Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 22
mánudagur 27. október 200822 Fólkið
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra mun svara spurningum
lesenda í næsta tölublaði Monitors.
Björgvin verður í liðnum Satt & logið
en þar eru lagðar fyrir viðmælend-
ur hinar ýmsu spurningar sem les-
endur hafa sent inn. Landsmönnum
gefst því tækifæri til þess að spyrja
ráðherrann spjörunum úr. Björg-
vin fer því í hóp með Gillzenegger,
Ásgeiri Kolbeins, Krumma í Mínus,
Helga Seljan og Jóni Gnarr sem allir
hafa svarað spurningum lesenda.
Spurning hvort kynjahlutfallið í Satt
og logið verði rétt af með kvenkyns
viðmælanda næst.
Bók Guðmundar Magnússonar um
íslenska viðskiptaheiminn er komin
út. Eins og DV greindi frá á dögun-
um hóf Guðmundur ritun bókarinn-
ar síðastliðið vor en þá var staða ís-
lenska fjármálakerfisins óneitanlega
töluvert öðruvísi en hún er í dag eftir
hrun bankanna. Guðmundur kvaðst
þó ekki hafa þurft að breyta miklu í
bókinni þar sem hann væri ekki að
rekja í smáatriðum atburði síðustu
vikna, heldur væri hann með breið-
ari fókus á þróun viðskiptaheimsins.
Hvað sem því líður er athyglisvert
að lesa fremst í bókinni nafn þess
sem hannar kápuna, sem kalla má
umbúðir Nýja Íslands. Hann heitir
Jón Ásgeir. Samkvæmt öruggum
heimildum DV er þarna þó ekki um
að ræða fjármálafurstann Jón Ásgeir
Jóhannesson.
Sýndir í SænSka
Sjónvarpinu
„Það fer nú dálítið eftir fjármagni
hvernig það tekst. Við erum dálít-
ið bundin að því leytinu til að við
fjármögnuðum þessa seríu á styrk
frá Kvikmyndamiðstöð og Norræna
sjóðnum. Í reglum beggja þessara
sjóða er að þeir styrkja ekki seríu tvö
neins staðar,“ segir Sigurjón Kjart-
ansson spurður um framhaldsseríu
af Svörtum englum. Sigurjón er einn
af handritshöfundum þáttanna sem
hafa slegið öll áhorfsmet í íslensku
sjónvarpi í vetur.
„Forsendan fyrir því að fá styrk
er að við getum selt þetta erlend-
is. Nú þegar er ljóst að sænska rík-
issjónvarpið mun sýna Svarta engla
og það var mikill áhugi í Cannes á
þáttunum frá hinum ýmsu stöðum,“
segir Sigurjón.
„Við náttúrlega bara krossum
fingur og vonum að það gangi eitt-
hvað að fá einhverja peninga að
utan. Þá getum við hugsanlega farið
í framleiðslu á seríu tvö en það verð-
ur bara að koma í ljós.“
Aðspurður hvort einhverjar
handritshugmyndir séu komnar
upp í kollinn fyrir aðra þáttaröð fá-
ist fjármagnið svarar Sigurjón. „Það
eru náttúrlega til fleiri skáldsögur
eftir meistarann Ævar Örn. Bæði
Blóðberg og Sá yðar sem syndlaus
er sem hvort tveggja eru sögur sem
gaman væri að gera sjónvarpsseríur
úr. Svo er hann að koma með nýja
bók fyrir jólin sem ég hlakka til að
lesa,“ segir Sigurjón en Svartir englar
voru byggðir á tveimur bókum eftir
rithöfundinn Ævar Örn Jósefsson,
Skítadjobbi og Svörtum englum.
