Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 2
mánudagur 27. október 20082 Fréttir Föstudagur 29. júní 200714 Helgarblað DV BANDITOS SKEMMTU SÉR VEL Á ÍSLANDI Alþjóðlegar mótorhjólaklíkur hafa reynt að ná fótfestu hér á landi með það að sjónarmiði að smygla inn fíkniefnum. Árið 2003 vísaði toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli níu Vít- isenglum, eða meðlimum Hells Ang- els, frá landi, þar sem talið var að þeir vildu koma á viðskiptatengslum við undirheima Íslands. Ári síðar reyndu meðlimir Hog Riders MC að koma inn til landsins. Þeim var einnig snúið við vegna rök- studds gruns tollgæslunnar um að þeir hygðust styrkja tengsl sín við land og þjóð með það að markmiði að ná kjölfestu í fíkniefnaviðskipt- um. Þau samtök eru einnig alþjóðleg glæpasamtök samkvæmt þáverandi sýslumanni Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt öruggum heimildum er heimsóknum erlendra mótorhjóla- gengja hvergi lokið því meðlimir Banditos voru hér á landi í mánuð- inum. Þau samtök hafa háð blóðugt stríð við Vítisenglanna á Norður- löndum og hafa menn verið myrtir í þeim átökum. Innrás Vítisenglanna Árið 2003 var níu meðlimum Vít- isenglanna, eða Hells Angels, mein- aður aðgangur að Íslandi. Þeim var snúið við og sendir til síns heima. Jón Trausti Lúthersson ætlaði að taka á móti þeim en hann er með- limur í Fáfni MC í dag. Hann var handtekinn eftir harðvítug átök við lögregluna í flughöfninni. Ástæðan fyrir því að Vítisenglunum var snú- ið við var rökstuddur grunur um að þeir hygðust koma á viðskiptatengsl- um við íslenska undirheima til að auðvelda dreifingu á þeim fíkniefn- um sem þeir ætluðu hugsanlega að smygla hingað til lands. Sam- tökin eru alræmd á Norðurlöndum og hafa meðlimir þess verið marg- dæmdir fyrir morð, fíkniefnasmygl og vopnasölu. Fleiri samtök Aðeins ári síðar var meðlimum Hog Riders MC snúið við á Kefla- víkurflugvelli. Vopnuð sérsveit Rík- islögreglustjóra var send til að taka á móti samtökunum. Þeir voru þó handteknir án átaka og færðir til yf- irheyrslu. Eftir að yfirheyrslum lauk var mönnunum vísað aftur úr landi. Yfirvöld töldu að samtökin væru lítið annað en skipulögð glæpastarfsemi en því neita meðlimir Hrolls MC sem vildu veita þeim móttöku. Ástæðan fyrir því að Hog Rid- ers var boðið til Íslands er sú að þá hefði Hrollur MC farið úr því að vera „hangarounds“ og yfir í „prospects“. Það er einhverskonar virðingar- stigi sem litlir klúbbar feta sig upp á nokkuð löngum tíma hjá alþjóðleg- um klúbbum eins og Hog Riders eða Vítisenglum. Fáfnir á forsíðu Fjallað er um Fáfni MC í nýjasta tölublaðinu Scanbike. Það tímarit er helst þekkt á Íslandi eftir að DV sagði frá dauðalista sem þar birtist. Þar kom nafn Íslendingsins Sigurðs Ing- ólfssonar fram. Þar var sagt að hann væri eftirlýstur. Í tilkynningunni í Scanbike er látið í veðri vaka að hver sá sem jafni sakirnar við Sigurð muni njóti velvildar hjá samtökunum. Þeir sem ganga á Sigurð muni vinna sér inn punkta hjá forystusauðunum. Þeir sem Hells Angels hafa lýst eftir á þennan hátt í gegnum tíðina hafa yf- irleitt ekki átt von á góðu. Hótanir, of- sóknir, ofbeldi og í einstaka tilfellum morð hafa fylgt í kjölfar þess að Hells Angels gefi út yfirlýsingu sem þessa. Kjörorð samtakanna er að þeir sem eitthvað eiga sökótt við einn meðlim geta átt von á hefnd frá hverjum sem er í Hells Angels. Banditos á Íslandi Það eru ekki aðeins Hog Riders eða Vítisenglarnir sem vilja komast inn í landið. Meðlimir í mótorhjóla- klúbbnum Banditos voru hér á landi í mánuðinum. Þetta staðfestir Sverr- ir Þór Einarsson. Þeir komu í friði að hans sögn og skemmtu sér ljómandi vel hér á landi. Banditos og Vítisenglarnir hafa lengi eldað grátt silfur. Árið 1997 skutu meðlimir Banditos flugskeyti inn í samkomuhús Hells Angels með þeim afleiðingum að Vítisenglar létu lífið. Eftir það hefur blóðugt stríð verið háð á milli klúbbanna og er tal- ið að þeir séu að berjast um yfirráða- svæði til þess að selja fíkniefni. Slóð klúbbanna er blóði drifin á Norður- löndum og hafa saklausir vegfarend- ur orðið á milli í eldlínu félaganna. Lítið hefur þó heyrst um missklíð klúbbanna undanfarin ár og má því álykta sem svo að þeir séu búnir að grafa stríðsöxina í bili. Foringi Vítisengla á Íslandi Það eru ekki bara Banditos með- limir sem skemmta sér á Íslandi heldur var einnig leiðtogi norsku Vítisenglanna hér á landi árið 2004. Hann heitir Leif Ivar Kristiansen og er 44 ára gamall. Hann hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir að smygla 350 kílóum af hassi frá Danmörku. Níu aðrir englar voru dæmdir ásamt honum. Á sínum tíma fjallaði DV ítarlega um málið en þar kom fram í viðtali við sérfræðing hjá