Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Qupperneq 20
mánudagur 27. október 200820 Fókus Í októbermánuði árið 1940 sett- ist ungur leikari að í Reykjavík. Hann átti að baki sex ára dvöl í Kaup- mannahöfn þar sem hann hafði lok- ið prófi frá skóla Konunglega leik- hússins þremur árum fyrr og starfað síðan fyrst við Konunglega leikhús- ið en síðar með félögum sínum í litlu tilraunaleikhúsi úti á Friðriks- bergi. Þetta var Lárus Pálsson. Eftir heimkomuna réðst hann til Leikfé- lags Reykjavíkur og starfaði hjá því sem leikari og leikstjóri allt þar til Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950. Hann stofnaði leiklistarskóla, vann einnig mikið hjá Ríkisútvarpinu og fór fjölda upplestrarferða út um land. Eftir styrjaldarlokin var hann kvaddur til Noregs þar sem hann setti upp tvær sýningar. Við Þjóð- leikhúsið starfaði hann frá upphafi til dauðadags árið 1968. Lárus Pálsson var mikill tíma- mótamaður í íslensku leikhúsi. Sem leikari vakti hann þegar í stað almenna aðdáun; engum duld- ist að það var yfirburðamaður sem kominn var til starfa. Með list sinni setti hann ný viðmið; það var sann- arlega ekki jafnauðvelt að fúska á sviðinu eftir að hann var mættur til leiks. Sem leikstjóri flutti hann nýja strauma inn í leikhúsið. Á fimmta áratugnum setti hann á svið sumar athyglisverðustu sýningar LR, bæði nýstárleg nútímaverk og klassísk- ar leikbókmenntir sem aldrei höfðu sést hér fyrr. Hann lék fyrstur Ís- lendinga Pétur Gaut og Hamlet á sviði. Í skóla sínum gaf hann mörg- um þeirra, sem urðu burðarleikarar næstu kynslóðar, ómetanlega und- irstöðu sem þeir bjuggu að alla tíð ásamt því námi sem þeir öfluðu sér erlendis. Ég ætla ekki að telja upp nöfnin, en get þó ekki stillt mig: Gunnar Eyjólfsson, sem er um þess- ar mundir að klífa enn einn tindinn á sviði Þjóðleikhússins, var meðal nemenda Lárusar, og það var Árni Tryggvason einnig. Þannig leynast enn þræðir sem tengja okkur beint við Lárus og tíma hans, þó að langt sé um liðið og margt breytt í leikhús- heiminum. Nú hefur Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur sent frá sér ævisögu Lárusar. Þetta er næsta hefðbundið rit, lipurlega skrifað og læsilegt. Fjölskyldusagan er rakin í stórum dráttum, fjallað um upp- vaxtarár Lárusar í Reykjavík, námsár hans í Kaupmannahöfn og starfsfer- ilinn til dauðadags. Höfundur hef- ur átt aðgang að heimildum, sem sumar hafa ekki verið öðrum tiltæk- ar; það gefur bókinni að sjálfsögðu aukið gildi. Sérstakt lof á Þorvaldur þó skilið fyrir það hversu heiðarlega hann leitast við að fjalla um efnið, einnig skuggahliðarnar í lífi Lárusar – og í lífi leikhússins. Framan af verður ekki annað sagt en lánið hafi leikið við Lárus og hann nýtt sér vel þau tækifæri sem buðust. En snemma urðu erfiðleik- ar á vegi hans og síðari hluti ævinnar varð á heildina litið dapurlegur. Það er gamla sagan: ekki fara ávallt sam- an gæfa og gjörvileiki. Kona hans var mikill sjúklingur og hjónabandið beið að lokum skipbrot. Í Þjóðleik- húsinu undi Lárus hag sínum yfir- leitt illa, fannst sér iðulega misboð- ið með ómerkilegum viðfangsefnum og tók nærri sér þá ósigra sem hann beið, einkum sem