Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 4
Norðmenn vilja hjálpa Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, hitti í gær Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs. Þau ræddu stöðu efna- hagsmála, að því er fram kemur á heimasíðu VG, og lýsti Krist- ina yfir vilja Norðmanna til að aðstoða Íslendinga fjárhagslega. Rædd var sú hugmynd að Norð- urlöndin taki virkan þátt í fjár- hagsaðstoð með Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Steingrímur hélt í gær einnig fundi með Íslend- ingum í Ósló og Kaupmanna- höfn. Á þriðjudaginn mun Stein- gímur taka þátt í um- ræðum for- ystumanna í norrænum stjórnmálum á Norður- landa- ráðs- þinginu í Hels- inki. mánudagur 27. október 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tugþúsundir til varnar Um það bil fimmtíu þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á heimasíðuna www.indefence. is í gær en þar senda Íslendingar skýr skilaboð til yfirvalda á Bret- landi um að hér á landi búi ekki hryðjuverkamenn. Síðan er við- bragð við harkalegum aðgerð- um breskra stjórnvalda gegn ís- lenskum bönkum þar í landi en hryðjuverkalögum var beitt til þess að frysta eigur bankanna. Stjórnvöld á Íslandi voru sein til þess að bregðast við þeim snún- ingi almenningsálits í Bretlandi gegn Íslendingum sem fylgdi í kjölfarið en síðan er hugsuð til þess að rétta hlut Íslendinga í umræðunni ytra. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið bæði hér heima og erlendis og til stendur að afhenda breskum ráðamönn- um undirskriftalistann. Ósátt við Moggann Tæplega þrjú hundruð fé- lagar höfðu skráð sig í Face- book-hópinn „Við söknum þín Sigmund“ um miðjan dag í gær. Krafa félaga er einföld: „Við vilj- um Sigmund aftur á Morgun- blaðið.“ Þekktir einstaklingar eru þarna á meðal og má þar nefna gleðigjafann Hemma Gunn, handboltakappann Sigfús Sig- urðsson og Gurrí Haraldsdóttur á Vikunni. Því er greinilegt að sú ákvörð- un nýs ritstjóra Morgunblaðs- ins, Ólafs Stephensen, að reka Sigmund fyrirvaralaust úr starfi hefur fallið í grýttan jarðveg en Sigmund hafði teiknað fyr- ir blaðið í 45 ár, eða vel hálfa mannsævi. „Það er misskilningur að fundur- inn í London hafi snúist um stöðu Landsbankans,“ segir Baldur Guð- laugsson, ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu. Þetta segir hann í svari við fyrirspurn DV um stöðu hans á fundi Björgvins G. Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra og Alista- irs Darling, fjármálaráðherra Bretlands, um Landsbankann. Fundurinn fór fram 2. september en Baldur átti þá sjálfur hlut í bankan- um. Hann sat á fundinum sem full- trúi fjámálaráðuneytisins og var því beggja vegna borðsins. Darling áhyggjufullur Í samtali fjármálaráðherranna Árna Mathiesen og Alistairs Darling 7. október, sem lesið var upp í Kast- ljósi fyrir helgi, segir Alistair að á umræddum fundi hafi hann lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu Landsbankans í London. Þegar Árni sagði við Darling að erfiðlega hefði reynst afla stuðn- ings við Íslendinga, svaraði hann: „Ég veit það en ég verð að segja eins og er að þegar ég hitti kollega þína og þá hina kemur í raun í ljós að það sem okkur var sagt reyndist ekki rétt. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja að ekkert væri að óttast.“ Fáeinum dögum eftir fundinn með Alistair Darling seldi Baldur bréfin í Landsbankanum. Það var um mánuði áður en ríkið þjóðnýtti Landsbankann og náði hann því að selja áður en bréfin urðu alveg verð- laus. Vissi ekkert umfram markaðinn Baldur heldur því fram, eins og áður segir, að það sé misskilningur að fundurinn í London hafi snúist um stöðu Landsbankans. Hann seg- ir að fundurinn hafi snúist um það hvernig greiða mætti fyrir því að hægt yrði að flytja innistæður á innlánsreikn- ingum í úti- búi Landsbankans í London yfir í dótturfélag en hann segir að það ferli hafi þá verið í gangi. „Þegar ég seldi hlutabréf mín í Landsbankan- um nokkru síðar lá ekki annað fyr- ir en að það mál væri