Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Blaðsíða 35
föstudagur 21. nóvember 2008 35Helgarblað Neyðarlegar aðstæður þingmanna Halldór reyndi að taka Guðna í fallinu Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra og um leið sem formaður framsóknarflokksins á Þingvöllum sumarið 2006. afsögnin kom mörgum á óvart, en það sem kom ekki síður á óvart var að Halldór sagði að guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og varaformaður framsóknarflokksins, ætlaði einnig að hætta í pólitík. viðbrögðin hjá guðna bentu hins vegar strax til þess að hann væri ekki par sáttur. eftirminni- legt er þegar Haukur Holm, fréttamaður stöðvar 2, og fleiri fjölmiðlamenn eltu guðna eftir veginum við ráðherrabústaðinn á Þingvöllum þar sem hann arkaði niðurlútur á brott og vildi ekki veita nein viðtöl. Það kom enda á daginn að guðni ætlaði sér ekki að hætta þingmennsku á þessum tímapunkti þótt Halldór hafi viljað taka hann með sér í „fallinu“. eins og kunnugt er var á hinn bóginn tilkynnt á dögunum að guðni hefði nú sagt af sér þingmennsku. Líklega er óhætt að fullyrða að pólitískt fall bjarna Harðarsonar nýverið hafi mikið með ákvörðun guðna að gera þar sem hann var helsti skoðanabróðir formannsins innan þingflokks framsóknarflokksins. Aðsvif í ræðustól framsóknarþingmaðurinn magnús stefánsson fékk aðsvif í ræðustól alþingis í mars á síðasta ári og hætti framsögu sinni í miðjum klíðum. Í ljós kom að hann var með flensu. magnús var félagsmálaráðherra þeg- ar atvikið átti sér stað og í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér síðar um daginn kom fram að talið væri að samspil flensunnar og langvarandi álags hafi komið niður á heilsu ráðherrans. magnús var frá störfum í nokkra daga og lítið hefur farið fyrir ráðherranum fyrrverandi í íslenskri pólitík frá því veikindi og álag yfirbuguðu hann í miðri ræðu. Ölvunarakstur verðandi þingmanns sigurður Kári Kristjánsson var stöðvaður af lögreglunni, grunaður um ölvunarakst- ur, stuttu eftir að hann var kosinn á þing fyrir sjálfstæðisflokkinn árið 2003. nýkjörni þingmaðurinn var sviptur ökuréttindum sínum í eitt ár. nokkru seinna prýddi sigurður Kári forsíðu glanstímaritsins séð og heyrt þar sem hann var sagður vera að keyra bíl, próflaus. sigurður Kári þvertók fyrir fréttina og sagðist hafa verið farþegi í bínum. málið var ekki skoðað frekar. flokksbróðir sigurðar Kára, gunnar I. birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður, varð einnig uppvís að ölvunarakstri fyrir nokkrum árum. Heimildir herma að hann hafi þá verið að koma af súlustaðnum goldfinger í Kópavogi, þótt það hafi ekki fengist staðfest. Harðort bréf til Baugsmanna össur skarphéðinsson sendi forsvarsmönnum baugs tölvupóst snemma árs 2002. bréfið olli miklum titringi og var baugsmönnum afar brugðið. Í bréfinu segir össur að bróðir hans hafi verið rekinn frá fyrirtæki þeirra vegna skoðana össurar. Hann kallar baugsfeðga hreinræktaða drullusokka og segist ekki munu gleyma hvernig þeir komi fram við fólk. Þar lætur hann þá eftirminnilegu setningu falla: „You´ve ain´t seen nothing yet“ og vísar í að hann láti þetta ekki þagga niður í sér. Aðgerðalaus í beinni össur skarphéðinsson, þáverandi formaður samfylkingar- innar, varð óöruggur með sig eftir að niðurstöður úr skoðanakönnun á fylgi flokkanna árið 2001 birtist í dv. sam- fylkingin tapaði fylgi á meðan vinstri-grænir bættu verulega við sig. skoðanakönnunin var gerð stuttu eftir að heibrigðis- ráðherrann, Ingibjörg Pálmadóttir, féll í yfirlið í beinni útsendingu í sjónvarpinu og stóð össur aðgerðalaus við hlið hennar á meðan. taldi hann að skýringuna á minna fylgi væri að finna í því hversu óhetjulega hann stóð sig. Hvort þetta hafi eitthvað með það að gera að össur er ekki lengur formaður samfylkingarinnar skal ósagt látið. Dæmdur fyrir kvótasvindl gunnar örlygsson, þáverandi þingmaður frjálslynda flokksins, fékk dóm fyrir brot á bókhaldslögum, tollalögum og lögum um stjórn fiskveiða árið 2003. gunnar var kosinn á þing um vorið en neyddist til að fresta því að setjast á þing um haustið þar sem hann þurfti að afplána þriggja mánaða fangelsisdóm. Áður en hann fór í framboð hafði gunnar svo verið tekinn fyrir ölvunarakstur sem hann hafði ekki gert forystu frjálslynda flokksins grein fyrir þegar framboðslisti flokksins var ákveðinn fyrir þingkosningarnar 2003, öfugt við hin brot sín. „Ég hef öðlast ákveðna reynslu er varðar dóms- og fangelsismál sem mun nýtast mér í þingstörfum,“ sagði gunnar við dv þegar hann settist svo á þing í desember- mánuði á því herrans ári 2003. Þess má geta að gunnar er ekki lengur þingmaður. Yfirlið í beinni margir muna eflaust eftir því þegar Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, féll í yfirlið í beinni útsendingu hjá rÚv þar sem hún var í viðtali árið 2001. Ingibjörg féll nánast beint í fangið á Jóhönnu vigdísi Hjaltadóttur fréttakonu þar sem viðtalið fór fram í kringlu alþingishúss- ins. nokkrar umræður fóru í gang í kjölfarið um að þetta hafi verið sviðsett. Ingibjörg sagði af sér ráðherraembætti skömmu seinna og var ástæðan sögð veikindi hennar. Áfengisdíll fjármálaráð- herrans Jón baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra og formaður alþýðuflokksins, hélt glæsilega afmælisveislu til heiðurs Ingólfi margeirssyni, ritstjóra alþýðublaðsins. veislan var haldin á veitingastað í bænum og heppnaðist gríðarlega vel að sögn þeirra sem þar voru. Jón baldvin gerði samning við þennan tiltekna veitingastað um að fá að kaupa þar áfengið sem veitt var í veislunni og kaupa svo áfengi af Átvr til að greiða skuld sína. ráðherrar á þessum tíma gátu keypt áfengi í Átvr án tolla og opinberra gjalda. Þegar upp komst um þennan skiptidíl fjármálaráðherrans endurgreiddi hann áfengið. Jón baldvin viðurkenndi svo síðar að hann hefði gert sig sekan um dómgreindarbrest. Hann sagði þó ekki af sér þingmennsku eða ráðherrasætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.