leikstjóri. Lárus var stoltur maður og virðist hafa átt erfitt með að beygja sig, sem hann þurfti vissulega að gera, og svo fór að lokum að áfengi og lyf urðu það skjól sem hann leitaði í. Um það var hann þó sannarlega ekki einn í leikhúsi þessara ára. Við þetta bættist lang- vinn líkamleg vanheilsa. Hann var ekki maður þeirrar gerðar sem herð- ist í mótlætinu, líkt og sumir starfs- bræður hans, til dæmis Haraldur Björnsson eða Þorsteinn Ö. Steph- ensen, sem einnig lentu í hörðum rimmum og urðu undir í átökum að tjaldabaki, en réttu úr kútnum, héldu ótrauðir áfram og blómstruðu sem leikarar á lokaspretti starfsævinnar. Besti tíminn í lífi Lárusar var fimmti áratugurinn, árin í kringum þrítugt, og þó átti hann sem leikari frábæra spretti í Þjóðleikhúsinu, síðast árið 1967 í Jeppa á Fjalli, sem leikdómar- ar veittu honum Silfurlampann fyr- ir. En þeir sprettir urðu færri en við hefði mátt búast, og verður tæpast við annað sakast en leikhússtjórn sem kunni ekki að nýta þennan af- burðamann, fremur en suma aðra listamenn hússins. Frá öllu þessu greinir Þorvald- ur Kristinsson skilmerkilega. Hann forðast yfirleitt að fella dóma, en orð- ar hlutina af gætni og háttvísi, þó svo skýrt að sjaldnast þarf að misskilja neitt. Samband Lárusar við Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjóra var löngum erfitt, enda Guðlaugur eng- inn kunnáttumaður í leiklist, þó að hann hefði sína kosti sem stjórnandi, og margt furðulegt og umdeilanlegt í stjórn hans þau tuttugu ár sem hann sat í embætti. Veikasti þáttur bókar- innar er að mínum dómi síðasti hluti hennar, um ár Lárusar í Þjóðleik- húsinu. Þar er víða skeiðað hratt yfir sögu, stuttaralega fjallað um hlut- verk og sýningar, á stundum vitnað handahófskennt í leikdómara eða samtíðarmenn og sumt ekki nefnt sem ástæða hefði verið til. Til dæm- is er ekkert minnst á túlkun hans á Elwood P. Dowd í bandaríska gam- anleiknum Harvey árið 1953 sem margir töldu meðal bestu hlutverka hans. Í bókinni kemur oftar en einu sinni fram að Lárus dreymdi um að fá að setja Draumleik Strindbergs á svið, og því er kynlegt að hvergi skuli fjallað um sviðsetningar hans á Föðurnum (1958) og Kröfuhöf- um (1964), tveimur höfuðverkum Strindbergs. Svo vill til að ég skrifaði sjálfur um þessar sýningar í tímarits- grein fyrir nokkrum árum, þar sem ég freistaði þess að setja þær í alþjóð- legt samhengi. Hvort Þorvaldur hef- ur ekki þekkt þá grein eða ekki talið ástæðu til að ræða hana, veit ég að sjálfsögðu ekki; alltjent er hún ekki í heimildaskránni fremur en nokk- ur önnur útgefin verk sem ég hefði talið eiga þar heima og sjálfsagt að höfundur nýtti sér. Eins finnst mér skrá yfir heimildamenn furðu stutt; þar sakna ég ýmissa sem kynntust Lárusi vel og ég veit að hafa enn sitt- hvað markvert af honum að segja. Verk Þorvaldar líður að vonum fyrir það hversu fræðileg skrif um íslenskt leikhús eru takmörkuð, en því frem- ur hefði mátt búast við því að hann gerði sér mat úr því, sem þó er til. Út- varpsvinnu Lárusar hefði mátt fara betur mun ofan í; skráin í bókarlok sýnir hversu umfangsmikil hún var, ekki síst á síðari árum þegar staða hans í Þjóðleikhúsinu var