Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 13
mánudagur 27. október 2008 13Fréttir Myrti sýndareiginmann sinn Japönsk kona var handtekin í Japan í síðustu viku eftir að hafa drepið sýnd- areiginmann sinn í vinsælum tölvu- leik. Hin fjörutíu og þriggja ára kona varð víst ekki sátt við að komast að því að hann hafði skilið við hana í leikn- um, Maplestory. Að sögn lögreglunn- ar komst hún með ólögmætum hætti yfir innskráningaratriði þess sem lék eiginmanninn og eyddi persónu hans. Til þess hafði konan ferðast 1.000 kílómetra leið til heimabæjar „eigin- mannsins“. Konan situr nú í fangelsi í Sapporo og bíður þess að komast að hvort hún verður ákærð fyrir að brjóstast inn í tölvu og breyta gögnum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist og sekt sem nemur allt að 600.000 krónum. Hefur áhrif á blóðþrýsting Það kann vel að vera að það valdi hærri blóðþrýstingi hjá mörgum þegar einhver rekur við í návist þeirra. En sá sem rekur við nýtur hins vegar góðs af því gasi sem hann hefur sleppt út í andrúmsloftið. Vísindamenn við John Hopkins-há- skólann í Maryland í Bandaríkjun- um hafa komist að því að myndun brennisteinsvetnis í þörmunum hefur góð áhrif á blóðæðarnar. Rannsóknir á músum hafa leitt í ljós að brenni- steinsvetnið víkkar æðarnar og með- því er hægt að koma lagi á blóðþrýst- inginn. Þessi nýja uppgötvun kann að leiða til fleiri möguleika við meðhöndlun á háum eða lágum blóðþrýstingi, segja vísindamennirnir. Át sig í hel Tuttugu og þriggja ára mathákur hné niður þegar hann tók þátt í átkeppni í háskóla sínum á Taív- an. Nemandinn, Chang að nafni, var í óða önn að úða í sig brauði fylltu með grjónum og osti og hafði auk þess gleypt í sig eitthvað af skammti liðsfélaga síns þegar hann byrjaði að kasta upp og hné síðan dauður niður. Fyrir tilstilli þessa nema hafði lið hans tekið forystu í keppninni „Stærsti maginn“ í Dayeh-háskól- anum. Ef Chang hefði náð fyrsta sæti í keppninni hefði hann orðið sjö þúsund krónum ríkari, hann átti ekki því láni að fagna. Íshellan á norðurpólnum bráðnar á methraða hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Þetta er niðurstaða breskra vísindamanna, en þeir hafa komist að því að sumarbráðnun, sem í ár varð til þess að norðvest- ursiglingaleiðin opnaðist, heldur áfram um vetrarmánuðina. Síðasta vetur þynntist sjávarís sem nemur nítján prósentum. Allajafna hefur íshellan minnk- að að sumri til en stækkað að vetri, en niðurstöður vísindamannanna benda til að sá tími sem íshellan nær að endurnýja sig verður sífellt styttri. Katharine Giles prófessor, sem stýrði rannsókninni, sagði að rann- sóknin hefði leitt í ljós að þykkt sjáv- aríss við Norðurpólinn hefði hægt og bítandi orðið minni, en síðan hefði þykkt íssins snarminnkað. „Eftir metbráðnun sumarið 2007 tók þykkt vetraríssins einnig mikla dýfu. Það sem veldur áhyggjum er að sjávar- ísinn hopar ekki eingöngu heldur þynnist hann líka,“ sagði Giles. En ástæður þynningarinnar eru einnig áhyggjuefni í sjálfum sér. Katherine Giles komst að því að loft- hiti veturinn 2007 var það lágur að ekki er hægt að kenna honum um. Því þarf að leita orsakanna ann- ars staðar og mögulegt er að hækk- andi hitastig sjávar eða breytingar á hringrás sjávar hafi borið heitara vatn undir ísinn. Ef sú er raunin má leiða að því líkur að Norðurheim- skautsísinn muni bráðna mun hrað- ar en fyrr hefur verið talið. Að mati nokkurra vísindamanna er ekki loku fyrir það skotið að sumaríshell- an gæti heyrt sögunni til innan ára- tugar. Meðalþykkt sjávaríss á Norður- pólnum, síðastliðinn vetur, var um 26 sentímetrum minni en meðalþykkt síðustu fimm vetra, sem svarar til um 10 prósenta þynningar. En sjávarís á vestanverðum Norðurpólnum hafði þynnst mun meira, eða um 49 sentí- metra, sem leiddi til þess að norð- vestursiglingaleiðin opnaðist sum- arið 2007 og varð fær skipum í fyrsta skipti í um þrjátíu ár. Niðurstöður Katherine Giles prófessors styðja niðurstöður Pet- ers Wadham, sjávareðlisfræðings við Cambridge-háskólann. Hann hefur sex sinnum farið undir íshelluna síð- an 1976 og safnað gögnum. Wadham birti fyrstu skýrslu sína um ástand íssins árið 1990, þar sem hann sýndi fram á að norðurheimskautsísinn hafði þynnst sem nemur 15 prósent- um á árunum 1976 til 1987. Í mars 2007 fór Wadham undir íshelluna og komst þá að því að hún var einungis 50 prósent af þykktinni árið 1976. „Þessi gríðarlega hopun síðastlið- inna tveggja sumra er hámark þynn- ingarferlis sem átt hefur sér stað um áratugabil og nú er ísinn einfaldlega að hverfa,“ sagði Wadham. Kjarni bráðnunarinnar er í sjálfu sér ekki flókin vísindi. Ísinn er hvít- ur og endurkastar stærstum hluta sólarljóssins afur upp í himinhvolf- ið. Þegar hann bráðnar opnast haf- svæði sem eru dökk og drekka í sig sólarljósið, hitna og hraða bráðn- uninni. „Þetta er eitt alvarlegasta vandamál sem jörðin hefur staðið frammi fyrir,“ sagði Peter Wadham. „Þessi gríðarlega hopun síðastliðinna tveggja sumra er hámark þynningarferlis sem átt hefur sér stað um áratugabil og nú er ísinn einfaldlega að hverfa,“ sagði Wadham. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Rannsóknir á íshellu norðurheimskautsins gefa ekki ástæðu til bjartsýni. Ef spá vísindamanna gengur eftir mun sumaríshellan heyra sögunni til innan áratugar. Sumarið 2007 opnaðist, í fyrsta sinn í þrjátíu ár, norðvestursiglingaleiðin og ef fer sem horfir gæti það verið til frambúðar. Talið er að ástæður geti verið hækkandi hitastig sjávar eða breyting á hringrás sjávar. ÍsHellan Hopar og þynnist tireless, kafbátur konung- lega breska sjóhersins Peter Wadham sjávareðlis- fræðingur hefur farið fjölda leiðangra undir íshellu norðurheimskautsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.