Ríkislögreglu- stjóra sem hefur tekið þátt í samstarfi norrænna lögregluþjóna í baráttunni við glæpastarfsemi vítisengla, að Leif hefði dvalið hér á landi. Lögregla á Norðurlöndunum fylgist náið með ferðum Vítisengla og heldur skrá yfir þá sem eru taldir virkir í glæpaverk- um þeirra. Lögregla hafði afskipti af Kristiansen þegar hann kom hingað á sínum tíma. Þeir hindruðu ekki för hans þar sem þetta hafi verið áður en norrænir ríkislögreglustjórar hafi hafið samstarf um að stöðva glæpa- starfsemi Hells Angels. Fáfnir neitar tengslum „Ég leigi bara af þeim House of Pain nafnið,“ segir Sverri Þór Ein- arsson eða Sverrir Tattú en hann er meðlimur í Fáfni. Hann heldur úti tattú stofu og notast klúbburinn við nafn Vítisenglanna. Hann segir eng- inn tengsl vera á milli klúbbanna, hvað þá að þeir séu að aðhafast eitt- hvað ólöglegt. Margar sögur hafa gengið um Fáfni MC en sérsveit rík- islögreglustjóra hefur oftar en einu sinni þurft að hafa afskipti af félags- heimili þeirra. Sjálfur segir Sverr- ir að flest afskipti lögreglunnar hafi verið erindaleysur. Annar meðlim- ur klúbbsins, Jón Trausti Lúthersson var nýverið dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás í Héraðsdómi Reykja- víkur. Þá hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm. „Það eina sem við eigum sameig- inlegt með Hells Angels eru Harley Davidsson-mótorhjólin,“ segir Sverr- ir að lokum. Valur grettIsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Vítisengill jón trausti Lúthersson var handtek- inn á Keflavíkurflugvelli eftir átök við lögreglu vegna heimsóknar Vítisenglanna. scanbike Fáfnir MC er á forsíðu mótorhjólatímaritsins scanbike en þar hefur nafn íslendings birst í þeim tilgangi að láta Vítisengla misþyrma honum. leif Ivar Kristiansen Leiðtogi norsku Vítisenglanna var á íslandi árið 2004, nokkru síðar var hann dæmdur í níu ára fangelsi fyrir stórtækt hasssmygl. sverrir tattú sverrir Þór Einarsson eða sverrir tattú eins og hann er kallaður segir það hreinan rógburð að Fáfnir MC tengist Vítisenglum. „Meðlimir í mótorhjólaklúbbn- um Banditos voru hér á landi í mánuðinum. Þetta staðfestir Sverrir Þór Einarsson. Þeir komu í friði að hans sögn og skemmtu sér ljómandi vel hér á landi.“ mánudagur 5. nóvember 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Iðraðist einskis og svaf vært Paul Warfield Tibbets yngri, flug- stjóri Enolu Gay, vélarinnar sem varpaði kjarnorkusprengjunni á Hir- oshima, er látinn níutíu og tveggja ára að aldri. Sprengjan, sem vó fimm tonn og var kölluð „Litli strákur“, varð um eitt hundrað og fjörutíu þúsund- um manna að bana þegar henni var varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945. Auk þeirra sem létust umsvifalaust létust mun fleiri þegar frá leið. Á sextíu ára afmæli sprengjunn- ar lýstu þrír eftirlifandi meðlimir leið- angursins því yfir að „þeir iðruðust einskis“. Tibbets, sem lést eftir tveggja mánaða sjúkralegu, bað um að jarð- arför hans færi fram án viðhafnar og að enginn legsteinn yrði settur á leiði hans. Hann óttaðist að gröf hans yrði skotspónn andstæðinga sprengjunn- ar. Tibbets sagði að þúsundir fyrrver- andi hermanna og fjölskyldur þeirra hefðu látið í ljósi þakklæti og ýjað að því að þeir væru jafnvel ekki á lífi ef ekki hefði verið fyrir kjarnorkusprengj- urnar. Í viðtali árið 1975 sagði hann að hann væri stoltur því honum hefði tek- ist að láta allt ganga upp. „Ég sef vært hverja nótt,“ sagði hann. Ári síðar var hann gagnrýndur fyr- ir að setja sprenginguna á svið á flug- sýningu í Texas. Sveppaský var mynd- að þar sem hann flaug yfir á B-29-vél sem gengur undir nafninu Fljúgandi virkið. Japanir brugðust ókvæða við og Bandaríkjamenn báðust afsökunar. Árið 1995 var Smithsonian-stofn- unin með sýningu vegna fimmtíu ára afmælis Hiroshima-sprengjunnar þar sem hún var sett í samhengi við þær þjáningar sem hún orsakaði. Það kallaði Tibbets „helvíti grófa móðg- un“. Að hans sögn snýst athyglin í of miklum mæli um þjáningu Japana, en ekki nógu mikið um grimmd japanska hersins. Enola Gay Paul Warfield Tibbets rétt áður en hann lagði upp í flugferðina til Hiroshima. Vítisenglar Samtökin Hells Angels voru stofnuð árið 1948 í Fontana í Kaliforníu og var hugmyndin að nafninu fengin frá flugsveit bandaríska flughersins frá fyrstu árum síðari heimsstyrjaldar. Samkvæmt vefsíðu samtakanna var það fyrrverandi flugmaður þeirrar sveitar og vinur eins stofnfélaganna sem stakk upp á nafninu. Verulegs misræmis hefur gætt í frásögnum af upphafsárum samtakanna og að sögn Ralphs Barger, stofnfélaga Oakland- deildarinnar, voru einar fyrstu deildir samtakanna stofnaðar í San Francisco, Gardena, Fontana og víðar sem sjálfstæðar deildir og höfðu meðlimir