Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 2
föstudagur 21. nóvember 20082 Fréttir Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Hækkandi stýrivextir, fallandi króna, hærri skattar og nið- urskurður í ríkisútgjöldum er meðal þess sem búast má við á næstunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í leyniskjali sem yfirvöld sendu Alþjóðagjald- eyrissjóðnum vegna lánsumsóknar sinnar. Skjalið, sem undirritað er af Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Davíð Oddssyni seðlabanka- stjóra, birtist fyrst í DV og á dv.is síð- asta mánudag. Fram að þeim tíma hafði stjórnvöldum tekist að halda skjalinu leyndu. Þar kemur meðal annars fram að fyrrverandi yfir- stjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönkunum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eiga ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin. LeyniskjöL Árna og Davíðs F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins mánudagur 17. nóvember 2008 dagblaðið vísir 214. tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fréttir fjölskylda fékk kött ungrar stúlku en ákvað að skila honum endurheimti köttinn sinn LEYNIskjaL Davíðs og ÁrNa tIL IMF: kaupþing í hendur dana SKJALIÐ SEM VIÐ MEgUM EKKI SJAaðgerðaáætlun í 26 liðum vilja hegna bankamönnum en ekkert minnst á ráðamenn við þurfum þrjár billjónir í lán krónan gæti hrapað enn meira ríkisstjórnin tafði imf-lánið esB hótaði refsiaðgerðu trÚnaðarmál ríkið reynir að losa eignir gillzenegger gerist nörd „mig langaði að gráta“ fólk Formaður Framsóknar- flokksins kom öllum í opna skjöldu við upphaf þingfundar á Alþingi þegar Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, las upp bréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína af þingi. Guðni Ágústsson sendi á sama tíma bréf á sam- starfsfólk sitt og lýsti því yfir að hann væri hættur sem formað- ur flokksins. Sjálfur vildi Guðni engar skýringar gefa á því hvers vegna hann er horfinn á braut. Hann svaraði ekki fyrirspurnum um starfslok sín og fór snemma næsta dag í Leifsstöð og flaug þaðan til Kanaríeyja. Eins og kom fram í DV hafði ferðalagið staðið til í einhvern tíma en Guðni ákvað að framlengja það þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum. guðni hættir og fer Þriðjudagur 18. Nóvember 20088 Fréttir Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson kom þingheimi og þjóðinni í opna skjöldu í gær þegar Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tilkynnti við upphaf þingfundar að Guðni hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku. Sjá mátti á andlitum þingmanna að þeim var brugðið þeg- ar Sturla Böðvarsson, forseti Alþing- is, las upp bréfið frá Guðna þar sem hann tilkynnti afsögn sína. „Þetta er bara svona. Hann er bú- inn að taka þessa ákvörðun. Ég virði hana,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, nýr formaður Framsóknarflokksins, í gær örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um afsögn Guðna. Þá sagðist hún enga skýringu kunna á afsögninni. Siv Friðleifsdóttir sagðist slegin við tíðindin. Eruð þið að elta okkur eða? Guðni neitaði að ræða við DV í gær um ástæður afsagnar sinnar. Blaða- maður og ljósmyndari DV reyndu að ná tali af Guðna á Selfossi en Mar- grét Hauksdóttir, eiginkona Guðna, sló skjaldborg um eiginmann sinn þannig að hvorki náðist af honum mynd né eitt einasta orð. „Eruð þið að elta okkur eða? Hann bað kærlega að heilsa ykkur en myndataka er ekki til umræðu. Það eru til milljón myndir af manninum,“ sagði Margrét við blaða- mann og hélt Guðna í öruggu skjóli. Þau hjónin voru að sögn Margrétar á leið til dóttur sinnar og Margrét sagði að einhvern tíma þyrftu þau að eiga „prívat líf“. Ákvörðun Guðna virðist falla ágætlega í kramið hjá hans nánustu og þannig skrifaði dóttir hans, Sigur- björg Guðnadóttir, þetta á Facebook- síðu sína í gær: „er sátt en líður samt skringilega.