tekin að veikjast. Þá kom sér að eiga góðan vin í Þorsteini Ö. Stephensen, leik- listarstjóra Útvarps. Það sem segir um leikstjórnar- vinnu Lárusar er að mestu byggt á endurminningum leikara, sem Þor- valdur hefur náð tali af. Þar hefði mér þótt sjálfsagt að skoða einnig vitnisburð samtímaleikdómara, eins þótt misjafnir séu. Til dæmis heyrð- ist á stundum að Lárus skipaði ekki alltaf heppilega í hlutverk; slík gagn- rýnisatriði og fleiri hefði verið eðli- legt að nefna og ræða. Eitt kemur þó vel fram sem skiptir máli við rann- sóknir á leiklistarsögunni og var nýtt fyrir mér: tvíbent afstaða Lárusar gagnvart því að leika stór hlutverk í eigin sýningum. Helstu samtíðar- leikstjórar Lárusar, Indriði Waage og Haraldur Björnsson, sem voru báðir komnir til sögu langt á undan honum, gerðu þetta eins og ekkert væri, eins þótt þeir væru gagnrýnd- ir fyrir það af fremstu leikdómurum, svo sem Ásgeiri Hjartarsyni og Agn- ari Bogasyni. Lárus iðkaði þetta tals- vert framan af, þó að honum væri sennilega alltaf ljóst hversu hæp- in vinnubrögð það væru. Ummæli hans í bréfum, sem Þorvaldur tilfær- ir, sýna nú að hér var ekki allt sem sýnist; þrátt fyrir allt leit hann fyrst og fremst á sig sem leikara, en fannst kollegar sínir hafa lítinn áhuga á því að nýta hann sem slíkan, til dæm- is reiddist hann Haraldi Björnssyni gróflega þegar Haraldur valdi yngri mann í hlutverk Galdra-Lofts sem Lárus hafði áður leikið í útvarpi und- ir stjórn Haralds. Á bak við þessi við- brögð lá alkunnur ótti leikarans við að trénast upp vegna skorts á bita- stæðum hlutverkum. En eftir að í Þjóðleikhúsið kom hætti Lárus að langmestu leyti að leika undir eigin stjórn sem var vitaskuld stórt skref fram á við. Besti kafli ævisögunnar finnst mér sá sem fjallar um Danmerkurár Lárusar. Þorvaldur dregur upp ljósa og lifandi mynd af því listræna um- hverfi sem mótaði hann og sumum kennurum hans, svo sem Holger Gabrielsen sem hafði bersýnilega mikil áhrif á hann. Það er fengur að því að fá svo vandaða greinargerð fyrir því leikaranámi sem Lárus fór í gegnum og augljóslega féll vel að upplagi hans og áhugamálum, ást hans og þekkingu á íslenskri tungu og bókmenntum, sem varð síðar eitt af lykilatriðunum í kennslu hans. Halda menn að það sé einber tilvilj- un hversu vel margir þeirra leikara, sem lærðu hjá Lárusi, kunnu – og kunna – að fara með íslenskt mál? Þá er örugglega rétt, sem Þorvaldur heldur fram, að Lárus lagði jafnt sem kennari og leikstjóri mikla áherslu á að allt sem gert væri grundvallaðist á skýrri listrænni afstöðu. Aðferð hans og nálgun var auðvitað í meginatrið- um realistísk, en eins og allur góður realismi miðaðist hún við að veita hugarfluginu og innsæinu fram- rás innan þeirra marka sem dregin voru upp af greinandi hugsun lista- mannsins. Hvers konar leikari var Lárus Pálsson? Og hvað er um leikhúsvið- horf hans að segja? Þorvaldur tel- ur að hann hafi sem leikari lagt sér- staka rækt við eina manngerð: „Þetta var maðurinn sem ekki veldur örlög- um sínum, leiksoppur aðstæðna eða eigin bresta, sá sem stendur á jaðr- inum í einum eða öðrum skilningi.