þeirra jafnvel enga vitneskju um að aðrar deildir væru til. Núna eru starfandi fleiri en hundrað deildir Vítisengla, eins og þau eru nefnd á okkar ástkæra og ylhýra máli, í tuttugu og níu löndum, en árið 1961 var á Nýja-Sjálandi stofnuð opinberlega fyrsta deildin utan Bandaríkjanna. Fyrsta deildin í Evrópu var stofnuð á Englandi árið 1969 í kjölfar þess að Bítlarnir buðu nokkrum meðlima Vítisengla í San Francisco til London. Opin öllum nema þeldökkum Að verða fullgildur meðlimur Vítisenglanna er langt og tímafrekt ferli, en samtökin eru ekki öllum opin. Samkvæmt heimildum dóms- málaráðuneytis Bandaríkjanna þarf sá sem æskir aðildar að vera hvítur, rómanskur eða asískur og tuttugu og eins árs eða eldri og eiga Harley Davidson-mótorhjól. Blökkumenn eiga ekki möguleika á að verða félag- ar og samkvæmt skjali sem notað var í dómsmáli í Kanada, eru reglur þar að lútandi mjög strangar. Í skjalinu kemur fram að Oshawa-deildin hafi leyft blökkumanni að verða „aftaní- ossi“, en þegar sú vitneskja barst yf- irstjórn samtakanna til eyrna varð að reka hann á brott, því aðild hans braut í bága við alþjóðareglur sam- takanna. Allir sem vilja verða meðlim- ir byrja á því að verða „aftaníossi“, á því tímabili er viðkomandi veginn og metinn og er boðið á uppákomur og á þess kost að hitta meðlimi Vítisengla á þekktum mótsstöðum. Ef áhugi er fyrir hendi er viðkomandi boðið að gerast „aukafélagi“ og gildir sú staða í eitt eða tvö ár. Þá er hann endur- metinn og fær stöðuna „tilvonandi“ og getur tekið þátt í sarfsemi deild- arinnar, en hefur ekki atkvæðisrétt. Á þeim tíma er hann metinn með til- liti til fullrar aðildar. Ef allt gengur að óskum verður umsækjandinn full- gildur meðlimur og má merkja fatn- að sinn í samræmi við það. Táknmynd bræðralags og tryggðar Vítisenglar eru umdeild samtök sveipuð mistri leyndardóms og dul- úðar, þökk sé mikilli leynd sem með- limirnir hafa tileinkað sér, jafnvel með einmitt þann ásetning í huga. Meðlimir nota ekki fullt nafn í sam- skiptum sínum við félaga sína, ein- göngu fyrra nafn og jafnvel bara við- urnefni. Saga samtakanna er litrík og í henni er að finna mörg tilfelli þar sem staðfest hafa verið tengsl með- lima þeirra við glæpsamlega starf- semi. Vítisenglum er öðrum þræði lýst sem goðsögnum nútímans og táknmynd bræðralags og tryggð- ar liðinna tíma og hins vegar sem ótýndum glæpamönnum og plágu á samfélaginu. Að sama skapi dreg- ur almenningsálitið dám af umfjöll- un fjölmiðla og sveiflast frá virðingu og hetjudýrkun til fullkominnar fyr- irlitningar. Undir þumli mínum Eitt frægasta atvik í sögu Vítisengla átti sér stað á hljómleikum í Kaliforníu 6. desember 1969, þar sem fram komu Jefferson Airplane, The Flying Burritos og Rolling Stones. Vítisenglar höfðu verið ráðnir til öryggisgæslu og áttu laun þeirra meðal annars að vera bjór að andvirði fimm hundruð bandaríkjadala. Einn þeirra sem stóðu að tónleikunum, Meredith Hunter, ruddist upp á svið sveiflandi byssu og náði að skjóta einu skoti, en var svo stunginn til bana. Skotið særði einn Vítisengil, en um minniháttar sár var að ræða. Samkvæmt algengri þjóðsögu áttu þessir atburðir sér stað á meðan The Rolling Stones flutti lagið Sympathy for the Devil. Sannleikurinn er hins vegar sá að lagið sem The Rolling Stones flutti meðan á þessum ósköpum stóð var Under my Thumb. Vítisengillinn Alan Passaro var síðar sýknaður af morðákæru á grundvelli sjálfsvarnar vegna málsins. Vítisenglar í 29 lönduKOlbEinn þOrsTEinssOnblaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í baksýnisspeglin- um vítisenglar í líkfylgd myrts félaga. Öryggisgæsla Vítisengla á hljómleikum The rolling Stones í Kaliforníu 1969. sarkozy kemur til bjargar Tsjadnesk yfirvöld hafa sleppt sjö Evrópubúum af sautj- án úr haldi í meintu mannráns- máli. Þeir sem þar er um að ræða eru fjórir spænskir flug- þjónar og þrír franskir frétta- menn. Þeir voru leystir úr haldi eftir að Nicolas Sarkozy kom óvænt til Tsjad. Málið snýst um áformaðan flutning rúmlega hundrað tsjadneskra og súdanskra barna til Frakklands. Málið vakti upp mikla reiði í Tsjad því fljótlega vöknuðu upp efasemdir um tilgang samtakanna sem að flutningunum stóðu. Fólksflótti frá flóðasvæðum Fleiri hundruð þúsund manns hafa flúið flóðasvæðin í Tabasco í Mexíkó, en enn bíða um þrjú hundruð þúsund manns björgunar á heimilum sínum. Vatnshæð í Villahermosa, höfuðborg fylkisins, er allt að sex metrar og standa aðeins þök húsanna upp úr. Forseti landsins, Felipe Calderon, kallaði út allan flugher landsins til að koma vistum til fólks og flytja á brott. Samkvæmt síðustu tölum hafa flóðin kostað fimm manns lífið í suðurhluta landsins, þar af einn í Tabasco. Flóðin eru tilkomin vegna óhemju mikillar úrkomu sem olli því að ár rufu bakka sína. Frelsi fjölmiðla skert Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið tekinn höndum í Pakistan í kjölfar neyðarlaganna sem Pervez Musharraf forseti setti um helgina. Frelsi fjölmiðla hefur verið skert og höft sett á réttindi borgara. Ákvörðun Mush- arrafs hefur sætt mikilli gagnrýni og telja stjórnmálaskýrendur að með neyðarlögunum ætli Musharraf að koma í veg fyrir að hæstiréttur ógildi kosningarnar sem fram fóru fyrir mánuði. Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - Pottar og prik Akureyri - Áfangar Keflavík - Fjarðarkaup - Parket og gólf - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi - Rými - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins fáfnir fær stuðningsaðild að vítisenglunum: miðvikudagur 2. júlí 2008 dagblaðið vísir 118. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 Þeir eru komnir! „Óhugnanlegt“ Morð er toppurinn Norskur Vítisengill svarar fyrir Fáfni Aníta heillar Hollywood daNir eru haMiNgju- saMastir Íslendingur bankar á dyr aðalliðs real betis íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. nú hafa danir vinninginn. íslendingar eru álíka hamingjusamir og kólumbíumenn og íbúar púertó ríkó. hVerFa þíNir peNiNgar? skoðaðu hvort innistæða þín rýrnar vegna verðbólgunnar. NeyteNdur kvikmynd anítu briem er spáð velgengni. aníta skartaði sínu fegursta á frumsýningunni. M I Ð V I K U D A G U R 2 . J Ú L Í 2 0 0 8 U M S J Ó N : K o L b R Ú N P á L Í N A H e L G A D Ó t t I R k o l b r u n @ d v . i s sumartíska Flest dettur í og úr tísku jaFnört og krónan Flöktir. eitt Fyrirbæri Fer þó aldrei úr tísku: sumarið. allir taka því jaFnopnum örmum og geir ólaFs tekur athyglinni. í þessu sumartískublaði dv er að Finna Flotta götutísku reykjavíkur, hvernig íslendingar klæða sig á Ferðalögum, ómissandi snyrtivörur og ódýra sumarkjóla. sé blað FÓlk Fréttir föstudagur 6. júlí 20072 Fréttir DV Helen Ó. Pálsdóttir Leó Örn Þorleifsson ÓSVEIGJANLEIKI SÆRIR EINSTÆÐA MÓÐUR Einstæð þriggja barna móðir, Helen Ó. Pálsdóttir, er sár yfir ósveigjanleika Fæðingarorlofssjóðs í sinn garð er sjóðurinn gerði mistök og kom henni í vandræði. Jafnframt varð hún fyr- ir vonbrigðum með viðbrögð Félags- þjónustu Reykjavíkur er hún óskaði eftir þeirra aðstoð við að leysa úr vand- ræðunum. Málsatvik voru þau að í aprílmán- uði ofgreiddi Fæðingarorlofssjóður Helen þannig að hún fékk greitt inn á reikning tvöfalda greiðslu. Nokkru síð- ar fékk hún bréf frá sjóðnum þar sem henni var tilkynnt að næstu greiðslu fengi hún ekki og dregið yrði jafnframt af greiðslu þar á eftir til að ná til baka þeir upphæð sem ofborguð var. Þetta fyrirkomulag hentaði Helen heldur illa og leitaði hún með þá ósk til Fæð- ingarorlofssjóð að snúa þessu við, að taka hlutagreiðslu fyrst og sleppa síð- an alfarið seinni greiðslunni. Að henn- ar sögn var þeirri beiðni alfarið hafnað og fyrir vikið sér hún fram á að eiga erf- itt með að lifa af út mánuðinn. Höfum engar heimildir Leó Örn Þorleifssson, forstöðu- maður Fæðingarorlofssjóðs, segist ekki geta rætt einstök málefni þeirra sem hljóta greiðslur úr sjóðnum. Hann segir ofborganir geta átt sér stað og í þeim tilvikum beri sjóðn- um að ráðast í endurkröfu við fyrsta tækifæri. „Mér er algjörlega óheim- ilt að ræða einstök mál. Almennt er það hins vegar þannig að í þeim til- vikum sem ofborganir eiga sér stað, og það er eitthvað sem getur gerst, þá ber okkur að innheimta greiðsluna um hæl. Við höfum engar heimild- ir í okkar starfsemi til að sveigja það eða beygja enda erum við að sýsla með opinbert fé. Ef viðkomandi aðili á eftir greiðslur hjá okkur er einfald- ast að draga af þeim,“ segir Leó Örn. „Menn hljóta að fylgjast með banka- reikningum sínum og taka eftir tvö- földum greiðslum. Fólki sem fær of- borgað ber að setja sig í samband við okkur og endurgreiða. Ef menn kjósa að nýta féð sjálfir þá förum við strax í endurkröfu, eðli málsins samkvæmt, og getum ekki verið að sveigja reglur eða lána fólki úti í bæ. Í þeim tilvikum þarf fólk að leita til félagsþjónustu eða banka. Okkur ber að sækja greiðsluna við fyrsta mögulega tækifæri enda erum við ekki lánastofnun.“ Reið og sár Aðspurð segir Helen ósveigjan- leikann koma sér afar illa á þessum tímapunkti. Hún ítrekar að vegna mistaka Fæðingarorlofsjóðs þurfi hún að leita leiða til að lifa af út mán- uðinn. „Þetta hitti bara illa á núna. Ég bað þá einfaldlega að snúa þessu við, að þeir myndu taka frekar hluta um síðustu mánaðarmót og næsta mánuð taka alla greiðsluna því að ég myndi fá barnabætur þá en þeir neit- uðu. Sem sagt, síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurrmjólk né bleyjur handa stráknum mínum. Ofan á allt saman næ ég ekki að klára reikning- ana þennan mánuðinn,“ segir Helen. „Ég bað Félagsþjónustuna um hjálp í þessum vandræðum til að lifa út mánuðinn en þeir vildu ekki hjálpa mér. Þeir sögðu mér að ég þyrfti að passa upp á þetta sjálf en þetta voru hvorki mín mistök né minn ósveigj- anleiki. Vegna þessa ósveigjanleika er ég með allt í eftirdragi og þarf að reyna að skrimta út mánuðinn. Ég er bara svo reið og sár yfir þessu.