“ Fyrir þetta kvittaði hún svo með broskalli. Guðni og Margrét þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af ágangi fjöl- miðla á næstu vikum þar sem þau flugu í sólina á Kanarí snemma í morgun að sögn Sturlu S. Þórðarson- ar, vinar Guðna og fararstjóra á Kan- aríeyjum. Þá staðfesti Klara Baldurs- dóttir, eigandi Klörubars á Kanarí, í samtali við DV í gærkvöldi að Guðni væri væntanlegur. Guðni hefur í gegn- um tíðina átt öruggt skjól á Klörubar og fundir hans þar með framsókn- arfólki eru vel þekktir og vinsælir. Ís- lendingar í bænum hafa fyrir sið að hittast á barnum á hverjum laugar- dagsmorgni og að sögn Klöru eru umræður oft heitar. Eftir að fréttist af komu Guðna býst Klara við metmæt- ingu en hún segir um 550 Íslendinga búa á eyjunum. Hverfur hægt og hljótt Guðni forðaðist fjölmiðla í gær en sendi þingmönnum Framsóknar- flokksins bréf og af því að dæma er ljóst að innanflokksátök hafa átt sinn þátt í ákvörðun hans. Hann sagðist hafa tekið við flokknum í erfiðri stöðu og vonast til að byggja hann upp. Hins vegar hafi ekki fengist starfsfrið- ur til þess. Þess er skemmst að minnast að há- værar deilur urðu um forystu flokks- ins á miðstjórnarfundi á laugardag. Þar kröfðust ungliðar þess að skipt yrði um forystu. Guðni reiddist gagn- rýni þeirra mjög en baðst síðar afsök- unar á orðum sem hann lét falla. Bjarni Harðarson, sem sagði af sér þingmennsku í síðustu viku og var dyggasti stuðningsmaður Guðna, segist hafa stutt ákvörðun þessa fyrr- verandi formanns síns. „Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur ve na þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann,“ sagði Bjarni á bloggsíðu sinni. Ball með Örvari Kristjáns Sturla S. Þórðarsson sagði í samtali við DV að Guðni hefði hringt í sig í gær og beðið hann um að framlengja áður bókaða ferð til Kanarí um „nokkrar vikur“. Sturla segir ekki ákveðið hve- nær Guðni og Margrét haldi svo aft- ur heim. „Hann ætlar bara að vera hérna. Það er ekkert ákveðið en hann ætlar ekki heim 26. nóvember eins og hann gerði ráð fyrir.“ Sturla býst við að í það minnsta 300 manns muni leggja leið sína á Klörubar á laugardag- inn. „Það hefur ekki stoppað hjá mér síminn í dag og fólk spyr hvort hann komi ekki örugglega á laugardaginn. Það verður alveg kjaftfullt. Það verður mikið fjör á fundinum og svo ball um kvöldið með Örvari Kristjáns.“ Nýtur góðs af eftirlaunalögum Guðni Ágústsson bætist nú í hóp þeirra stjórnmálamanna sem greiddu atkvæði með eftirlaunalögunum og njóta góðs af þeim breytingum sem þingið samþykkti þá. Guðni kemst á eftirlaun um leið og biðlaunarétti hans lýkur og eftirlaunin sem hann fær eru hærri en þau hefðu verið samkvæmt gömlu lögunum. Samkvæmt gömlu eftirlaunalög- unum hefði Guðni þurft að bíða til 65 ára aldurs eftir að fara á eftirlaun sem ráðherra og hefði þurft að vera tvö ár í viðbót á þingi til að geta farið strax á eftirlaun við starfslok á Alþingi. Aðr- ir þingmenn sem hafa notið góðs af eftirlaunalögunum frá 2003 eru meðal annarra fyrrverandi forsæt s- ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson og ráðherrann Tóm- as Ingi Olrich. Eftirlaun þeirra allra hækkuðu við breytingarnar og þeim var gert kleift að fara fyrr á eftirlaun en ella. Davíð Oddsson sagði þegar hann tók við starfi seðlabankastjóra að hann ætlaði sér ekki að hefja töku eftirlauna, aðrir hafa ekkert gefið út um hvort þeir nýti sér eftirlaunarétt sinn eða ekki. Rífleg eftirlaun Guðni á rétt á biðlaunum næsta hálfa árið. Eftir það fer hann á eftirlaun. Nú er hann með 843 þúsund krónur í bein laun á mánuði sem þingmað- ur og flokksformaður. Þar á ofan bæt- ast ýmsar starfstengdar greiðslur, svo sem vegna