báðir frambjóð- endur einbeita sér nú að mik- ilvægum fylkjum í vesturhluta Bandaríkjanna. Í síðustu kosningum voru Nev- ada, Nýja-Mexíkó og Koloradó öll á bandi repúblikana, en nú gæti brugðið til beggja vona og úrslit í fylkjunum gætu reynst þung á vogarskálunum ef mjótt verður á mununum 4. nóvember. Eins og sakir standa sýna kannanir að Obama hefur gott forskot. Obama er nýsnúinn til baka í kosningabaráttuna, en hann gerði hlé á henni til að heimsækja aldraða ömmu sína á Havaí, en hún hafði verið lögð á sjúkrahús vegna krankleika. Þegar Obama sneri aftur var hann ómyrkur í máli um þá stefnu sem McCain hafði tekið. „Á endasprettinum taka „segja-hvað-sem-er, gera- hvað-sem-er“-stjórnmál of oft völdin,“ sagði hann í Las Vegas. „Bandaríska þjóðin hefur ekki áhuga á að heyra stjórnmála- menn ráðast hver á annan – hún vill heyra hvernig þeir hyggjast ráðast gegn þeim áskorunum sem snúa að daglegu lífi miðstéttar- fjölskyldna,“ sagði Obama. Hann gerði tilraun til að sýna fram á tengsl McCains við stefnu fráfar- andi forseta, George W. Bush, og sagði að McCain hefði verið svo andvígur stefnu Bush að hann hefði greitt atkvæði með henni í níutíu prósentum tilfella. „Það er rétt, hann ákvað að láta George Bush heyra það óþvegið í tíu pró- sentum tilfella,“ sagði Obama og líkti því við ef Robin yrði reiður við Leðurblökumanninn. Í Mesilla í Nýju-Mexíkó vitn- aði John McCain í frétt úr New York Times þar sem sagt var að í herbúðum Obama væru menn nú þegar búnir að leggja drög að innsetningarræðu fyrir Obama, frétt sem liðsmenn Obama hafa sagt vera „fullkominn upp- spuna“. „Innsetningarræða Obama hefur verið skrifuð. Ég er ekki að skálda það. Fjöldi kjósenda er óákveðinn, en hann hefur tekið ákvörðun fyrir þá,“ sagði McCain. Hann bætti við: „Það sem Banda- ríkin þarfnast nú er einhver sem er reiðubúinn til að klára slaginn áður en hann dansar sigurdans- inn.“ Í tilraun til að fjarlægja sig frá Bush forseta sagði McCain að bandaríska þjóðin gæti ekki eytt næstu fjórum árum á sama hátt og stórum hluta síðustu átta ára, í að vona að lukkan snúist á sveif með Bandaríkjunum heima eða erlendis. Samkvæmt könnun tíma- ritsins Newsweek hefur Obama þrettán prósenta forskot á John McCain. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Nú líður senn að ögurstundu í forsetakosningunum í Bandaríkjunum: obama og McCain kona virðir fyrir sér listaverk af frambjóðendunum á sýningu í París. Frambjóðendur skjóta Föstum skotum Tígrisdýrum hefur fjölgað í Bengal vegna flóða í Bangladess: Skilja eftir sig fjölda ekkna Í Deulbari, afskekktu þorpi í Beng- al, þekkja allir þorpsbúar einhvern sem hefur orðið fyrir barðinu á tígrisdýri. Hingað til hafa tígrar og menn lifað í nokkurri sátt og samlyndi á þessu af- skekkta svæði í Vestur-Bengal. Árið 2004 fór fram talning á tígrum í Vestur-Beng- al, og niðurstaðan var tvö hundruð sjö- tíu og fjögur dýr, en það er af sem áður var og fjölgun tígra fylgja tíðari árásir. Að sögn þorpsbúa er vitað um að minnsta kosti fimmtán árásir tígra það sem af er ári og þar af sex banvænar. Árásirnar skilja eftir sig sístækkandi hóp ekkna, og hryllilegum frásögnum fjölg- ar. Krabbaveiðimenn og hunangs- safnarar eru í hópi þeirra sem í mestri hættu eru. Þeir geta ekki leyft sér að sitja heima vegna þeirrar ógnar sem tígurinn er. Þótt afrakstur krabbaveiðimanna af aflanum sé ekki mikill munar um allt og saman leigja þeir sér bát og leggja í leið- angur sem gæti verið þeirra síðasti. Leið þeirra liggur um svæði sem Bengaltíg- urinn hefur gert að sínu eftir að hafa flú- ið flóð í nágrannaríkinu Bangladess og hann kann vel að meta mannakjöt. Eitt fórnarlamba tígursins var Swap- an Haldar, þrjátíu og fimm ára krabba- veiðimaður. Þrátt fyrir ítrekaða ósk eig- inkonu sinnar um að fara hvergi lagði hann í leiðangur ásamt félögum sín- um. Félagar Haldars sneru heim næstu nótt með lík hans í farteskinu. Ekkja hans, Minati, fékk að heyra hvern- ig dauða hans bar að höndum. Eigin- mann hennar grunaði ekki að tígris- dýr væri í grenndinni fyrr en það lét til skarar skríða. Það læsti kjaftinum utan um höfuð hans og dró hann inn í skóg- inn. Þegar félagar hans fundu hann var hann dáinn. „Fólk er hjálparvana, en einhvern veginn verðum við að búa hér,“ sagði Minati. Þegar blaðamaður breska dagblaðs- ins Observer var í Deulbari voru tuttugu og níu ekkjur samankomnar í sam- komuhúsi þorpsins. Allar höfðu þær svipaða sögu að segja og höfðu upp- lifað sama missi. En engu að síður eru tilfinningar þorpsbúa ekki litaðar óvild í garð Bengaltígursins. „Við höfum allt- af lifað með tígrunum. Það er hluti til- verunnar hér,“ sagði einn fyrrverandi kennari í Deulbari. Hann bætti við að þessir árekstrar myndu halda áfram því mannæturnar leita í mannakjöt. „Þegar þær eru komnar á bragðið, munu þær ávallt leita í það,“ sagði kennarinn. bengaltígur kann vel að meta mannakjöt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.