“ TRausTi HafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurr- mjólk né bleyjur handa stráknum mínum.“ erfiður mánuður Helen segir að vegna ósveigjan- leika fæðingarorlofssjóðs eigi júlímánuður eftir að reynast erfiður. Skrópaði í héraðsdóm Fíkniefnasali, sem var ákærð- ur fyrir að hafa haft undir hönd- um tæp fimmtán grömm af amfetamíni, skrópaði ítrekað í Héraðsdóm Suðurlands. Hann hafði þó mætt einu sinni og ját- aði þá brotið á sig. Fíkniefnin fundust við hefð- bundna leit í Vestmanneyjum í ágúst á síðasta ári. Maðurinn skrópaði ítekað í héraðsdóminn og að lokum var gefinn út hand- tökuskipun á hann. Þrátt fyrir allt lét hann ekki sjá sig. Héraðsdóm- ur dæmdi hann þá í tæplega 150 þúsund króna sekt ella sæti hann fangelsi í tíu daga. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sparkaði í liggjandi mann Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 45 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir að sparka af miklum krafti í höfuð liggjandi manns. Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um í ágúst árið 2005. Dómara við Héraðsdóms Suðurlands þótti þótti drátt- ur málsins aðfinnsluverður og gagnrýndi ákæruvaldið fyrir það. Engu að síður játaði maður- inn árásina skýlaust en sagði að hann hefði ekki sparkað svo fast í höfuð liggjandi mannsins. Hér- aðsdómi Suðurlands var nokk sama um þær útskýringar enda vitni að atburðinum sem sögðu annað. Fatlaðir fá öll launin greidd Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að styrkja samstarfsverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra þannig að fatlaðir fái sömu laun og ófatlaðir. Gagnrýnt hefur verið að þeir fái ekki borgað fyrir alla vinnu sína. Jóhanna vonar að umræðan verði til að enn fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóði fatlaða starfsmenn velkomna. Sú skýr- ing sem gefin var á því að fatlaðir fengu ekki sömu laun og aðrir væri að kki hefði fengist nægilegt fjármag til verkefnisins. Þroska- hjálp gagnrýndi það harðlega. Náttúruskoðun á methraða Ítalskur ferðamaður var sviptur ökuréttindum þegar lögreglan á Akureyri mældi bifreið sem hann ók á 171 kíló- metra hraða. Hann var með tvo farþega í bílnum og gáfu þeir þá útskýringu á hraðakstr- inum að þeir væru að skoða náttúruna. Svona mikill hraði arðar sviptingu ökuleyfis e að auki þurfti Ítalinn að borga hundrað og tólf þúsund krónur í sekt. Sektina þurfti hann að borga á staðnum og gat bjargað sér fyrir horn með Visa kortinu. Ljóst þykir þó að það er ansi mikið fé á ítölskum mælikvarða. Vildi hætta í Fáfni og var misþyrmt Fáfnismaður sem Sérsveit lög- reglustjórans í Reykjavík bjargaði úr félagshúsnæði þeirra á Vatnsstíg í fyrrinótt vildi hætta í Fáfni samkvæmt staðfestum heimildum. Ósætti mun hafa komið upp í félagsheimilinu að kvöldi miðvikudags þannig að slags- mál brutust út. Að sögn lögreglu sýndu tveir Fáfn- ismenn mótþróa en lögreglumenn yfirbuguðu þá. Fáfnismaðurinn sem vildi hætta í klúbbnum hlaut talsverða áverka og var fluttur á slysadeild Land- spítalans til aðhlynningar. Það var seint á miðvikudagskvöld- inu sem lögreglu barst ábending um að verið væri að misþyrma manni í fé- lagshúsnæði Fáfnis. Sérsveitin var köll- uð til ásamt lögreglumönnum. Þegar lögreglan ruddist inn á félagsheimilið blasti við þeim ofbeldið og voru leik- ar skakkaðir. Ekki er ljóst hversu lengi ofbeldið viðgekkst en einn heimildar- maður DV líkti atburðinum við pynt- ingar. Þegar haft var samband við með- lim klúbbsins vildi hann ekki tjá sig við DV vegna umfjöllunar blaðsins um meint tengsl þeirra við Vítisenglanna, eða Hells Angels. Í sömu umfjöllun kom fram að meðlimir móthjólagengisins Banditos hafi verið hér á landi í júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur margsinnis haft afskipti af félagshúsnæði Fáfnis en einn með- limur klúbbsins er Jón Trausti Lúth- ersson. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í síðasta mánuði fyrir líkamsárás í félagi við annan mann. Þau svör fengust hjá lögreglu að yfirheyra ætti mennina í gær. Þeir voru alls tíu sem voru handteknir og því ljóst að yfirheyrslur taki nokk- urn tíma. Brotaþoli var ekki búinn að leggja fram formlega kæru vegna málsins. valur@dv.is fáfnis maður handtekinn fáfnismaðurinn jón trausti lúthersson var handtekinn þegar Vítisenglar vildu inn í landið. Ekki er ljóst hvort hann sé einn af þeim hand- teknu eftir meinta líkamsárás á fáfnisheimilinu. fimmtudagur 3. júlí 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Gott veður um helgina Næstu helgi verður veðrið gott um land allt. Það verður þó hlýjast á suðvesturhluta landsins þar sem hitinn gæti farið eitt- hvað yfir 20 gráður. Fyrir austan verður eitthvað svalara en samt sem áður gæti hiti þar farið upp í 18 gráður. Einhverja þoku gæti gert að næturlagi við fjöll og litlar skúrir gætu orðið inn til landsins. Veðrið lítur mjög vel út um land allt og getur fólk því ferðast hvert á land sem er án þess að hafa áhyggjur af veðri. Vilja bora í Krýsuvík Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Hafnarfjarðarbær geri breytingar á aðalskipulagi frá 2005 til 2025 svo hitaveitan geti hafið tilraunaboranir í Krýsuvík. Beiðnin var lögð fyrir skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar síðastliðinn þriðjudaginn. Hita- veitan lagði fram greinargerð um fyrirhugaða framkvæmd borana en áður hafði skipulags- og bygg- ingaráð óskað eftir því í byrjun júní. Skipulags- og byggingaráð frestaði erindinu á milli funda en sá næsti verður haldinn 22. júlí. Ekki fokið í fólk Haraldur Þórarinsson for- maður Landsambands hesta- mannafélaga, segir að ekki hefði fokið í fólk á hestamannamóti þó svo að vindurinn hefði blásið mikið á þriðjudag. Hann segir ekkert geta toppað óveðrið sem var á Hvolsvelli á þriðjudags- kvöld. Opna þurfti íþróttahúsið svo að fólk kæmist í öruggt skjól og mikið af fólki nýtti sér það. Haraldur er þó bjartsýnn á veðrið það sem eftir lifir móts. „Veðrið er orðið gott núna og veðurspáin er fín. Ég hef ekki trú á öðru en að hér verði fjöldi fólks við góðar aðstæður í góðu veðri.“ Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn eru ósáttir við að stjórnvöld leggi auk- in verkefni á Heilbrigðiseftirlit Suður- lands án þess að því fylgi nokkur fjár- veiting úr ríkissjóði. Samkvæmt nýrri reglugerð verð- ur eftirlit við verndarsvæði Þingvalla- vatns aukið og hefur það í för með sér aukakostnað fyrir Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands. Nýja reglugerðin hef- ur ekki bara áhrif á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands heldur veldur hún einn- ig auknum koastnaðarútgjöldum fyr- ir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Það er vegna þess að sumarbústaða- eigendur verða að endurnýja fráveitu sína til að draga úr köfnunarefnis- mengun við Þingvallavatn. „Reglugerðin var sett án þess að nokkurt fjármagn fylgdi henni,“ seg- ir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. „Við erum ánægð með reglugerð- ina þar sem tilgangur hennar er að vernda Þingvallavatn sem er stórkost- legt vatn, það vantar bara fjármagn- ið til útfærslu á reglugerðinni,“ seg- ir Elsa. Reglugerðin mun auka álag á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem hefur eftirlit með framkvæmd reglu- gerðarinnar enda er þetta nýtt verk- efni sem ekki er borið uppi af eftir- litsgjöldum eins og venja er með aðra eftirlitsskylda aðila. Samband sunn- lenskra sveitafélaga hefur beðið um fund með Þórunni Sveinbjarnardótt- ur umhverfisráðherra ásamt Heil- brigðiseftirliti Suðurlands en ekki hefur fengist svar frá ráðherra. Málið er af þeim sökum í biðstöðu þangað til svar frá ráðherra fæst. olivalur@dv.is Fá ekki fé til verksins Við Þingvelli Þórunn Sveinbjarnar- dóttir hefur ekki veitt svar um fund. „Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast okkur,“ segir Leif Ivar Kristi- ansen, leiðtogi Hells Angels í Nor- egi, í samtali við DV. Samkvæmt hættumati greiningardeildar rík- islögreglustjórans er litið á tengsl vélhjólaklúbbsins Fáfnis MC við Vítisenglana í Noregi sem ógn við Ísland. Í greinargerð sem var kynnt fjölmiðlum á mánudaginn sagði orðrétt: Íslenski vélhjólaklúbbur- inn Fafner MC Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Ang- els. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til form- legra tengsla við skipulögð, alþjóð- leg glæpasamtök. Leif segir sam- tökin tilbúin í stríð vilji stjórnvöld stríð. Sannið misferli „Ég er mjög hissa á að íslensk stjórnvöld skuli segja þetta,“ segir Leif og varar enn fremur stjórnvöld hér á landi við því að hræra upp í ótta almennings gagnvart samtök- unum. Hann segir það grundvall- arforsendu að sanna glæpi á menn eða samtök áður en farið er að saka þau um að vera alþjóðleg glæpa- samtök. Þá bendir Leif á að það sé misjafn sauður í mörgu fé, auðvitað hafi menn innan samtakanna gerst brotlegir við lög, en það ætti ekki að kasta rýrð á samtökin í heild sinni frekar en menn dæmi heila