ferðalaga og starfskostn- aðar. Eftirlaun hans munu hins vegar nema 563 þúsund krónum á mánuði. Guðni fær 60 prósent þingfararkaups fyrir að hafa verið 20 ár á þingi og 48 prósent ráðherralauna vegna átta ára ráðherraferils. Eftirlaunin eru nær 20 þúsund krónum hærri á mánuði en þau hefðu verið samkvæmt þeim lögum sem giltu áður en umdeild eftirlauna- lög voru samþykkt rétt fyrir jól 2003. Hann getur hins vegar hafið töku eft- irlauna mun fyrr en ella hefði verið. Reyndar er það svo að hann hefði getað farið á eftirlaun fyrir um það bil ári hefði kann kosið að hætta þá. Og vegna eins umdeildasta ákvæð- is þessarar lagasetningar sem hefur sætt svo mikilli gagnrýni gæti Guðni farið í annað starf en samt þegið eft- irlaun. Þá skertust þau hins vegar um 30 prósent ef hann færi beint af bið- launum og í aðra vinnu samhliða eft- irlaunum. LauN oG EftiRLauN GuðNa bein laun nú 843.030 krónur eftirlaunaréttur 563.215 krónurBRyNjóLfuR ÞóR GuðmuNdssoN oG Boði LoGasoN blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og bodi@dv.is „Ég tel að þær aðstæður sem honum voru sk ap- aðar í flokknum hafi verið utan þess sem hæ gt sé að leggja á nokkurn mann.“ SjálfSkipaður Útlagi á kanarí guðNi ágústssoN í stjórNmálum 1949 Fæddur 9. apríl. 1972 Kosinn formaður Félags ungra fra msóknarmanna í árnessýslu, gegnir formennsku til 1975. 1979 Kosinn í kjördæmissamband fram sóknarfélaganna á suðurlandi, gegnir formennsku til 1986. 1980 Kosinn formaður sambands ungr a framsóknarmanna 1980, gegnir formennsku til 1982. 1987 Kosinn á þing í fyrsta sinn, gegnd i þingmennsku þar til í gær. 1999 verðurlandbúnaðarráðherra, gegn ir ráðherradómi til 2007. 2001 Kosinn varaformaður Framsóknar flokksins, gegndi embættinu þar til á síðasta ári. 2007 tekur við formennsku í Framsókn arflokknum af jóni sigurðssyni eftir ófarir Framsóknarflokksins í kosningum, g egndi embættinu þar til í gær. Guðni Ágústsson Hætti í pólitík á ögurstundu í sögu þjóðarinnar og Framsóknarflokksins og mun hafa það náðugt á Kanaríeyjum næstu vikurnar. Klara vertinn á Klörubar tekur guðna fagnandi og gerir ráð fyrir að dvöl guðna á Kanarí verði til þess að auka viðskiptin. 2 Þingmenn geta fengið 66.400 krónur mánað- arlega til við- bótar við laun í nafni starfskostn- aðargreiðslu, jafnvel þótt enginn kostnað- ur sé. Og þeir fá rúmar sextíu þúsund krón- ur í ferðakostnað þótt þeir sitji heima. Ekki fæst uppgefið á Alþingi hverjir þiggja þessa greiðslu né hvort einhverjir þiggi þær án þess að skila nokkurn tíma reikningum vegna útlagðs kostnað- ar. DV hafði samband við alla þingmennina, en 54 þeirra önsuðu ekki spurningum. Þingmenn fá fleiri greiðslur sem þeir þurfa ekki að framvísa reikningum fyrir. Helgi Hjörvar afsalaði sér starfskostn- aðargreiðslum og segist þar hafa fylgt fordæmi Péturs Blöndal og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að fá aðeins endurgreiddan útlagðan kostnað. Launakerfi Alþingis er fullt af aukagreiðslum og er þingfar- arkaup allt niður í helming raunverulegra tekna þingmanna. sporsLur þingmanna fimmtudagur 20. nóvember 20082 Fréttir Allir alþingismenn geta tekið sér rúm- ar sextíu þúsund krónur á mánuði vegna meints ferðakostnaðar, jafnvel þótt þeir ferðist ekki neitt. Þeir fá líka vel yfir sextíu þúsund krónur í starfs- kostnað, jafnvel þótt kostnaðurinn sé enginn. Þjóðin má hins vegar ekki vita hvaða þingmenn taka sér þessi dulbúnu laun af almenningi, vegna þess að þetta eru “persónuupplýsing- ar”, eins og þingið segir. Leynilaun þingmanna „Þetta eru bara dulbúnar launagreiðsl- ur,“ segir Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreinasambands Íslands, um greiðslur til þingmanna vegna starfskostnaðar. Hver þingmaður á lögbundinn rétt til þess að fá mánað- arlega 66.400 krónur til viðbótar við föst laun