Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 6
mánudagur 27. október 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Lögð hefur verið fram kæra til rík-
issaksóknara á hendur Eggert Jóns-
syni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á
Seltjarnarnesi, fyrir að hafa beitt 62
ára konu ofbeldi. 26. september seg-
ist Sólveig Jónsdóttir hafa verið tek-
in hálstaki af varðstjóranum og hent
út af skrifstofu hans með valdi. Egg-
ert neitar sök en vill ekki tjá sig um
málið. Lögmaður Sólveigar, Þuríður
Halldórsdóttir, segir framkomuna
afar óeðlilega og bendir á að Sólveig
hafi áður lent í vandræðum í sam-
skiptum sínum við lögregluna.
Í losti
„Ég er bara í losti, og er búin að
vera í losti seinustu vikurnar,“ seg-
ir Sólveig en hún fór á lögreglustöð-
ina á Seltjarnarnesi föstudaginn 26.
september. Drengir sem búa í sama
húsi og Sólveig höfðu hótað henni og
ráðist á og skemmt bíl hennar en hún
vildi koma því á framfæri við lögreglu.
Hún var með ljósmyndir af póstkassa
sem hún segir strákana hafa eyðilagt
í þrígang og ræddi það við lögreglu-
mann. Því næst kom hún við á skrif-
stofu Eggerts varðstjóra og spurði
hann út í hvað lögreglan myndi gera
í málunum. Einhverra hluta vegna
reiddist Eggert og bað Sólveigu um að
fara. „Hann kom æðandi á móti mér
að hurðinni, tók fast utan um mig og
kastaði mér út á gang,“ segir Sólveig.
Hún segist hafa lent á veggnum og
meitt sig en eftir atvikið sagði hún við
Eggert að hún myndi kæra hann.
Neitar sök
Sólveig skrifaði í kjölfarið bréf til
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
og fékk í kjölfarið bréf þar sem henni
var tjáð að búið væri að senda málið
til saksóknara. „Þeir eru ráðnir til að
passa fólkið en ekki til þess að ráðast
á fólk,“ segir Sólveig sem er óánægð
með hvernig komið var fram við
hana. Eggert þvertekur fyrir að hafa
beitt Sólveigu einhverju ofbeldi en
viðurkennir að hann hafi vísað henni
út af lögreglustöðinni. Hann vill þó
ekki tjá sig meira um málið og segir
dómstóla þurfa að skera úr um þess-
ar fullyrðingar Sólveigar. Sólveig hef-
ur áður komið á lögreglustöðina og
reyndi hún meðal annars að leggja
fram kæru vegna eignarspjalla fyrir
nokkru.
Óeðlileg afgreiðsla
Þuríður Halldórsdóttir, lögfræð-
ingur Sólveigar, staðfestir frásögn
hennar og segir málið hafa verið
kært til ríkissaksóknara sem fer með
rannsókn málsins. „Ég tel afgreiðslu
lögreglunnar gagnvart þessari konu
afsakaplega óeðlilega og framkomu
líka,“ segir hún en hún fór með Sól-
veigu á lögreglustöðina fyrir nokkru.
Þá ætlaði Sólveig að kæra eignaspjöll
á bíl og öðru á sameigninni en lög-
reglan gerði að Þuríðar sögn ekkert
í því. Svörin sem þær fengu hjá lög-
reglunni voru þau að það væri bara
hægt að senda skriflegt erindi. „Ég
hef aldrei fengið svona afgreiðslu
hjá lögreglunni áður. Þeir gáfu enga
ástæðu og hlógu eiginlega,“ segir
Þuríður. Sólveig hefur áður lagt fram
kæru vegna eignaspjalla en það mál
datt dautt niður. Hún segist vonast til
þess að þetta mál verði ekki látið nið-
ur falla.
62 ára kona segist hafa orðið fyrir því að varðstjóri lögreglunnar hafi beitt hana ofbeldi
og hent henni út af skrifstofunni. Hún hefur lagt fram kæru í málinu og vill að réttlætið
nái fram að ganga. Varðstjórinn neitar sök og segir að dómstólar muni komast að því
rétta í málinu, hann hafi ekkert rangt gert. Lögfræðingur Sólveigar Jónsdóttur segist
aldrei hafa kynnst slíkum vinnubrögðum hjá lögreglunni.
KÆRIR LÖGGU
FYRIR LÍKAMSÁRÁS
JÓN bJarki magNúSSoN
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Í sjokki Sólveig Jónsdóttir
segist ennþá vera í sjokki en hún
sakar varðstjóra lögreglunnar
um að hafa beitt hana ofbeldi.
„ég er bara í losti, og er
búin að vera í losti sein-
ustu vikurnar.“
„Við fréttum bara af þessu í gegn-
um foreldra. Ein dagmóðirin hringdi
í mig og sagði að móðir barns sem er
hjá henni hafi fengið hringingu þar
sem móðurinni var boðið að koma
með barnið sitt á þennan leikskóla,“
segir Guðrún Þ. Ævarsdóttir, formað-
ur dagmæðra á Suðurnesjum, en á
næstunni tekur til starfa ungbarna-
deild við Leikskólann Háaleiti á Vall-
arheiði í Reykjanesbæ. Þar er boðið
upp á þau nýmæli að veita gæslu fyrir
börn á aldrinum níu til tveggja ára.