þjóð vegna verknaða einstakra manna sem tilheyra henni. „Þið verðið hreinlega að sanna það,“ áréttar Leif um ásakanir grein- ingardeildar ríkislögreglustjórans. Mætum þeim af hörku „Mér þykir reyndar leitt að þeir skuli vera hræddir við okkur, við erum kurteisir menn og viljum bara ferðast um á mótorhjólunum okk- ar,“ segir Leif en hann er stofnandi Hells Angels í Noregi og forsprakki samtakanna í því landi. Leif gengst þó ekki við því að hann sé for- ingi þeirra þegar blaðamaður spyr hann, en neitar því ekki heldur. „Ef þeir vilja stríð getum við mætt þeim af fullri hörku,“ seg- ir Leif um hörku stjórnvalda í garð samtakanna hér á landi en bendir jafnframt á að það sé þó ekki vilji norsku Vítisenglanna. Aðspurður um Fáfnismenn segir hann þá efni- lega stráka en þeir séu ekki opin- berlega orðnir Vítisenglar þótt þeir eigi góða möguleika á því. Kom til Íslands „Mér líkaði mjög vel við Ísland þegar ég heimsótti landið,“ segir ForinGi HE tilbúinn í stríð Valur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Jón trausti lúthersson fáfnismaðurinn og tilvonandi Vítisengillinn jón trausti var handtekinn þegar Vítisenglar reyndu fyrst að koma hingað til lands. leiðtogi norsku Vítisenglanna segir samtökin tilbúin í stríð sé það vilji stjórnvalda. DV Fréttir fimmtudagur 3. júlí 2008 7 g ells Angels Leif sem kom hingað fyrir örfáum árum. Þá var hann ekki stöðvaður þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt sig í líma við að snúa meðlimum geng- isins við til síns heima. Hann segir að þvert á móti hafi lögreglan verið mjög vinaleg á meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segist hafa not- ið landsins gæða á meðan hann dvaldi hér og hefur ekkert illt um þjóðina að segja. Honum finnst aftur á móti viðbrögð lögreglunnar hafa verið heldur hörð þegar þeir hafa komið í hópum. Eftir að þeim var vísað úr landi í fyrra fóru þeir í mál við ríkið. Fimm sinnum fyrir dóm „Þeir hafa dregið mig fimm sinnum fyrir dóm og alltaf hef ég gengið út sem frjáls maður,“ seg- ir Leif um erfitt líf Vítisengilsins. Ein af alvarlegri ákærunum sem hann fékk var vegna smygls á þrjú hundruð og fimmtíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Þá var efnunum smyglað með húsbíl og eldri hjón óku honum. Landa- mæraverðir náðu efnunum og voru níu einstaklingar ákærðir í kjölfarið. Sjálfur þurfti Leif að dúsa í gæsluvarðhaldi í þrettán mán- uði þar til hann var dæmdur í níu ára fangelsi. Síðan var hann sýknaður af hæsta- rétti Noregs. Hinir átta fengu sam- tals fimmtíu og sjö ára fangelsisdóma vegna glæpsins. Hugsanlega til Íslands „Við erum fjöl- skyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítis- englar hafa fengið dóma,“ segir Leif og talar ítrekað um Vítisenglana sem stórt bræðralag eða fjölskyldu. Hann bendir jafnframt á að Vítisenglar geri menn ekki að glæpa- mönnum. Það sjá mennirnir sjálfir um. Aðspurður hvort von sé á norskum Vít- isenglum til landsins segir hann aldrei að vita – vistin síðast hafi að minnsta kosti verið notaleg. „Við erum fjölskyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítisenglar hafa fengið dóma.“ Leif Ivar Kristiansen Leiðtogi Vítisenglanna leif ivar Kristiansen er leiðtogi norsku Vítisengl- anna og leiðbeinir fáfni eftir grýttum slóðanum til fullgildingar samtakanna. mynd tOm E. ØStHuuS Mikill viðbúnaður var á Keflavíkur- flugvelli á föstudaginn vegna komu Vítisenglanna en samkvæmt heim- ildum DV voru meðlimir samtak- anna hingað komnir til þess að fagna tólf ára afmæli íslenska mótorhjóla- klúbbsins Fáfnis. Þá var heimsóknin einnig liður í umsóknarferli Fáfnis- manna en þeir hafa í nokkur ár unn- ið hart að því að gerast meðlimir Vítisenglanna. Á sama tíma í fyrra reyndu átta meðlimir Vítisenglanna að koma til landsins en lögreglan skarst í leikinn og neitaði þeim um landvistarleyfi. Jón Trausti Lúthersson, einn nafntogaðasti meðlimur Fáfnis, vildi í samtali við DV ekki staðfesta að lögregla hefði haldið Vítisenglum frá afmælisveislu Fáfnis. „No comm- ent,“ sagði Jón Trausti og bætti við að hann teldi ekki tímabært að tjá sig um málið.Meðlimir hinna alræmdu Hog Riders-mótorhjólasamtaka voru í sömu flugvél og Vítisenglarn- ir á föstudag og tveir þeirra komust í gegnum landamæraeftirlitið á Kefla- víkurflugvelli og eru þeir nú staddir á Íslandi. Hvor tveggja Hog Riders og Hell‘s Angels hafa verið tengd við skipulagða glæpastarfsemi víða er- lendis. Vöktuðu komusalinn Óeinkennisklæddir lögreglu- menn vöktuðu komusalinn í Leifs- stöð á föstudaginn og fylgdust grannt með öllum þeim sem í flugstöðinni voru. Töluvert fleiri lögreglumenn stóðu vaktina á Keflavíkurflugvelli vegna málsins og var til að mynda aukahópur lögreglumanna