og kallast þetta starfskostnaðargreiðslur. Þingmönn- um er þó í sjálfvald sett hvort þeir skila inn reikningum til að sýna fram á kostnaðinn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir orð Kristjáns. „Þetta eru ekkert annað en launagreiðslur,“ segir hann. Starfskostnaðargreiðslurnar eru þó fjarri því einu föstu greiðslurnar sem bætast við laun þeirra. Hver og einn þingmaður fær greiddar 61.400 krónur í fastan ferðakostnað. Þetta er óháð því hversu mikið þingmenn ferðast vegna starfs síns og fyrir hvaða kjördæmi þeir sitja. Við þetta bæt- ist að þingmenn í landsbyggðarkjör- dæmum fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað. Þær greiðslur nema frá 30 þúsund krónum upp í 127 þús- und krónur. Þeir sem fá hæstu greiðsl- urnar halda tvö heimili. Þeir sem fá lægstu greiðslurnar fá borgað aukalega fyrir daglegar ferð- ir milli heimilis og vinnu- staðar. Leynd á Alþingi Á fjármálaskrifstofu Alþingis fást ekki upplýsingar um hvaða þingmenn skila inn reikning- um og hverjir ekki. Uppgefin ástæða er að þetta séu persónuupp- lýsingar um þing- menn. Kristján furðar sig á því fyrirkomu- lagi. „Ef þetta eru kostnaðargreiðslur getur það ekki verið neitt persónu- legt. Ekki nema menn séu að nota kostnaðargreiðslurnar til persónu- legra nota,“ segir hann. Skýrar reglur eru um greiðslur vegna starfskostnaðar. Þeir þingmenn sem fá þær sem fasta greiðslu borga af þeim skatt en ef reikningar koma til eru þær skattfrjálsar. Vilhjálmi finnst miður að Alþingi upplýsi ekki hvaða þingmenn nýta sér hvora leið fyrir sig. „Slíkt á ekki að vera neitt leyndarmál í mínum huga. Ég myndi vilja að launagreiðsl- ur þingmanna væru algjörlega gegn- sæjar en ekki með þeim hætti að erf- itt sé að átta sig á því hver laun þeirra eru nema sökkva sér ofan í rannsókn- arvinnu,“ segir hann. „Hluti af launakjörum“ Vegna þeirrar leyndar sem ríkir á Al- þingi um tilhögun greiðslna til ein- stakra þingmanna sendi blaðamaður DV öllum 63 þingmönnunum tölvu- póst í fyrradag og spurði út í þær. Aðeins níu svöruðu. Ellert B. Schram, þing- maður Samfylkingar- innar, er einn þeirra. „Starfskostnaðar- greiðslur eru hluti af launakjörum al- þingismanna,“ seg- ir hann aðspurð- ur hvort hann líti á greiðslurnar sem laun. Kolbrún Halldórsdótt- ir, þingmaður vinstri-grænna, er á sama máli. „Já, ef þing- maður hefur ekki kostnað af starfi sínu sem fellur undir reglur um starfskostnað er hann launagreiðsla,“ segir hún. Katrín Jakobsdóttir, þingmað- ur vinstri-grænna, segir að hjá þeim sem þiggja fasta greiðslu án þess að til komi reikningar hljóti starfskostnað- argreiðslan að teljast sem laun. Svo ég geti unnið vinnuna mína Jón Magnússon, þingflokksformað- ur Frjálslynda flokksins, tekur spurn- ingunni með meiri fyrirvara: „Það er í sjálfu sér ekki mitt að túlka það. Miðað við reglur skattayfirvalda er sá starfskostnaður sem ekki er skilað inn reikningum fyrir skattlagður sem tekjur,“ segir Jón. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir: „Ég lít á starfskostnað sem hluta af kjörum til að gera mér kleift að vinna mitt starf án þess að bera af því kostnað.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, segist ekki líta á starfs- kostnaðargreiðslurnar sem launa- greiðslur. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er á sama máli. Hans svar er einfalt: „Nei.