að leysast. Þá höfðu nýlega birst fréttir í íslensk- um blöðum um erfiða stöðu Lands- bankans, meðal annars vegna fyr- irsjáanlegra stórra útlánatapa hans sem leiddu til þess að hlutabréf í bankanum lækkuðu. Þegar ég seldi hafði ég því engar upplýsingar um Landsbankann sem markaðurinn hafði ekki,“ segir Baldur í svarinu. Sá ekki skýrslu Landsbankans Fram hefur komið að tveir bresk- ir hagfræðingar gerðu fyrr á árinu skýrslu um ís- lenska fjármála- kerfið. Hún var gerð að frum- kvæði Landsbankans en í skýrsl- unni kom fram að hagkerfinu á Ís- landi stæði ógn af stærð bankanna. Annar höfundur skýrslunnar seg- ir að niðurstöður hennar hafi verið kynntar með fulltrúum ríkisstjórn- arinnar. Baldur neitaði því, í samtali við Vísi.is 16. október, að hafa séð umrædda skýrslu þegar bréfin voru seld. Hann sagðist raunar ekki hafa séð hana fyrr en 14. október. Fátt um svör DV spurði Baldur einnig að því hversu stóran hlut hann hafi átt í Landsbankanum, á hvaða gengi hann hafi selt og hvort viðskipta- og/eða fjármálaráðherra hafi vitað að eignaraðild hans á fundinum 2. september. Þegar þetta er skrifað hafði svar ekki borist, ekki frekar en frá ráðherrunum sem um ræð- ir. Þeir tveir voru að auki spurðir að því hvort þeir myndu beita sér fyrir því að salan yrði skoðuð af eftirlits- aðilum. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir það misskilning að fundur Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistairs Darling, fjár- málaráðherra Bretlands, í London 2. september hafi snúist um stöðu Landsbankans. Baldur átti þá hlutabréf í Landsbankanum en seldi þau í kjölfar fundarins þar sem hann sat sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins. seldi í laNdsbaNka réTT fyrir hruNið BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fáeinum dögum eftir fundinn með alistair darling seldi Baldur bréfin í landsbankanum.“ Fjármálaráðherra ræddi við kollega sinn í Bretlandi, Alistair Darling Í spjalli þeirra sagðist darling hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu Landsbankans á fundi í London 2. september. Segir fundinn í London ekki hafa snúist um stöðu Landsbankans baldur guðlaugs- son ráðuneytisstjóri átti hlut í bankanum þegar hann fundaði með viðskiptaráðherra og alistair darling í London 2. september. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar minnst þriggja Pólverja vegna alvarlegrar líkamsárásar sem átti sér stað við Hverfisgötuna í Reykjavík að kvöldi laugardags. Minnst fjór- ir grímuklæddir menn réðust þá til inngöngu á heimili fjögurra sam- landa sinna vopnaðir bareflum. Þeir börðu heimilismenn með stálrör- um og hafnaboltakyflum þannig að tveir þeirra þurftu að leita til bráðamóttöku Landspítalans vegna höfuðáverka. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að. Hin fórnarlömbin tvö voru einnig með áverka en af- þökkuðu læknisaðstoð þrátt fyrir að vera með brotn- ar tennur eftir árásina og skurði á baki. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu vita fórnarlömbin hverjir réðust á þau og er þeirra nú leitað. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu nákvæmlega hversu margra manna er leitað en minnst þrír árás- armenn ganga lausir eftir að lögreglan handsamaði einn þeirra síðla gærdags. Þegar haft var samband við bráðamóttökuna í gærkvöldi fengust þær upplýsingar að mennirnir væru farnir þaðan en ekki liggur fyrir hvort þeir fóru á aðra deild innan Land- spítalans eða þeir hafi verið út- skrifaðir af spítalanum. Lögreglan verst allra frétta af málinu en þar fengust þær upp- lýsingar í gærkvöldi að hinna árásarmannanna væri enn leitað. erla@dv.is Lögreglan leitar minnst þriggja manna sem ganga lausir eftir hrottalega líkamsárás: Brutu tennur með hafnaboltakylfu Hrottaleg árás tveir Pólverjar enduðu á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir líkamsárás samlanda sinna um helgina. Lögreglan handtók einn árásarmanninn í gær en leitar enn samverkamanna hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.