“ (317) Ugglaust er talsvert til í þessu, einkum þegar skoðuð eru hlutverk Lárusar í samtíðarverkum; fyrr- nefndur Elwood P. Dowd er raunar gott dæmi þó ekki sé nefndur hér til sögu. En Lárus tókst einnig oft á við klassíska leikritun og þótti mörg- um hann ná hvað mestu flugi í hin- um kómíska geira hennar: persón- ur eins og Argan í Ímyndunarveiki Moliéres, Georges Dandin sama skálds og Jeppi á Fjalli Holbergs voru meðal frægustu sigra hans. Í ís- lenskri leikritun má nefna Óvininn í Gullna hliði Davíðs og Jón Grind- vicensis í Íslandsklukku Laxness. Ég er nokkuð viss um að þarna skiptu kynni Lárusar af danskri kómedíu- hefð sköpum. Sjálfur taldi Lárus þau hlutverk henta sér best sem sam- einuðu harm og skop; þau væru lík- ust mannlífinu, sagði hann í viðtali undir lokin, „íbland brosa og tára“. Eflaust tóku almenn leikhúsviðhorf hans lit af pólitískri róttækni hans. Hann vildi að leikhúsið væri „jákvætt og mannlegt“, eins og á einum stað segir, og geðjaðist lítt að höfundum og stefnum sem að hans dómi fóru í aðrar áttir, til dæmis Sartre, einu helsta tískuskáldi samtímans, sem hann stýrði þó einu verki eftir með góðum árangri. Hvað hann hugsaði um absúrdistana, sem voru nýjasta nýtt á sjötta áratugnum, kemur ekki fram, en víst er að einn af leiksigrum hans var Berenger í Nashyrningum Ionescos árið 1961. Hvað olli þeim harmleik sem líf Lárusar Pálssonar snerist að endingu í og lýst er af næmleika og smekkvísi í þessari bók? Erfiðir einkahagir, brot- hætt lund og skapbrestir áttu sinn þátt í honum, en það gerðu ytri að- stæður einnig. Kalda stríðið var í al- gleymingi, eins og Þorvaldur minnir á, og kallaði fram ýmsa verstu þætti þjóðarsálarinnar; menn voru misk- unnarlaust dregnir í dilka, Lárus eins og aðrir. Leikhúsið var á margan hátt afskaplega smátt í sniðum, fagleg umræða og gagnrýnin fálmkennd og fátækleg, ekki aðeins í blöðun- um, heldur umfram allt innan leik- húsveggjanna sjálfra. Engan þarf að undra að maður eins og Lárus yrði einmana og einangraður við slíkar aðstæður. Samt má aldrei gleyma því hversu mikið hann gaf íslensku leikhúsi og hversu dýrmætt því var að eignast slíkan snilldarmann, einmitt þegar það var að feta sig frá viðvaningshættinum yfir í metnað- arfulla atvinnumennsku. Þá þögn, sem lukið hefur um nafn hans, var löngu kominn tími til að rjúfa og bók Þorvaldar er einnig, svo langt sem hún nær, gott framlag til rannsókna á sögu tímabilsins. Jón Viðar Jónsson á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Íslenska leikritið Utan gátta var frumsýnt í ÞjóðleikhúsinU um helgina. Hver er höfundur verksins? 2. dV sagði í síðustu viku frá íslenskri leikkonU sem var rænd í rússlandi og fékk svo ástleitin skilaboð frá lögreglumanni. Hver er konan? 3. Hvað heitir bókin sem fékk íslenskU barnabókaverðlaUnin í nýliðinni viku? tí amótaman s tragísk saga Svar: 1. Sigurður PálSSon 2. björk jakobSdóttir 3. Steindýrin bækur Lárus PáLsson Leikari Höfundur: Þorvaldur kristinsson Útgefandi: jPV Þá þögn, sem lukið hefur um nafn lárusar Pálssonar, var löngu kominn tími til að rjúfa og bók Þorvaldar er einnig, svo langt sem hún nær, gott framlag til rannsókna á sögu tímabilsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.