“ Hlutabréfaeign aðgengileg Tekið skal fram að á vefsíðu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs má finna upplýsingar um tekjur og eign- ir allra þingmanna flokksins, þar með talin hlutabréfaeign, hlunnindi og hagsmunatengsl. Hjá hverjum og ein- um þeirra kemur fram að þeir þiggi 66.400 krónur vegna starfskostnaðar. Helga Sigrún Harðardóttir, sem er nýsest á þing fyrir Framsóknar- flokkinn, svaraði einnig DV en sagði að þar sem hún væri aðeins búin að sitja á þingi í viku væri hún ekki búin að ganga frá hvernig hún myndi haga starfskostnaðargreiðslum. Framvísar alltaf reikningum Helgi sker sig úr hópi þeirra fáu þing- manna sem svöruðu DV að því leyti að hann fær starfskostnaðargreiðsl- urnar ekki greiddar að nokkru leyti án þess að skila inn reikningum. Ef reikningarnir ná ekki 66.400 krónum yfir mánuðinn fær hann mismuninn ekki greiddan. Aðrir þingmenn segja misjafnt hvort þeir skili inn reikn- ingum en allir fá þeir greiðsluna. Helgi seg- ir að fyrstu árin sín sem þingmaður hafi hann haft ann- an háttinn á. „Þá fékk ég þetta greitt sem laun en komst að því að nokkr- ir þingmenn, þeirra á meðal Guð- laugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal, tóku að- eins við greiðslum vegna kostnaðar. Mér fannst fara betur á því og ákvað að fara að þeirra fordæmi. Þetta er nokkuð sem ég ákvað fyrir mig og fel- ur ekki í sér gagnrýni á þá sem fara aðrar leiðir,“ segir hann. Flestir þeirra þingmanna sem svör- uðu DV vísa í reglur um starfskostn- aðargreiðslur þegar þeir eru spurðir um hvort þeir telji greiðslurnar vera einkamál hvers þingmanns. Kolbrún Halldórsdóttir tekur þó alfarið fyrir að um einkamál sé að ræða: „Nei. Þess vegna svara ég þessum spurningum með glöðu geði,“ segir hún í svari til blaðamanns. Atli Gíslason, þing- maður vinstri grænna, er henni sam- mála: „Nei. Ég vil hafa þetta allt uppi á borðinu og gegnsætt.“ Verkafólk borgar skatt Kristján Gunnarsson bendir á að al- mennu verkafólki sé gert að borga skatta af öllum greiðslum frá vinnu- veitanda sem bætast ofan á laun. Honum finnst að sama eigi að gilda um þingmenn, jafnvel þótt þeir geti sýnt fram á kostn- að með reikning- um. „Menn eru að koma sér hjá því að borga af þessu skatta og skyldur eins og aðrir í þjóðfé- laginu,“ segir Kristján enda lítur hann á greiðslurnar sem laun. Jón Magnússon varpar fram hugmynd að breyttu fyrirkomu- lagi starfs- kostnaðar- greiðslna. „Þá er jafn- vel spurn- ing hvort DULBÚIN LAUN ÞINGMANNA erLA HLynSdóttir og brynjóLFur þór guðmundSSon blaðamenn skrifa: erla@dv.is og brynjolfur@dv.is Viðbótargreiðsla allir þingmenn geta fengið 66.400 krónur mánaðarlega ofan á föst laun. upphæðin á að nýtast í kostnað vegna starfsins. nýkomin Helga Sigrún Harðardóttir er nýsest á þing og hefur ekki ákveðið fyrirkomu- lag starfskostnaðar- greiðslna. mynd Sigtryggur Ari ekkert einkamál Kolbrúnu Halldórsdóttur finnst það ekki einkamál þingmanna hvernig greiðslum vegna starfskostnaðar er háttað. mynd Vg Hluti af launum ellert b. Schram lítur á starfskostnaðar- greiðslur sem hluta af launakjörum þingmanna. mynd SteFÁn KArLSSon Sker sig úr Helgi Hjörvar hafnar greiðslum vegna starfskostnaðar nema hann hafi skilað inn reikningum. Hann segist hafa ákveðið fyrir sig að fara þá leiðina. mynd SAmFyLKingin Allt aðgengilegt Katrín Jakobsdóttir bendir á að upplýsingar um laun, eignir, hlutafé og hlunnindi þingmanna vinstri-grænna séu á netinu. mynd Vg Þingmenn og ráðherrar búa við ríflegan biðlauna- og eftirlaunarétt. Þannig eiga þeir rétt á allt að hálfs árs biðlaunum eftir að þeir láta af störfum. Þar að auki eiga þeir rétt á eftirlaunum samkvæmt umdeildum eftirlaunalögum sem þingið samþykkti á aðventunni árið 2003. Samkvæmt þeim geta eftirlaunin orðið hæst 879 þúsund krónur og eiga þá forsætisráð- herrar í hlut. ef litið er til þeirra þingmanna sem hafa hætt á þingi núna nýlega sést afdrif þeirra eru mjög ólík. guðni Ágústsson fær þannig sex mánaða biðlaun og eftirlaun sem nema að lágmarki 580 þúsund krónum á mánuði með hliðsjón af því að hann sat 21 ár á alþingi, var ráðherra í átta ár og nefndarformaður í nokkur ár þar á undan. bjarni Harðarson hættir hins vegar á al- þingi eftir mun skemmri starfsferil og það hefur sín áhrif. vegna þess að