„Það er þungt hljóðið í mörgum
dagmæðrum. Sumar þeirra eru þegar
með laus pláss, jafnvel tvö eða þrjú. Ef
það koma ekki inn fleiri börn sjá sum-
ar þeirra jafnvel fram á að þurfa að fá
sér nýtt starf,“ segir Guðrún.
Hún segir vissulega marga foreldra
hafa afþakkað dvöl fyrir ungbörn sín
á leikskólanum og kjósi frekar að hafa
þau hjá dagmæðrum.
Undanfarið hefur verið fjölgun á
dagmæðrum á Suðurnesjum og seg-
ir Guðrún að dagmæður hafi beint
þeim tilmælum til bæjarskrifstofunn-
ar að þær sem sækja þar um leyfi til
starfseminnar fái upplýsingar um að
minna sé nú að gera en á sama tíma
á síðasta ári.
Leikskólinn Háaleiti var opnaður
fyrir um tveimur mánuðum. Þar er
pláss fyrir áttatíu börn en samkvæmt
nýjustu tölum hefur aðeins verið sótt
um pláss fyrir sautján börn. Nýting
plássa var því aðeins 20 prósent og
því brugðið á það ráð að opna ung-
barnadeild.
Eftir að dagmæður fréttu af breyt-
ingunum boðuðu þær Árna Sigfús-
son, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á
sinn fund. Í samtali við DV segir Árni
að hann telji áhyggjur dagmæðra
ástæðulausar. „Ég stappaði í þær stál-
inu. Það getur varla gerst að það verði
neinn flótti frá þeim,“ segir Árni. Hann
bendir á að vist hjá dagmæðrum hafi
ýmsa kosti umfram vistun á leikskóla
og mikilvægt að foreldrar íhugi þá.
Aðspurður hvort ekki hefði verið
rétt af bæjaryfirvöldum að upplýsa
dagmæður um að til stæði að opna
ungbarnadeild segir hann: „Ég tel að
það hefði litlu breytt hvenær menn
væru upplýstir.“
erla@dv.is
Dagmæður á Suðurnesjum eru uggandi um sinn hag vegna opnunar ungbarnadeildar:
Ungbarnadeild ógnar dagmæðrum
Ástæðulausar áhyggjur á næstunni
verður opnuð ungbarnadeild við
Leikskólann Háaleiti á Vallarheiði þar sem
tekið er við börnum allt niður í níu
mánaða aldur. árni Sigfússon bæjarstjóri
telur áhyggjur dagmæðra óþarfar.
Skora á ráða-
menn að mæta
„Hvernig gat þetta gerst?“ er
spurning sem þeir Gunnar Sig-
urðsson leikstjóri og Davíð A.
Stefánsson bókmenntafræðing-
ur vilja fá svar við í kjölfar efna-
hagsþrenginga hér á landi. Því
hafa þeir boðað til borgarafund-
ar í Iðnó í kvöld klukkan átta og
skora á ráðherra, þingmenn,
seðlabankastjóra, stjórn Seðla-
bankans og fyrrverandi banka-
stjóra viðskiptabankanna að
mæta. Í tilkynningu frá Gunn-
ari og Davíð segir að misvísandi
skilaboð ráðamanna berist í
gegnum fjölmiðla og því nauð-
synlegt að ráðamenn ræði beint
við fólkið í landinu í kvöld.
Bjargað tvisvar
sama daginn
Óheppnin elti ökumann
sem saknað var í gærkvöldi
og hófu þrjár björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar leit að manninum.
Talið var að hann væri á leið
frá Egilsstöðum til Vopnafjarð-
ar en veður var afar slæmt á
svæðinu. Maðurinn fannst
Héraðsmegin á Hellisheiði
eystri um níuleytið í gærkvöldi
þar sem fólksbíllinn sem hann
var á sat fastur.
Fyrr um daginn sótti björg-
unarsveitin Hérað þennan
sama mann þegar hann lenti
í vandræðum á Öxi. Gera má
ráð fyrir að hann leggi ekki
í langferð á næstunni nema
gera grein fyrir ferðum sínum
og verði vel útbúinn.
Tveir stútar á
Suðurnesjum
Suðurnesjamenn voru
heldur hávaðasamir um
helgina og þurfti lögreglan að
sinna þó nokkrum útköllum í
heimahús aðfaranótt sunnu-
dagsins vegna óláta. Þurfti
lögregla að hafa afskipti af fólki
vegna ölvunar en einnig heim-
sótti hún nokkur heimili þar
sem gerð var sú krafa að tónlist
yrði dempuð niður og öðrum
hávaða haldið í lágmarki.
Einn ökumaður var svipt-
ur ökuréttindum í umdæmi
lögreglunnar á Suðurnesjum
aðfaranótt sunnudags vegna
ölvunar við akstur. Annar öku-
maður missti ökuréttindi sín
nóttina áður fyrir sömu sakir.
Móðgun að
fá Breta
Fyrirhuguð koma breskra
herflugvéla til Íslands í árslok er,
í ljósi nýjustu atburða, móðgun
við Íslendinga. Þetta segir í álykt-
un Kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í norðausturkjör-
dæmi sem þingaði á Egilsstöðum
um helgina. Að mati framsóknar-
manna geta Bretar ekki talist vin-
veitt ríki, með hliðsjón af því að
þeir hafi beitt hryðjuverkalögum
gegn íslenskum fyrirtækjum og
sagt íslenska ríkið gjaldþrota, og
því væri óeðlilegt að breskir her-
menn stígi fæti sínum á íslenskra
grund.