Sigurjón segir að aðstandend-
ur Svartra engla hafi ekki átt von á
því að þættirnir myndu slá jafnmik-
ið í gegn og raun ber vitni. „Nei, við
áttum nú ekki von á því að hundrað
og fimmtíu þúsund manns myndu
horfa á þáttinn á hverju sunnudags-
kvöldi. En það er mjög ánægjulegt
að komast að því hvað fólk tekur
þessu vel.“
Í nóvember fer í tökur lögfræði-
dramasería sem heitir Réttur og
er handritið skrifað af Sigurjóni og
Margréti Örnólfsdóttur sem einnig
skrifaði handritið að Svörtum engl-
um en auk þess bættist í hópinn
Kristinn Þórðarson. „Þátturinn fer
í tökur í nóvember og verður sýnd-
ur á Stöð 2 í vetur ef allt gengur að
óskum.“
Það er nóg að gera hjá Sigur-
jóni þessa dagana við hand-
ritaskrif en hann er einnig
einn af handritshöfundum
Áramótaskaupsins sem
er heldur vandasamt verk
á tímum sem þessum þar
sem þjóðfélagið og stjórn-
málin taka stöðugum breyt-
ingum. „Við náttúrlega sitj-
um handritshöfundarnir og
horfum á beinar útsendingar
frá blaðamannafundum. Þetta
er dálítið eins og að vinna á Dag-
blaði virðist vera þar sem það er
alltaf eitthvað að breytast. En við
erum komin vel á veg og skrif-
um og skrifum og svo bara úr-
eldast sketsarnir eftir því
sem þetta heldur allt
saman áfram.“
krista@dv.is
Spennuþættirnir Svartir englar hafa slegið öll áhorfsmet í íslensku sjónvarpi í vetur.
Síðasti þátturinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en þátturinn þar á undan
mældist með fimmtíu og átta prósenta áhorf. Önnur þáttaröð veltur á því hvort fjár-
magn fáist fyrir þáttunum en einn af handritshöfundum Svartra engla, Sigurjón Kjart-
ansson, segir mikinn áhuga erlendis á þáttunum.
Lið Verzlunarskóla Íslands sigr-
aði hið svokallaða Stjörnulið í góð-
gerðarknattspyrnuleik sem fram
fór í Kórnum í Kópavogi á laugar-
dag. Verzló sigraði í leiknum 3–1 en
Egill „Gillzenegger“ Einarsson fór
fyrir Stjörnuliðinu. Gillz eða Störe
eins og hann kallar sig hafði lofað
„skeiningu“. Það gekk hins vegar
ekki eftir og enduðu Verzlingar á því
að skeina stjörnurnar.
Í Stjörnuliðinu voru einnig Auð-
unn Blöndal, Heiðar Austmann, Ívar
Guðmunds, Logi Bergmann, Þor-
grímur Þráins, Tryggvi Guðmunds-
son, Gunnleifur Gunnleifsson, Sig-
mar Guðmundsson, Helgi Seljan,
Sigmundur Ernir og fleiri þekktir.
Störe sagði í samtali við Fotbolta.
net að ástæðan fyrir tapinu hafi ver-
ið sú að hann var bara með aumingj-
um í liði. „Við vorum með náttúrlega
alveg þrjá, fjóra, fimm þroskahefta
menn í liðinu. Náttúrlega Helgi Selj-
an, ef hann verður ekki skeinandi sig
næsta mánuðinn veit ég ekki hvað,“
bætti Störe við.
asgeir@dv.is
Stjörnuhrap í kópavogi
Lið VeRzLunaRSKóLanS SigRaði StjÖRnuLiðið í góðgeRðaRfótboLta:
Svartir englar:
ráðherra
í Monitor
jón áSgeir
hannar
nýja íSland
Svartir Englar Þættirnir hafa slegið öll
áhorfsmet í íslensku sjónvarpi og meðal annars
slegið út áhorf á gömlu, góðu Spaugstofunni.
Með mörg járn í eldinum Sigurjón var einn
af handritshöfundum vinsælasta sjónvarpsþátt-
ar Íslands fyrr og síðar. nú situr hann sveittur
við skrif á áramótaskaupinu sem er heldur
strembið eins og ástandið er á Íslandi í dag.
Skeining Lið Verzlunarskólans
sigraði örugglega.