bjarni sat ekki á þingi heilt kjörtímabil á hann ekki rétt á biðlaunum. eftirlaun hans fyrir að hafa unnið eitt og hálft ár á alþingi nema 4,5 prósentum af þingfararkaupi eða 25 þúsund krónum á mánuði. talsverður munur er á hvenær bjarni og guðni geta hafið töku eftirlauna. guðni getur gert það um leið og hann hættir á biðlaunum, eða eftir hálft ár. bjarni verður hins vegar að bíða í nítján ár eftir að geta hafið töku eftirlauna. eftirlaunaréttur margra batnaði til mikilla muna með samþykkt eftirlaunalaganna. einkum batnaði hagur forsætisráðherra. eftirlaunaréttur davíðs Oddssonar hækkaði um tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. eftirlaunaréttur Halldórs Ásgrímssonar hækkaði um 270 þúsund krónur. núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar njóta báðir góðs af breytingun-um frá 2003. vegna nýs kafla um eftirlaun forsætisráðherra fengi geir, ef hann hætti í dag tæpar 770 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði, það er 205 þúsund krónum meira en hann hefði fengið samkvæmt gömlu lögunum. ingibjörg Sólrún fengi 196 þúsund krónur á mánuði, 29 þúsund krónum meira en gömlu lögin hefðu fært henni. Hér er sem fyrr segir miðað við það sem þau hafa þegar unnið sér inn. ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið og verður ekki við kröfum um að kjósa að nýja hækka eftirlaun beggja. Þá yrði hagur geirs af lagabreytingunni 2003 um 270 þúsund krónur á mánuði. Rífleg biðlaunog eftiRlaun eftiRlaunin þeiRRa hækkuðu um... davíð Oddsson 392 þúSund Halldór Ásgrímsson 268 þúSund geir H. Haarde 205 þúSund Halldór blöndal 86 þúSund ingibjörg Sólrún gísladóttir 29 þúSund guðni Ágústsson 27 þúSund tómas ingi Olrich Gat farið beint á eftirlaun „Ef þetta eru kostnaðar- greiðslur getur það ekki verið neitt persónulegt.“ fimmtudagur 20. nóvember 2008 3 Fréttir FALIN LAUN ÞINGMANNABeinar launagreiðslur Þingfararkaup 562.020formannsálag 281.010varaforseti alþingis 84.301formenn þingflokka 84.301nefndarformaður 84.301varanefndarformaður* 56.020*varaformenn fjárlaganefndar og utanríkismálanefndar fá álag fyrir störf sín. Fastar greiðslur Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili* 126.980Húsnæðis- og dvalarkostnaður * 90.700Húsnæðis- og dvalarkostnaður, daglegar ferðir* 30.233fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400 *Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað. **Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi sem búa utan höfuðborgarsvæðis og fá greitt sérstaklega fyrir daglegar ferðir til þings fá greiddan þriðjung af húsnæðis- og dvalarkostnaði. Þingmenn fá tölvu til afnota utan skrifstofu sinnar.Þingmenn á ferðum erlendis fá greiddan hótelkostnað og áttatíu prósent dagpeninga. Þingmenn fá greiddan ferðakostnað fyrir ferðir á fundi og samkomur sé ferðast meira en 15 kílómetra hvora leið.Þingmenn fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis/starfsstöðvar og alþingis. Þó með takmörkunum ef þingmaður fær greitt fyrir húsnæðis- og dvalarkostað.ferðakostnaður á fundi í öðrum kjördæmum er endur-greiddur. ferðist þingmaður með flugi skal greitt fyrir flug og leigubíl. ferðist þingmaður á eigin bíl er greitt kílómetragjald.Þingmenn geta fengið bílaleigubíl ef það er hagkvæmara en að þeir noti eigin bíl. greiða má gistikostnað í kjördæmi við sérstakar aðstæður þó þingmaður fá greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnað-ar. eigi þingmaður húsnæði í kjördæmi sínu sem hann leigir út eða leyfir börnum sínum afnot af fær hann ekki greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. alþingi greiðir allan kostnað við skrifstofurekstur. Líka er borgað fyrir farsíma og heimasíma. Þingmenn fá dagblöð send heim eða á skrifstofu og eiga rétt á að fá greidda áskrift að allt að þremur