Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2008, Blaðsíða 19
Má ekki tala uM sambandið mánudagur 27. október 2008 19Sviðsljós Samantha Ronson er sögð hrædd um að kærasta henn- ar, leikkonan Lindsay Lohan skipti aftur um lið og ætlar hún þess vegna að biðja Lindsay um að giftast sér sem fyrst til þess að tryggja að Mean Girls- leikkonan verði með henni til æviloka. Samantha gæti þurft flýta bónorðinu því Lindsay er sögð vera yfir sig heilluð af Gossip Girl-leikaranum Chace Craw- ford. Leikkonan rakst á kyn- tröllið í teiti á dögunum og hætti ekki að daðra við hann. „Lindsay stóð þannig að einhver hluti af líkama henn- ar snerti alltaf unga leikar- ann. Eitt skiptið var hún byrj- uð að nudda mjöðm sinni upp að hans. Augnaráðið sem hún sendi honum var hreint dóna- legt, hún hvíslaði í eyra hans og sneri öllu sem hann sagði upp í kynferðislegt tal,“ segir heim- ildarmaður við Daily Mirror. Og leikkonan hætti ekki þar. Hún gerir lítið annað þessa daganna en að senda Chace daðursleg sms-skilaboð sam- starfsfélögum hans í þættinum til mikillar kátínu. Í uppnámi Samantha er hrædd um að missa Lindsay Lohan. Gamanleikarinn og leikstjór- inn Ben Stiller á í viðræðum við kvikmyndarisann Dream- works um að leikstýra mynd- inni The Trial of the Chicago 7. Um er að ræða pólitíska drama- mynd sem er byggð á sannsögu- legum atburðum sem áttu sér stað í Bandaríkjunum í kringum landsþing demókrata í Chicago árið 1968. Leikstjórar eins og Steven Spielberg og Paul Greengrass hafa verið orðaðir við myndina og því kemur nokkuð á óvart ef Stiller fær leikstjórastólinn þar sem hann hefur nánast einungis leikstýrt gamanmyndum á ferli sínum. Hann er með myndir undir beltinu eins og The Cable Guy, Zoolander og nú síðast Tropic Thunder. Stiller leikstýrði þó myndinni Reality Bites árið 1994 sem er rómantísk gamanmynd þannig að dramað er ekki alveg nýtt fyr- ir Stiller. Ben Stiller á í viðræðum um að leikstýra pólitískri dramamynd. Úr gríni í alvÖru Bætir á sig Söng- og leikkonan Beyonce Knowls segist hafa bætt á sig tæpum tíu kílóum fyrir hlutverk í myndinni Cadillac Records. Þar leikur Beyonce goðsagna- kenndu blússöngkonuna Ettu James en myndin verður frum- sýnd í byrjun desember. Einnig leika í myndinni Óskarsverð- launaleikarinn Adrien Brody, Jeffrey Wright, rapparinn Mos Def og þokkagyðjan Emm- anuelle Chriqui. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Darnell Martin en hann hefur leikstýrt fjölmörgum þekktum þáttum í sjónvarpi svo sem Law & Order, ER og Grey´s Anatomy. vill Cloon- ey og Pitt Fyrrverandi kryddpían Geri Halliwell hyggst nú gera teikni- mynd eftir barnabók sinni Ug- enia Lavender og vill ólm fá þá George Clooney og Brad Pitt til að tala inn á myndina. „Ég hef ekki hitt Brad Pitt persónulega svo ég efast um að hann myndi taka að sér hlutverkið en ég þekki Clooney ágætlega og ætla mér að krækja í hann. Ég er með karaktera í myndinni sem heita Bradley Litt og dr. Clooney sem taka á móti litlu systur Ugeniu í búð sem kall- ast Garrods. Það væri bara svo frábært að fá þá til að tala inn á Bradley og dr. Clooney,“ segir Geri sem sjálf ætlar að tala fyrir Ugeniu. Daðrar við Chace Crawford Lindsay Lohan snýr baki við Samönthu Ronson. Nýja Sendibílastöðin 568 5000 Daðrar á fullu Lindsay Lohan daðrar við gossip girl-leikarann Chace Crawford.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.