kallaður út. Þá var einnig heilt teymi rann- sóknarlögreglumanna á staðnum. Lögreglan var því við öllu búin en aðgerðin gekk þó snurðulaust fyrir sig. Ekki náðist í talsmann lögregl- unnar í Keflavík vegna málsins og því er ekki vitað um afdrif þeirra Vít- isengla sem voru stöðvaðir við kom- una til landsins eða hversu margir voru handteknir. Í sambærilegum málum hafa Vítisenglarnir ávallt verið yfirheyrðir og þeim síðan vís- að úr landi. Jóhann R. Benediktsson, fyrrver- andi lögreglustjóri á Suðurnesjun- um, barðist hart gegn því að Vítis- englarnir næðu fótfestu hér á landi en hann sagði í samtali við DV fyrr á þessu ári að það væru alvarlegar fréttir ef slík samtök væru að skjóta varanlegum rótum hér á landi. Þá sagði hann einnig að þessir menn væru engin lömb að leika sér við og að menn klífi metorðastigann hjá Vítisenglunum með því að fremja al- varlega glæpi. Vilja inn í Vítisenglanna Samkvæmt heimildum DV áttu Fáfnismenn að færast einu skrefi nær inngöngu í Vítisenglana nú um helgina og voru þeir meðlimir Vítis- englanna sem stöðvaðir voru í Leifs- stöð meðal annars komnir hingað til lands af því tilefni. Fáfnir er nú í miðju umsókn- arferlinu hjá Hell‘s Angels og hef- ur klúbburinn fengið nafnbótina „hangaround club“ sem gerir þá að viðurkenndum áhangendum Hells Angel‘s samkvæmt vefsíðu samtak- anna hells-angels.com. Umsókn- arferlið er í þremur skrefum en það getur tekið þó nokkurn tíma fyrir Fáfni að verða fullgildur klúbbur í Vítisenglunum. Fyrsta skrefið er að fá nafnbótina „hangaround club“ en því næst fær Fáfnir nafnbótina „prospect“ eða tilvonandi og að lokum verða Fáfnismenn fullgildir meðlimir Vítisenglanna. Hog Riders komust í gegn Athygli vakti að tveir leðurklædd- ir meðlimir mótorhjólasamtakanna Hog Riders komust í gegnum landa- mæraeftirlitið á föstudaginn þrátt fyrir það að samtökin séu nátengd Vítisenglunum. Þeir voru brattir við komuna til landsins en vildu þó ekk- ert tala við blaðamann DV og reyndu að hylja andlit sitt þegar ljósmynd- ari hugðist taka myndir af þeim. Íslenskur meðlimur Hog Riders- samtakanna, sem tók á móti þeim í Leifsstöð, sagði í samtali við DV að hvorki hann né þeir sem hann sótti í Leifsstöð tengdust Fáfni eða Vítis- englunum. Fyrir þremur árum fjallaði DV um íslenskan fjölskylduföður sem var á dauðalista Vítisenglanna en hann hafði lent í útistöðum við íslenska meðlimi Hog Riders á skemmti- staðnum Amsterdam í Reykjavík. Það þykir því ljóst að Hog Riders og Vítisenglarnir tengjast sterkum böndum bæði hér á landi og erlend- is.Björn Bjarnason gerði Hog Rid- ers og Hell‘s Angels að umtalsefni á heimasíðu sinni í nóvember í fyrra og sagði að reynslan sýndi að „hvar- vetna sem Hell’s Angels og önnur sambærileg vélhjólasamtök ná fót- festu fylgir aukin skipulögð glæpa- starfsemi í kjölfarið. Þeirri viðleitni samtakanna fylgir og jafnan stór- aukin hætta á hótunum, fjárkúgun- um og ofbeldi“. Ógn við öryggi í landinu Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra telur Fáfni og Vítisenglana vera ógn við öryggi í landinu. Í skýrslu greiningardeildarinnar frá því fyrr á þessu ári er fjallað um Fáfni og sagt að klúbburinn hafi stofnað til form- legra tengsla við alþjóðleg glæpa- samtök með því að gerast stuðnings- klúbbur hjá Vítisenglunum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hell‘s Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarf- semi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipu- lagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefna- viðskipta. Fyrir liggur að mörg þess- ara samtaka tengjast einnig vopnas- mygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hef- ur ítrekað komið til blóðugra upp- gjöra þessara hópa. Á árunum 1994 til 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hell‘s Angels og Bandidos,“ segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. Vítisenglum haldið frá afmælisVeislu Félagar úr mótorhjólasamtökunum Hell‘s Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn. Mikill viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna komu Vítisenglanna en þeir komu með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveir meðlimir mótor- hjólasamtakanna Hog Riders komust í gegnum landamæraeftirlitið en hvor tveggja samtökin hafa verið tengd við skipulagða glæpastarfsemi. Atli MáR GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Hog Riders meðlimirnir vildu ekki ræða við dV við komuna til landsins og drifu sig upp í þennan pallbíl og hurfu snarlega á braut. Myndir Róbert Reynisson. Kátir við komuna mótorhjólatöffararnir úr Hog riders voru heppnari en stallbræð- ur þeirra úr Vítisenglunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.