héraðsfréttablöðum. brynjolfur@dv.is lægstu Föstu greiðslurÞingfararkaup 562.020fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400 samtals: 689.820 Hæstu Föstu greiðslurÞingfararkaup 562.020flokksformaður 281.010Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili 126.980fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400 samtals: 1.097.810 689.820 1.097.810 ekki sé eðlilegra að hafa þann hátt á að afnema starfskostnaðargreiðsl- ur en taka tillit til áætlaðs starfs- kostnaðar í þingfararkaupi,“ segir hann. Þingmenn fengu í ágúst þriðju launahækkunina á rúmu ári sam- kvæmt ákvörðun kjararáðs. Hækk- unin var afturvirk um fjóra mánuði. Þá hækkuðu laun þeirra um 20.300 á mánuði og fengu þeir eingreiðslu að upphæð 81.200 krónur vegna aftur- virkninnar. DV leitaði einnig eftir upp- lýsingum hjá Alþingi um kostnað við aðstoðar- menn þingmanna. Þau svör fengust að ekki hefði enn ver- ið tekinn saman kostnaður vegna hvers og eins að- stoðarmanns. ekki launatengt Ásta möller telur greiðslur vegna starfskostnaðar ekki vera hluta af launum. mynd Ásgeir m. einarsson sameinaðar launum Jón magnússon leggur til að greiðslur vegna starfskostnaðar verði sameinaðar þingfararkaupi. mynd Karl Petersson Vel nýtt guðbjartur Hannesson segir lítinn ef nokkurn afgang vera af starfskostnaðargreiðslunni sem ekki fari í beinan kostnað. mynd Karl Petersson D arnbjörg Sveinsdóttir 864.823V atli gíslason 720.053S Ágúst ólafur Ágústsson 774.123V Álfheiður ingadóttir 689.820D Ármann Kr. ólafsson 689.820S Árni Páll Árnason 746.022D Árni Johnsen 780.520D Árni m. mathiesen 1.211.012V Árni Þór Sigurðsson 689.820S Ásta r. Jóhannesdóttir 774.123D Ásta möller 774.123D birgir Ármannsson 774.123B birkir J. Jónsson 780.520D bjarni benediktsson 774.123S björgvin g. Sigurðsson 1.211.012B björk guðjónsdóttir 720.053D björn bjarnason 1.120.312D einar K. guðfinnsson 1.247.292S einar már Sigurðarson 864.823S ellert b. Schram 689.820B eygló Harðardóttir 780.520D geir H. Haarde 1.226.008F grétar mar Jónsson 720.053S guðbjartur Hannesson 804.356D guðfinna S. bjarnadóttir 689.820F guðjón arnar Kristjánsson 1.061.530D guðlaugur Þór Þórðarson 1.053.912S gunnar Svavarsson 774.123B Helga Sigrún Harðardóttir 780.520S Helgi Hjörvar 707.723D Herdís Þórðardóttir 720.053B Höskuldur Þórhallsson 780.520S illugi gunnarsson 689.820S ingibjörg Sólrún gísladóttir 1.120.312S Jóhanna Sigurðardóttir 1.120.312V Jón bjarnason 780.520D Jón gunnarsson 689.820F Jón magnússon 774.123S Karl v. matthíasson 720.053V Katrín Jakobsdóttir 689.820S Katrín Júlíusdóttir 774.123D Kjartan ólafsson 864.823V Kolbrún Halldórsdóttir 689.820F Kristinn H. gunnarsson 864.823D Kristján Þór Júlíusson 836.722S Kristján L. möller 1.247.292S Lúðvík bergvinsson 864.823B magnús Stefánsson 780.520D ólöf nordal 864.823D Pétur H. blöndal 707.723D ragnheiður e. Árnadóttir 689.820D ragnheiður ríkharðsdóttir 774.123D Sigurður Kári Kristjánsson 774.123B Siv friðleifsdóttir 774.123V Steingrímur J. Sigfússon 1.061.530S Steinunn valdís óskarsdóttir 774.123D Sturla böðvarsson 1.061.530B valgerður Sverrisdóttir 1.061.530D Þorgerður Katrín gunnarsdóttir 1.120.312S Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.120.312V Þuríður backman 864.823V Ögmundur Jónasson 774.123S Össur Skarphéðinsson 1.120.312 LAUN ÞINGMANNA 3 * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg! Pattaralegi skógarkötturinn sem Davíð strauk og talaði blíðlega við eitt kvöldið eftir vinnu heitir Eldi- brandur og kemur frá Noregi. Hann er innfluttur eðalköttur sem heit- ir fullu nafni Aliosha’s Eldibrand Fortranson og er ættfaðir margra hreinræktaðra skógarkatta. Hann er sýningarköttur, mjög vel þekktur, vinsæll og með sögu. Eldibrandur er því að mörgu leyti líkur vini sínum Davíði Oddssyni. Eldibrandur býr í Skerjafirðinum líkt og Davíð en þeir kynntust fyrir nokkrum árum. Þá var Eldibrandur í miðju heilsuátaki og gekk ágætlega eða allt þar til vegir hans og Davíðs mættust. Davíð er nefnilega mik- ill kattavinur og á það til að dekra við kettina í hverfinu. Eldibrandur komst upp á lagið hjá Davíð, fékk dýrindis gúmmelaði og harðfisk í hvert mál. Hann hætti því að taka þátt í heilsuátakinu heima hjá sér og beið þess í stað eftir því að Davíð sneri heim frá vinnu. Vel upp alinn „Eldibrandur veit hjá hverjum hann á að komast í mjúkinn,“ segir Mar- grét Birna Garðarsdóttir, eigandi Eldibrands. „Heldurðu að þetta sé ekki vel upp alið hjá mér? Annars kom það mér ekkert á óvart að hann væri í heimsókn hjá Davíð. Fyrir einhverju átti Eldibrandur að fara í smá heilsu- átak heima hjá sér og var því settur í megrun. Honum líkaði það eitthvað illa, fór og klagaði mig í Davíð og frú og komst að því að þau lumuðu á ansi góðum skyndibitamat. Hann var því farinn að fá harðfisk í öll mál og gerðist daglegur gestur heima hjá þeim. Ég held að þau hafi ekki náð að losa sig við hann síðan,“ segir Margrét Birna og bætir við: „Það er engin kreppa hjá Eldibrandi.“ Styður Davíð Margrét Birna segir Davíð eiga tvo stuðningsmenn á sínu heimili en það er sonur hennar og síðan Eldi- brandur. „Þeir tveir styðja Davíð fram í rauðan dauðann. Það má ekki hallmæla Davíð í þeirra eyru,“ segir Margrét Birna og hlær. Félagar í Skógarkattaklúbbi Ís- lands ræddu á spjallþræði klúbbsins um vinabönd Davíðs og Eldibrands en þar vonuðu bæði karlar og konur að kötturinn hefði góð áhrif á Dav- íð. Sumir vildu þó meina að flokks- hollustan væri ofar öllu í Skerjafirð- inum á meðan aðrir vildu meina að Eldibrandur vildi öllum vel, meira að segja Davíð Oddssyni. Á meðan öll spjót standa á Davíð getur hann stólað á stuðning þeirra katta sem búa í hverfinu en sam- kvæmt heimildum DV eru þeir ansi margir sem heimsækja Davíð og frú reglulega. Margrét Birna slær á létta strengi og segir Eldibrand „töku- barn“ þeirra hjóna. Kattavinur af guðs náð „Eldibrandur er í fóstri í Skerja- firðinum því ég fór í smá viðhald á húsinu mínu og bý þar ekki eins og staðan er í dag. Hann fékk að vera í fóstri hjá nágranna Davíðs á með- an ég flutti tímabundið að heiman. Þau Davíð og Ástríður sjá um hann til móts við nágrannakonuna,“ segir Margrét Birna og hlær. „Ég held að hann fái ekki enn- þá að gista uppi í rúmi hjá þeim en hann reynir það samt alltaf. Þau hjón tóku að sér flækingsgrey í hverfinu og skutu yfir það skjóls- húsi. Þá varð Eldibrandur að sætta sig við það að fá ekki að koma inn. Hann gúdderar Eldibrand fyr- ir utan en ekki inni,“ segir Margrét Birna sem veit sitthvað um katta- vininn hann Davíð. „Davíð á þetta til gagnvart kött- unum og hann er mikið fyrir þá. Hann hænir þá að sér alveg ósp- art þarna í hverfinu. Þetta er mjög viljasterkur köttur en Davíð er ef- laust vanur því.“ Skógarkötturinn sem tók á móti Davíði Oddssyni seðlabankastjóra eftir erfiðan vinnudag er vafalaust orðinn fræg- asti kötturinn á Íslandi. Hann heitir Eldibrandur og á sér mikla sögu líkt og vinur hans seðlabankastjórinn. Davíð er mikill katta- vinur og hefur alltaf gefið köttum í hverfinu góðgæti. Það mun þó hafa eyðilagt megrun Eldibrands sem vill ekki sjá heilsufæðið á sínu heimili heldur sækist frekar í harðfiskinn hjá Davíð. Davíðs Besti vinur hitt málið „Það kom mér ekkert á óvart að hann væri í heimsókn hjá Davíð.“ Atli Már GylfASOn blaðamaður skrifar: atli@dv.is talaði við Eldibrand blaðamaður dv sem reyndi að ná tali af davíð fékk engin svör. davíð nýtti tímann í að klappa eldibrandi og tala blíðlega til hans. MynDir SiGtryGGur Ari Eldibrandur Hér ásamt syni margrétar birnu. eldibrandur er einn af betri „vinum“ davíðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.